Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.1974, Blaðsíða 32
nUGLVSHlGRR «±,^•22480 ^V KIR RUKR °í* UIÐSKIPTin ssm & RUGLVSRÍ jf Hlírennlílatiiitu LAUGARDAGUR 8. JUNÍ 1974 Eðvarð Sigurðsson: „Kerfið ekki undir það búið að taka við þessu" Sænski leikflokkurinn frá Ðramaten á Keflavíkurflugvelli. Fremst má greina leikhússtjórann Erland Josepson, leikstjórann Gunnel Lindblom, Ulf Johans- son, Solveig Ternström og fleiri fræga leikara. Aftan við hópinn stendur Baldvin Tryggvason, formaður Listahátíðarnefndar. „ÞETTA kerfi var engan veginn undir það búið að taka við þessu. Ég persónulega var ekki með- mæltur að taka það upp, en úr því sem komið er, tel ég alveg fráleitt að afskrifa þetta kerfi vegna byrj- unarörðugleika. Menn verða að hafa biðlund." Þetta sagði Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar í gær, er Mbl. ræddi við hann um nýja orlofsfyrirkomulagið, en eins og fram kom í Mbl. í gær, hefur nokkur ruglingur orðið á orlofsgreiðslum í ár. Nefnd sú, sem endurskoðaði or- lofslögin og gerði tillögur um breytingar virðist hafa tekið mjög stuttan tíma í það, eða aðeins tvo mánuði. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í Félagsmálaráðuneytinu. Eðvarð Sigurðsson sagði, að fjólmaigar kvartanir hefðu borizt til Dagsbrúnar út af nýja kerfinu, og skrifstofur félagsins hreinlega fyllzt stuttu eftir að ávísanirnar til orlofsþega voru sendar út i vór. „Mestar kvartanirnar eru þær, að hjá ágætum fyrirtækjum þar sem orlofsmerkjakerfið var í ágætu lagi hefur þessi breyting ekki orð- ið til bóta, en hins vegar kemur hún þúsundum annarra að not- um, sem ekki hafa notið þessara hluta áður. Hins vegar hafa orðið Kaffibrennslurnar lokaðar: Arsgamalt kaffiverð fæst ekki hækkað KAFFIBRKNNSLUR hafa far- ið fram á hækkun kaffiverðs, en verðlagsnefnd heimilaði síðast ha-kkun á kaffiverði 19. júlí f fyrra. Kaffibrennslur telja sig ekki geta selt kaffi á því verði og því eru allar kaffi- brennslur lokaðar nema Bragakaffi, en það er rekið af Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga. Kaffibrennslurnar. sem eru lokaðar. eru Kaffibrennsla Kaaber, Kaffihrennsla Blönd- als, Ryden. Arnarkaffi og Frimaeo (Friðrik Vlagnús- son). Bragakaffi mun selja fiistum iiðskiptavinum kaffi. en mun ekki hafa bætt við sig viðskiptavinum. Kaffibrennslurnar hafa ósk- að eftir hækkun kafliverðs, en frá því er bráðabirgðalög ríkis- st.iórnarinnar voru sett, hefur verðlagsnefnd ekki komið saman til fundar — og því hafa engar verðha'kkanir ver- ið heimilaðar. 13 hval- ir á land I (i.KR voru komnir á land l.'l hvalir í llvalfirði. Þessar upp- lýsingar l'ékk Mhl. h.já >Iat,núsi I). Olafssyni verkst.jóra. Skiplist aflinn í (i húrhvali og 7 langreyð- ar. Hvalvertíðin hóf'sl ;i sunnu- daginn. Hvalbátarnir f'jórir þurfa að sæk.ja hvalinn langt. Hann hefur mest haldið sig djúpi úti af Faxaflóa og undan Vestf.iöiðum. margvisleg vandkvæði á frarn- kvæmdinni. Það hefur t.d. orðið nokkur misbrestur á því, að at- vinnurekendur hafi staðið í skil- um, en það er afar mikilvægt að þeir geri það. Þ6 stendur það al- riði betur en áður," sagði Eðvarð. Hann sagði ennfremur, að aug- ljósir gallar hefðu komið fram, sem þyrfti að leiðrétta. t.d. væri það augljóst að ekki væri hægt að borga út til sama dags og útborgun á að hefjast. Hjá Hallgrími Dalberg ráðu- neytisstjóra i fjármálaráðuneyt- inu fékk Mbl. þær upplýsingar í Framhald á bls. 18 Afetaða Dana alveg óbreytt DÖNSK yfirvöld ítrekuðu í vikunni kröí'u sína um full gagnkvæm réttindi í sam- bandi við leiguflug milli íslands og Danmerkur. Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytisstjóri tjáði Mbl. þetta í gærkvöldi. Samkvæmt þessu er engra breytinga að vænta í sambandi við leiguflug Sunnu til Danmerkur. Sunna hef'ur flogið með hópa sína til Hamborgar, og ekið þeim þaðan til Kaupmannahafnar í bílum. Að sögn Brynjólfs er ekki að vænta viðræðna um þetta mál milli danskra og íslenzkra yfirvalda á næstunni, utan hvað það mun væntanlega bera eitt- hvaö á góma í viðræöum norrænna ráðuneytisstjóra hér á íslandi um næstu mánaðamót. LISTAHATIÐ 1974 hefst í dag 8. júní Isl. verk frumflutt — 5 listsýningar Listahátíð í Reykjavík 1974 hefst I dag með opnunarhátíð í Háskólabfói kl. 4, þar sem Sin- fónfuhljómsveit frumflytur Athvarf, eftir Helbert H. Agústsson. Jafnfram verða opnað- ar allar listasýningarnar, Islenzk myndlist f 1100 ár á Kjarvalsstóð- um, málverkasýning Nfnu Tryggvadðttur í Listasafni tsiands, norræn vefjarlist f Norræna húsinu, íslenzk alþýðu- list f SCM-sal og Asmundarsal og Kunnugleg andlit meðal fyrstu gesta FYKSTU erlendu gestirnir eru komnir á listahátíð. I gær kom með flugvél 30 manna leikflokk- ur l'rá Dramaten í Stokkhólmi. til að sýna hér Van.ja írænda. llm leið og hópurinn steig út úr vél- inni mátti þar greina andlit. sem við þekkjum úr kvikmyndum Ing- mars Bergmanns. Þarna var sjón- varpsleikkonan Solveig Tern- Þessi andlit þekkjum við af skerminum — Erland Josepson úr hjónabands- þáttum Bergmanns og Gunnel Lindblom. ström og Gunnel Lindblom, sem hefur sett Vanja frænda á svið og við þekkjum t.d. úr Sjöunda inn- siglinu, Jómfrúrlindinni og fleiri myndum. Og fararstjórinn er leikhússtjóri Dramaten Krland Josepsson, sem m.a. varð vinsæll á íslandi þegar hann var eigin- maðurinn í hiiiuni vinsælu þátt- um í sjónvarpinu Svipmyndir iir hjónabandi. — Já. hafa þeir þættir verið sýndir hér'.' sagði hann. er blaða- maðurinn hafði orð á því. að þó hann hefðí aldrei til Islands kom- ið. þá mundi f'ólkið á götunni þekkja andlit hans. — .lá. í Dan- niörku ræddi bil.stjóri við mig um hjónabandið mitt. sagði hann og hló við. Svíum fannst ég mesti skiirkur og alveg ómögulegur eig- inmaður. en Dönum fannst ég bara nokkuð góður maður. Með hvoru okkar hjónanna í myndinni var fólk hér'.' Krland Josepsem hefur verið leikhússtjóri Dramaten í 8 ár og er nú að hætta. Ekki sagði hann neitt ákveðið hvað hann mundi Framhald á bls. 18 sýning fagurra handrita f Lands- bókasafni. I kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur nýtt íslenzkt leikrit, Selurinn hefur mannsaugu eftir Birgir Sigurðs- son, og f Þjóðleikhúsinu er fyrsta sýning Dramaten-leikhússins f Svfþjóð á Vanja frænda eftir Tjechov. Síðdegis verða fyrstu kammertónleikarnir — kl. 4 á Kjarvalsstóðum, en frá þeim er sagt nánar annars staðar f blaðinu. Opnun listahátíðar, sem standa mun fram til 21. júní, hefst í Háskólabíói með verðlauna- verkinu Athvarf eftir Herbert H. Ágústsson, sem Sinfóníuhljóm- sveit íslands flytur undir stjórn Páls P. Pálssonar. Einsöngvari er Elisabet Erlingsdóttir og upp- lestur annast Gunnar Eyjólfsson. Þá flytur borgarstjórinn f Reykja- vik, sem er formaöur Lista- hátíðarstjórnar, ávarp. Kór félags íslenzkra einsöngvara syngur undir stjórn Garðars Cortes. For- seti Islands, Kristján Eldjárn, flytur ræðu. Þá leikur Sinfóníu- hljómsveit tslands Chaconne eftir Pál ísólfsson og athöfninní lýkur með því að Kór félags íslenzkra einsöngvara og Sinfóniuhljóm- sveit Islands flytja Island eftir Sigfús Einarsson. Þar með er hafin þriðja lista- hátlðin, sem haldin er í Reykja- vík, með mjóg fjölbreyttri dagskrá, sem flutt er af innlend- um og erlendum listmönnum. Von er á mörgum heimsfrægum gestum, og eru sumir þeirra komnir. „Tilgangur Listahátíðar er margþættur", segir Birgir ísl. Gunnarsson í dagskránni. ,,Þar gefst landsmönnum kostur á að njóta margs af því bezta, sem er að gerast i listalífi annarra þjóða og einnig okkar islendinga sjálfra. Listahátíð á að vera lyfti- stöng íslenzkrar listsköpunar, hún á að vera líkleg til að skapa heilbrigðan metnað meðal ís- lenzkra listamanna og færa þeim mark til að keppa að. Reynslan hefur og sýnt, að á fyrri Lista- hátíðum hafa komið fram mörg íslenzk verk, sem líkleg eru til langlífis." Framkvæmdastjórn listahátíð- ar skipa nú: Baldvin Tryggvason formaður, Þórður Einarsson, Andrés Björnsson, Hannes Kr. Daviðsson, Sveinn Einarsson. Framkvæmdastjóri er Jón Steinar Gunnlaugsson. Ýmsir aðilar tengdir listum og listalífi eru þátttakendur i listahátíð, en borg og ríki skiptast á um að veita henni forstöðu, Reykjavíkurborg að þessu sinni. Sjálfstæðismenn og óháðir ræða saman í Hafnarfirði UNDANFARID hafa staðið yfir viðræður milli bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Félags óháðra borgara um myndun meirihluta í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar. Að því er Arni Grétar Finnsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins, tjáði Mhl. í „.. i nvniiii. er þess að vænta, að þessum viðræðum Ijúki um helg- ina, og fyrsti fundur hæjarstjórn- ar verði haldinn á þriðjudaginn. I bæjarstjórnarkosningunuin fengu sjálfstæðismenn 5 menn kjörna i Hafnarfirði og óháðir 2 menn. Fulltrúar eru alls 11. A síðasta kjörtimabili mynduðu óháðir, framsóknarmenn og Al- þýðuf'Iokkur meiríhluta í Haf'nar- firði. Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.