Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. .JUNI 1974 13 Menntaskólinn á ísafírði útskrifar fyrstu stúdentana Mun sakna skólans og skólafélaga VIÐ skólaslitin í Alþýðuhúsinu voru afhent fjölmörg verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þad — Og hvernig hefur þér líkað? „Alveg ljómandi vel. Ég bjó í Húsmæðraskólanum fyrsta vetur- inn, og líkaði vel, þótt þar gildi strangar reglur. Ég hef svo búið á heimavistinni tvo síðustu vet- urna. Ég var í félags- og viðskipta- fræðikjörsviði og tel mig hafa haft mikið gagn af náminu þar." — Tókstu mikinn þátt í félags- lifi skólans? „Nei, frekar lítinn. Mér hefur virzt sem það séu vissir hópar innan skólans sem hafi verið virk- ir i félagslífinu. Annars hafa skóiameistarahjónin ætið verið félagsstarfinu hliðholl, og Bryndís starfað af krafti". — Ætlarðu að halda áfram námi? „Ég hef engar ákvarðanir tekið enn í þvi efni. Fyrst um sinn ætla ég að slappa algjórlega af. Ég hef sótt um vinnu í Frakklandi, og býð eftir svari. Og hvort sem það verður jákvætt eða neikvætt er ég ákveðin í þvi að fara eitthvað út á þessu ári". vakti athygli, að ung geðþekk stúlka, Herdfs Hiibner, fékk alls fimm verðlaun, flest fyrir góðan árangur í málum. Foreldrar hennar eru Halldóra Finnbjörns- dóttir og Erit Hubner. Herdís var á félagsfræðikjörsviði. „Ég hef haft sérstaka ánægju af málunum," sagði Herdís viö Mbl. „Og þegar á heildina er litið, hef ég haft gagn og ánægju af dvöl minni hér f skólanum." — Ertu héðan frá ísafirði? „Ég er ættuð héðan, en bjó í Kópavogi. Eg útskrifaðist úr Verzlunarskóla íslands, og kom svo inn í 3. bekk hér. Ég var orðin ósköp þreytt á höfuðborgarsvæð- inu, og langaði til að breyta til. Því fór ég hingað." — Og þú hefur kunnað vel við þig? „Já, ég hef kunnað mjög vel við mig hér á isafirði, allt frá því ég kom hingað fyrst. Fyrsta veturinn minn hér bjó ég í heimavistinni, en i vetur hef ég búið í leiguíbúð ásamt manninum mfnum Hrafni Norðdahl og barni." — Var ekki erfitt að hugsa um barn samhliða námi? „Jú, það var að vissu leyti erfitt, en ég fékk mikla hjálp, t.d. voru kennararnir og skólameistara- hjónin mjög hjálpleg." — Hvað tekur nú við? „Ég mun fyrst um sinn jafna mig eftir próftórnina sem var anzi strembin. i haust byrja ég svo kennslu við Gagnfræðaskóla isa- fjarðar. En ég mun örugglega sakna skólans og skólafélaganna. Þetta hefur vírið einstaklega samstilltur hópur." Halldór Jónsson ásamt foreldrum sfnum, Hildi Pálmadóttur og Jóni Páli Halldórssyni. Aðaláherzla á tónlistina MARGRÉT Gunnarsdóttir hlaut næst hæstu einkunn á stúdents- prófi frá Ml að þessu sinni, 7,8. Hún var nemandi í félagsfræði- kjörsviði. Foreldrar hennar eru Gunnar Jónsson og Jónfna Ein- arsdóttir. Margrét er isfirðingur, og hún var alltaf ákveðin f þvf að fara f menntaskólann þar, fremur en að leita sér stúdentsmenntunar f öðrum landshluta. Það kom fram f ræðu skólameistara við skóla- slitin, að Margrét var sú fyrsta sem sótti um skólavist. Var hún skólameistara sem himnasending undir kvöld fyrsta innritunar- dagsins, en hann hafði þá setið á kontór sfnum allan daginn, án þess nokkur gerði vart við sig. Var skólameistari að niðurlotum kominn er Margrét birtist, fyrsti nemandinn. — Og hvernig hefur þér svo líkað vistin? „Nokkuð misjafnlega, yfirleitt þó vel, en það hefur líka verið svolitið erfitt að vera nokkurs konar tilraunadýr. Allar námstil- Ætlar að læra í Noregi næsta vetur GUÐMUND Guðjónsson frá Akra- nesi hittum við að máli f skfða- skálaveizlunni. Hann var þar ásamt foreldrum sínuni, Sjöfn Jó- hannesdóttur og Guðjóni Guðmundssyni. Guðmundur var nemandi f náttúrufræðideild, og eins og allir þeir stúdentar sem Mbl. hitti að niáli, var hann mjög ánægður með dvöl sfna á tsafirði. „Það var nú einskonar tilviljun að ég lenti hér", sagði Guðmund- ur. „Ég vann fyrsta veturinn eftir landspróf, hafði hugsað mér að fara í iðnskóla, en ekki mennta- skóla. En ég komst ekki í þá iðn sem mig langaði helzt að stunda, og þvf dreif ég mig á síðustu stundu til isafjarðar, og hafði ég þó eins og flestir aðrir hlegið að þeirri hugmynd að reisa hér menntaskóla. Um isafjörð vissi ég það eitt, að þar var húsmæðra- skóli með margar fallegar stelp- ur." — Og þú hefur kunnað vel við Þig? „Já, ég hef kunnað mjög vel við mig i skólanum og er ánægður, þótt maður gangi nú ekki frá prófborðinu með neina glæsiein- kunn. Einkunnirnar í heild eru ekki háar, en mjög jafnar". — Þú hefur starfað talsvert að félagsmálum hér í skólanum? „Já, ég hef gert töluvert af því. T.d. var ég kosinn formaður skólafélagsins fyrsta árið, líklega vegna þess að engin þekkti mig! Annars átti félagsstarfsemi í skól- anum nokkuð erfitt uppdráttar lengi vel vegna hiísnæðisskorts. Það var t.d. ekki fyrr en á 2. ári að skólafélagið fékk afnot af læstri skúffu, og á 4. ári fékk það loks afnot af einu herbergi. Annars hefur félagslíf verið nokkuð gott, fámennara en i öðrum skólum en jafnframt samhentara. Það er viss kjarni sem er uppistaðan eins og annars staðar, en þátttakan að ég held almennari en í öðrum menntaskólum". — Býrð þú á heimavist? „Ég bjó á heimavist fyrsta árið, við heldur frumlegar aðstæður, en síðan hef ég leigt úti í bæ, en það er töluvert algengt meðal nemenda. Annars kunna nemend- ur vel við sig á heimavistinni, enda frjálslegar reglur þar í gildi. Þá eru reglur um timasókn mjóg frjálslegar lika, og nemendur ánægðir með það". — Þú ert úr náttúrufræðideild? „Já, þar hefur námið verið mjög lærdómsríkt. Það hefur ver- ið reynt að hafa það í eins miklum tengslum við atvinnulifið í bæn- um og hægt er. T.d. höfum við heimsótt fiskvinnslustöðvarnar hér, og einnig tók deildin að sér mælingar á rækju fyrir Hafrann- sóknastofnunina. Þannig hefur þetta verið mjög í tengslum við það sem við erum að læra." — Og hvað tekur nú við? „Við höfum fjórir samstúdentar sótt um inngöngu i háskóla i Tromsö í Noregi, þ.e. þá deild skólans sem kennir ýmislegt hag- nýtt i sambandi við stjórn á út- gerð og fiskvinnslu. Þetta nám er í beinu framhaldi af náminu i náttúrufræðideildinni. Það er mikil aðsókn að háskólanum í Tromsö, og þvi alveg óvíst á þessu stigi málsins hvort við komumst að eða ekki". Bergrós Asgeirsdóttir ásamt for- eldrum sínum, Bergrósu Jóhanns- dóttur og Asgeiri Jakobssyni. Jóhannes Laxdal með unnustu sinni, Jónfnu S. Guðmundsdóttur, og móður sinni, Ester Laxdal. HEIMAVIST MENNTASKÓLANS A ÍSAFIRÐI Margrét Gunnarsdóttir. raunir hafa veriö reyndar á okk- ur." — Hvaða fög heldur þú mest uppá? „Eg hef haft sérstakt dálæti á hagfræði, og einnig hafði ég mikla ánægju af þvi að læra frönsku og latínu. — Mér skilst að þú hafir mikinn áhuga á tónlist? „Já, ég hef lært á píanó i Tón- listarskólanum frá því ég var 8 ára. Ég tók reyndar lokapróf frá skólanum nú I vor, samhliða stúdentsprófinu, og var það vissu- lega strembið. (Þess má geta, að dúxinn Halldór Jónsson tók einn- ig lokapróf f rá Tónlistarskólanum á sama tima og Margrét). — Og hvað hyggstu fyrir i haust? „Ég fer í Tónlistarskólann í Reykjavik. Eg ætla að leggja aðal- áherzlu á tónlistina fyrst i stað, en einnig langar mig til að lesa frönsku við Háskólann." Herdís Hiibner og dóttir hennar Halldóra Björk. Guðmundur Guðjónsson ásamt foreldrum sínum Sjöfn Jóhannes- dóttur og Guðjóni Guðmundssyni. Skólinn annað heimili HALLDÖR Jónsson var dúx skól- ans, með 8,0 i aðaleinkunn. Hann er sonur Jóns Páls Halldórssonar og Hildar Pálmadóttur. Halldór var nemandi í eðlisfræðikjör- sviði, og hann fékk langflest verð- laun í raungreinum. Hann hefur alla tfð búið á isafirði, og því spurðum við í fyrstu, hvort það hefði aldrei hvarflað að honum að hlusta á raddir svartsýnismanna, sem spáðu skólanum illu gengi, og leita sér stúdentsmenntunar annars staðar. „Nei, ég ætlaði mér alltaf í skól- ann hér á isafirði. Pabbi var í undirbúningsnefnd skólans, og ég vissi þvi að hann myndi settur á stofn um það leyti sem ég hæfi menntaskólanám." — Og þú hefur væntanlega ekki séð eftir þvi? „Nei, svo sannarlega ekki. Ég hef ekkert út á skólann að setja. Það var sérstaklega gaman hér fyrstu árin, þá vorum við svo fá og skólinn því nánast eins og ann- að heimili manns. Maður var svo blessunarlega laus við ítroðsluað- ferð skyldunámsskólanna. Kenn- ararnir hér litu á okkur sem krakkana sína, og það átti ekki sízt þátt i þvi, hversu ánægjuleg skólaveran hefur verið." — Eru raungreinarnar þitt uppáhald? „Ég hafði gaman af reikningi í barnaskóla, en síðan missti ég allan áhuga á stærðfræðinni þegar farið var að kenna tölur og mengi. En áhuginn blossaði upp á Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.