Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, LAUGAKDAGUR 8. JUNI 1974 Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Gunnlaugur Scheving. I dag,8. júní 1974, eru liðin 70 ár frá fæðingu eins mikilhæfasta listamanns, sem þessi fámenna þjóð hefur átt, Gunnlaugs Schevings listmálara. Gunnlaug- ur Scheving lézt fyrir hálfu öðru ári, en list hans mun lifa meðan íslenzkt þjóðerni er til. Fæðingardagur Gunnlaugs Schevings er hinn sami og franska listmálarans Paul Gauguins, sem óþarft er að kynna. Og svo ólíkir sem þessir tveir listamenn voru, þá áttu þeir margt sameiginlegt. Gáfa þeirra var af ætt snillinnar, og báðir miðluðu þeir þjóðum sínum ómetanlegum listaperlum, þótt hvorugur nyti fyllstu viðurkenn- ingar í lifandi lífi. Báðir kvæntust þeir dönskum konum. sem ekki áttu samleið með þeim. Hjá Gauguin var það ævintýraþrá og sjálfsfirring frá borgaralegu lífi, sem leiddi til skilnaðar. Hjá Gunnlaugi Scheving var það fátækt, erfiðleikar og miskunnar- laus köllun hans til að starfa hér — í vorkyrkingi íslenzkrar mynd- listar, þegar framámenn þjóðar- innar kölluðu verk Gunnlaugs klessulist. — O — Gunnlaugur Scheving ólst upp á Seyðisfirði hjá Jóni Scheving, og þar bjuggu þau frú Greta Linck-Grönbeck fyrrverandi eiginkona hans fyrstu hjúskapar- árin. A ferð í Kaupmannahöfn í apríl sl. kom ég á heimili hennar, og rífjaði hún þá upp gamlar stundir frá því er þau Gunnlaug- ur bjuggu á Seyðisfirði og í Grjótaþorpinu hér í Reykjavík. Þetta var á kreppuárunum milli stríðsáranna, þegar menn höfðu allt annað við peningana að gera en að kaupa listaverk. Henni varð tíðrætt um nægjusemi þeirra; hlýju Gunnlaugs og umhyggju, Hugleiðingar á sjötíu ára fœðingardegi Gunnlaugs Schevings sem lýsti sér á svo margvíslegan hátt. Hún sagði, að það hefði verið ógleymanlegt að fylgjast með því þegar hann vann að verkum sín- um, t.d. tréristum eða teikning- um. Grete sagði, að Gunnlaugur hefði gert margar teikningar og skissur af fóstru sinni, einnig olíumálverk, en þau vann hann í Kunstakademíunni. Þessi verk báru einhvern persónulegan blæ, sem hreif alla, er þau sáu, og það svo, að þegar einn aðalkennari Gunnlaugs, próf. Axel Jörgensen, átti afmæli og nemendur hans vildu sýna honum vináttu sína, varð fyrir valinu málverk eftir Gunnlaug Scheving af fóstru hans, þar sem hún er að leggja sig. Frú Grete sendi mig með kveðju til nokkurra vina sinna, sem áttu málverk eftir Gunnlaug Scheving, og var gaman að finna þá aðdáun, sem þessi verk nutu. Hús á Seyðisfirði. Olía, 1931. Henry Heerup. Þá varð okkur tíðrætt um náms- dvöl Gunnlaugs í Kaupmanna- höfn á árunum 1925—30 og þá aðdáun og virðingu, sem þessi hógværi og yfirlætislausi lista- maður naut frá upphafi meðal skólasystkina sinna. Einhvern veginn væntu menn mikils af honum, en það voru samt aðeins fáir, sem áttuðu sig á því utan skólans, að hér væri stör listamað- ur á ferð og einna sízt landar hans. — O — A ferð tninni heimsótti ég einn- ig málarann Henry Heerup, sem var skólabróðir Gunnlaugs í Kunstakademíunni. Hann er einn fremsti myndlistarmaður Dana nú á dögum, eins konar Kjarval þeirra. Margir Danir telja hann þjóðareign dönsku þjóðarinnar, enda er hann hálfgerð lifandi þjóðsaga. Þar sem hann býr í Rödovre, útbæ frá Kaup- mannahöfn, ægir öllu saman, það er vinnustofa í Kjarvalsstíl, vant- ar aðeins flatkokurnar, það er varla hægt að ganga um hana. Vinnustofan er í garði, sem sting- ur i stúf við umhverfi sitt, fínar villur. Garðurinn er fullur af alls kyns drasli og í sjarmerandi eða heillandi niðurníðslu. Þarna sat listamaðurinn í stuttbuxum og lét sólina baka sig. Listamaðurinn var og er í hópi framúrstefnu- málaranna, svo sem eins og Carl „Fóstran". Olía, 1931. Henning Pedersen og Ejler Bille, en hann hefur ekki látið frægðina rugla sig, hann er sama barn list- ar sinnar og hann var og þess vegna líkja margir Danir honum við H.C. Andersen. Hann sat þarna með hálfgildings skotthúfu og bauð upp á sherry I góða veðrinu. Jú, vissulega mundi hann eftir Gunnlaugi Scheving. Þessum hægláta íslendingi, sem bjó yfir eldmóði, en var afar fá- máll utan þess, sem hann setti á léreftið. Heerup bætti við, að milli þeirra hefði myndazt þegj- andi samband, þar sem eiginlega aldrei var skipzt á orðum. Gagn- kvæm virðing fyrir ró hins var fyrir öllu. — ,,Hvort okkur hafi dreymt um að verða viðurkenndir listamenn — ja, það held ég að h'afi ekki verið neitt kappsmál heldur hitt að vinna og vinna, því að öðru vísi verður list ekki til. Það skilja ungu listamennirnir ekki í dag. Þeir vilja vekja eftir- tekt á annan hátt og auðsóttari. Nei, hjá Gunnlaugi Scheving var það alltaf, — að ég held, listin fyrir listina, — enda álít ég, þegar allt kemur til alls, að það sé ein- mitt það, sem skipti höfuðmáli fyrir alla sanna listsköpun. — Sé maður ekki tilbúinn til að sam- þykkja það, þá er óvíst, að maður nái því, sem maður leggur vinnu sína i. Við vorum ungir og vorum að þreifa fyrir okkur á listabraut- inni, en af fyllstu alvöru. Verk okkar frá þeim tíma bera merki skólunar, og það svo, að maður þekkir varla aftur sín gömlu verk." Spjall okkar var nokkru lengra, en verður ekki rakið hér, þvi að þessi galdramaður í heimi mynd- listar ætlast lítt til þess að verið sé að vitna til orða, sem hann leggur sína merkingu í, en áheyr- andinn er til vill annan og meiri skilning. — O — Sú staðreynd má verða öllum Ijós, sem kynna sér list Gunnlaugs Schevings, að hann unni þjóð sinni umfram allt, menningu hennar, þjóðháttum og arfleifð, störfum hennar striti og basli, en þessi ást listamannsins endur speglast í verkum hans. Sum af beztu verkum listamannsins eru erlendis og í eigu listasafna og það er vel, en önnur eru þar í einkaeign og koma vonandi heim, — og þá í eigu opinbera aðila, þannig að gestur og gangandi geti komizt í snertingu við þessar perl- ur og notið þeirra. íslenzka þjóðin er stórum auðugri af þeirri list, er Gunn- laugur Scheving skóp. Verk hans eru þjóðleg í orðsins beztu merk- ingu, en þó fer það ekki fram hjá manni, að undiralda þeirra er heimslistin. Fyrir mörgum árum hitti ég Jó- hannes Kjarval á götu. Hann var þá nýbúinn að lesa minníngar- grein um látinn Iistamann og var mikið niðri fyrir, þannig að ég gat ekki orða bundizt og spurði, hvað væri að. Kjarval svaraði: ,,Lista- maðurinn er kallaður heitinn i dánarminningunni, hvílík fjar- stæða, góður listamaður verður aldrei heitinn, því að hann lifir áfram." — I fáum orðum sagt Framhald af bls. 11 einstaklinga, sem börðust harðri lífsbar- áttu. Ég var staddur í fríí erlendis, þegar Olafur Thors sagði af sér og Bjarni Bene- diktsson myndaði sína fyrstu stjórn. Bjarni hringdi til mín og bauð mér ráð- herrastarf í stjórn sinni og sagði, að það væri i samræmi við vilja þingflokksins. Mér leizt bæði vel og illa á að taka við ráðherraembætti, langaði þó til að reyna við ný verkefni en kveiðþví um leið, að ég gæti ekki gert þeim nægileg skil. Þetta boð Bjarna Benediktssonar kom óvænt. En þrátt fyrir kvíðann fannst mér heill- andi viðfangsefni að gegna ráðherraemb- ætti eins og dóms- og kirkjumálaráðherra- embætti og ekki sízt embætti heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra, en á þessum ár- um voru mikil umbrot í heilbrigðismálum og stóriðja hélt innreið sína hér á landi með virkjun Þjórsár við Búrfell í tengsl- um við álverið. Eg hef aldrei óttazt slíka stóriðju hér á landi né álítið, að við Islend- ingar værum ekki menn til að semja við útlendinga án þess að semja af okkur. Nú vildu margir Lilju kveðið hafa. Auðvitað varð maður fyrir ýmsum árás- um vegna stóriðjunnar og heilbrigðismál- anna, en ég tók það engan veginn nærri mér. Sá, sem vinnur eftir beztu samvizku og getu, tekur ekki nærri sér pólitískar árásir. Ég tel álsamninginn bæði hag- kvæman og ekki síður mikilvægan, því að með honum var rennt fleiri stoðum undir atvinnuvegi íslendinga en áður. Okkur stafar einna mest hætta af einhæfni at- vinnulifsins. Það má ekki ganga svo til, að allt hrynji, þó að ein stoðin bresti. Al- mennur iðnaður er aflgjafi framtaks og dugnáðar óg sá atvinnuvegur, sem veitir flestum vinnu. Ég tel enga hættu á því, að íslenzkur iðnaður ali upp iðnþræla, eins og stundum er sagt. Þvert á móti frjáls- huga fólk og sjálfstæða þjóð. Hann býður ungu fölki upp á skemmtileg viðfangsefni. Þessi orð mín eiga sízt af öllu að rýra gildi sjávarútvegs sem grundvallarat- vinnugreinar okkar islendinga né draga úr mikilvægi landbúnaðar, sem við getum ekki án verið. Eða hver myndi vilja flytja inn erlendar landbúnaðarafurðir í stórum stíl? Þar eigum við að byggja á eigin framtaki. Tækifæri í atvinnulífinu eiga að laða ungt fólk að framleiðslunni. Það mega ekki allir verða hálærðir og mennt- aðir embættismenn." Og í lok samtals okkar sagði Jóhann Hafstein: ,,Ég vil helzt ekki þurfa að ræða það nú, hverníg ég tók við forsætisráðherraemb- ætti 10. júlí 1970. Það var erfið stund, örlagastund í lífi íslenzku þjóðarinnar. Við hjónin vorum í sumarleyfi í bústað okkar í Skorradal, þegar lögregluþjónar komu til'mín og skýrðu mér frá slysinu á Þingvöllum. Minningin um Bjarna var mér hvöt til að reyna að valda þessu erfiða verkefni. Góðvild meðráðherra minna var mér ómetanleg og ég var vel studdur af góðum vinum og samhuga fólki. Ég hafði ekki áður verið húsbóndi á sjálfstæðis- heimilinu, heldur vinnumaður hjá góðum húsbændum. En nú var mér það efst í huga að brúa bilið milli fortiðar og fram- tíðar og skila flokknum heilum og óskipt- um í hendur yngri kynslóða. Það er ekki sízt þess vegna, sem mér er svo kær ein- stæður sigur Sjálfstæðisflokksins i síðustu kosningum. Og mig langar til að taka þátt í næsta sigri." M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.