Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 8. JUNÍ 1974 Fa jj m / . i i .in. t \ 'a lAit; 220-22* RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel. 14444*25555 !mm BÍLALEIGA CAR RENTAL Hverfisgölo 18 27060 MIKIÐ SKAL TIL t SAMVINNUBANKINN Æbílaleigan 'felEYSIR CAR RENTAL 3»24460 í HVERJUM BÍL PIO NEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI FERDABILAR HF. Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G. S. station Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bllstjór- um). SKODA EYÐIR MINNA. Shodh IffGJUt AUÐBREKKU 44-46. 5(MI 42600. EINGÖNGU VÖRUBÍLAR VINNUVELAR 7Jos/oo SÍMAR 81518 - 85162 SIGTÚNI 7 - REYKJAViK SIG. S. GUNNARSSON STAKSTEINAR Vinstri stjórn vegur að launþegum Víst er, að engin ríkisstjórn hefur verið jafn ráðdeildarlaus og sú, sem nú situr og kennir sig við vinnandi stéttir. Engin ríkisstjðrn önnur hefur stefnt afkomu launþega og atvinnu- vega út á slfkt hengiflug sem vinstri stjórnin. Launahækk- anir þær, er samið var um sl. vetur, voru étnar upp á einni svipstundu í mestu verðbólgu- öldu, sem hér hefur gengið vfir. Hvergi er unnt að finna hliðstæður við óstjórn vinstri stjórnar Ölafs Jóhannessonar, nema ef vera skvldi í fasista- rfkjum eins og Grikklandi. Við hagstæðustu vtri skil.vrði hefur ríkisstjórnin komið efna- hagslífinu í það horf, að hún sér þann kost vænstan að efna til stórfelldra kjaraskerðinga. Forseti Alþýðusambands Is- lands nevddist til þess að segja af sér ráðherraembætti í stjórn hinna vinnandi stétta vegna þess að ráðherrar Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalags- ins þverneituðu samráði og samstarfi við launþegasam- tökin við lausn efnahagsringul- reiðarinnar. Þungamiðjan f stjórnarsáttmálanum annálaða var þó sú að ástunda einungis gott samstarf við verkalýðssam- tökin. Nú er ekki einvörðungu hafn- að samstarfi við launþegasam- tökin, heldur eru launamenn sviptir samningsbundnum upp- bótum á laun sfn. Með þvf að skerða vísitöluna um 7,5 stig eru 1000 milljónir króna tekn- ar af faunþegum. Samtals hefði kaupgjaldsvfsitalan átt að hækka um 15,5 stig 1. júní sl. Auk þeirra 7,5 visitölustiga, sem rfkisstjórnin sviptir laun- þega, greiðir hún nú niður úr galtómum rfkissjóði ein átta stig. Þær niðurgreiðslur koma auðvitað niður á launamönnum í stórauknum skattaálögum. Láglaunamaður með 36 þúsund króna grunnlaun hefói átt aó hækka í launum 1. júnf sl. um 5.580 krónur. Ríkisstjórn Framsóknar- flokksins og Alþýðubandalags- ins hefur ekki látið hér við sitja. Hún hefur nú tekið áfengi og tóbak út úr vísitölu- grundvellinum. Vió upphaf stjórnarferils vinstri stjórn- arinnar lýstu ráðherrarnir þvf fjálglega, að það væri hið mesta réttlætismál að hafa áfengi og tóbak í vfsitölugrundvellinum. Nú segja þeir hins vegar, að launþegum sé gerður hinn mesti greiði með þvf að fella þennan lið niður ásamt kostnaði við að eiga og reka bifreið. Ein af svokölluðum efnahags- ráðstöfunum vinstri stjórn- arinnar var svo að rýra stórlega kjör sjómanna. Þetta var gert með því að banna með bráða- birgðalögum hækkun fisk- verðs. Sjómenn hafa því ekki fengið sambærilegar kjarabæt- ur á við landverkafólk. Af einhverjum ástæðum hef- ur ríkisstjórninni þótt hentast að vega sérstaklega að stétt sjó- manna á sama tíma og Lúóvfk Jósepsson leggur sig allan fram vid að auðvelda austur-þýzkum togurum rányrkju hér við land. Kjaraskerðing heitir nú kjarabót Vinstri stjórnin hefur nú beint skert kaupgjaldsvfsitöl- una um 7,5 stig. Haustið 1970 ákvað viðreisnarstjórnin í sam- bandi við verðstöðvunaraðgerð- ir að fresta greiðslu tveggja vfsitölustiga f nokkra mánuði. Forystumenn Alþýðubanda- lagsins og málgagn þeirra, Þjóðviljinn, ærðust yfir þeirri ráðstöfun. Verkalýðsforingjar voru látnir mæla formælingar- orð, sem Þjóðviljinn enduróm- aði f sffellu. Þá hét það að steia vfsitölustigum, hættuleg ögrun við láglaunafólk, árás á kjara- samninga, þvingunarlög og sið- laust framferði. Nú, þegar vfsitalan er skert um 7,5 stig og kjör sjómanna miðað við landverkafólk eru rýrð til mikilla muna, eru „verkalýðs- foringjarnir" látnir þegja þunnu hljóði og Þjóðviljinn keppist við að telja lesendum sinum trú um, að við engan vanda sé að etja f efnahagsmál- um. Og svo er þvf haldið fram, að þvf er virðist í fullri alvöru, að kjaraskerðingar séu ekki lengur kjaraskerðingar, heldur kjarabætur. Þá eru nú bvggðakosningarn- ar, eins og vísir til daghlaðs kallar þær, lukkulega afstaðnar takk og ný skemmtun í vænd- um. Þó er sá galli á gjöf Njarð- ar <&Co.), að ýmsir aðalleikar- arnir eru ekki leingur með. Sjálfur höfuðpaurinn Hannfhal hefur kvatt leiksviðið fvrir fulltogailt að eigin sögn. Jakoh er þó lieldur á því, að seint skuli fulltre.vsta þeim orðum garpsins, einkum ef sameiníng- ar lýðræðisjafnaðarsamvinnu- manna fara að gera vart við sig meira en góðu höfi gegnir á aðskiljanlegum vængjum stjórnmálanna. Þá er félags- hvggjuveran Bjarni Guðnason úr leik, enda að honum þreingt í bili þvf, er menn ímvnda sér milli stjórnar og stjórnarand- stiiðu, og hafa ekki margir lent í slíkri pressu, jafnvel ekki Vil- hjálmur sálugi kæser, sá er við- inn klauf sæflar minnfngar. Á hinn bóginn komu nú til leiks nokkrir galvaskir menn- íngarvitar á þeim margfræga vinstrivæng, þar sem Bjarni og Hanníhal dönsuðu dauðamars- inn. Má þar fyrst nefna í heilu lagi svokaliaða Fvlkfngu, en þar eru í fararbroddi jarðskeif- ir einn, sparkmev vígglöð og annað menníngarfóik. Marsist- ar eru að sjálfsögðu til í tuskið og marséra ekki síður en aðrir. Þá rennir sér fótskriðu inn á sviðið, einsog Skarphéðinn forðum, Olafur nokkur Ragnar, þekktur spakvitríngur, ITtillát- ur. ljúfur, kátur, einsog skáldið kvað. Má annars merkilegt heita, að nokkru skáldi skvldi detta í hug að raða saman þess- um lýsíngarorðum, áðuren nefnd vitsmunavera sá dagsins Ijós. Ásatrúðar leggja til kömik- ina, grafalvarleigir og öldúngis ódauðir. Og Fre.vsteinn Gréttis- fáng býður þessari þjóð að ger- ast leiðsögumaður hennar um háa verðhólguhóla og dimma og djúpa sigdali fljótandi geingis. Og hvur vogar sér þá að halda því fram. að leikurinn sé ekki áhugaverður, einsog allt, sem við ójoð og aðrir álíka spakir hnýsumst gjarnan í. Flaututónleikar A ANNAN í hvítasunnu héldu þau Manuela Wiesler flautu- leikkona og IfaJidór Harald.sson píanóieikari tónleika í Nórræna húsinu. Tönleikarnir voru all vel sóttir og frábærlega vel tekió. Þaö var engin furða. A efnisskránni voru fimm verk eftir jafn marga höfunda, og hvert þeirra vitnishurður um þá yfirburði, sém franskur ffautuskóii héfur lengi haft. Þó að höfundarnír væru bæði franskir, fransk-svissneskir, tékkneskir eða ítalskir voru þeir allir, hver á sinn hátt, lif- andi greinar þes.s sama skóla. Þótt Manuela Wiesler sé ung að árum, sýndi hún fullkominn þroska í list sinni. Hvlling Roussels til f'jögurra flautu- snillinga. goökynjaöra og mannlegra, var fyrst á vfnis- skránni, svipmyndir. þar sem mismunandi tæknibrögðum er heitt eins og til aö útlista öll þau kynstur, sem flautan býr yfir. Flautusónata Martinu f.vlgdi á eftir. Þetta er ömfögur sönata^tær og glitrandi, eins og Martiní var von og vísa, en hún er þrælerfið i samspili, þar er Martinu hafði sérstaka hæfi- leika til aö taka til meðferöar allt að þvi hversdagslegar hug- myndir en leiöa þær síðan yfir á ókannaöar slöðir. Þarna sýndu þau Manuela og Halldór glæsilegan samleik, og hvergi hikaði Halldór á krossgötum samleiksins, þótt gíldrur væru á veginum. Ballade Franks Martin er efnismikil tönsmíð sett fram sem breiður, römantískur tóna- bogi, andstætt „svipmyndastíl" fyrri tónsmíðanna á efnis- skránni. Þessari breidd náðu þau mæta vel, hyggðu hana vel Tónllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON upp að hámarki og sannfærandi niðurlagi. Sérkennilegur dans geitar- innar fyrir eiriléiksflautu eftir Honegger er glettnisfull tón- smíð, sem notfærir vel þá hliö flautunnar, sem hin verkin höfðu að mestu sniögengið. Þarna lýsti Manuela tiltektum „geitarinnar" af fágaðri gaman- semi. Lokaverkið var Sikileyjar- dans og búrleska eftir Caselia, nýklassísk og vafningalaus tón- smíð, þar sem listafólkið áréttaði enn einu sinni, að góðir tónleikar eru ekki aöeins þaó, að hver kunni sitt og standi skil á sínu, heldur einnig að sam- vinna og samleikur þarf að vera fullmótaður. Eins og áður segir var þess- um tónleikum skiljanlega mjög vel tekió og það var engin furða. Kaffisala í Safnaðar- heimili Bústaðakirkju A sunnudaginn kemur efnir Kvenfélag Bústaðasóknar til kaffisölu i Safnaöarheimili Bústaöakirkju. Bíða hlaðin horð kirkjugesta, þegar þeir koma út úr kirk junni aö messu lokinni. en hún hefst kl. 2 sið- degis. Sóknarpresturinn, séra Olafur Skúlason, prédikar, en kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Birgis Ass Guómundssonar. Á liönum árum hafa veiting- ai' kvennanna, sem stuölað hafa aö vinsældum Kirkjudags Bústaðasóknar, verið á allra vörum. Er ekki aö efa, að þeir muni fjöfmargir, sóknarbörn sem aörir, er leggja leið sína inn í Bústaöakirkju á sunnu- daginn kemur, en kaffisalan stendur fram eftir degi. Nú er verið aö ganga frá síð- asta undirbúningi að því, að rúður verði settar í glugga alls safnaðarheimilisins og gjör- breytist þá öll aöstaða til starfs, auk þess sem útlit kirkjunnar verður þá komið í endanlega mynd sína. Standa vonir til þess að búið verði að glerja f.vrir næstu mánáðamót, en eínnig er unniö í æskulýðs- heimili kirkjunnar, sem verður t kjallara safnaðarheimilisins, en þar hafa sókn og Æskulýðs- ráð Revkjavíkur tekið höndum saman um aö húa ungmennum hverfisins sem hezta aðstöðu fyrir frjálst sem félagsbundið starf. Gefst kirkju- og kaffigestum prýðilegt tækifæri á sunnudag- inn kemur til þess að k.vnna sér möguleika kirkju og safnaðar- heimils fyrir víðtækt starf. Messur á morgun Dómkirkjan Sjömannadagur: Messa kl. 11.00. Biskup Islands herra Sigurbjörn Einarsson. Árbæjarprestakall Guðsþjónusta f Árbæjar- kirkju kl. 11.00. Séra Guðmund- ur Þorsteinsson. Laugarneskirkja Messa kl. 11.00. Séra Garðar Svavarsson. Frfkirkjan Revkjavík Guðsþjónusta kl. 2.00. Séra Kolbeinn Þorleifsson messar. Safnaðarprestur. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 2.00. Kaffi- sala kvenfélagsins eftir messu. Séra Ölafur Skúlason. Dómkirkja Krists konungs í Landakoti Lágmessa kl. 8.30 f.h. Hámessa kl. 10.30 f.h. Lág- messa kl. 2.00 e.h. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Árni Pálsson. Hafnarfjarðarkirkja Sjómannadagsmessa kl. 1.30. Garðar Þorsteinsson. Hvalsneskirkja Sjömannamessa kl. 11 ár- degis. Séra Guömundur Guðmundsson. Ke.vnivallaprestakall Fermingarmessa að Reyni- völlum kl. 2.00. Elliheimilið Grund Messa kl. 10.00. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Grensásprestakall Guðsþjónusta í safnaðar- heimilinu kl. 11.00. Séra Hall- dór S. Gröndal. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Samkoma sunnudag kl. 4.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.