Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. .lUNt 1974 29 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 26 — Þeir tveir eru kannski bundnir . .. annars staðar? sagði Christer hæglátlega. Hún roðnaði örlítiö. — Ekki Felle, eftir því sem ég bezt veit ... En ég veit að Jan hefur verið skotinn i Görel síð- ustu vikurnar. Eg varp öndinni og hugsaði með mér, hversu mikið væri mark tak- andi á rausinu í Lillemor. Eg gat ekki á mér setið að skjóta inn athugasemd: — Og hvernig var það svo með minn ágæta eiginmann? Eftir því að dæma, sem þú sagðir í dag, kom hann einhvers staðar við sögu .. . Hún pfrði augun á mig. — Eg hef hvorki sagt eitt né neitt í þá átt, sagði hún gremju- lega. — En þú verður að viður- kenna, . . . þetta leit dálftið ein- kennilega út. Einar sagði, að ráð- stefnan hæfist ekki fyrr en á mánudagskvóidið, en Eva flyzt inn í íbúöina á laugardag. Og þeg- ar við Görel komum þangað á sunnudaginn, virtist hún vera mjög öróieg og við fundum það greinilega báðar, að hún vildi losna sem allra fyrst við okkur. Og ... ja, ég hélt, að það væri vegna þess, að hún byggist við HONUM á hverri stundu. Og svo sá ég náttfötin, sem hún hafði meðferðis, og enginn færi mig til að trúa því, að Eva keypti sér slíkar dýrindis flíkur, jafn nízk og hún var, bara til að fara ein í bólið. Neihei! En auðvitað hlýtur einhver annar maður að hafa ver- ið þarna í spilinu, ég veit bara ekki hver . . . Mér datt allt í einu dálítið í hug. — Þú, sem tekur eftir öllu, sástu bréf, sem lá á skrifborðinu? — Já, það var frá Kairó. Vænt- anlega frá þér? — Ungfrúin hefur mjög góða eftirtektarhæfileika, sagði Christ- er og augljóst var, að Lillemor tók orð hans sem gullhamra. Hún minntist þess ekki að hafa heyrt eða séð eitthvað, sem máli skipti, og Christer fór því að spyrja hana um sunnudagskvöld- ið. — Koreldrar minir fóru út að borða og ég var ein heima með bróður mínum. — Hvað er hann gamall? — Sjö ára . . . Hann sof naði um Þú sagðist ekki koma heim fyrr en klukkan 4 ekki lengur neitt að treysta því sem þú segir? er hálfnfuleytið og ég sat og las fram eftir kvöldi . . . — Þér hafið ekki fengið yður kvöldgóngu? — Nei, nei! Hún horfði sakleys- islega og skilninsvana á hann en virtist svo átta sig, þegar Christer sagði blátt áfram. — Hvar eigið þér heima? Rödd hennar var í senn hræðsluleg og þrjózkukennd, þeg- ar hún svaraði: — A Norr Málarstrand 22. Og bætti við eins og ögrandi: — Ekki steinsnar frá Skillinggrand. STAKKAN ARNOLD tók sér næstur sæti i stóinum. Hann horfði einbeittur á okkur og hann fullvissaði okkur með mörgum orðum og miklum handasveiflum, að hann hefði þekkt Evu mjóg lauslega. — Hamingjan sæla, þótt hún hafi haft borð inni i.sögustofunní eins og ég og við höfum setið þar saman og auðvitað skrafað, það segir sig sjálft — en þar fyrir þekkti ég hana auðvitað ekkert persónulega og vissi ekkert um hennar einkamál.. . — Jú, ég hef einu sinni komið á stúdentaheimilið i teboð og ég hef nokkrum sinnum komið heim til Einars Bure á meðan hann var grasekkjumaður. Hver var með mér? I annað skiptið Karl Custaf Segerberg og í hitt skiptið þeir Jan Hede og Pelle Bremmer. Hvort ég vildi óska, að Pelle tefðist með doktorsvörnina sína? Nei ... það held ég ekki, i hrein- skilni sagt .. . mér líkar alltof vel við hann til að óska honum ann- ars en velfarnaðar. Auk þess hafði ég gefið upp alla von um að verða á undan honum, því að með- an allt hefur gengið eins og smurt hjá honum, þá hef ég lent í hverri klípunni eftir aðra með mitt við- fangsefni . . . ég veit ekki lengur, hvort ég get treyst því efni, sem ég hef viðáð að mér — það er 'að segja, hvort það er nægilega vís- indalegt til að byggja á þvf. . . A sunnudagskvöldið? Ja, mig minnir ég hafi komið hingað þeg- ar klukkuna vantaði kortér í níu. Ég leit inn til Jans i sögustofunni og við skiptumst á nokkrum orð- Ura. Svo fór ég hingað og vann stanzlaust til klukkan hálf tólf. Þá slóst ég i hópinn með Karl Custaf. Jan og Pelle, sem sátu uppi i reykherbergi? NÆSTU KLUKKUSTUND ADUR EN EC KOM? Sem sagt milli klukkan átta og stundarfjórðungs i níu? Ég var á leið hingað frá Sóder- malm. Já, fótgangandi. Mér þykir hressandi að fá mér gónguferðir Tímasetningar Staffans fengust staðfestar, bæði í gestabók bóka- safnsins og með orðum JANS HEDE. — Eg kom hingað þegar klukk- una vantaði um það bil stundar- íjórðung í átta sagði Jan. Alveg uppfullur af góðum ásetningi um að einbeita mér að minu verki og hvorki reykja né lenda á kjafta törn. En svo hitti ég Karl Custaf á þrepunum og við eyddum hálf- tíma í algerlega ónauðsynlegai umræður. Þegar ég var loksins kbminn dálítið vel áskrið truflaði Staffan mig. Eg varð hálfgramur og man ég gáði á klukkuna og þvi man ég. að hana vantaði nákvæm- lega kortér í níu. Staffan fór eftir fáeinar mínútur, en þá var ég búinn að missa alla starfslöngun og ekki leið á löngu unz ég var kominn niður í reykherbergi og sat og spjallaði við Karl Gustaf. Pelle var þar líka .. . og þar með fauk kvöldið. Christer horfði hugsandi á and- lit Jans. Hann var alltaf mjög athugull og ég fékk ekki betur greint en hann væri ánægður með það. sem hann sá. — Þegar klukkuna vantaði kortér í átta, tautaði hann. — Ef þér eruð ekki i slagtogi með Seg- erberg, lítur út fyrir. að ég geti að minnsta kosti útilokað ykkur. Jan leit hissa á hann og ég mundi eftir því að hann vissi enn ekki, hvað Ingmar Cranstedt hefði verið að gera á tróppunum hjá okkur. En Christer spurði skyndilega. — Ef mér skjátlast ekki, þá notið þið aldrei neðstu dyrnar á sunnudögum heldur hinar svo- kölluðu næturhurð á þessari hæð. Þegar Staffan Arnold kom inn. þá hefur hann orðið að ganga fram VELVAKANDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 1 0.30 — 1 1 30. frá mánudegi til föstudags 0 Á mölinni fyrr og nú Við erum á þeirri skoðun, að það sé allt annað að vera Reykjavíkurbarn í dag en fyrir svo sem tuttugu árum. Að vísu voru bílar á götunum þá miklu færri en nú er, og hætt- an af þeim í hlutfalli við það. í flestum úthverfum ef ekki öilum mátti þá heita, að engar götur væru malbikaðar, heldur var ekki um nema tvo regingalla að ræða að þvi leyti, annaðhvort var gatan hulin rykmekki ellegar útleikin eins og versta forað, þeg- ar vott var í veðri. Þá eins og nú voru leikvellir á víð og dreif (aðallega dreif) um bæinn, en þar með var eiginlega upptalið það, sem krakkar gátu fundið sér til dundurs yfir sumar- ið. Sem sagt annaðhvort róló eða móiin. Bernskuminningarnar eru nú samt ekki tregablandnar nema síður sé. En skelfing hefði verið dægilegt að hafa eitthvað það við að vera á þessum árum, sem nútimabörnin f borginni eiga völ á nú. Nú er svo mikið um að vera, að hreinlega getur verið vandi að velja. Reykjavíkurborg er með heljar- innar „prógram" fyrir ungana. Má þar til dæmis nefna íþrótta- námskeið, sem nú eru að hefjast, sundnámskeið, hestamennsku- námskeið, starfsvelli, leikvelli fyrir allan aldur, siglinganám- skeið, garðvinnu ýmiss konar, svo að eitthvað sé upp talið. # Margt við að vera Mörg börn eiga nú kost á því að breyta um umhverfi nokkurn tíma, og hafa ýmis félagasamtök og stofnanir haft forgöngu um slfkt starf. Áður fyrr þótti hið mesta óyndisúrræði að hafa krakkana á möiinni á sumrin og þóttist hver sá höipinn, sem gat fengið ættingja eða kunningja f sveitinni til að taka þá í sina vörzlu í nokkra mánuði. Nú er vart um slfkt að ræða, og ræður þar sjálfsagt miklu um hin stóraukna vélvæðing, en ennþá er mikið um það, að unglingar fái tækifæri til aó kynnast atvinnu- vegum þjóðarinnar til sjávar og sveita af eigin raun, og er það vel. 0 Sólarferðir Ferðir hafa aukizt mikið á suð- lægar slóðir, og er erindið þá oft- ast það að ná sér í sólarglennu, enda ekki vanþörf á fyrir okkur, sem búum við sólarleysi oftast nær. Þessar ferðir eru nú orðnar svo almennar fyrir ýmissa hluta sakir, að heita má, að sá, sem ekki hefur verið á einhverri sólar- ströndinni þó ekki sé nema einu sinni, sé talinn eitíhvað skrýtinn. Þeir furðufuglar fyrirfinnast þó, sem geta ekki með nokkru móti hugsað sér að setja sig í griUstell- ingar ásamt óteljandi ferðamönn- um öðrum á þessum sólarströnd- um, sem kannski er skiljanlegt. Ekki er óiíklegt, að okkar eigið land njóti verðskuldaðrar urn- hyggju og áhuga landsmanna á næstunni i rikari mæli en verið hefur með tilkomu hringvegarins góða. 0 Misjafnar stærðir Kona, sem sagðist hafa það að aðalstarfi að hugsa um börn, mann og heimili, hafði samband við Velvakanda. Hún vildi koma á framfæri kvörtun sinni vegna ósamræmis í stærðum á skóm og fatnaði. Henni fórust m.a. svo orð: „Hvers vegna er ekki hægt að ganga inn i verzlun og kaupa þar flík í ákveðnu númeri og geta vitað nokkurn veginn, hversu stór hún er? Eins og ástandið er nú og hefur alltaf verið, fer maður kannski inn í verzlun og biður um gallabuxur í ákveðnu númeri, eða á tiltekinn aldur og fæst þá venju- lega það svar hjá afgreiðslufólk- inu, að ákveðin tegund af galla- buxum sé i „stórum númerum" eða litlum „númerum". Ég er ekki að segja, að þetta sé af- greiðslufóikinu að kenna, síður en svo. Hins vegar á ég bágt með að skilja, hvers vegna fataframleið- endur, innlendir og erlendir, eru yfirleitt að hafa fyrir því að setja ákveðin númer á föt, þegar ekkert er að marka þau, heldur nauðsyn- legt að fara með þann, sem flíkina á að nota, í verzlunina og láta hann máta. Eins og gefur að skilja getur verið erfitt að koma þessu við, sérstaklega þar sem mörg börn eru i heimili og tími ef til vill af skornum skammti. Nákvæmlega sömu söguna er að segja um skófatnað." Svo mörg voru þau orð, og áreiðanlega er þetta alveg rétt hjá konunni. Hins vegar er erfitt að láta sér detta í hug, hvernig hægt er að ráða bót á þessum rugl- ingi, sérstaklega þar sem mikill hluti þess fatnaðar, sem hér fæst i verzlunum, er innfluttur. # G jöld á sumar- dvalarheimili Um daginn birti Þjóðviljinn „frétt" í miklum hneykslunartón sem hans var von og visa, vegna sumardvalar barna á vegum hvítasunnumanna. Þjóðviljinn segir, að hvítasunnusöfnuðurinn setji upp hærra dvalargjald fyrir börnin en flestir aðrir, en rökstyð- ur ekki þessa fullyrðingu sína. Af þessu tilefni hafði lesandi samband við Velvakanda og lang- aði til að vita nánar um málið. Sagðist hann einu sinni hafa haft barn sitt hjá hvitasunnumönnum nokkrar vikur að sumarlagi og hefði það einmitt vakið athygli sina, hversu gjaldið var lágt. Óskaði hann eftir þvi, að upp- lýst yrði hvert væri meðalgjald á viku á slikum sumardvalarheimil- um, en eftir þvi sem Velvakandi kemst næst mun það vera rúmar 4000 krónur. I frétt Þjóðviljans segir hins vegar, að á barnaheim- ili hvítasunnumanna i Fljótshlið- inni sé gjaldið 15 þúsund krónur á mánuði, eða 3.750 á viku, þannig að eftir okkar litreikningum hér, er það undir meðallagi. l + i LISTA- HÁTÍÐ 1974 Islenzk tónlist á Kjarvals- stöðum LAUGARDAGINN 8. júni kl. 20.30, daginn sem Listahátiðin hefst, verða haldnir tónleikar að Kjarvalsstöðum, hinir fyrstu af þrennum tónleikum, sem íslenzkir tónlistarmenn munu flytja þar. Fyrirkomulag þessara tónleika verður með nýstárlegu sniði, en þeir fara fram í Kjarvalssal, þar sem hluti sýningarinnar „íslenzk myndlist í 1100 ár" er haldin. Slikt fyrirkomulag tónleika inni á málverkasýningum eða söfnum, svokallaðir „(ialleri- konsertar", er afar vinsælt víða erlendis. A þessum fyrstu tónleikum verða flutt þessi verk: Praeludium fyrir einleiksfiðlu eftir Jón Leifs og Sónata fyrir einleiksfiðlu eftir Hallgrím Helgason og mun Björn Olafs- son leika bæði þessi verk, sem ekki hafa verið flutt hér áður á tónleikum. Sfðan leika Sig- urður Snorrason og Cisli Magniisson sónötu fyrir klarí- nett og píanó eftir Jón Þórar- insson. Siðast á efnisskránni er tónverkið „Andstæður" eftir Béla Bartók, en það flytja Gisli Magnússon píanóleikari. Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Sigurður Snorrason klarí- nettleikari. Að þessum tónleik- um standa Félag islenzkra tón- listarmanna og Tónskáldafélag Islands. Heildar- vörusala K.E.A. jókst AÐALFUNDUR Kaupfélags Ey- firðinga var haldinn í Samkomu- húsinu á Akureyri 30. og 31. tnaí sl. Formaður félagsins, Hjórtur E. Þórarinsson, flutti skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið ár. Bar hún með sér. að fjárfestingar félagsins á árinu námu 124.4 milljónum króna í fasteignum, vélum og tnunum. Kaupfélagsstjórinn. Valur Arnþórsson. las reikninga félags- ins og gerði ítarlega grein fyrir rekstri þess. Heildarvórusala félagsins og fyrirtækja þess á irm- lendum og etiendum vörum. þegar með eru teknar útflutnings- vörur. verksmiðjuframleiðsla og sala þjónustufyrirtækja, jókst um 37.3%, úr 2.645 millj. króna f 3.633 millj. króna. margfaldar markað vðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.