Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 8. JUNÍ 1974 Þuríður Arnadótt- ir—Minningarorö I dag verður jarðsungin f'rá Stokkseyrarkirkju Þuríður Arna- dóttir Kaðlastöðum, Stokkseyri, en hún andaðist i sjúkrahúsinu á Selfossi 1. júni s.l. Hún var fædd að Hrútsstöðum í Fóa 29. júní 1886 og varð því tæpra 88 ára. Foreldrar Þuríðar voru Jódís Guðmundsdóttir t'rá Súluholti í Flóa og Arni Gíslason Gíslason f'rá Rauðabergi í Fljótshverfi, er bjuggu að Hrútsstöðum þar til Arni lést árið 1893. Eftir lát f'öður síns dvaldist Þuríður með móður sinni á ýmsum bæjum í Gaul- verjabæjarhreppi f'ram undir tvítugs aldur, en þá fór hún að Kaðlastöðum og átti þar heimili alla tíð síðan. Hinn 26. marz s.l. varð hún f'yrir því slysi að lær- brotna, og fór þá á Landspítalann og síðan á sjúkrahúsið á Selfossi og þar andaðist hún. Skulu lækn- um og starfsfólki á þessum sjúkrahúsum f'ærðar þakkir fyrir þeirra störf og umhyggju við hina látnu. Þúríður var heilsuhraust og einstaklega dugleg. Vinnugleði og trúmennska í starfi voru hennar aðalsmerki. Eg, sem þessi fátæk- legu kveðjuorð rita, þekkti Þuriði frá þvi fyrst ég man eftir mér og get ekki hugsað mér meiri um- hyggju um heill og hag þess heim- ilis er hún dvaldí á um 70 ára skeið en hún sýndi í orði og verki. Eins og fyrr segir, kom Þuríður að Kaðlastöðum fyrir tvítugs ald- ur, f'yrst til Hildar Vigfúsdóttur og Ketils Jónassonar og var hjá þeim uns þau brugðu búi og við tóku Vikotría dóttir þeirra og eig- inmaður hennar Símon Sturlaugs- son. Var hún hjá þeim allan þeirra búskap og eftir að Símon t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR Hávallagötu 20, andaðist þann 7. júní í Landakotsspítala. Börn, tengdabörn og barnaböm. t Eiginkona mín, móðir og amma, JÓNÍNA MAGNÚSDÓTTIR, Kambsvegi 25 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. júní kl. 3 e.h. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sálarrannsóknarfélag íslands. J6n Lúðvíksson, Guðlaugur Níelsen og barnaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför UNNAR AUÐUNSDÓTTUR, Giljalandi 11. Auður Sigurðardóttir, Friðrik Kristjánsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarfór eiginmanns míns, föður og afa PÉTURS GUÐMUNDSSONAR Patreksfirði. Magdalena Kristjánsdóttir Hulda Pétursdóttir. Vera Pétursdóttir Svavar Jóhannsson, Ólafur Helgason, Barnabörn, stjúpbörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar og tengdamóður, JAKOBÍNU JAKOBSDÓTTUR, Laugateig 1 3. Steingrímur Jónsson, Sigríður Sigurðardóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför eiginmanns mins, MAGNÚSAR STEFÁNSSONAR Rauðarárstíg 34. Sérstakar þakkir flytjum við Bjarna Jónssyni lækni og systrum hjúkrun- ar- og starfsfólki á 1 deild B Landakotsspítala fyrir frábæra h/úkrun í hans löngu legu Guð blessi alla er réttu honum hjálparhönd. Anna Pétursdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir, Gisli Kristjánsson, Una Magnúsdóttir, Kristinn Ásmundsson, Sigríður A. Magnúsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, María Magnúsdóttir, Óskar Guðmundsson. Pálina Magnúsdóttir, Halldór Gunnsteinsson, Jóhann Kr. Magnússon, Elísa Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Jón Þór Jónsson, barnabörn, barnabarnabörn, Stefania Stefánsdóttir, Anna Stefánsdóttir. lést árið 1957 dvaldist hún með Viktoríu. Hún hlaut hjúaverðlaun Búnaðarfélags íslands og þótti vænt um þann virðingarvott. Þúríður var mikill dýravinur og hændust húsdýrin sem hún um- gekkst dagtega mjög að henni. Vinafðst var hiin og langminnug á það sem henni var vel gert. Nú er leiðir skiljast, er okkar sem áttum langa samleið með Þuríði, þakklæti ef'st í huga, þakk- ir fyrir alla hennar umhyggju og ást til þess fólks er hún dvaldist með. — Gott er þreyttum að sof'a, — og hún var ekki óviðbúin vista- skiptunum. Trúarvissa hennar var örugg. ,,Far þii í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk f'yrir allt og allt." K.H.S. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BERGSTEINN KRISTJÁNSSON. Baldursgötu15, andaðist þ.m. i Landakotsspítala 6 Steinunn Auðunsdóttir, Sigrún Bergsteinsdóttir, Sigríður Bergsteinsdóttir, Guðbjörg Bergsteinsdóttir, Ásta Bergsteinsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, INGIBERGURGUNNAR KRISTINSSON, netagerðarmeistari, Hallveigarstfg 4 andaðist aðfararnótt 7. júni i Landakotsspítala. Emilfa Þórðardóttir, börn og tengdabörn. t GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, dömuklæðskeri, sem andaðist þann 30. júni, verður jarðsunginn frá Krists- kirkju Landakoti mánudaginn 10. júní kl. 1 0 f.h. Laufey Sveinbjörnsson Guðriður Bang. Sverrir Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vinarhug við andlát og útför MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR Dalbæ, Hrunamannahreppi. F.h. vandamanna Margrét Guðmundsdóttir. Bolli Thoroddsen — Nokkur kveðjuorð Fæddur26.4. 1901. Dáinn 31.5. 1974. Þegar gamlir vinir frá barn- æsku hverf'a héðan er eins og við stundum áttum okkur ekki strax á' því. íjvo varð mér við, er ég f'rétti lát Bolla Thoroddsens, og kom mér þaö þó ekki á óvart. Eg kynntist Bolla fyrir meir en sextfu árum í barnaskóla og síðan vorum við saman fimm ár i Menntaskólanum. Einhvern veginn urðum við f'ljótlega góðir vinir, þó að aðstæð- ur okkar væru mjög ólikar og áhugamálin sömuleiðis. Bolli var mjög góður námsmaður, jafnvíg- ur á flestar greinar. Einkum lá stærðt'ræði opin fyrir honum og þurfti hann litið f'yrir henni að hafa, og var hann því alltaf hjálparhella okkar hinna, þó að honum blöskraði stundum, hvað við vorum tregir. Alla ævi var stærðfræðin honum nautn og ástríða. Hann var líka ágæta vel að sér í latinu. og ef'tir að hann fór til Kaupmannahafnar til verk- f'ræðináms skrifaði hann mér oft bréf á latínu. Bolli var líka vel hagmæltur, eins og hann átti kyn til, þó að hann f'likaði þvi litt. En það, sem gerði Bolla svo hugljúfan öllum. sem kynntust honum, var hve hann var gagnheiðarlegur, hjarta- hlýr, góðviljaður, blíðlyndur og hæglátlega glaðlyndur og kíminn. Hann var telagslyndur, þó að hann i aðra röndina væri einrænn og mesta tryggöatröll. Alla ævina haföi hann ásamt öðrum forystu i að halda saman vináttuböndunum meðal okkar stúdentanna frá 1919. Við vorum 29 í upphafi og erum nú 12 eftir. Og nú horfum við og aðrir skólabræður Bolla á eftir þessum elskulega skólabróður okkar með söknuði og þökk fyrir góða sam- fylgd um áratugi. Og við hjónin þökkum honum alla hans vináttu og vottum konu hans, börnum og öllum öðrum ást- vinuin innilega samúð okkar. E.M. Bolli hóf' störf' hjá Reykjavíkur- bæ ungur að árum sem aðstoðar- maður við mælingar. Ef'tir að hann lauk verkfræðiprófi 1927 starfaði hann sem verkfræðingur og yfirverkfræðingur hjá þáver- andi bæjarverkfræðingi, Valgeiri Björnssyni. Bolli var síðan skip- aður bæjarverkfræðingur árið 1944 og gegndi því starfi i sautján ár. A þvi timabili var Reykjavík að breytast úr bæ i borg. verk- efnin virtust óteljandi, en tak- markað f'é. Reyndi þvi mjög á útsjónarsemi starfsfólks og fyrir- liða. Viö, sem unnum við stofnun- ina i hans tið, minnumst hugljúf's og vandaðs drengs og þökkum langt og ánægjulegt samstarf. Ef'tirlifandi konu hans og ððru venzlaf'ólki vottum við okkar dýpstu hluttekningu. Samstarfsfólk í Skúlatúni 2. Carl Ryden og Guðrún Ryden Carl F. 1. október 1891 D. 3. apríl 1974 Guðrún F. 31.JÚ1Í 1894 D. 24. maí 1973. NÝLEGA var Hallgrimskirkju i Reykjavik afhent dánargjöf að upphæð ein milljón króna. Hjónin Carl og Guðrún Ryden höfðu arf- leitt kirkjuna að þessari miklu upphæð. Þetta gefur mér tilefni til að minna.st þess, að þau höfðu áratugum saman stutt Hall- grímskirkju í orði og verki, raunar allt frá stofnun safnaðar- ins. Carl Ryden var fæddur í Reykjavík 1. okt. 1891, sonur Olafar Gunnarsdóttur og Rydens klæðskerameistara, er var sænsk- ur að ætt. Carl gerðist ungur verzlunarmaður, vann meðal ann- ars í Thomsensverzlun. Önnur áhugamál hans voru hljómlist og íþróttir. Carl fluttist vestur á Þingeyri og gerðist þar verzlunar- stjóri um skeið. Guðrún Ryden var fædd 31. júlí 1894 á Mýrum í Dýrafirði, dóttir Friðriks hreppstjóra Bjarnasonar og Margrétar Guðmundsdóttur. Guðrún naut menntunar á alþýðu- skólanum á Núpi og síðar i kvennaskólanum í Reykjavík. Hún mat ætt sina og æskustöðvar svo mikils, að ég hefi fáa þekkt, sem jafn oft vitnuðu til þess, sem hún hafði f'undið aðdáunarvert í æs^ • . '¦¦ún var frábæru:r. gafum gædd, var íhugul og sjálf- !iliSlill> illli: stæð í dómum sínum um menn og málefni. Hún dáði mjög þann höfðingsskap, sem ættarerfð- unum fylgdi, en í þvi hugtaki fól hún takmarkalausa risnu, örlætiH manniið ogræktarsemivið kristna kirkju. Sá var ekki höfðingi i hennar augum, sem ekki auð- mýkti sigfyrirguði. Þau Carl og Guðrún voru gefin saman 30. júlí 1922. Ekki varð þeim barna auðið, en þau tóku að sér einn fósturson, Kára Gunnars- son. Ekki kynntist ég þeim Carli og Guðrúnu fyrr en þau voru lóngu flutt til Reykjavíkur, og Carl rak hér kaffibrennslu með miklum dugnaði. — Bæði tóku þau þátt i kirkjulegu starfi, voru kirkjuræk- in og lögðu fram mikinn skerf til safnaðarmála, bæði í orði og verki. Vinahópur þeirra var stór, og harla sundurleitur. Samveru- stundir á heimili þeirra einkenndust af samtaka góðvild, gleði, hljómlist og fjöri. í trúmál- um og safnaðarmálum voru þau hjónin samtaka um það að vera hafin yfir flokkamörk og ágrein- ingsatriði. Að minni hyggju bar tvennt til. Kriststrú þeirra var svo sterk og djúp, að þau gátu átt sálufélag við trúað f'ólk af fleiri -en einni ,,gerð". I öðru lagi var guð f þeirra augum hafinn yfir smámuni, mér liggur við að segja „höfðingi i lund". Bygging Haíl- grímskirkju í Reykjavík var þeim sameiningartákn íslenzkrar kristni. Guðrún var um eitt skeið formaður kvenfélags Hallgríms- kirkju og heiðursfélagi og ótalin IIii1iiiii siiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.