Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JUNI 1974 31 Fjögur verk sett upp í Þjóðleikhúsinu á listahátíð: Vanya frændi, Þrymskviða, ballett og Litla flugan n FJÓRAR sýningar verðasettar upp f Þjóðleikhúsinu f tilefni af listahátfð 1974. I kvöld verður frumsýning á gestaleik Dramaten frá Stokkhólmi, „Vanya frænda" eftir Anton Chekhov. 14. júnf verður frumsýning á hinni nýjii fslenzku óperu „Þrymskviðu" eft- ir Jón Asgeirsson. 19. júnf verður frumsýning á ballettsýningu Is- lenzka dansflokksins ásamt gesta- dönsurunum Sveinbjörgu Alexanders og Wolfgang Kegler, og 11. júní verður frum- Jón Asgeirsson á æfingu á óperu sinni „Þrymskviðu". sýning f Þjóðleikhúskjallaranum á „Litlu flugunni", — róman- tfskri kabarettdagskrá úr verkum Sigfúsar Halldórssonar. Á blaðamannafundi með Sveini Einarssyni þjóðleikhússtjóra kom m.a. fram, að sýning hins virta sænska þjóðleikhúss, Dramaten á „Vanya frænda" er ný af nálinni, var frumsýnd í Stokkhólmi í april sl. og hlaut afar lofsamlega dóma þar í landi. Kemur þar að veru- legu leyti fram ný túlkun á þessu verki Chekhovs. Með hlutverkin fara margir af fremstu leikurum Svía, en leikstjórinn er Gunnel Lindblom, kunn Bergman-leik- kona. Þá verður einnig með i leik- ferð Dramaten til íslands Erland Josephson leikhússtjóri, og verð- ur það sennilega hans siðasta verk í því embætti, því að í upp- hafi næsta Ieikárs verður skipt um leikhússtjóra. Þetta er i fyrsta sinn í 22 ár, sem við fáum heim- sókn frá þjóðleikhúsi einhverra hinna Norðurlandanna. Þrymskviða Uppfærslan á „Þrymskviðu" verður eitt af stærstu og viða- mestu sýningum Þjóðleikhússins. Þetta er í fyrsta skipti, sem svo stór Islenzk ópera er sett á svið hjá Þjóðleikhúsinu og eins og fram hefur komið, er það margra álit, sem á hafa hlýtt, að verkið sé afar vel heppnað. Sagði þjóðleik- hússtjóri, að feikileg vinna hefði verið lögð í sviðsetninguna og mætti gera ráð fyrir, að hún kost- aði í heild nokkrar milljónir kr. Alls taka um 90 manns þátt í „Þrymskviðu". Leikstjórar verksins eru Þor- steinn Hannesson og Þórhallur Sigurðsson, höfundurinn Jón As- geirsson stjórnar leik Sinfóniu- hljómsveitar íslands og Þjóðleik- húskórnum, en kórinn þjónar stóru hlutverki i sýningunni. Leikmyndir og búningateikning- ar eru eftir Harald Guðbergsson, en í stærstu hlutverkunum eru Guðmundur Jónsson (Þór), Jón Sigurbjörnsson (Þrymur), Guð- rún A. Símonar (Freyja), Olafur Þ. Jónsson (Loki), Magnús Jóns- son (Heimdallur) og Rut Magnús- son (systir Þryms). Þá er í sýn- ingunni ballett, sem Alan Carter hefur samið og dansaður er af Islenzka dansflokknum. Sýningar á „Þrymskviðu" verða þrjár á listahátíð og þrjár eftir hana, en síðan fer það eftir aðsókn hvort verkið verður tekið upp að nýju í haust. Þjóðleikhússtjóri gat þess, að talsverður áhugi virtist á hinni nýju óperu erlendis og væru a.m.k. tveir erlendir óperu- og leikhúsmenn væntanlegir til landsins gagngert til að sjá sýn- inguna. Ballettinn Ballettsýning Islenzka dans- flokksins á listahátíð yerður stærsta verkefni dansflokksins til þessa. Verða þar sýndir tveir ballettar eftir Alan Carter, annar þeirra „Höf uðskepnurnar", er við tónlist eftir Áskel Másson, hinn er tilbrigði við tónlist eftir Brahms og Paganini. Þá dansar Sveinbjörg Alexanders sem gest- ur á sýningunni, en hún hefur skapað sér nafn sem ballettdans- mær I V-Þýzkalandi og viðar i Evrópu. Með henni dansar Wolf- gang Kegler, en þau eru bæði dansarar í kunnum dansflokki i Þýzkalandi, er nefnist Tanz Forum. Dansa þau tvo dansa eftir eiginmann Sveinbjargar, Gray Veredon, annan við stef úr Rómeó og Júlíu eftir Berlioz og hinn við tónlist eftir Brahms. Litlaflugan Kabarettsýningin I Þjóðleik- hússkjallaranum er sett saman úr verkum Sigfúsar Halldórssonar og hefur hlotið nafnið „Litla f lug- an" eftir einu af vinsælustu lög- um tónskáldsins og þúsundþjala- smiðsins. Umsjón með uppfærsl- unni hefur Sveinn Einarsson, en Carl Billich sér um tónlistina. Flytjendur auk Carls eru Anna Kristín Arngrimsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Erlingur Gíslason og Halldór Kristinsson. Upphaf- lega var gert ráð fyrir tveimur sýningum, en þar eð uppselt varð mjög fljótlega á þær báðar, hefur nú verið bætt við einni sýningu til. Steindór Hjörleifsson og Guðmundur Pálsson í hlutverkum sínum í „Selurinn hefur mannsaugu". Tvær frumsýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á listahátíð: „Selurinn hefur mannsaugu" — eftir Birgi Sigurðsson Og verk um Sæmund fróða • „t ÞESSU verki er ég að fást við það. sem mér finnst grund- vallaratriði f mannlegu lífi. Það má segja, að maður sé að tefla saman höfuðskepnunum f mannssálinni og þjóðfélagsgerð- itini — maður má ekki segja „þjóðfélagssálinni". þvf að þetta er svo gjörsamlega sálarlaust. Og maður gerir þetta til að reyna að hafa áhrif á þann veruleika, sem maður lifir f. f þvi felst sú trú, að það skipti máli, að maður sé til og það skipti máli, hvernig maður sé til." 0 Þetta sagði Birgir Sigurðsson hófundur leikritsins „Selurinn hefur mannsaugu" á blaðamanna- fundi í fyrradag, en leikritið verður frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld. Þetta verk verður annað framlag Leikfélags- ins til listahátíðar f Reykjavík 1974. Hitt, — nýstárleg sýning um Sæmund fróða — verður frumsýnt í næstu viku. Aður hef- Hin n.vju salarkynni Stjörnubíðs. Stjörnubíó opnar aftur ÞEIR, sem sðttu Stjörnubíó á sfn- um tfma, munu ekki þekkja það aftur. Kvikmyndahúsið opnar aft- ur á morgun og áhorfendur halda vafalaust að þeir séu staddir f öðru kvikmyndahúsi en fyrir um 5 mánuðum. er bfóið brann. Mörg- um mun þykja Stjörnubfó byrja starfsemina bærilega á nýjan leik — á boðstólum verður Frjáls sem fiðrildi (Butterflies are free) með Goldie Hawn og Eleen Hec- kart — mynd, er fékk góða dóma erlendis og sótti síðarnefndu leik- konunni Óskarsverðlaun. Allri innri skipan Stjörnubíós hefur nú verið gjórbylt. Anddyri kvikmyndahússins hef'ur verið stækkað um 100 fermetra, þannig að kvikmyndahúsgestir haí'a þar nægilegt svigrúm; salnum hefur verið gjörbreytt, þannig að hann er nú einn geimur, stighækkandi og tekur um 470 manns i sæti i stað 512 áður. Svalirnar fornu eru horfnar. Forráðamenn Stjörnubiós hafa unnið þrekvirki við að koma sal- arkynnum kvikmyndahússins í lag á svo skömmum tíma. Öll framkvæmdin hefur kostað þá um 35 milljónir króna, en trygg- ingarfjárhæð hússins nam sam- tals um 25 milljónum króna. Upp- haflegur arkitekt hússins, Aðal- steinn Richter, annaðist endur- teikningu þess, en Jón Benedikts- son myndhöggvari sá um hönnun innréttinga. Þannig er gengið frá kvikmyndahúsinu að þessu sinni, að brunavarna er gætt til hins ítrasta og óhöpp á borð við elds- voðann i desember eiga ekki að geta endurtekið sig. Stjörnubíó hefur um langt ára- bil haft umboð fyrir Columbia Pictures. og á þess vegum verður boðið upp á margs konar góðgæti á næstunni. Næsta mynd á eftir Butterflies are free er XY & Z með Elísabetu Taylor. Michael Caine og Susan York i aðalhlut- verkum, en siðan eru væntanleg- ar Fat City eftir John Huston. Young Winston um æskuár Win- ston Churchill. Investigation of an Citizen — ftölsk verðlauna- mynd, Gumshoe með Albert Finney. ,I.W. COOP með Cliff Ro- bertson og síðast en ekki sízt Last Picture Show. víðfræg bandarísk verðlaunakvikmynd. sem hvað mesta athygli hefur vakið vestan haf's hin síðari ár. ur Leikfélag Reykjavíkur fært upp verðlaunaleikritið „Pétur og Rúnu" eftir Birgi Sigurðsson, og sagði Vigdís Finnbogadóttir leik- hússtjóri að þegar er byrjað var að s.vna „Pétur og Rúnu" hefði verið farið að ræða um áfram- haldandi viðskipti Leikfélagsins og Birgis. Og þegar hann afhenti handritið að „Selurinn hefur mannsaugu" sl. haust var strax afráðið, að það yrði fært upp f tilefni listahátíðar f ár. Þau Vigdís og Birgir voru sam- mála um. að ..Pétur og Rúna" og „Selurinn hefur mannsaugu" væru að verulegu leyti ólík verk, en hefðu þó sama grunntóninn væru bæði úttekt á ..þjóðfélagi lífsgæðakapphlaupsins og verð- mætamati þess". eins og Vigdís komst að orði. ..Og verk þetta er að formi til raunsæislegt." sagði Birgir. ,,þó að ég sprengi mig í og með út úr því. En verkið er ekki framúrstefnuverk. Eg held það sé rétt. að taka það skýrt fram. Þó að naf'nið sé svona dularfuílt. þá held ég að það sé mjög aðgengi- legt. Það er ekkert dularfyllra en veruleikinn sjálfur." Leikstjóri þessa nýja verks er Eyvindur Erlendsson. en hann færði einnig upp ..Pétur og Rúnu". ..Þeir Birgir og Eyvindur búa báðir i Flóanum og þar er vel jeppafært á milli þeirra. enda hafa þeir verið að spjalla mikið saman um leikritið í vetur." sagði Vigdís. ..Siðan kom Eyvindur i bæinn i apríl og hóf æfingar. og Birgir hefur einnig komið til að fylgjast með þeim um helgar." Leikmyndin er eftir Jón Þóris- son, en tónlist eftir Askel Másson. Hlutverkin i ..Selurinn hefur mannsaugu" eru 12 alls. og niu þeirra eru stór. Leikendur eru Guðrún Asmundsdóttir. Guð- mundur Pálsson. Þóra Borg. Val- gerður Dan. Kjartan Ragnarsson. Helgi Skúlason. Pétur Einarsson. Steindór Hjörleifsson. Sigurður Karlsson. Karl Guðmundsson. Jón Hjartarson og Harald G. Haralds- son. Eins og áður segir verður leik- ritið frumsýnt f kvöld. og verða tvær sýningar i viðbót i tilefni af listahátíð. en siðan mun leikfélag- ið halda sýningum eitthvað áfram i sumar. A fimmtudag í næstu viku verð- ur svo frumsýning á öðru f'ram- lagi Leikfélagsins til listahátiðar. Nefnist verkið ,.Af Sæmundi fróða'. — samanstendur af söngv- um. sógnum og brúðuleik og er byggt á þjóðsógunum um Sæ- mund fróða. Verður þetta sýning í óvenjulegu og skemmtilegu formi. t.d. er brúðuleikurinn leik- inn með sérstökuin stangarbrúð- um. sem aldrei hafa verið notaðar í leikhúsum hér á landi áður. Þá verða t.d. fluttir frumsamdir söngvar af Bóðvari Guðmunds- syni svo og visur þjóðskáldanna um þessa merkilegu sagnaper- sómu. Er verk þetta samið i hóp- vinnu af Leikfélagi Reykjavikur og Leikbrúðulandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.