Morgunblaðið - 08.06.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 08.06.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JUNI 1974 23 Sœmundur Pétur Sverrisson F. 14.4. 1965 D. 3.4. 1974. Frá því greinir í gömlum sög- um, að maður átti hesta tvo, og rann annar jafnan með laus, hvert sem ferð var heitið. Enn eru til menn á landi hér, sem þessa list kunna. Sæmundur átti þennan töfra- sprota, gerðan af myndugleik og mildi, sem skapar traust, vináttu og hlýðni þeirra mállausu. Hann þurfti ekki annað en að fara út í kyrru veðri, gjarna snemma dags og kalla: „Komdu, Gunna min. Komdu Gunna mín.“ Og Gunna kom, ekki hlaupandi fyrir horn, heldur fljúgandi tíð- um vængjatökum, og hlassaði sér á gangstéttarhellurnar. Gunna var önd, (ef tíl vill frænka Andrésar) og dvaldi að mestu við Eiðisgrandann, eða ein- hvers staðar i nágrenninu. Hvers vegna hét hún Gunna? Hvers vegna fannst honum ég vera afi á Knerri? Hvers vegna blanda börn saman ævintýri, skáidskap, leik og djúpri skynjun á alvarlegri þáttum lífsins? A sinni stuttu ævi dvaldi Sæmundur langdvölum á barna- spítala Hringsins, deild 7 C, og hann vissi vel að það var læknun- um Kristbirni Tryggvasyni, Birni Júliussyni og Sigmundi Magnús- syni, ásamt Guðbjörgu Sveins- dóttur meinatækni, Rannsókna- stofu Landspítalans, hjúkrunar- konum og starfsfólki, að ógleymd- um Blóðbankanum og því fórn- fúsa fólki, sem honum gefur blóð, að þakka, að honum auðnaðist að koma heim annað veifið og vera með fjölskyldu sinni, heimsækja vinina á Skaftafelli II, hjónin Olafíu og Ingimund, og aðra ná- granna, kalla á öndina Gunnu og rabba við hana á því máli, sem hún skildi, eða leika við vin sinn og leikféljiga, Rúnar. Þegar sjúkdómurinn færðist í aukana, var flúið á náðir spítal- ans. Það var hans annað heimili. Þessir vistaflutningar vöruðu hálfa ævina. Og þrátt fyrir ótelj- andi stungur og sprautur, blóð- tökur og blóðgafir, mænu- og mergrannsóknir, var skilningur Sæmundar svo heill, aðdáun hans og þakklæti til þess fólks, sem verkin unnu, svo mikil, að hann var í engum vafa með starfsval, þegar hann yrði stór. Læknir vildi hann verða, ekkert annað en góð- ur læknir. Börn og unglingar eiga sér oft fyrirmyndir, sem þau gera sér að leiðarljósi. Það er glöggt, hvert þessi fyrirmynd var sótt. Þó vissi hann vel, að hlutskipti læknisins er ekki alltaf léttara en sjúklings- ins. Spítalinn var hans annað heim- ili. Þar ætlaði hann að beita starfskröftunum, vinna í anda þess fóiks, sem hann vissi bezt. Slíkur var drengskapur hans, að það stóð í björtu, hvers vegna sá eðlisþáttur, sem þjóðin metur mest, er kenndur við drengi, þótt hitt sé óplægður akur að skilja, hvern þátt móðirin á í að beina huga barnsins á þær brautir. Sæmundi hlotnaðist ekki skóla- ganga með venjulegum hætti, en bækur las hann af svo miklu kappi, að móður hans þótti nóg um. Þá svaraði hann: Þú veizt það mamma, að til þess að verða lækn- ir þarf að lesa mikið“. Hann náði ótrúlegum árangri í sumum undirstöðugreinum skóla- lærdómsins, Davíð og Stefán frá Hvitadal voru sálufélagar hans, eins og vinirnir, sem heimsóttu hann, Steinar Karlsson og hans fólk, hjónin Mjöll og Ölafur, og frænkurnar Halldóra og Gréta og Inga, sem var á Völlum og margir fleiri, sem gerðu þessa stuttu ævi hamingjurika og bjarta. Bernska þín og brosin og bjarti svipurinn verma enn og ylja, elsku vinurinn. Grímur S. Norðdahl Sk.vldum sálum sárt er æ að kveðjast sem í eining hugðust lengi gleðjast fram að gröf þó gangan vari skammt gjafir slíkar þökkum drottni samt. S.J.J. voru sporin, sem maður hennar hafði gengið i þágu málefnisins fyrr og siðar. — Þegar þau kvöddu þennan heim, var friður og kyrrð yfir viðskilnaði beggja. — Hún bar mann sinn fyrir brjósti til hinztu stundar, — og eitt af því siðasta, sem hann mælti hér í heimi, var sú ósk, að hann mætti komast burtu, þvi að konan sín væri farin að bfða eftir sér. „Ég leyfi mér að enda þessa grein með persónulegu þakklæti frá heimili minu fyrir tryggðina, sem jafnan var söm og jöfn, i garð okkar hjóna og barna okkar. Og þar verða fyrirbænirnar ofarlega í huga, auk margs annars. Svo lengi sem þrekið gafst, voru fyrir- bænir fyrir öðrum í sál og sinni, ekki sfður en bænir fyrir sjálfum sér. Guð gefi þeim báðum raun lofi betri. Jakob Jónsson. Þann 3. april lézt i Landspítal- anum Sæmundur Pétur Sverris- son, tæpléga 9 ára. Hann fæddist 14. apríl 1965, að Skaftaíelli v/Nesveg, sonur Freyju Jónsdótt- ur og Sverris Aðalbjörnssonar. Hann var yngstur af fjórum systkinum. Sæmundur Pétur var óvanalega þroskað og efnilegt barn, en skjótt bregður sól sumri. Þegar Sæmundur var aðeins 4 ára kerindi hann fyrst þann erfiða sjúkdóm, sem harin barðist við í nær 5 ár, oft við miklar þjáningar. Okkur sem þekktum Sæmund litla og fylgdumst með veikindum hans, var oft um megn að skilja þann þrótt og lifsgleði, sem hann bjó yfir, og aldrei heyrðist hann kvarta, en mætti okkur með hlýju brosi, þótt hann væri oftast bund- inn við rúmið eða inni við, þegar jafnaldrar hans léku sér úti. Sonur minn ögmundur Grét- ar lék sér mikið með Sæmundi og fannst mikið til hans koma. Það hefur verið mér mjög erfitt að útskýra fyrir syni mínum, hvers vegna vinur hans var kallaður i burtu frá okkur. Hverju svarar maður 6 ára barni um þessa hluti? Þegar ég sagði honum, að Sæmundur léki sér nú frískur og frjáls hjá guði og hann væri laus við ailar þjáningar og sjúkdóma, sættist hann á þetta, en spyr þó mikið ennþá. Elsku Sæmundur minn. Öddi sendir þér sinar beztu kveðjur og þakkar þér fyrir allar skemmti- legu stundirnar, þegar þið lékuð ykkur saman. Við vonuðum alltaf, að lífi þínu yrði bjargað, að eitt- hvað kæmi upp, ný lyf eða eitt- hvað, sem gæti bjargað þér. En upp úr áramótum urðum við að horfast i augu við þá staðreynd, að það er enn ekkert til, sem unnið getur á þessum voðagesti. Síðustu vikur Sæmundar voru miklir þjáningardagar, en hann var svo lánsamur að eiga þá beztu móður, sem nokkurt barn getur átt, móður, sem breiddi ást og yl yfir drenginn sinn og aldrei vék frá honum nótt né dag þar til yfir lauk, og allt var gert sem i mann- legu valdi stendur, til að létta byrðar þessa hugljúfa drengs. Hann hafði unnið ást og virðingu lækna og hjúkrunarfólks og allra þeirra, sem kynntust honum, með æðruleysi sinu og hlýju brosi. Nú vorar og sólin kyssir lága leiðið hans, en drottinn guð, sem þekkir sjúkdómsárin og sjálfur veit um föllnu móðurtárin, mun þerra vanga ástvina hans og gefa þeim þrótt til að mæta komandi dögum. Foreldrum hans og systkinum votta ég mina dýpstu samúð. Þakkir fyrir sérhvað, sem þig kætti, sérhvert tár, sem moldir þínar vætti, guðs frá hendi launin sín hún, sem eins og móðir gætti þín. S.J.J. lngiieif G. Ögmundsdóttir og sonur. PÉTUR SIGVALDA SON — MINNMG Fæddur: 19. febrúar 1948. Dáinn: 2. júní 1974. Það var engu líkara, en skin sólar dapraðist og ylur hennar hyrfi, þegar mér barst fréttin um lát mágs míns, Péturs Sigvalda- sonar, að morgni 3. júni. Kom mér þá í hug orðtakið: „Þeir, sem guð- irnir elska, deyja ungir." Það hefur verið höggið óbætan- legt skarð I hóp okkar ástvina hans, sem aldrei verður fyllt. Glaðværð hans og góðlyndi, er ávallt fylgdu honutn, í leik sem starfi, hreif alla með sér. Pétur var atorkusamur og hugðist ráð- ast i byggingu eigin húss að hausti. Hann hafði margvisleg áhugamái, sem of langt væri upp að telja, en flugið heillaði hann fremur öðru. Eftirlifandi eiginkonu hans, Önnu, Stefáni litla, ættingjum og vinum votta ég mina dýpstu samúð. Kveð ég þig, Pétur minn, með ljóðinu, sem þú söngst svo oft með okkur. Það, sem skeði þennan morgun var eitthvað alveg nýtt. því undirstöður heimsins voru að svigna. I leiftursnöggri andrá varð loftið fagurhvítt og litlu síðar b.vrjaði að rigna. Nonni. 999999999999999999999999 Listahátíð í Reykjavík Tönleikar í Höskölabiö mónudaginn 10. júní kl. 21.00. Sinföniuhljömsveit Islands Stjörnandi: Alain Lombard Einleikari: Jean Bernard Pommier (9S399S9393S9999999999S99 TCNDr Caravans — SVNING — LAUGARDAG — SUNNUDAG 8. OG 9. JÚNÍ KL. 14-19 í VÖRUSKEMMUNUM REYKJAVÍKURVEGI 28, HAFNARFIRÐI. E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 4, HAFNARFIROI — SÍMI 51919. HW

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.