Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAG.UR 8. JUNÍ 1974 19 —Dauðadómur Framhald af bls. 17 kostnaðurinn í dag er a.m.k. 19% hærri en reiknað var með um áramót og eftir 1. júní 35% hærri. Hins vegar hefur meðalverð afurðanna, sem nefndar voru hér að framan, lækkað í 652) cent hvert pund, eða um 6—7%, miðað við hugmyndir um verð í marzlok. Enn ríkir þó veruleg óvissa um markaðshorfur. Hins vegar bendir fátt til annars en, að þessi lækkun sé óumflýjanleg. Þessi lækkun ásamt líklegri hækkun farmgjalda veldur um 620 m.kr. tekjumissi hjá frystingunni á heilu ári. Samkvæmt gildandi reglum tekur Verðjöfnunar- sjóðurinn á sig um helming þess- arar lækkunar, en það sem eftir stendur er meira en nóg til að eyða öllum hagnaði í fyrri áætlun, þótt ekki kæmi fleira til. A móti þessu má telja nokkur jákvæð atriðí, t.d. heldur hærra verð á frystri loðnu en reiknað var með, en miklu meira máli skiptir aö, ef fiskmjölsverð hefur lækkað frá áramótum úr 10 Bandaríkja- dölum hver eggjahvítueining, í nálægt 8 Bandaríkjadali (og þarf raunar bjartsýni til slíks mats), þarf að reikna með lækkun tekna frystingar af seldum úrgangi til mjölvinnslu um nálægt 300 m.kr. á heilu ári. Launahækkun — ein- göngu til dagsins í dag — nemur beinlínis um 550 m.kr. á ári fyrir frystinguna og aðrar kostnaðar- hækkanir eru varla undir 300 m.kr. Þannig blasir við stórfelld- ur hallarekstur frystiiðnaðarins. Við rekstrarskilyrðin í april-mai 1974 gæti tapið numið 1.100—1.200 m.kr. á ársgrund- velli, eða 10—11% af heildartekj- um. Sé reiknað með kaupgreiðslu- visitöluhækkun fram til 1. sept. (sbr. töflu hér að framan) og kostnaðaráhrifum hennar til við- bótar, stefnir tapið að óbreyttu gengi i tvöfalt hærri tölur, eða 20—22% af heildartekjum. Sé Verðjöfnunarbótunum bætt við fara þessar taphlutfallstölur að nálgast 25%, en í því sambandi má nefna að afskriftir nema nálega 3% af tekjum í þessari áætlun. Staða saltfisk- og skreiðarfram- leiðslu virðist mun betri um þessar mundir en frystingar- innar. Saltfiskverðlag hefur haldið áfram að hækka alveg fram tíl þessa, og er nú talið um 21% hærra en það var í lok ársins 1973. Þetta veldur þvi að við rekstrarskilyrðin i apríl-maí 1974 má telja, að afkoma saltfisk- og skreiðarfyrirtækja sé nokkru betri en reiknað var með uoi ára- mótin og jafnframt renni 250—300 m.kr. i saltfiskdeild Verðjöfnunarsjóðs. Hækkan- irnar, sem fram undan eru fram til september n.k. valda hins vegar fyrirsjáanlega töpum einnig í þessari grein og eins þótt greiðsla í Verðjöfnunarsjóð af því geysiháa verði, sem nú ríkir minnkaði verulega. Staða fisk- mjöls- og loðnuvinnslu var mjög góð við upphaf ársins. Var reiknað með að hreinn hagnaður fyrir skatta gæti numið um 10% af tekjum, hefðí hið háa fisk- mjólsverð haldizt. Nú virðist hins- vegar lækkun framundan á fisk- mjöli, sem aðnokkru hefur komið fram í lækkun á verði loðnu til bræðslu. Með þeim kostnaðar- hækkunum, sem orðnar eru og bjartsýnu mati á núverandi markaðsástandi (fiskmjölsverð $8,00 pr. eggjahvítueiningu og lýsi $500 pr. tonn), má telja, að hagur þessara greina gæti verið þokkalegur. En hvort tveggja er, að þær kostnaðarhækkanir, sem framundan eru, munu koma þess- um greinum í tap jafnvel þótt markaðsverðið sem að ofan var nefnt, héldist, og eins að veru- legar likur eru til að fiskmjöls- verð og lýsisverð verði til lang- frama fremur lægra en hærra en þetta verð. Halli á togurum I þessum athugasemdum um stöðu fiskvinnslunnar hefur verið reiknað með öbreyttu fiskverði. Hin mikla hækkun launa land- verkafólks, bæði sú, sem orðin er og sú, sem við blasir, hlýtur að kalla fram háværar kröfur um fiskverðshækkun, bæði frá sjó- mönnum og útvegsmönnum. Auk þess er óleystur vandi oliu- kostnaðarhækkunar á síðari hluta ársins, ef olíuverðið i heiminum helzt óbreytt. Afkoma þorskveiðibátaflotans var talin standa í járnum við vetrarvertíðarskilyrði eins og þau voru áætluð um áramót. (En þá var reiknað með, að olíuverði til útgerðarinnar yrði haldið óbreyttu frá haustinu 1973). Að loðnuveiðunum meðtöldum var hins vegar um verulegan hagnað að ræða í heild og mjög góða stöðu hjá loðnuflotanum. Við rekstrar- skilyrðin í apríl-mai 1974, án þess að reiknað sé með hugsanlegum kostnaðaráhrifum kjarasamninga sjómanna, sem enn er ólokið, rná ætla, að 300—400 m.kr. skorti á hallalausan rekstur þorskveiði- bátaflotans að óbreyttu fiskverði. Á síðari hluta árs blasa við frekari kostnaðarhækkanir, m.a. hækkun kaupgreiðsluvísitölu 1. júní og 1. september nk., og gætu hallatölur þorskveiðanna þá stefnt í um 700 m.kr. á ársgrund- velli við haustskilyrðin 1974. Til viðbótar þessu gæti komið gífur- leg olíukostnaðarhækkun, ef olíu- verð í heiminum lækkar ekki, því ráðstafanir þær, sem gerðar voru um áramót til þess að greiða niður oliu, standa aðeins til júniioka (og raunar kann loðnugjaldið að reynast ónógt til þess að standa undir þeim kostnaði). Sú hækkun olíuverðs, sem fyrirsjáanleg er á næstunni gæti valdið a.m.k. 500 m.kr. kostnaðarauka hjá þorsk- veiðibátaflotanum á ársgrund- velli. Afkoma loðnuflotans var talin mjög góð um siðustu áramót, og var hagnaður áætlaður um 700 m.kr. Þessi tala gæti hins vegar rýrnað um a.m.k. helming m.v. haustskilyrði 1974 án tillits til oliuverðhækkana. Rekstur togaranna stóð mjög höllum fæti þegar við siðustu ára- mót og sýnilegt er, að rekstrar- staða þeirra mun versna mjög eftir þvi sem á árið liður. Gæti rekstrarhalli togaraflotans numið allt að 1.000 m.kr. á ársgrundvelli m.v. rekstrarskilyrði í september nk. Sjávarútvegurinn stendur þannig frammi fyrir stórkost- legum rekstrarerfiðleikum, sem skapa þarf svigrúm til að leysa. Áætlanir um rekstur almenns iðnaðar, verzlunar og þjónustu- starfsemi í árslok bentu til þess, eins og nefnt var hér framar, að launahækkunum þeirra yrði án efa að mestu velt út í verðlagið á heimamarkaði. Samkeppnisstaða þeirra greina, sem eiga í sam- keppni utan að, setur þó mörk fyrir möguleika til verðhækkuna á þessu og þar með fer að koma að því, að þær greinar, sem ekki njóta fjarlægðarverndar (eða annarrar verndar), lenda i rekstrarerfiðleikum. Verulegar verðhækkanir erlendis að undan- förnu hafa þó dregið úr þessu aðhaldi, en á næstu mánuðum hljóta áhrif launasamninganna að segja til sín einnig að þessu leyti, þótt til þessa hafi hér fyrst og fremst verið um verðbólguvanda að ræða. Utflutningsframleiðsla fyrirtækja í prjóna- og fataiðnaði og skinnaiðnaði átti örðugt upp- dráttar á árinu 1973 og stóð mjög höllum fæti i árslok. Þótt unnt verði að ná 10—15% hækkun á útflutningsverði á prjónavörum, eins og horfur eru taldar á, hrekkur það skammt á móti inn- lendum kostnaðarhækkunum. Rekstrargrundvöllur útflutn- ingsiðnaðar er þvi í þann veginri að bresta, og þar með verður þungt undir fæti til þróunar nýrra iðngreina. i) Hér var t.d. spáð 84 c. verði pr. pund af þorskblokk. 2) Hér er nú t.d. spáð 75 c. verði fyrir pund af þorskblokk. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Lff mitt hefur orðið tómt og snautt, eftir að ég missti manninn minn. Hvernig get ég lifað lifinu, þegar eini maður- inn, sem ég annaðist um, er horfinn? Það er alltaf erfitt að þola ástvinamissi, en þetta verður hlutskipti okkar fyrr eða síðar. Ég veit, að þetta dregur ekki úr sorg yðar né hitt, að sumir bera þyngri byrðar en þér. Það er einnig gagnslaust að reyna að lækna sár sín með einhverri innantómri athafnasemi. Nýtt umhverfi og ný áhugamál geta hjálpað sumum, en lækna þó aldrei einmanaleikann og örvæntinguna. Leitið þess i stað að kristinni vinkonu og tjáið henni sorg yðar. Eða talið við prestinn yðar. Reynið ekki að grafa sorgina í djúpi hjarta yðar. Shake- speare hafi rétt fyrir sér, þegar hann talaði um, að sorgin væri að hálfu leyti læknuð, þegar við hefðum sagt öðrum frá henni. Gleymið því ekki, að Jesús er allra vina beztur og skilningsríkastur. Hann veit, hvað hryggð er. Farið til hans með hryggð yðar. Leitið þvínæst að einhverjum, sem þarf á hjálp að halda, og reynið að flytja svolítið sólskin inn í tilveru hans. Guð hefur komið því svo fyrir, þegar viö færum öðrum gleði, að þá endurspeglast eitthvað af henni í sál okkar sjálfra. Þér verðið að sætta yður við missi yðar. Biðjið Guð að hjálpa yður að bera byrðina. Biblían segir: „Þú skalt og að þínu leyti illt þola eins og góður hermaður Krists Jesú" (2. Tím. 2,3). Spyrjið Guð, hvernig þér getið notað þennan erfiðleikatíma til þess að bera vitni um hann. Sölustaðir: Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Glslasonar, Laugavegi 171. Reykjavík. Gúmmfviðgerðin, Hafnargötu 89, Reykjavik. B if re iða þjónusta Hveragerðis v/Þelmörk, Hveragerði. P. Stefánsson h.f., Hverfisgötu 103, Reykjavík. STÆRÐIR 560x13 590x13 640x13 590x14 560x15 165x15 HEKLA hf. LaugavegM70—172 Simi21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.