Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JUNÍ 1974 15 FRELIMO VILL FRIÐARVIÐRÆÐUR Lissabon, 7. jiiní AP — NTB IVIARIO Soares, utanrfkisráð- herra Portugals, sagði við frétta- menn í dag, aö f orystumenn f rels- ishreyfingarinnar í Mocambique vildu, að komið yrði á umræðum um sjálfstæði landsins áður en til greina kæmi að ræða vopnahlé milli sjálfstæðishersins og stjórn- arhersins. Soares skýrði frá þessu við korriuna til Lissabon í dag frá Lusaka í Zambíu, þar sem hann ræddi við forystu FRELIMO. Hann kvaðst hafa óskað eftir við- ræðum um vopnahlé, því að stjörninni væri í mun að binda enda á hernaðarátökin í landinu, en sjónarmið FRELIMO væri, að vopnahlé væri einungis ein hlið vandamála nýlendnanna og kæmi ekki annað til greina en að ræða strax framtíðaiiausn, sem byggð- ist á f'ullu sjáifstæði. Utanríkisráðherrann var spurð- ur álits á því, að sjálfstæðisher- inn í Moeambique skyldi halda uppi hernaðaraðgerðum þar með- an á viðræðunum stóð. Svaraði hann því til, að hann vildi helzt að átökunum lyki sem fyrst, en mái þetta yrði að taka alvarlega og nauðsyn bæri til að sýna þolin- mæði og tillitssemi í viðræðum við FRELIMO. „Við megum ekki gleyma því, sagði Soares, að and- lit Portúgals í Afríku er heldur ófrýnilegt, — það er andlit ný- lendustefnunnar." Frá Lissabon berast einnig þær fréttir. að ritstjóri tímarits Mao- ista þar í borg hafi verið handtek- inn. Ritstjórinn heitir Jose Luis Saldanha Sanches og rit hans ..Barátta alþyðunnar". Það kom fyrst út í sfðustu viku sem mál- gagn byltingarhreyfingar portú- galskrar alþýðu, öfgasamtaka vinstri manna. Fyrir nokkrum dögum lentu féiagar úr þeim í átökum við lögreglu með þeim afleiðingum. að beitt var táragasi og vatnsbyssum gegn þeim. Spinola, forseti er sagður hafa vaxandi áhyggjur af þeirri ólgu, sem gert hefur vart við sig meðal róttækra vinstri manna. Hann hefur hvað eftir annað varað menn við því að misnota það frelsi sem herforingjabyltingin hafi haft í för með sér. I gær- kveldi upplýsti forsetinn, að hann hefði hvað eftir annað fengið hót- anir um banatilræði, frá því bylt- ingin var gerð 25. apríl sl., m.a. hefði hann fengið mörg nafnlaus hótanabréf. Kvaðst forsetinn ekki hafa í hyggju að beygja sig fyrir hótunum og bætti þvi við, að Portúgali gæti ekki hlotið virðu- legri dauðdaga en að deyja fyrir frelsi lands síns. Mynd þessi var tekin í Belfast í síðustu viku þegar mótmælendur söfnuðust saman til sigurhátíðar viö Stomont-kastala og fögnuðu því, aö tekizt hafði að fella samsteypustjórn kaþólskra og mótmælenda. Regnhlíf konunnar á mynd- inni er gerð úr brezka f ánanum. KISSINGER ATELUR ANDOF GEGN VERZLUN VIÐ RÚSSA Washington, 7. júnf. AP.NTB. HENRY Kissinger utanríkisráð- herra sagði f dag, að tilraunir Bandarfkjaþings til þess að tak- marka viðskipti við Rússa hefðu sennilega leitt til þess, að þeim Gyðingum, sem fengju að fara frá Sovétrfkjunum, hefði fækkað um fjórðung. Jafnframt er því Iýst sem stór- sigri Nixons forseta að öldunga- deildin felldi í gær tillögurnar um fækkun f herliði Bandaríkj- anna í Evrópu á 30 ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Staða forsetans fyrir viðræðurnar við sovézka ráðamenn í Moskvu þykir l þar með hafa batnað stórum og Mike Mansfield, foringi demó- krata, hefur beðið mikinn ósigur. Kissinger sagði í yfirheyrslum í utanríkisnefnd öldungadeildar- innar, að áframhaldandi tilraunir Þjóðþingsins til afskipta af sovézkum innanríkismálum gætu stofnað í hættu þeirri viðleitni stjórnar Nixons forseta að bæta sambúðina við Rússa. Aður sagði Kissinger á blaða- mannafundi, að Bandaríkin reyndu alls ekki að koma í veg fyrir, að Rússar gegndu mikil- vægu hlutverki I Miðausturlönd- um. Hann sagði. að náið samband væri á milli átta daga ferðar Nix- ons forseta til Miðausturlanda er hefst á mánudaginn og heimsókn- ar hans til Moskvu í lok mánaðar- ins. Jafnframt sagði Kissinger. að svo gæti farið, að Nixon kæmi heim frá Moskvu án nýs samnings um takmörkun kjarnorkuvopna og að ekki borgaði sig að hraða samningaumleitunum um of. Hann sagðist vilja hvíla sig á ferðalögum til þess að tryggja samninga og taka upp rólegri að- ferðir. Kissinger sagði. að á ráðherra- fundi NATO í Ottawa sfðar í mán- uðinum yrði sennílega lógð fram yfirlýsing um framtiðarsamvinnu Bandaríkjanna og bandalagsrikja þeirra f Evrópu í öryggismálum. I Washington er sagt. að yfirlysing- in gangí ekki eins langt og Banda- ríkin hefðu viljað en sambúðin sé betri en fyrir einu ári. Watergate-málið setti einna mestan svip á blaðamannafund Kissingers. sem þreyttist á spurn- ingum um það og spurði hvort hann væri í yfirheyrslu. Hann sagðist standa við þá yfiiiýsingu. að hann hefði ekkert vitað fyrir- fram um starfsemi mannanna. sem brutust inn í Watergatebygg- inguna. Kissinger játaði, að stjórnin hefði hlerað símtöl nokkurra að- stoðarmanna hans til þess að koma í veg fyrir. aö fréttir síuðust út til blaðamanna, en kvaðst ekki hafa beinlínis lagt það til. ? » ?- Síðari hluti æviminninga Krúsjeffs kominn út: Uppástungan um upplausn NATO og Varsjárbandalagsins áróður einn New York, AP. SÍÐARI hluti æviminninga Nikita S. Krúsjeffs, fyrrum leiðtoga sovézka kommúnista- flokksins, sem komnar eru út f Bandarfkjunum, (hjá Little Brown and Co.,) gefa fræðandi og allt að því uggvekjandi inn- sýn í hugarheim starfandi Sovétleiðtoga, skrifar William L. Ryan, fréttamaður AP. Hann segir, að bókin bregði upp mynd af tortryggnum leiðtog- um með ægivaldi í höndum, mönnum, sem hafi brenglaðar hugmyndir um Vesturlönd og séu ofurseldir hugmyndinni um heímsbyltingu, — um sleitulaus átok, sem rambi á barmi styrjaldar, unz hin sovézka útgáfa sósfalismans hafi náð fótfestu um vfða veröld. Ryan drepur stuttlega á eftir- farandi atriði, sem koma fram í æviminningum Krúsjeffs. — Tvisvar sinnum í stjórnar- tið Krúsjeffs voru stjórnmála- leiðtogarnir sovézku svo ugg- andi um herforingjabyltingu, að þeir losuðu sig við háttsetta herforingja. Annars vegar áttu þeir von á byltingu undir stjórn N.G. Kuznetsovs, yfirmanns flotans, árið 1956 og ári siðar áttu þeir von á þvi, að Georgi K. Zhukov, þáverandi hermálaráð- herra, léti til skarar skríða. Báðir voru Settlr af. Krúsjeff talar um þá sem ..sovézka napóleona," og segir. að nauð- synlegt hafi verið að kveða nið- ur fyrir fullt og allt allar slikar tilhneigingar innan hersins. Hann talar um æviminningar Zhukovs sem komu út fyrir fá- einum árum og segir þær fals- aðar. Ein röksemd fyrir því er sú, að Zhukov hafi „jafnvel bor- ið lof" á frammistöðu Stalíns í heimstyrjöldinni sfðari" og hann bætir við: ,,Eg hef séð sumar æviminningar fyrrver- andi herforingja, sem skriða á maganum fyrir síðum nærbrók- um Stalins." — Af orðum Krúsjeffs má ráða, að hann hafi með fortöi- um fengið Fidel Castro til að samþykkja, að komið yrði fyrir sovéskum árásareldflaugum á kúbönsku landi — en sú ákvórðun hafði næstum leitt til meiri háttar átaka Sovétmanna og Bandaríkjanna árið 1962. Kemur fram, að Krúsjeff hafi ætlað með þessu að fá Banda- rikjastjórn til að gefa um það yfirlýst loforð. að aldrei yrði ráðizt á Kúbu. — Þá kemur fram, að Krúsjeff og samstarfsmenn hans hafi verið sannfærðir um, að Vesturveldin hefóu i hyggju að ráðast á Sovétríkin undir forystu Bandaríkjanna og þeir hafi verið þeirrar skoðunar, að einungis yrði komið í veg fyrir slíka ðrás með því að efla nægi- lega eldflaugakerfi Sovét- ríkjanna. — Sömuleiðis má ráða af minningum Krúsjeffs, að hann hafi sem flokks- og stjórnaiieið- togi sett fram tillögur um bætta sambúð Austurs og Vesturs í áróðursskyni eingöngu. Segir þar til dæmis frá því, að hann hafi árið 1957 útskýrt það f'yrir Mao Tse-tung, leiðtoga kin- verskra kommúnista að uppá- stunga hans um, að Atlants- hafsbandalagið og Varsjár- bandalagið yrðu bæði leyst upp. hafi einungís verið sett f'ram í áróðursskyni. — Sti afstaða kemur fram i ntí Kriisjeffs. að eðlilegt haf'i verið fyrir Sovétmenn að nota lepprfkin og hagræða málum þeirra að eigin geðþótta út f'rá þeirri forsendu, að tilvist þeirra markaðist eingöngu af hagsmunum Sovétrikjanna. ..Bók þessi er ætluð sovézkum lesendum — ein- hvern tíma í framtíðinni." segir Ryan. .,en fyrst um sinn gefur hún íbúum Vesturlanda innsýn i hugsanagang sovézks leiðtoga. Krúsjeff var settur af árið 1964. en margt bendir til þess. að hugsunarháttur eftirkomanda hans á valdastóium sé svipaður. Krúsjeff tekur fram. að allt. sem hann hafi sagt, segi hann sem kommúnisti. Hann segist andvigur styrjöld. en að því er virðist aðeins styrjold, sem leið- ir eyðileggingu yfir báða aðila. Hann telur kapitalismann deyjandi afl og segir. að enginn rétt þenkjandi maður megi láta sér til hugar koma að fallast á máiamiðlun í hugsjónastyrjöid kapitalismans og kommúnism- ans: „Baráttunni lýkur ekki fyrr en Marx- Leninisminn hef- ur alls staðar sigrað og óvinin- um hefur verið rult úr vegi ..." segir Krúsjeff og bæt- ir við: ..Við kommtinistar verðum að flyta fyrir þeirri þróun með öllum hugsanlogum ráöum — nema styrjöld." Panov fær að fara Moskvu, 7. júm'. NTB. SOVEZK yfirvðld ákváöu í dag samkvæmt heimildum í Moskvu að leyf'a frægum ballettdansara. Gyðingnum Valery Panov. og konu hans Galinu að flytjast úr landi. Þar með lýkur tveggja ára baráttu þeirra fyrir brottfarar- leyfi. Harold Wilson. forsætisráð- herra Breta. hefur skorað á sovézk yfirvöld að leyfa Panov- hjónunum að flytjast úr landi áð- ur en Bolshoi-ballettinn kemur í fyrirhugaða heimsókn ti| Bret- lands. Ymsir kunnir leikluismenn Breta hafa hótað að mótmæla komu Bolshoi-ballettsins vegna málsins. Brezk kona handtekin í A-Þýzkalandi Berlfn, 7. jiiní. AP. UNG brezk kona, Susan Ballan- tine, hefur verið handtekin í Austur-Þýzkalandi og gefið að sök að hafa reynt að hjálpa Austur- Þjóðverja að ílýja vestur á bóg- inn að sögn talsmanns brezka sendiráðsins í Austur-Berlín. Samkvæmt brezkum heimildum i Vestur-Berlin mun ungfrú Ballantine hafa verið handtekin. þegar austur-þýzkir landamæra- verðir stöðvuðu bifreið, sem hún var i. ;i eftiiiitsstöðinni í Drewitz. Ungfrú Ballantine mun vera lui- sett í Vestur-Berlin. Vinir tingfrú Ballantine fengu að halda áfram ferðinni. en sk.jöl hennar virðast ekki hafa verið i lagi og þess vegna var hún hand- tekin. Hún mun enn vera í yfir- hevrslum. i ¦ ¦ i ' ' 1 (•% ;i t i i! I: » i ,i 11 i r 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.