Morgunblaðið - 08.06.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.06.1974, Qupperneq 10
ÍO MOKGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. JUNI 1974 Að brúa bilið milli fortíðar Þessa mvnd af Jóhanni Hafstein tók ljósmyndari IVIorgunblaðsins, Ólafur K. Magnússon, nú f vikunni. Undir haust 1970 átti ég samtal vió Jóhann Hafstein um formennsku hans í Sjálfstaeðisflokknum og afstöðu til stjórn- mála á viðkvæmum tímum. Sú bvrði hafði þá skömmu áður verið á hann lögð að taka við forsætisráðherraemhættinu á örlaga- stund og sýndist þá sitt hverjum eins og oft vill verða, t.a.m. hvenær efna ætti til kosninga. Jóhann Hafstein axlaði hvrðina og var góður árangur af störfum stjórnar hans, enda skilaði hún fullum fjárhirzlum ríkisins. Ráðgert var, að ég ætti samtal við Jó- hann Hafstein, þegar hann lét af for- mennskustörfum í Sjálfstæðisflokknum f fvrrahaust, en af því gat ekki orðið af ýmsum ástæðum. Stjórnmálaferill Jóhanns Hafstein er orðinn langur og fjölbre.vtilegur. Hann hefurgegnt helztu trúnaðarstörfum Sjálf- stæðisflokksins og einnig fjölmörgum ráðherraembættum. eins og kunnugt er, setið í bæjarstjórn Revkjavíkur og um langt skeið verið hægri hönd þeirra tveggja leiðtoga Sjálfstæðisflokksins, sem umsvifamestir hafa verið á okkar tímum, Ólafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar. Jóhann varð fvrir áfalli á sl. ári.en er nú á góðum batavegi. Það varð þvf úr, að við röbhuðum saman um stjórnmála- starfsemi hans og í gleði vfir úrslitum bæjar- og sveitarstjórnakosninganria hafði Jóhann mestan áhuga á. að samtalið birtist nú. Það fer hér á eftir: „Þegar ég varð veikur tók ég þá ákvörð- un á sl. hausti að segja af mér for- mennsku Sjálfstæðisflokksins," sagði Jó- hann Hafstein í upphafi samtals okkar. „Forystuhlutverk þarf á fullum starfs- kröftum að halda. Ég gaf aftur á móti kost á mér í 4. sæti á lista sjálfstæðismanna til þingkosninga nú, því að mér fannst ég geta lagt þingflokki sjálfstæðismanna lið og öðrum sjálfstæðismönnum á vettvangi stjórnmála. Læknar mínir töldu, að ég ætti að leggja áherzlu á að halda áfram störfum og hverfa ekki lífinu, meðan kraftar væru fvrir hendi, en ég þyrfti fyrst í stað að hlífa mér. Það gerði ég, fór m.a. utan, en er nú í góðum afturbata, þótt ætíð sé hægur bati í slikum sjúkdómi, og þarf þá á mikilli þolinmæði að halda. En sagt hefur verið, að lífið sé sterkara en dauðinn, og maður verður að vera bjart- sýnn á tilveruna. Einnig þess vegna þótti mér rétt að gefa kost á mér til þing- mennsku, enda mun ég leggja fram alla þá krafta, sem ég framast get, til að stuðla að sigrí Sjálfstæðisflokksins í framhaldi af því. sem varð í bæjar- og sveitarstjórna- kosningunum. Aframhaldani samstarf við þingbræður og aðra verður mér til st.vrkt- ar og flýtir fyrir bata inínum. En aðalat- riðið er. að pólitískur áhugi minn er jafn- mikill og áður. enda eru nú mikil straum- hvörf í stjórnmálum. Flokkar riðlazt. bæði hér og annars staðar. en þá kemur Sjálf- stæðisflokkurinn sterkari en nokkru sinni út úr hörðum kosningum og hefur að baki sér meirihluta kjósenda. Að sjálfsögðu mun ég hevja kosningabaráttu á annan hátt en áður. enda er Sjálfstæðisflokkur- ínn i góðum híindum. og það hefur sýnt sig. að ástæða er til að bera fullt traust til arftaka mín. Geirs Hallgrímssonar for- manns flokksins." Ég spurði Jóhann Hafstein að þvi, hver hefði beint honum fyrst út á stjórnmála- brautina. Hann svaraði: .Ég er altnn upp í Suður-Þingeyjar- sýslu, þar sem faðir minn var sýslumaður á Jónasar-tímabilinu. Eg held/ að faðir minn hafi notið míkilla vinsælda, en það á þó ekki við um pólitíkina, því að þar var Framsókn allsráðandi. Hins vegar lá það fyrir mér að fara 21 árs í framboð í Norður-Þingeyjarsýslu, meðan ég var í háskóla. Það var 1937. Ástæðurnar voru veikindi Sveins Benediktssonar, sem hafði verið þar í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Ég hafði ekki af miklu fylgi að státa, en hlaut góða og mikils- verða reynslu af þessu framboði og þá ekki síður, þegar ég bauð mig fram í fyrri kosníngunum 1942 í Skagafirði. Eg kynnt- ist góðu fólki og iífsháttum þess til sjávar og sveita á þessum framboðsferðum mín- um. og þá ekki sízt síðar, þegar ég var erindreki og framkvæmdastjóri Sjálfstæð- isfiokkins. An þess að ég vilji nefna einstök nöfn kemst ég þó ekki hjá því að nefna þau hjónin Jóhönnu og Valgarð Blöndal, þar sem var mitt annað heimili, er ég var í framboðinu. Eins nefni ég Ólínu og Guðjón bakara, en að öðru leyti eru þeir í tugatali vinir mínir og samherjar úr bar- áttunni, sem ég ætíð mun minnast með þökk og virðingu. Þegar ég var beðinn um að fara í fram- boð i Norður-Þingeyjarsýslu hafði ég lent í forystu i samtökum lýðræðissinnaðra stúdenta í háskólánum gegn kommún- ismanum og var fyrsti formaður Vöku 1935. Það var kennari minn, Bjarni Bene- diktsson, sem hvattí mig til að fara í framboð. Hann hringdi til mín einn dag- inn og bað mig að hitta sig i kaffi á Hótel Borg. Ég vissi ekki, hvað prófessorinn minn vildi og var mjög hissa, þegar hann bar upp erindið. En ég komst ekki undan ósk Bjarna, þótt ég vissi, hvað biði mín í Norður-Þingeyjarsýslu, sterkasta vígi Framsóknarflokksins á landinu. Gísli Guð- mundsson var þá frambjóðandi Fram- sóknarflokksins, og með okkur tókst góð vinátta, sem hélzt alla tíð. Ég sakna hans af þingi. Gísli hélt sig við framsóknar- fræðin á framboðsfundum, en ég var mjög skólastískur í mínum ræðum, bar AI- þingistíðindi á bakinu um allt kjördæmið, vitnaði í þau og aðra speki og reyndi að bjarga mér með lítilli kunnáttu. Gísli var mjög góður ræðumaður, þegar honum tókst bezt upp. Ég hef aldrei átt í eins miklum erfiðleikum með andstæðing og þegar við Gisli leiddum saman hesta okk- ar á stúdentafundinum 1959 um kjör- dæmamálið. Gísli var að jafnaði prúður, en gat verið harður í horn að taka og gagntekinn af samvinnuhugsjóninni. Mér fannst þessi fyrsta reynsla mín af þingframboði skemmtileg. Fólkið tók mér ágætlega — en það bara kaus mig ekki!“ Ekki kom Norður-Þingeyjarsýsla mikið við sögu þessara kosninga, en þær urðu allsögulegar ekki sízt vegna ummæla Her- manns Jónassonar á þingmálafundi á Hólmavík þess efnis, að Ólafur Thors hefði sem dómsmálaráðherra eftir óeirðirnar í sambandi við bæjarstjórnar- fund i Reykjavík 9. nóvember 1932 gefið fyrirskipanir um allmikla liðssöfnun í Sundhöllinni og fangelsun nokkurra manna, sem talið var, að staðið hefðu fyrir óeirðunum. Ummælin urðu til þess, að lögreglurannsókn fór fram í málinu og voru þau borin til baka af vitnunum. Hermann Jónasson var þá forsætisráð- herra í vinstri stjórn og eitt helzta kosn- ingamálið viróist hafa verið skatta- og tollabyrðin, sem „hefur aukizt stórlega í valdatíð rauðu flokkanna”, eins og ísafold kemst aðorði. Urslit kosninganna urðu þau. að Sjálf stæðis- og Bændaflokkurinn fengu 47,5% greiddra atkvæða, en stjórnarflokkarnir 44%. Framsóknarflokkurinn varð stærsti flokkur þingsins með 19 þingmenn og rúm Samtal við Jóhann Hafstein fyrrverandi forsætisráð- herra 14.000 atkvæði, (24,9%) á bak við sig, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17 þingmenn og rúm 24.000 atkvæði (eða 41,4%). Al- þýðuflokkurinn hlaut 8 þingmenn, kommúnistar 3 og Bændaflokkurinn 2. Nokkuð má marka kjördæmaskipunina af því, að Sjálfstæðisflokkurinn og Bænda- flokkurinn, eða stjórnarandstaðan, hlutu 19 þingmenn af 49 með 47,5% greiddra atkvæða á bak við sig. Sjálfstæðisflokkur- inn var með 2000 atkvæði bak við hvern þingmann, Framsóknarflokkurinn um 760 atkvæði. Úrslitin f Norður-Þingeyjarsýslu, þar sem Jóhann Hafstein var í framboði, urðu þau, að Gísli Guðmundsson híaut 539 at- kvæði, Jóhann Hafstein 183 atkvæði, en aðrir minna. Ég spurði Jóhann Hafstein að því, hvers vegna hann hefði farið fram í Skagafirði 1942. Hann svaraði: „Ég var þá framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins og Jón á Reynistað kaus að bjóða sig ekki fram í kosningunum, sem snerust einkum um hlutfallskosning- ar í tvímenningskjördæmunum. Þá fórum við Pétur Hannesson fram fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Pétur var ákaflega vin- sæll maður og vel Iátinn. Fyrir Fram- sóknarflokkinn fóru fram Pálmi Hannes- son rektor, bróðir Péturs, og Sigurður Þórðarson kaupfélagsstjóri á Sauðár- króki. Þetta voru mjög harðar kosningar, en vinsældir Péturs dugðu ekki til. Fram- sóknarmennirnir voru báðir kosnir. Þegar hlutfallskosningar voru komnar á um haustið, var Jón á Reynistað aftur i fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og náði þá kosningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.