Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 8. JUNI 1974 MKNNTASKÓLANUM á Isafirdi var slitið mánudaginn 3. júnf s.l. Þetta var merkisdagur í sögu skólans, þvf þá var fvrsti stúdentahópurinn útskrifaóur þaóan. Þetta var einnig mikill merkisdagur fvrir Isfiróinga og aöra Vestfirðinga. Það voru marg- ir vantrúaóir á þaö í bvrjun, aó grundvöllur væri fvrir rekstri menntaskóla á tsafirói, en revnsl- an hefur sannaó áþreifanlega aó sú svartsýni var ástæóulaus. Að- sókn aö skólanum hefur verió mikil, og engir erfióleikar verið á þvf aó ráóa góða kennara til skól- ans, en þaö óttuóust margir f bvrj- un. Skólaslitaathöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu á ísafirói, og hófst kl. 14. Skólameistarafrúin, Bryn- dís Schram, bauð gesti velkomna og kynnti atriðin. Fyrst Iéku þeir sr. Gunnar Björnsson, Jónas Tómasson og Jakob Hallgrímsson kammertónverk. Því næst flutti Magnús Torfi Ólafsson mennta- málaráðherra ávarp, og síðan flutti Jón Baldvin Hannibalsson skólameistari skólaslitaræðu, og afhenti nýstúdentum frá Ml, 30 að tölu, prófskírteini sin. Ur fé- lagsfræðikjörsviði útskrifuðust 15, úr náttúrufræðisviði 8 og úr eðlisfræðisviði 7. Fyrsti stúdent- inn sem Ml útskrifaði var Ársæll Friðriksson. Dúx skólans var Halldór Jónsson, með aðaleink- unn 8,0 og semidúx var Margrét Gunnarsdóttir með einkunnina 7,8. prófskírteini sín í hendur, afhenti skólameistari verðlaun fyrir góðan námsárangur, og Bolli Kjartansson bæjarstjóri afhenti Halldóri Jónssyni peningaverð- laun úr sérstökum sjóði, sem bæjarstjórn ísafjarðar hefur stofnað til, og mun verðlauna þá nemendur sem fram úr skara. Einnig flutti Bolli skólanum heillaóskir. Því næst frumflutti Sigríður E. Magnúsdóttir laga- flokk við undirleik Ölafs Vignis Albertssonar. Halldór Jónsson flutti ávarp fyrir hönd ný- stúdenta og í lok athafnarinnar sleit skólameistari skólanum. Seinna um daginn héldu skóla- meistarahjónin veislu í skíðaskál- anum fyrir utanbæjarnemendur og aðstandendur þeirra, og um kvöldið var haldið afar fjölmennt lokahóf í Góðtemplarahúsinu. Blaðamaður Mbl. var viðstaddur skólaslitin, og tók hann nokkra nemendur tali, og ræddi auk þess við skólameistarahjónin. Texti og m.vndir: Sigtryggur Sigtr.vggsson. Fyrirheit um bygg- ingar hafa hrein- lega verið svikin Rœtt við Jón lMdvin Hanni- ' * bakson skölameistam M JÓN Baldvin Hannibalsson hefur frá upphafi veriö skólameistari Menntaskólans á ísafirói. Hann hefur mátt þola margar raunir frumherjans, en hann hefur einn- ig haft gleði af því aö sjá starf sitt bera ávöxt. Kona Jóns, Brvndís Schram, hefur einnig átt þátt í uppbvggingu skólans. Hún hefur kennt þar frá upphafi og tekiö þátt í félagslffi meö nemendum. Þaö höfóu margir ótrú á Ml þegar honum var komiö á laggirnar, og viö hófum viótaliö við Jón Bald- vin meó þvf aó sp.vrja um þetta atriói. ,,Það var mjög útbreidd skoðun, að enginn grundvöllur væri fyrir stofnun menntaskóla á Isafirði. Fólki hafði fækkað á Vestfjörð- um, og til að stofna skóla þarf að hafa nemendahóp og gött kenn- aralið, og menn slógu því föstu að hvorugt væri fyrir hendi. Þessum hugmyndum verður kannski bezt lýst með orðum brottflutts Isfirð- ings, sem taldi skólann ómerki- lega atkvæðasmölun pólitíkusa." — Atti stofnun skóians sér langan aðdraganda? ...Skólinn átti sér aldarfjórðungs aðdraganda, því strax árið 1946 var flutt á Alþingi tillaga þess efnis að reistir skyldu mennta- skóiar á Vestfjörðum og Austur- landi. Skólinn hefði betur verið stofnaður þá, því einmitt upp úr þessu hófst brottflutningur ís- firðinga og annarra Vestfirðinga til Reykjavíkursvæðisins. Ef skól- inn hefði þá verið til staðar, hefði hann kannski dregið úr þeim fólksflutningum." — Hvenær hófst svo starf- ræksla skólans? „Hann tók fyrst til starfa haust- ið 1970. Nemendur voru 35 fyrsta árið, langflestir af Vestfjörðum. Aðeins 9 nemendur voru annars staðar frá. Síðan hefur aðsókn manna úr öðrum landsfjórðung- um aukist, og eru nú þriðjungur nemenda utan Vestfjarða. Hins vegar er það algjör undantekning ef fólk héðan af Vestfjörðum leit- ar annað til menntunar. — Nú voru margir sem héldu því fram að hingað fengjust engir góðir kennarar. Hvernig hafa þau mál þróast? ,,Ég tel að skólinn hafi einvala kennaraliði á að skipa. Við vorum aðeins tveir fastir kennarar fyrsta árið, ásamt stundakennurum á staðnum. Nú eru hér 9 fastir kennarar, en kennarar eru 16 í allt. Það er orðið auðveldara að fá góða kennara nú en áður. Það hefur dregið úr aðstreymi til Reykjavíkur, og menn eru tilbún- ir að fara út á landsbyggðina ef þeir fá gott starf og góð starfsskil- yrði." — Hefur skólinn verið byggður upp samkvæmt einhverri fyrir- framgerðri áætlun frá byrjun? ,,F’yrst var hann byggður upp samkvæmt fyrirframgerðri áætl- un. Eg hef síðan stefnt að því að skipta honum í tvær megin deild- ir, raungreinakjörsvið, sem er líkt og stærðfræði- og eðlisfræði- deildir í öðrum menntaskólum, og félagsfræðikjörsvið, sem ekki þekkist í öðrum menntaskólum. Þar er uppistaðan greinar eins og bókfærsla, vélritun, stjórnun, þjóðhagfræði og rekstrarhag-1 fræði. Með þessarri deild er j stefnt að tveimur markmiðum, í fyrsta lagi að búa nemendur und- ír nám í félagsfræðigreinum við I Háskólann, og í öðru lagi að veita þeim nemendum sem ekki hyggja á frekara háskólanám hagnýta þekkingu." — Hvernig standa húsnæðismál skólans? ,,Það er ennþá kennt I gamla barnaskólanum á ísafirði, en við erfðum það húsnæði þegar barna- skólinn fékk nýtt húsnæði. Nem- endur skólans voru í vetur 150 og bekkjadeildirnar 9. Kennslustof- urnar eru einnig 9, svo miðað við stærð skólans er húsrými nægi- legt, ef eingöngu er miðað við kennsluþarfir. Skólinn er enn sem komið er einsetinn. Sam- kvæmt byggingaráætlun átti heimavist fyrir 150 manns, skóla- húsnæði fyrir 250 nemendur, íþróttahús og kennarabústaður að vera tilbúnir ekki sfðar en haustið ' 1975. Það sem gert hefur verið er það, að heimavist fyrir 86 nem- endur verður fullbyggð fyrir haustið, bygging mötuneytis og samkomusalar er nú fokheld og verður tilbúin haustið 1975. Þá er eftir skólabyggingin sjálf, og sam- kvæmt fyrri reynslu af fram- kvæmdahraða og fjárhagsáætl- unum tekur sú framkvæmd minnst 3 ár. Nú þegar eru bygg- ingarnar 4 árum á eftir áætl- unum, og það gefur auga leið, að fyrirheit um byggingar skólans hafa hreinlega verið svikin." — En þrátt fyrir erfiðleika i starfi, lítur þú væntanlega ánægð- ur yfir farinn veg? „Eg verð aldrei svo gamall, að ég gleymi því hvað þetta hefur verið skemmtilegt. Það má segja, að ég hafi aldrei litið á mig sem skólamann og ekki heldur sem kennara. Að byggja upp nýjan skóla frá grunni, sem fæstir höfðu trú á að væri gerlegt, það hefur verið óendanlega fjölbreytt viðfangsefni, einmitt vegna þess hve það hefur verið erfítt." — Nú hafið þið hjón tekið þátt í félagslífi þessa unga skóla? ,,Já, það má segja það, en það hefur þó fyrst og fremst mætt á Bryndísi. Hún hefur t.d. oftast nær sett upp leikrit fyrir þær þrjár aðalhátíðir sem skólinn' heldur, og þá viðurkennd leikhús- verk, eftir höfunda eins og Arra- bal, Inesco og Brecht." — Hvað er þér nú efst í huga Jón, á þessum merkisdegi skólans og jafnframt merkisdegi í þfnu lífi? „Eg hef stundum hrellt viðmæl- endur mína með því að segja, að það sé mín stefna að leggja Menntaskólann á Isafirði niður. Þar á ég við, að mín skoðun sé, að sá menntaskóli sem nú er fyrir hendi, verði kjarninn að fjöl- brautarskóla sem eigi að verða til hér í höfuðstað Vestfjarða á næstu árum. Til þess að slíkur skóli verði að veruleika, er alger nauðsyn á því að Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og. Haf- rannsóknastofnunin setji hér upp stofur, enda er slíkt algert réttlætismál. Ég hef þá von að brátt hylli undir slíkan skóla, því í haust mun Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins setja hér upp stofu. ísafjörður er mikill skóla- bær, og það yrði enn ein lyfti- stöng fyrir staðinn að fá fjöl- brautarskóla." Skólameistarahjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Brvndís Schram ásamt dóttur sinni Snæfríði. Ætlar að vinna í Frakklandi BERGROS Asgeirsdóttir er úr Reykjavfk, dóttir Ásgeirs Jakobs- sonar og Bergrósar Jóhannsdótt- ur. Mbl hitti hana að máli I skfða- skálaveizlunni, og þótti ekki óeðlilegt að spyrja hana I fyrstu hvers vegna hún valdi Mennta- skólann á Isafirði, þegar hægt var að velja úr fjölda skóla í Reykja- vfk og nágrcnni. „Mig langaði til að prófa eitt- hvað nýtt. Ég tók landspróf í Reykjavik og lauk við 1. bekk í MR. Ég var orðin þreytt á Reykja- vík, og því tók ég þann kostinn að fara hingað til Isafjarðar, á þenn- an nýja skóla. Ég hafði aldrei komið til Vestfjarða áður“. Krækti sér 1 konuefni á staðnum HINIR nýbökuðu stúdentar frá Ml eru ekki allir af Vestfjörðum. Sumir eru langt að komnir, t.d. Jóhannes Laxdal, sem er frá Sval- barðsströnd. Mbl hitti hann að máli f veizlu sem skólameistara- hjónin héldu fyrir „aðflutta“ stúdenta og venzlafólk þeirra í skfðaskálanum, rétt fyrir ofan bæinn. Jóhannes var þar staddur ásamt móður sinni Ester Laxdal og unnustu sinni Jónfnu Guðmundsdóttur frá lsafirði. Faðir Jóhannesar er Baldvin Ágústsson. — Nú hefði maður haldið að það væri nærtækara fyrir þig að fara í Menntaskólann á Akureyri, Jóhannes? „Ég fór nú reyndar fyrst í MA, og tók þar 1. bekk. Eftir þennan eina vetur á MA langaði mig að breyta til, og því fór ég til ísa- fjarðar. Ég hef verið mjög ánægð-1 ur hér, og sé sannarlega ekki eftir þvf að hafa skipt um“. — Hvar stundaðir þú nám? „Ég var i félagsfræðikjörsviði, og hef verið ánægður með kennsl una. Segja má, að nafnið á deild- inni sé ekki réttnefni, hún ætti fremur að kallast viðskiptakjör- svið. Námið í deildinni tel ég vera mjög hagnýtt og það veitir manni góða undirstöðu. Ég held að slíkt kjörsvið eigi erindi inn ‘i alla menntaskóla". — Voru einhver vandræði fyrir þig sem aðkomumann að fá sama- stað? „Nei, ég fékk leigt út í bæ strax og ég kom, með aðstoð skólans. Ég hef engin vandræði haft af því.“ — Hefurðu tekið mikið þátt í félagslífi skólans? „Ég gerði töluvert af því fyrst, en mun minna í 3. bekk, enda las ég þann bekk utanskóla. í 4. bekk vill það oft verða svo að menn draga sig út úr félagslífinu, enda síðasti bekkurinn". — Hvað tekur nú við hjá þér? „Fyrst í stað mun ég jafna mig eftir próftörnina sem er bless- unarlega afstaðin. Síðan fer ég á sjó héðan frá tsafirði. Hins vegar er ég alveg óráðinn með veturinn, en það gæti alveg eins farið svo að ég dembi mér I háskólann. Ég reikna síður með því að við setj- umst hér að á Isafirði, þótt unn- usta min sé héðan. Húsnæðis- vandinn er mjög mikill, og hann er dragbítur á ungt fólk, sem vill setjast hér að“. i lok viðtalsins lét móðir Jóhannesar, Ester Laxdal, þau orð falla, að hún væri ánægð með veru sonar síns á tsafirði, kannski ekki sízt fyrir þá sök að hann skildi hafa krækt sér í konuefni á staðnum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.