Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAUUR 8. .IUNI 1974 5 Guðmundur Daníelsson: 989998989989999999988999 Er vinstri stefna dyggð? GREIN sú, sem hér fer á eftir, birtist í Suðurlandi hinn 5. júní sl. Morgunblaðinu þykir ástæða til, að hún komi fyrir augu fleiri lesenda og er hún birt hér með leyfi höfundar. HÉR talar utanflokka maður, ég hef aldrei gengið í stjórnmála- flokk. 1 þau tíu ár, sem ég var ritstjóri Suðurlands eftir að Ingólfur Jónsson tók við blaðinu af okkurGíslaBjarnasyni, varég persónulega óháður, þó að blaðið væri málgagn Sjálfstæðisflokks- ins. Áður vorum við Gisli búnir að gefa blaðið út sem ópólitiskl menningarmálgagn fyrir Sunn- lendinga í heild, frá 1953—1963, í tiu ár. Og það er best ég ljósti þvi upp núna, að i þau tiu ár, sem ég var ritstjóri i þjónustu Ingólfs og Sjálfstæðisflokksins, kaus ég þann flokk ekki nema stundum. En núna, 30. júní 1974, ætla ég að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og róa að þvi öllum árum, að sem flestir geri það. Þessa ákvörðun hef ég tekið á undanförnum vikum. Landsfræg- ur árekstur okkar Ingólfs út af landhelgismálinu og NATO i fyrrasumar og uppsögn min á rit- stjórnarstarfinu skiptir hér engu máli fyrir afstöðu mina núna. Það eru aðrir veigameiri hlutir, sem máli skipta: Skipbrot vinstri stefnunnar í höndum núverandi ríkisstjórnar. Það eru verk og vinnubrögð vinstri stjórnarinnar, sem valda afstöðu minni og ákvörðun núna, ásamt fávíslegum orðum og gjörðum þeirra manna, sem segjast ætla að efla hana til valda á ný i næstu kosningum, endurreisa þessa ömurlegu rúst á lögbergi islenzkra stjórnmála. Hægt er að koma í veg fyrir, að slíkt þjóðarslys hendi með þvi að efla Sjálfstæðisflokkinn i sér- hverju kjördæmi landsins. Hvaö er vinstri stefna? Aðal lögvitringur þeirrar rikis- stjórnar, sem nú lafir sjálfskipuð við völd, Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra fékk spurninguna til ihugunar i sjónvarpsþætti eftir að keðjusprengingar „vinstri"- fylkingarinnar hófust fyrir alvöru snemma í vor, og leysti sig undan henni með svipuðu svari og annar lögvitringur fyrr á tið, Pílatus að nafni: þegar orðið sannleikur var nefnt í áheyrn hans, þá spurði hann einfaldlega: „Hvað er sannleikur?" Ég gat ekki láð Ólafi Jóhannes- syni þó að hann afgreiddi.spurn- inguna í stíl við Pílatus, þvi að hver veit lengur hvað átt er við með orðinu „vinstri" í merking- unni stjórnmálastefna? — Þetta var um það leytið, sem svo nefnd Möðruvallahreyfing geystist inn i fjölmiðlana undir flokksheitinu „Vinstri framsóknarmenn". Þeir þóttust nú aldeilis vera menn, sem gætu migið standandi, gagn- stætt „hægri" framsóknarmönn- um. Ekki leið á löngu þar til Helgi Sæm og nokkrir I viðbót þóttust allt i einu vera orðnir of gáfaðir og róttækir til að fylgja lengur Gylfa Þ. í Alþýðuflokknum, gáfu út dagskipun, sögðust vera orðnir „vinstri jafnaðarmenn", ekkí man ég hvort þeir æptu lika herópið: „öreigar allra landa, sameinist!" Þessir náðu umsvifalaust sam- bandi við Ólaf Ragnar Grímsson, sem búinn var að fussa og sveia „hægri" framsókn forsætisráð- herra, og byrjuðu að bræða saman flokk. Enn er þó ótalinn „primus motor" allra þessara viðburða, Magnús Torfi ráðherra. Virtist hann hafa hvilst vel og safnað góðum kröftum í ráðherrastóli sínum, því að nú sló hann prívat eign sinni á „Samtök frjálslyndra og „vinstri manna", lokaði þá Björn og Hannibal úti og vísaði þeim til gistingar hjá gömlu félög- unum i Alþýðuflokknum, mönn- unum, sem i óvirðingarskyni eru stundum nefndir „hægri kratar" í ræðu og riti „vinstri manna". Vinna nú þessar þrjár fylkingar að: „öreigar allra landa, samein- ist!“ og ætla að bjóða fram lista i öllum kjördæmum landsins. Þing- flokkurinn Bjarni Guðnason, Frjálslyndi flokkurinn, kom á sið- ustu stundu og spurði: „Má ég ekki, mamma, með i leikinn þramma?" „Viltu þá stuðla að þvi með okk- ur að koma „vinstri" stjórn aftur til valda?" spurðu þeir Magnús Torfi, Helgi Sæm og Ólafur Ragn- ar. „Já, betri vinstri stjórn," svar- aði Bjarni. „Betri?“ hváðu hinir mjög svo hneykslaðir. „Já, — og svo vil ég lika fá öruggt sæti á Iista," sagði Bjarni, sem von var. „Við höfum ekki fleira við þig að tala," sögðu mikilmennin. Og er Bjarni því orðinn utanlegsfóst- ur „vinstri" hreyfingarinnar og fæðist sennilega aldrei, jafnvel þó að Steinunn ljósmóðir yrði sótt, sem er næstum því óhugsandi, þar sem hún er komin í góða og vel borgaða vinnu uppi i spítala fyrir gæskurika ráð heilbrigðis- málaráðherra. Mér hefur verið sagt, að hin orðglaða og raddsterka „vinstri" fylking skiptist nú í 9 eða 10 flokka. Allir telja þeir sig mikla föðurlandsvini, en þeir vilja hafa landið varnarlaust: Segja sig úr NATO og reka varnarlið Banda- ríkjamanna nokkurn veginn um- svifalaust úr landi, til þess að við getum með sanni sagt, að við sé- unt sjálfstæð og fullvalda þjóð og kalla sig „hernámsandstæðinga". Eln eins og flest. sem úr þeirri vígorðamaskínu kemur, er nafn- giftin markleysa og út í hött, þvi að ísland hefur aldrei verið her- numið, nema fyrst eftir að síðari heimsstyrjöldin braust út. Varnarliðið er hér vegna samn- ings, sem alþingi gerði á sinum tíma við Bandarikjamenn vegna aðildar okkar að NorðurAtlants- hafs varnarbandalaginu. Og við þetta varnarlið getum við losnað strax og meiri hluti alþingis- manna telur það timabært með hliðsjón af friðarhorfum í heimin- um. Alveg nýlega hafði fréttastofa Ríkisútvarpsins viðtal við tvo af talsmönnum eóa leiðtogum tveggja af þessum 9 eða 10 „vinstri" flokkum á lslandi: Fyrst var rætt við flokksleiðtoga „Marx- Leninista". Hann sagði berum orðum og umbúðalaust, að flok.k- ur hans stefndi að blóðugri bylt- ingu á íslandi, valdaráni þar sem beitt yrði drápstækjum. Mér dett- ur ekki í hug, að hann hafi verið að gera að gamni sinu. Þarna er „vinstri" flokkur, sem býr sig undir hryðjuverk og manndráp i því skyni að koma á eins flokks lögregluríki, afnámi ritfrelsis og skoðanafrelsis, það er að segja hreinræktuðu einræði. Tveimur dögum siðar var rætt við fulltrúa svo nefndrar „Fylk- ingar". Hann sagði ekki jafn ber- um orðum og Marx-Leninistinn, að flokkur hans stefndi að þjóð- félagsbyltingu með vopnavaldi og tilheyrandi manndrápum, en sagði að slíkt væri eiginlega auka- atriði, — verið væri að mennta liðsmenn „Fylkingarinnar" í þvi skyni að gera þá sem hæfasta til starfa, þegar stund byltingarinn- ar rynni upp. Eftir útvarpsboðskap þessara tveggja „vinstri" flokka á Isiandi munu enn fleiri en áður telja sig eiga samstöðu með þeim, sem skrifuðu undir kjörorðið „Varið land". Er vinstri stefna dyggð? Ja, það var hún upphaflega. Hún steypti gömlu harðstjórunum af stóli og rétti hlut litilmagnans. Hugsjónir og fögur orð hefur Framhald á bls. 21. l + i Listahátíð í Reykjavík Þjööleikhúsiö Dramaten konunglega leikhúsið í Stokkhólmi sýnir Vanja frœndi eftir Tjechow. 1 . sýning laugardag 8. júní kl. 20.00. 2. sýning sunnudag 9. júní kl. 20.00. 3. sýning mánudag 10. júni kl. 20.00. ☆ ☆ ☆ lönö Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Selurinn hefur mannsaugu EFTIR Birgi Sigurðsson 1 . sýning laugardag 8. júní kl. 20.30. 2. sýning sunnudag 9. júní kl. 20.30. 3. sýning mánudag 10. júní kl. 20.30. 989989898998998999998898 Hjálpar- tæki HÖFUM FYRIRLIGGJANDI ÚRVAL AF TÆKJUM TIL ENDURHÆFINGAR til notkunar í heimahúsum og á stofnunum. Einnig tæki til þess að létta lömuðum störfin heimafyrir og á vinnustað. I------------- j REMEDIA HF I lækningatæ kja verzlun, Miöstræti 12. S. 27511 — 27632.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.