Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUK 8. JUNI 1974 17 1200 milljóna tap á frystiiðnaði... 1000 milljóna tap á togúrum ... 300—400 milljóna halli Skýrsla hagrannsóknarstjóra: auðadómur vinstri stiórnar 1 LOK marzmánaðar sendi hagrannsóknarstjóri ríkis- stjórninni greinargerð um ástand og horfur í efnahags- málum þjóðarinnar. Skýrsla þessi hefur mjög verið til umræðu en aldrei verið birt í heild. Morgunblaðið birtir skýrslu þessa nú í tveimur köflum. Hún er harður dómur yfir stjórnleysi vinstri stjórnar í efna- hagsmálum. Þegar hún er iesin ber að hafa f huga, að hún sýnir ástandið eins og það blasti við sérfræðingum 2lA ári eftir að vinstri stjórnin tðk við góðu búi Við- reisnar og eftir að hún hafði notið einstaks góðæris til sjávar og sveita. Niðurstaðan er öngþveiti í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Þessi skýrsla reyndist f raun verða dauðadðmur vinstri stjórnar. o.s.frv. Síðan hækka grunnlaunin um 3% 1. des. 1974, og enn um 3% 1. júní 1975. Þannig var hækkun grunnlauna skv. ramma- samningnum alls 28% á næstu 15 mánuðum. Auk þess var samið um óbreytt kerfi vís'itölubóta, að öðru leyti en því, að verðhækkun áfengis og tóbaks hefur ekki áhrif í kaupgreiðsluvísitólunni, og að fallizt var á, að hækkun söluskatts til mótvægis lækkun tekjuskatts, skv. sérstöku samkomulagi við ríkisstjórnina, skyldi ekki valda hækkun verðlagsuppbótar á laun. Kaupgreiðsluvísitalan hækkaði nú virðast hinsvegar horfur á, að sú mikla hækkun útflutnings- verðlags, sem að verulegu leyti má telja aflvaka þeirrar efnahags- þenslu innanlands á síðustu mánuðum, sem er undanfari þessarar sprengihækkunar launa, sé nú að taka enda og snúast f lækkun. Hagstofan hefur gert lauslega áætlun um hækkun verðlags fram til 1. maí n.k. og þar með um væntanlega hækkun K-vfsitöl- unnar frá 1. júni n.k. Niðurstaðan er rúmlega 17% hækkun fram- færsluvisitölu en rúmlega 13% Háskaleg verðbólguþróun Þegar við upphaf þessa árs átti þjóðarbúið við alvarlegan tví- þættan vanda að etja: öra verð- bólgu og vaxandi viðskiptahalla. Övænt stórhækkun útflutnings- verðlags og míklar lántökur er- lendis á árinu 1973 höfðu forðað um sinn frá halla á greiðslu- jöfnuði við útlönd. Hækkun út- flutningsverðlags sjávarafurða gaf nokkurt svigrúm til að freista þess aó draga úr veröbólgu innan- lands með gengishækkun, en þegar á árið leið ázt viðskipta- kjarabatinn upp vegna víxlhækk- ana kaupgjalds og verðlags, mik- illar eftirspurnar og peninga- þenslu innanlands og vaxandi verðhækkunar innflutnings. í árslok 1973 dundi siðan yfir stór- kostleg hækkun oliuverðs á heimsmarkaði. Þótt útflutnings- verðlag á mikilvægum vöru- tegundum færi hækkandi alveg fram undir árslok 1973, var ljóst, að þær markaðsaðstæður, sem valdið höfðu hinni geysilegu hækkun matvælaverðs á heims- markaði á árinu 1973, voru að breytast, og að framundan gæti verið stöðnun eða lækkun verös bæði á frystum fiski og fiskmjöli. Samtímis var ljóst, að staða og vaxtarskilyrði nýrra greina út- flutningsiðnaðar var afar erfið við rekstrarskilyrðin um siðast- liðin áramót. Eftirspurnarástandið innan- lands og afkoma heimamarkaðs- greina var þannig í árslok, að jafnvel án grunnkaupshækkunar var víst, að verðhækkanir á fyrri hluta árs 1974 yrðu verulegar. Komu þar í senn til örar kostnaðarhækkanir innanlands vegna vixlhækkunar kaupgjalds og verðlags á árinu 1973 og miklar erlendar verðhækkanir. Við þessar aðstæður virtist sér- staklega mikilvægt, að þess yrði freistað að draga úr innlendri eftirspurn með öllum tiltækum ráðum, og að farið yrði með fyllstu gát við kaupgjalds- ákvarðanir þær, sem stóðu fyrir dyrum. í lok fyrsta ársfjórðungs 1974 er nú séð, að þau umskipti i hagsveiflunni, sem framundan virtust í árslok 1973, verða miklu sneggri og hastarlegri en þá var búizt við. I fyrsta lagi er komin fram lækkun á verðlagi frystra fiskafurða í Bandarikjunum og á fiskmjöli, i öðru lagi virðist nú rAfreksmenn I Olafur Lúðvík Magnús Þetta eru afreksmennirnir, sem sigldu þjóðarskútunni í strand. Þeir tóku við bezta búi, sem nokkrir ráðherrar hafa setzt í. Þeir nutu gífurlegrar fiskverðs- hækkunar og uppgripaaf la. Samt sigldu þeir í strand. lfklegast, að hið geysiháa olíu- verðlag haldist fram eftir árinu, f þriðja lagi fer almennt innflutn- ingsverðlag hækkandi, og siðast en ekki sizt fela hinir nýju kjara- samningar í sér launahækkanir langt umfram það, sem atvinnu- vegirnir geta staðið undir að óbreyttu verðlagi á afurðum þeirra. Með þessum samningum er stefnt f alvarlegan halla í við- skiptum okkar við útlönd. Að gerðum þessum samningum og að óbreyttum framkvæmda- og út- lánaáformum fara þjóðarút- gjöldin að öllu óbreyttu langt fram úr því, sem þjóðartekjur og eðlilegur innflutningur fjár- magns leyfir. Við blasir háskaleg verðbólguþróun, sem stefnir at- vinnuöryggi, lánstrausti þjóðar- innar erlendis, og hagvexti í fram- tíðinni í hættu. Sprengi- hœkkun launa Niðurstaða rammasamnings ASÍ og vinnuveitenda fyrir verka- fólk, iðnaðar- og verzlunarfólk var metin sem nálægt 20% meðal- hækkun grunnkauptaxta og eru þá metin áhrif taxtatilfærslna, sérstakrar láglaunahækkunar um 6,18% 1. marz sl. og þar með höfðu laun hækkað frá áramótum um 27—28%. Samtímis kom svo fram hækkun búvöruverðs um 18%, að verulegu leyti vegna hækkunar launaliðar verðlags- grundvallar búvöru um 27%. Hér er um stórfelldar hækkanir að ræða, en þó eru ekki óll kurl til grafar komin, því í sérsamningum einstakra starfsstétta, sem gengið hefur verið frá á síðustu vikum (og ekki er enn að öllu lokið), hafa verið ákveðnar launa- hækkanir, t.d. hjá ýmsum hópum iðnaðarmanna, sem fara langt fram úr þessum tölum. Talið er, að meðalhækkun grunnlauna iðnaðarmanna sé 25—30%, og þar með 33—38% að meðtalinni hækkun K-vísitölu frá 1. marz sl. Hér er um svo mikla hækkun að ræða. að ný og kröpp verðbólgu- alda hlýtur að rísa í kjölfar- ið, auk þess sem kauphækkun einstakra hópa launþega um- fram ákvæði rammasamnings- ins magnar óhjákvæmilega togstreitu og launakapphlaup stétta á milli á næstu mán- uðum og misserum. Þessar horfur væru einar sér nógu ískyggilegar, þótt allt léki i lyndi í ytri skilyrðum þjóðarbúsins, en hækkun K-vísitölu. Munurinn stafar frá áhrifum hækkunar söluskatts (1,9%), hækkun tóbaksverðs (0,2%) og búvörufrá- drætti (1,9%), sem ekki skulu bætt í kaupgreiðsluvisitölu. i töfl- unni hér á eftir eru raktar nokkr- ar tölur um hækkun verðlags og launa og jafnframt sett fram hug- mynd um líklega þróun á næstu mánuðum að óbreyttu kerfi verð- lagsuppbótar á laun. Hugmyndin, sem hér er sett fram um verðlagsþróunina á sfðari hluta ársins, er ýmsum fyrirvörum háð. 1 fyrsta lagi er hér gert ráð fyrir því, að hækkun innflutningsverðlags á árinu verði um 24% að meðaltali frá árinu 1973, þar af um 15% vegna olíuverðhækkunar, sem þegar er komin fram í innflutningsverði okkar, en ekki að öllu leyti i sölu- verði innanlands. í öðru lagi er hér byggt á reynslu liðinna ára af samhengi verðbreytinga innan- lands, launabreytinga og inn- flutningsverðlags, sem ekki er víst að standist, þegar verðbólgu- þróunin er orðin jafn ör og nú er raunin. I þriðja lagi eru allir Fyrri hluti reikningar af þessu tagi á þvi reistir, að peningakerfið láti undan verðbólguþrýstingnum — eða beri hann uppi — með nægi- legu útstreymi fjár. Sé þessu ekki til að dreifa hlyti að koma til rekstrarstöðvunar. I fjórða lagi er i þessu dæmi ekki gert ráð fyrir neinum sérstökum verðhækkandi aðgerðum til stuðnings útflutn- ingsatvinnuvegunum, þrátt fyrir það, að vist er að með fyrirsjáan- legum hækkunum er sú forsenda naumast raunhæf og verðbólgu- vandinn því þeim mun meiri. Sú aukning heiidarkaupmáttar, sem að er stefnt með grunnlauna- hækkunum þeim, sem ákveðnar hafa verið á hinum almenna vinnumarkaði á undanfórnum vikum, ásamt gildandi visitölu- ákvæðum, hlýtur að teljast óraun- hæf með öllu, og fær ekki staðizt til frambúðar. Forsenda varan- legra kjarabóta er stöðug aukning þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekna. Verðbólguþróunin. sem framundan virðist. teflir þessum forsendum batnandi lífskjara í tvisýnu. Stórfelldur hallarekstur Að afstöðnum fiskverðs- og verðjöfnunarákvörðunum um síðastliðin áramót var áætlað. að hreinn hagnaður fiskfrystingar fyrir beina skatta næmi 250—300 m.kr. á ársgrundvelli. eða rúm- lega 2% af tekjum. I þessari áætlun var miðað við. að meðal- hækkun launakostnaðar fisk- iðnaðarins á fyrstu 5 mánuðum ársins yrði um 10% frá ára- mótum. Aðrar kostnaðarbreyt- ingar voru áætlaðar í hátt við þetta. Meðalverð mikilvægustu afurðanna. tekjuliðanna. freð- fiskafurða og heilfrysts fisks, var áætlað 69'-• " Bandaríkjaeent hvert pund (cif). Launa- Framhaldábls.19. Aætlanir <>K spár um hækkun 1 auna <>K verðlans. %. l.auna-taxtar kaupgrc vfsital <2> ()S|U-a l-'ramfa'rslti-kitstnariur 131 Kaupmáttur i l i / t :i i Ar-moitaltal 1972 frá 1971 27.5 7,7 111.4 15.5 Arsmeoaltal 197.Í frá 1972 2.t.:i 14.9 22.1 1.0 Aramót 197:1/74 frá ársmcoaltall 1975 13.11 14.» ll.ti :i.n 1. apríl 1974 frá áramotum '7.'l/'74 2K.5 ti.2 IX.l X.5 1. júní 1974 frá áramótum 45.« 2ii.:t 24.:í 17.1 I: sepl. '74 frá áramótum 56.7 29.5 :ih.:i 15.0 ArsmroalUI 1974 frá 1973. «11.(1 :t4.2 42.4 12.4 bátaflota ... Rekstrargrundvölhir útflutningsiðnaðar að bresta ... Háskaleg verðbólguþróun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.