Morgunblaðið - 08.06.1974, Síða 11

Morgunblaðið - 08.06.1974, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8, JUNl 1974 11 Stjórn Hcimdallar árið 1941. Frá vinstri: Lúóvík Hjálmtýsson, Baldur Jónsson, Öttarr Möller, Bjarni Björnsson, Jóhann Hafstein, formaður, Guðmundur Bl. Guðmundsson, Hagnar Jónsson, Björgvin Sigurðsson og Hjörtur lljartarson. Sjálfstæðisflokkurinn var allur í molum fannst mér, þegar ég kom norður í Skaga- fjörð um sumarið. Félagslíf sama og ekk- ert og skipulag með versta móti. En mál- staður flokksins var góður, því að kjör- dæmaskipunin var eins ranglát og hún gat frekast orðið. Alþýðuflokkurinn og sósíal istar tóku höndum saman við sjálfstæðis menn á þinginu um að breyta þessari skipan og gera hana lýðræðislegri, þannig að meira réttlætis gætti milli kjósenda. Sú kjördæmaskipun var svo við lýði þar til 1959, þegar hlutfallskosningar voru tekn- ar upp í öllum kjördæmum. Frá þeim tíma hefur að mestu leyti gætt jafnréttis milli flokkanna, en þó hlýtur að vera skammt undan, að biæyting verði á kjördæma- skipuninni vegna fólksflutninga í land- inu, t.a.m. í Reykjaneskjördæmi. Það ætti ekki að þurfa að deila um svo sjálf- sagðan hlut, að kjósendur eiga að 'hafa sem jafnastan kosningarétt, hvar sem þeir búa. Um hitt geta verið skiptari skoðanir hvort rétt sé að hafa hlutfallskosningar eða einmenningskjördæmi, en ein- menningskjördæmi verða þá að vera alls staðar, einnig í Reykjavík. Nú er sums staðar þegar i gildi blandað kerfi, þar sem kjósendur geta kosið persónulegum kosn- ingum, þó að hlutfallskosningar séu, til að jafnrétti sé milli flokka. Slíkt blandað kerfi er t.d. í Vestur-Þýzkalandi. Þetta mál þurfum við íslendingar að athuga nánar. Við skulum ekki gleyma því, að kjördæmaskipunin er ekki ennþá nægilega lýðræðisleg og réttlát. Þannig fengi Sjálfstæðisflokkurinn ekki meiri- hluta á þingi nú, þótt meir en helmingur kjósenda kysi hann. Lítum á síðustu kosn- ingar. Ef flokkurinn næði sama atkvæða- magni f alþingiskosningum og i bæjar- og sveitarstjórnakosningunum, eða 50,5%, fengi hann ekki nema 27—28 þingmenn af 60. Ef kjósendur vilja losna við vinstri stjónina, sem nýtur ekki nema um 40% fylgis samkvæmt úrslitum siðustu kosn- inga, verða þeir að herða róðurinn og jafnvel þjappa sér enn betur saman. Þar treysti ég bezt á unga fólkið, sem á áreiðanlega ekki minnstan þátt i sigri Sjálfstæðisflokksins nú.“ Eg spurði Jóhann Hafstein um álit hans á þingrofinu og hvort hann teldi, að þaul- seta vinstri stjórnarinnar samrýmdist þingræði. Hann svaraði: „Ég taldi rétt að segja af mér embætti forsætisráðherra og biðjast lausnar fyrir stjórn mína strax eftir síðustu alþingis- kosningar 1971, þegar hún var ekki lengur í meirihluta á Alþingi. Það er grundvöllur þingræðis, að ríkisstjórnir styðjist við þingmeirihluta. Nú er öðru vísi farið að. Enda þótt um 60% kjósenda séu stjórnar- andstæðingar og aðeins um 40% stuðn- ingsmenn núverandi vinstri stjórnar, biðst forsætisráðherra ekki lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þetta er ekki þing- ræðislegt, þótt þingrofið hafi ekki verið ólöglegt. Sá meirihluti kjósenda á íslandi, sem vill tryggja varnir landsins og öryggi þjóðarinnar og rétta við fjárhag ríkissjóðs og afkomu atvinnuveganna, hefur því ekki enn séð þá ósk sína rætast, að vinstri stjórnin fari frá. Og svo gæti farið, að landsmenn sætu enn uppi með vinstri stjórnina eftir kosningar, því að með framboði Samtaka frjálslyndra og vinstri manna gæti vinstri stjórnin slampazt á örlítinn meirihluta á Alþingi, ef menn ekki halda vöku sinni.“ Þá var komið að framboði Jóhanns Haf- stein í Reykjavík 1946, en þar bauð hann sig fram bæði til bæjarstjórnar í janúar- mánuði og Alþingis i júnlkosningunum. Jóhann skipaði baráttusæti Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórnarkosningunum, eða 8. sætið. Af 24.450 greiddum atkvæð- um hlutu sjálfstæðismenn 11.833 atkvæði og héldu meirihluta bæjarfulltrúa vegna hagstæðrar skiptingar. AÍþýðuflokkurinn hlaut tæplega 4000 atkvæði og 2 menn kjörna, Framsóknarflokkurinn 1615 at- kvæði og einn mann kjörinn, Pálma Hannesson, og sósíalistar, en kjarni þeirra var gamli kommúnistaflokkurinn, fengu tæplega 7.000 atkvæði og 4 menn kjörna í bæjarstjórn. Ég spurði Jóhann Hafstein hvað hann vildi segja um þessar tvennar kosningar. Hann svaraði: „Eg skipaði baráttusæti Sjálfstæðis- flokksins i bæjarstjórnarkosningunum, en aldrei bar ég neinn kvíðboga fyrir því, að við héldum ekki meirihlutanum. Barátt- an var hörð, en við vorum líka með sterk- an foringja, þar sem var Bjarni Benedikts- son borgarstjóri. Þetta voru gífurlega harðar kosningar. Kommúnistar ætluðu sér mikinn hlut, ekki sizt í bæjarstjórnarkosningunum. Þeir voru staðráðnir í að fella meirihluta okkar. Einar Olgeirsson skipaði 8. sæti á lista þeirra, og ég held það hafi hvarflað að þeim, að hann næði kosningu. En þeir fengu fjóra bæjarfulltrúa og hafa aldrei haft fleiri, hvorki fyrr né síðar. Þeir treystu því, að aðstoð Vesturveldanna við Sovétríkin í styrjöldinni myndi fleyta þeim til valda hér á landi. Rússar voru orðnir sigurvegarar í styrjöldinni gegn nasistum ásamt Vesturveldunum og Stalín hafði leikið bæði á Churchill og Roosevelt á Jalta- og Teheranráðstefn- unni — járntjaldið var tekið að síga. Það var ekki fyrr en þremur árum seinna, sem leiðtogar Vesturveldanna áttuðu sig og stofnuðu Atlantshafsbandalagið með þeim árangri, sem raun ber vitni. Jafnframt sigurvissunni reyndu komm- únistar að venju að breiða yfir nafn og númer og kölluðu sig ekki kommúnista, heldur sósíalista. Það er gömul saga og ný á íslandi. Þeir voru svo sigurvissir, að eftir svokallaðan menntamannafund í Listamannaskálanum, þar sem var troð- fullt út úr dyrum slógu þeir upp svofelld- um fyrirsögnum: „Menntamannafundur- inn boðar stórsigur Sósíalistaflokksins. Valdatíma fámennrar sérhagsmunastéttar er lokið. Á sunnudaginn kemur tekur al- þýðan völdin í Reykjavík.“ Þannig var nú hljóðið í þeim rétt fyrir kosningar. Þeir reyndu að sjálfsögðu einnig að gera sér mat úr vinsældum Nýsköpunarstjórnar- innar og sögðu t.a.m. á forsíðu Þjóðviljans kosningadaginn 27. janúar: „Sigur Sósíal- istaflokksins er sigur nýsköpunarstefn- unnar.“ Eftir bæjarstjórnarkosningarnar i janúar 1946 hafði Sósíalistaflokkurinn hreinan meirihluta á Norðfirði og var einnig stærsti flokkurinn á Akureyri og Siglufirði og er raunar lærdómsríkt að sjá, hversu Alþýðubandalaginu hefur hrakað frá þessum árum." Því má bæta við þessi orð Jóhanns Haf- stein, að á kosningadaginn 27. janúar stóð einnig stórum stöfum yfir þvera forsíðu Þjóðviljans: „Alþýðuvöld í Reykjavík. Hvort viljið þið, Reykvíkingar, að Katrín Thoroddsen og Einar Olgeirsson ráði úr- slitum í bæjarstjórn Reykjavíkur næstu 4 árin —- eöa sendill heildsalanna, Jóhann heimdellingur Hafstein?" Og þegar litið er yfir lista Sósíalistaflokksins í þessum kosningum er harla athyglisvert að sjá, hversu margir hafa snúið baki við komm- únistum af þeim, sem voru í framboði fyrir þá. Þeirra á meðal eru lýðræðissinn- ar eins og Jónas Haralz, Bergsteinn Guð- jónsson, Petrína Jakobsson og Björn Sig- fússon, svo að nokkurra sé getið. Jóhann Hafstein hélt nú áfram samtali okkar og sagði: „Þrátt fyrir það, að leiðtogar sósíalista þættust ekki vera í neinum sérstökum tengslum við Sovétríkin, bárust varla fréttir af hryðjuverkum í Sovétríkjunum, svo að þeim þætti ekki ástæða til að verja foringja Stalfn og dásama einveldi komm- únista. Að því leyti má segja, að þeir hafi verið hreinskilnari þá en nú, þeir fögnuðu jafnvel, þegar litlu Eystrasaltsrikin voru lögð undir járnhæl kommúnismans og fólk flutt í milljónatalí til Siberiu — eða i aðrar Gulag-búðir. í þessum bæjarstjórnarkosningum hafði maður á tilfinningunni, að nú væri háð einhvers konar úrslitaorusta um is- land, að nú væri annaðhvort að duga eða drepast, svo hart sem að okkur var sótt. Nefnd hafði verið skipuð til að semja stefnuskrá fyrir Sjálfstæðisflokkinn, drögin lágu svo fyrir milli jóla og nýárs. Við komum þá saman Bjarni Benedikts- son borgarstjóri, Valtýr Stefánsson rit- stjóri og ég. Bjarni leit á drögin, hristi höfuðið og sagði: „Þetta er ómögulegt. Þetta þarf að vera öðru vísi." Hann þagði svo um stund, hugsaði sig um, en samdi síðan upp úr sér fyrstu Bláu bókina og við Valtýr skrifuðum eins hratt og við gátum. Bjarni var hafsjór af þekkingu á bæjar- málum Reykjavíkur, enda var forysta hans á þessari hættustund ógleymanleg." í þingkosningunum i júní 1946 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn rúm 26.000 atkvæði og 19 þingmenn kjörna, Framsóknarflokk- urinn 14.250<og 11 þingmenn, Sósíalista- flokkurinn 12.956 atkvæði og 5 þingmenn kjörna og Alþýðuflokkurinn 11.893 at- kvæði og 4 þingmenn kjörna. En auk þess fékk Sósíalistaflokkurinn 5 uppbótarþing- menn, eða samtals 10 þingmenn, Alþýðu- flokkurinn einnig 5 uppbotar þingmenn, eða samtals 9 þingmenn. Jóhann Hafstein var 4. maður á lista Sjálfstæðisflokksins og hlaut sem slíkur 9.105 1/8 atkv. Þar sem Jóhann Hafstein hafði minnzt á Bjarna Benediktsson spurði ég, hvort ekki hefði verið jafn skemmtilegt að vinna með öðrum samstarfsmanni og for- manni flokksins, Ólafi Thors. Hann svar- aði: aldarfjórðungsskeið óumdeilanlegur for- ingi sjálfstæðismanna og á varla sinn líka. Ég tel, að sagan muni skipa þeim tveimur formönnum Sjálfstæðisflokksins, sem ég kynntist og starfaði með, Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni á bekk með mestu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Þeir voru að vissu leyti ólíkir, en einstaklega samhentir og samstarf þeirra var ein- dæma gott. Ég veit, að mörg siðari árin þótti Ölafi ekki ráðum ráðið nema Bjarni væri til kvaddúr. Það, sem var líkt með báðum þessum mönnum, var skapfesta og einurð og bjargföst trú á sjálfstæði og frelsi þjóðarinnar. Á þeim vettvangi eru dýpstu spor þeirra mörkúð. Nákvæmni og samvizkúsemi voru mjög einkennandi i fari beggja í stjórnarframkvæmdum og við stjórnarathafnir. Ég kynntist Ólafi Thors fyrst á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins á Þingvöllum 1936. Ég var honum samferða heim til Reykjavikur af fundinum, og þá lék for- inginn á als oddi, enda var sumarnóttin undurfögur og hann í sigurskapi. Þá var ég 21 árs. Sjálfstæðismenn á Húsavík kusu mig á landsfundinn, en það voru ekki sérlega formlegar kosningar. En þú getur af þessu séð, að ég hef verið sjálf- stæðismaður frá fyrstu tið, eða fæddur sjálfstæðismaður myndi einhver segja. Mér ofbauð ofríki Framsóknarflokksins í Þingeyjarsýslum, þótt ég eigi þaðan góðar minningar og marga ágæta vini. Kosninga- barátta Jónasar frá Hrifiu fór að því er mér virtist miklu fremur fram í einkavið- tölum við menn heldur en á fundum. Og hann hafði geysilega sterk persónuleg áhrif. Það var ekkert sældarbrauð að vera andstæðingur hans í pólitík, eins og hann lét. Ég var þá ungur að aldri, en staðráð- inn í að lenda ekki undir áhrifum hans. Ástæðan? Sennilega meðfædd hneigð til sjálfstæðisstefnunnar. Hún er svo rfk í Islendingum, að það ætti raunar aldrei að koma neinum á óvart, þegar flokkurinn vinnur glæsilegan kosningasigur eins og nú í síðustu bæjar- og sveitarstjórnakosn- ingum. Ég þekkti ekki fyrirrennara Sjálfstæðis- flokksins — Ihaldsflokkinn og Frjáls- lynda flokkinn — en ég þekki ekki frjáls- lyndari flokk en Sjálfstæðisflokkinn eins og Ragnar i Smára sagði í ágætri grein i Morgunblaðinu um daginn. Undir þau orð vil ég taka. Ég geri ráð fyrir, að ég hefði vel getað gengið i íhaldsflokkinn af því að ég hafði lesið svo margt eftir Jón Þorláksson, bæði ræður og ritgerðir, þar sem einmitt er lagður grundvöllurinn að þeirri stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á. Frá Frjálslynda flokknum fékk Sjálfstæðis- flokkurinn liberalisma manna eins og John Stuart Mills og frelsishugsjónir Sig- urðar Eggerz, sem var einn af oddvitum þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttunni. En ég vil taka fram, að ég kvnntist Jóni Þorlákssyni aldrei. Sá hann ekki einu sinni, enda lézt hann fyrsta veturinn tninn í háskóla 1935. Ég hafði orðið stúdent 18 ára, vorið 1934, og fór t lögfræði um haustið. Þó að ég hafi ekki k.vnnzt Jóni Þorlákssyni, man ég vel, hvað það fékk á mig,þegar Kristján Jónasson, sfðar læknir en þá læknanemi, opnaði hurðina hjá mér einn morguninn á Garði og sagði: „Jón Þorláksson er dáinn"." Og nú er komið að því, að Jóhann Haf- stein verður ráðherra i stjórn Bjarna Benediktssonar 1963. Um það sagði hann: „Ég hafði verið bankastjóri i Utvegs- bankanum um 11 ára skeið. Það var mjög reynsluríkur tími fyrir mig, og minnist ég margra ágætismanna og vina, bæðt innan bankans og meðal viðskiptamanna hans. Ég tvinnaðist þá atvinnulífinu og margvís- legum tilbrigðum þess jafnfrafnt högum Framhald á bls. 14. „Jú, vissulega. Ólafur var um meira en . ... v.-ia.m. lurtuctin ðjattstæoistioKKsins, uiatur ihors, Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein á fundi í Sjálfstæðishús- inu. Með þeim á myndinni sjást frú Sigríður Björnsdóttir og frú Ragnheiður Hafstein, ennfremur Eyjólfur Jóhannsson forstjóri og frú Guðrún Jónasson, er lengi var formaður Hvatar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.