Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1974 DAGBÓK t dag er laugardagurinn 8. júnf, 159. dagur ársins 1974. Medardusdagur. Árdegisflóð í Re.vkjavík er kl. 08.29, síðdegisflóð kl. 20.48. I Reykjavík er sólarupprás kl. 03.07, sólarlag kl. 23.48. Sólarupprás á Akureyri kl. 02.08, sólarlag kl. 00.18. (Heimild: tslandsalmanakið). Réttlætið verndar grandvara breytni, en guðleysið steypir syndaranum. (Orðskviðir Salómons, 13.6). ÁFHMAO Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Hvalsneskirkju af séra Guðmundi Guðmundssyni Sigurlína Oskarsdóttir og Þórólfur Ágústsson. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að Rauðarárstíg 32, Reykjavík. (Ljósmyndast. Suðurnesja). 1 dag verða gefin saman í hjóna- band í Dómkirkjunni af séra Þóri Stephensen Sigurbjörg Flosa- dóttir, Ljósheímum 20, og Hjört- ur Aðatsteinsson, Búlandi 25. Heimili þeirra verður að Furu- gerðí 7, Reykjavík. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 13.30—16. | SÁ IMÆSTBESTI Svo bar við í brúðkaups- veizlu fyrir nokkru, að móðir brúðarinnar stóð upp og meðal annarra ráða, sem hún gaf dóttur sinni, var aðferð, sem hún sjálf hafði notað í 30 ára stríðinu til að halda sem lengst í eiginmanninn, en það var að haga sér eins og góður laxveiðimaöur — slaka á línunni, þegar hann spriklar sem mest. Vikuna 7.—13. júní verður kvöld-, helgar- og næturþjónusta apóteka í Reykjavík í Laugarnes- apóteki, en auk þess verður Apótek Austur- bæjar opið utan venju- legs afgreiðslutíma til kl. 22 alla daga vaktvik- unnar nema sunnudag. Lárétt: 2. kvenmannsnafn 5. per- sónufornafn 7. leit. 8. úrgangur 10. belju 11. háll 13. ósamstæðir 14. ílát 15. komast yfir 16. fyrir utan 17. fugl Lóðrétt: 1. guðþjónustuna 3. ritar 4. skordýrin 6. skemmd 7. helli 9. sérhljóðar 12. ósamstæðir Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1. nota 6. urr 8. ir 9. auma 12. kraumar 14. krús 15. LM 16. RT 17. rúsína Lóðrétt: 2. OU 3. trausti 4. árum 5. nikkar 7. garma 9. RRR 11. mál 13. aurs Blöð og tímarit Ægir, 7. tölublað 1974 er komið út. Ritstjórnargrein fjallar um nauðsyn þess, að útgerð og sjávar- útvegur verði gerð að námsgrein í skólum. Ingimar Jóhannsson ritar grein um fiskirækt, fréttir eru um út- gerð og aflabrögð, sagt frá skóla- kynningu Stýrimannaskólans í Reykjavík, o.fl. Utgefandí Ægis er Fiskifélag íslands, og rítstjórn annast Már Elísson og Jónas Blöndal. Barnablaðið, 1. tölublað 1974, er komið út. Að vanda er í blaðinu fjölbreytt efni við hæfi barna og unglinga, en þau eiga jafnframt mikinn þátt í því að leggja til efni. SkraO írá Eini GENGISSKRÁNING Nr. 103 - 7. júnf 1974. ng Kl. 12,00 Kaup Sala 30/5 1974 1 Ba nda r ík jadolla r 93, 80 94, 20 5/6 - 1 Sterlingapund 225, 50 226, 70 6/6 - 1 Kanadadolla r 97. 35 97, 85 7/5 - 100 Danskar krónur 1577,65 1586,05 * - 100 Norskar krónur 1733, 80 1743, 10 * - 100 Sænskar krónur 2161, 15 2172, 65 * - . - 100 Finnsk mörk 2581,90 2595, 70 * - 100 Franskir frankar 1915, 25 1925, 45 * 6/5 - 100 Belg. frankar 249, 85 251, 15 7/6 - 100 Svissn. frankar 3 190. 40 3207, 40 * 6/6 - 100 Gyllini 3576,20 3595, 30 7/6 - 100 V. - Þyzk mörk 3773, 05 3793,15 * - 100 Lfrur 14, 55 14,63 * - 100 Austurr. Sch. 526, 40 529, 20 * 6/6 - 100 Escudos 381, 15 383, 15 - 100 Peuotar 164,20 165, 10 7/6 - 100 Yen 33, 18 33, 36 * 15/2 1973 100 Reikningakrónur- 99, 86 100, 14 Vöruskiptalönd 30/5 1974 1 Reikningsdollar- 93, 80 94, 20 V öruskiptalönd * Breyting frá siöustu akránlngu. Utankj örstaðakosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Laufásvegi 47. Símar: 26627, 22489, 17807, 26404. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Hafnarbúðum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnu- daga kl. 14—18. Ýmsum hefur þótt nóg um tízkubrölt fullorðna fólksins og unglinganna nú um daga og þakkað sínum sæla fyrir það, að börnin hafa ekki tekið þátt í því kapphlaupi. Hins vegar getur verið að smástelp- ur séu stundum dálítið pjattaðar, og hér eru sýnis- horn af því, hvernig hægt er að gleðja þær. PEIMIMÁV/IIMIR________________ Noregur Kari-Helen Bö 4150 Vikevág Rennesöy Norge. Hana langar til að skrifast á vid stúlkur á aldrinum 14—15 ára. Bangladesh Badruzzaman c/o Mohd. Nazerali Khan Jute Merchant, JhikargaCha Bazar Jessore Bangladesh. Hann er 15 ára, safnar frimerkjum og ljósmyndum og leikur knattspyrnu, körfubolta, krikket o.fl. lsland Margrét Theódórsdóttir, Urðarvegi 18, Isafirði. og Arna Vignisdóttir, Urðarvegi 22, Isafirði. Þær óska báðar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 13—15 ára, og áhugamálin eru: popp-tonlist, strákar, dans og skemmtanir, bréfaskriftir, íþrótt- ir og lestur góðra bóka. Bandarfkin David Hopper 861 Beaver Lane Lilburn, Ga. 30247 U.S'.A. Hann er 12 ára og langar til að skrifast á við dreng á sínum aldri. Svfþjóð Suzy Násström Bágvagen 41 91300 Holmsund Sverige. Hún er 15 ára og vill skrifast á við stráka og stelpur á sama aldri. Hún er aðdáandi Davids Cassidy Og Osmond-fjölskyldunnar. Eínn- ig hefur hún mikinn áhuga á allri popp-tónlist, bréfaskriftum og lestri góóra bóka. Island María Gunnlaugsdóttir, Tjarnargötu 3, ást er . . . ...að eiga mömmu, sem regnir að skilja mann. TM Reg. U.S. Pat. Off.—All rights reserved 1974 by los Anqeles Times | BHIDGE ~1 Hér fer á eftir spil frá leik milli Bretlands og Frakklands í Evrópumóti fyrir nokkrum árum. Norður S. Á-D-6-4 H. 10-8-5-3 T. 8 L. G-9-8-2 Vestur S. K-G-10-5 H. K-D T. K-G L. Á-10-7-6-3 Austur S. 7-2 H. 9-6-4-2 T. D-6-5-4-2 L. K-D Suður S. 9-8-3 H. Á-G-7 T. A-10-9-7-3 L, 5-4 Frönsku spilararnir Svarc og Boulenger sátu, A — V, en brezku spilararnir Tarlo og Rodrigue N — S, og sagnir gengu þannig: V N A S 11 P 1 t P 1 s P 1 g p 2 g P 3 g D Rd P p p Ekkí er hægt að neita þvi, að mikil bjartsýni var hjá frönsku spilurunum að segja 3 grönd og sama má segja um redoblið, enda átti það eftir að koma í ljós. Suður lét út tígul 7, sagnhafi drap í borði með gosanum, lét út hjarta kóng og fékk þann slag. Næst var hjartadrottning látin út, suður drap með ási, tók tígul ás og lét út tígul 10. Sagnhafi drap heima með drottningu, tók kóng og drottningu í laufi, lét út spaða 2, drap í borði með tíunni og norður drap með drottningu og þar með var draumurinn búinn, spilið varð 2 niður og franska sveitin tapaði 1000. Við hitt borðið varð lokasögnin 1 grand hjá A—V, spilið varð 1 niður og samtals græddi brezka sveitin 14 stig á spilinu. 1 MESSUH Á IVlDRCjUtM Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 f.h. — Athugið breyttan messu- tima. — Sr. Jóhann S. Hlíðar. Hallgrímskirkja. Kl. 11 f.h. — sr. Jakob Jónsson. Ræðuefni: Brúðkaup í Kana (Fulltrúar á Stórstúkuþingi verða við messuna). FPÉTTIR Kvenfélag Bústaðasóknar hefur kaffisölu í félagsheimilinu sunnu- daginn 9. júní kl. 3. Kökum verð- ur veitt móttaka kl. 12—2. Flateyri, Önundarfirði. Hún er 12 ára og óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 12—14 ára. Rósa Bragadóttir, Suðurbyggð 25, Akureyri. °g Ásdís Reynisdóttir, Álfabyggð 9, Akureyri. Þær vilja báðar skrifast á við stráka á aldrinum 13—14 ára. Ahugamál beggja eru iþróttir, pennaskrif, popptónlist og fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.