Morgunblaðið - 08.06.1974, Síða 16

Morgunblaðið - 08.06.1974, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ. LAUUARDAGUR 8 JUNI 1974 sem opnuð er í dag í Lista- safni íslands. Þessi fáu dæmi um það, sem listahátíð 1974 hefur upp á að bjóða, sýna, að vel hefur verið að verki staðið og þeir dagar, sem fram- undan eru, verða áreiðan- lega mörgum eftirminni- legir. Stundum tala menn með lítilsvirðingu um listir og listamenn. En samt sem áður er það nú svo, að það eru einmitt listirnar og STORAR STJORNUR Á ÍSLENZKUM HIMNI Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Askriftargjald 600,00 kr á mánuði innanlands I lausasölu 35,00 kr eintakið Listahátíð verður sett í dag og er þetta í þriðja sinn, sem efnt er til listahátíðar á íslandi. Listahátíðir þessar hafa orðið skemmtileg tilbreyt- ing í menningarlífi okkar og meira en það. Vegna þeirra höfum við fengið tækifæri til þess að sjá og heyra ýmsa frægustu lista- menn heims, sem hingað hafa komið af þessu tilefni. Gildi þess fyrir íslenzkt menningarlíf verður seint of metið og hinu merka listafólki ber aö þakka, að það hefur lagt leið sína hingað til lands. Að þessu sinni, eins og á hinum fyrri listahátíðum tveimur, fáum viö að fylgj- ast með og hlýða á ýmsa fremstu tónlistarmenn heims. Má þar nefna hina frægu óperusöngkonu Renate Tebaldi og enn- fremur góökunningja frá fyrri listahátíðum, svo sem Barenboim, André Previn og Zucherman, aö ógleymdum Vladimir Ashkenazy. Það er stór- kostleg upplifun að fá tæki- færi til þess að njóta listar þessara merku listamanna. Hið íslenzka framlag til listahátíðar er einnig þess virði, að eftir sé tekið. Þannig mun Þjóðleikhúsið frumsýna nýja óperu eftir Jón Ásgeirsson tónskáld og efnt verður til nokkurra listsýninga, sem vafalaust munu vekja mikla athygli. Líklega ber þar hæst sýn- ingu á Kjarvalsstöðum á íslenzkri myndlist í 1100 ár og yfirlitssýningu á verk- um Nínu Tryggvadóttur, verk listamannanna, sem lyfta lífinu svolítið upp úr hversdagsleikanum. Af svo fámennri þjóð að vera má fullyrða, að við íslendingar búum við ótrúlega fjöl- breytilegt listalíf. Málara- list hefur verið f mikilli grósku á undanförnum árum. Þrjú atvinnuleikhús eru rekin í Reykjavík og á Akureyri með miklum sóma að ógleymdum áhugamannaleikhúsum um land allt. Tónlistarlíf er fjölbreytilegt og bók- menntastarfsemi mikil- virk. Þýðing þessa fyrir okkar fámenna samfélag 200 þúsund sálna, verður vart ofmetin og vió eigum að leggja metnað okkar í að veita listamönnum öflugan stuðning og stuðla þannig að gróskumiklu menn- ingarlífi. Það eitt er í sam- ræmi við sögu okkar og langa hefð og sú venja að efna til listahátíða annað hvert ár hefur þegar sýnt gildi sitt og má ekki falla niður. Að þessu sinni er listahátíð haldin á þjóð- hátiðarári og markast nokkuð af því. Það er mjög við hæfi, enda sýnir saga okkar í 1100 ár, að söguleg- ar forsendur tilvistar okk- ar sem sjálfstæðrar þjóðar byggjast fyrst og fremst á þeim menningarlegu af- rekum, sem hér voru unn- in fyrr á öldum. Vaxandi stuðningur við 200 mílur IMorgunblaðinu í fyrradag var frá því skýrt, að fiskimálanefnd þingflokks brezka íhalds- flokksins hefði nýlega lagt til, að Bretar styddu 200 sjómílna efnahagslögsögu strandríkja á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna í Venezuela, en áður hefur komið fram, að helztu forystumenn í brezkri útgerð og fiskiðn- aði hafa sannfærzt um nauðsyn þess, að Bretar taki upp stuðning við 200 sjómílna lögsögu. Flest bendir því til þess, að 200 sjómílur verði innan tíðar opinber stefna brezkra stjórnvalda. Þegar þessi þróun í Bret- landi og vaxandi stuðning- ur við 200 sjómílur annars staðar eru höfð f huga, verður enn ljósara en áður hversu rétt sú stefna Sjálf- stæðisflokksins er, að ís- lendingar eigi að færa fisk- veiðilögsögu sína út í 200 sjómílur fyrir lok þessa árs. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum tóku vinstri flokkarnir mjög illa hugmyndinni um útfærslu í 200 sjómílur, þegar hún kom fram á síð- astliðnu hausti og voru ekki reiðubúnir til þess að greiða fyrir samþykkt þeirrar þingsályktunartil- •lögu, sem þingmenn Sjálf- stæóisflokksins fluttu um þetta mál á síðasta þingi. En hér er um svo stórfellt hagsmunamál þjóðarinnar að ræða, að ékki verður við þaö unað, að vinstri flokk- arnir verði dragbítar á því. í þingkosningunum 30. júní n.k. verður það eitt af höfuðstefnumálum Sjálf- stæðisflokksins, að fisk- veiðilögsagan veröi færö út f 200 sjómílur. Bersýnilegt er, að af því verður ekki nema Sjálfstæðisflokkur- inn hljóti öflugan stuðning þjóðarinnar í þeim kosn- ingum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, hversu mikilvægt það er, að Sjálfstæðisflokkurinn komist til stjórnarforystu á ný. Náist sá árangur, verð- ur fiskveiðilögsagan færð út í 200 sjómílur. Teppi á sýningunní, ofið af tilefni 1100 ára afmælis fslandsbyggða Margar og fróðlegar listsýn- ingar verða á listahátíð. Á Kjar- valsstöðum er hin merka sýn- ing um islenzka myndlist i 1100 ár, i Listasafni fslands málverkasýning Nínu Tryggva- dóttur, SUM-arar efna til sýn- inga í sal sínum við Vatnsstig og i Ásmundarsal, i Norræna húsinu er norræn vefjarsýning, i Landsbókasafni sýning fag- urra handrita og i Stofnun Árna Magnússonar verður handritasýning, sem sérstak- lega miðast við Þjóðhátiðarár og er ekki tilbúin strax. Einnig fellur niður höggmyndasýning i Austurstræti, sem ekki er búið. Ungu mennírnir í SUM hafa tekið sér nokkuð sérstætt hlut- verk og merkilegt, að safna saman og sýna íslenzka al- þýðulist i SUM-salnum við Vatnsstig og Ásmundarsal. Guðbergur Bergsson, sem er frumkvöðull þeirrar hugmynd- ar, sagði, að islenzk alþýðulist hefði ekkert verið könnuð hér. Hann hefði ekki haft hugmynd um hver hún í rauninni væri. Og því er efnt til þessarar fyrstu könnunar. Guðbergur sagði, að fólk hafi tekið seint við sér, en fjölmargir munir væru komnir, um 40 talsins, og væri alltaf að aukast við. Þarna kennir margra grasa, þar eru t.d. höggmyndir, skeljaverk, verk unnin úr sandi, málaður reka- viður og bátslikan frá ísa- fjarðardjúpi. Taldi hann, að þessi frumkönnun gæfi góða mynd af list alþýðu manna F landinu. Sagði Guðbergur, að gerð yrði spjaldskrá yfir þetta fólk, sem næst til, og reynt yrði að senda sýninguna út á land á eftir og þá gæti bætzt við hana. Fer sýningin t.d. til ísafjarðar eftir listahátið og farið er að hafa samband við kvenfélög og fleiri um hugsan- !ega sýningu annars staðar. Þannig ætti eftir þessa frum- könnun að geta breiðzt út vit- neskja um þessa tegund af list. Safnað var sýningarmunum á þann hátt, að auglýst var og sagt frá hugmyndinni i fjöl- miðlum og síðan er sýndur hver gripur, sem borizt hefur. Kemur i Ijós, að margir fást við ýmiss konar listsköpun úti um land. Flestir gripirnir eru frá rosknu fólki og eru konur þar í meirihluta. LISTAHATÍÐ Wl974 Á sýningunni á alþýðulist ber mikið á verkum unnum úr rekaviði, eins og myndin, sem er næst. Þá eru klippimyndir og skeljamyndir o.fl. Könnun á íslenzkri alþýðulist hjá SÚM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.