Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNÍ 1974 Oddsskarðsgöng sitja á hakanum EINS og oftsinnis hefur verið sagt frá, þá átti að ljúka við gerð Oddsskarðsgangnanna á þessu sumri, og taka göngin f notkun f haust. Nú eru hinsvegar miklar Ifkur á, að ekkert verði unnið við göngin f sumar, og ástæðan er hinn alkunni fjárskortur. Snæbjörn Jónasson, yfirverk- fræðingur Vegagerðarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sennilega yrði lítið unnið við göngin á næstunni. Fé væri ekki til að ljúka verkinu og litið yrði hægt að gera fyrr en alþingi væri búið að samþykkja vega- áætlun næstu fjögurra ára. En sú áætlun gufaði upp á alþingi þegar það var rofið í vor. Hann sagði, að þó væri til fé til að ljúka veginum, sem kæmi út frá gangnamunnanum Eski- fjarðarmegin, og Norðfjarðar- megin yrði haldið áfram við veg- inn að göngunum. Meðal annars þarf þar að grafa stóran skurð frá gangnamunnanum að vegfylling- unni. Þá væri hugmyndin að endurbæta gamla veginn Norð- fjarðarmegin, en hann er nú mjög slæmur. Vestmannaeyjar: Magnús felldur Maguús ráðiiui BÆJARSTJÖRN Vestmannaeyja kom saman til fyrsta fundar sfns f fyrradag. Var á fundinum gengið frá ráðningu bæjarstjóra Vest- mannaeyjakaupstaðar. Fyrst kom fram tillaga um, að Magnús Magnússon, sem verið hefur bæjarstjóri sl. 8 ár og situr f bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokk- inn, yrði ráðinn bæjarstjóri til næstu fjögurra ára. Þessi tillaga var felld með atkvæðum sjálf- stæðismanna og fulltrúa fram- sóknarmanna, Sigurgeirs Kristjánssonar, fyrrverandi for- seta bæjarstjórnar. Með tillög- unni greiddu atkvæði þrfr full- trúar Alþýðuflokksins og fulltrúi Alþýðubandalagsins. Þegar þessi úrslit lágu fyrir, fluttu sjálf- Lýst eftir slysavöldum stæðismenn tillögu um að staða bæjarstjóra yrði auglýst laus til umsóknar en þá tillögu felldu vinstri menn með stuðningi Sig- urgeirs Kristjánssonar. Að þvf búnu kom fram tillaga um að fela Magnúsi Magnússyni bæjar- stjórastörfin fyrst um sinn, en þó ekki lengur en til eins árs. Sú tillaga hlaut samþykki með 5 atkvæðum vinstri manna gegn at- kvæðum sjálfstæðismanna. Að loknu kjöri bæjarstjóra var gengið tíl kosninga um forseta bæjarstjórnar og fulltrúa f nefndir bæjarins. Höfðu vinstri menn með sér samstarf um þær kosningar, og hlaut Sigurgeir Kristjánsson kosningu sem for- seta bæjarstjórnar. Virðist þvf sem vinstri flokkarnir hafi náð að mynda veikan og ósamstæðan meirihluta í Eyjum. Listahátíðarmynd Svavars Fugl og fiskur NO HEFUR verið hengt upp í Kristalsal Þjóðleikhússins nýtt málverk eftir Svavar Guðnason, listmálara. Myndin er gerð f tilefni Listahátfðar nú og réð Reykjavfkurborg Svavar til að gera þessa mynd, en sá siður hefur verið tekinn upp, að borgin eða rfkið kaupi eða láti jafnan gera slfkt listaverk f tengslum við Listahátfðirnar, sem þessir aðilar veita forstöðu til skiptis í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Svavar hafa verið alllengi að vinna að þessari mynd og að hún hefði naumast verið þornuð þegar hún var hengd upp. „Málverkið er tengt íslenzkri náttúru, eins og gjarn- an er nú hjá okkur myndlistar- mönnunum,“ sagði Svavar, „Ég nefni það Fugl og fiskur og nafnið er auðvitað tengt okkar nánasta umhverfi, því sem við lifum og hrærumst daglega í — annars vegar eru Elliðaárnar, einasta laxá f höfuðborg sem ég veit um — hins vegar Tjörnin með kriuhólmanum og öllu fuglalífinu." Fugl og fiskur er olfumál- verk, um 4 fermetrar að stærð — nánar tiltekið 2.02xl65m. Forgöngumenn Varins lands stefna: Milljóna kröfur á tólf aðila fyrir ærumeiðandi ummæli UMFERÐARDEILD rannsóknar- lögreglu hefur beðið Morgunblað- ið að lýsa eftir ökumönnum tveggja bifreiða, sem f báðum til- fellum hafa valdið slysum. Hið fyrra var 6. júnf um mið- nætti fyrir utan Klúbbinn. Þar var piltur undir áhrifum að fara yfir Borgartúnið, en lenti þá utan í bifreið, sem var á austurleið, svo að hann féll í götuna. ökumaður bauðst til að aka piltinum á slysa- deild, en hann afþakkaði boðið, þar sem hann taldi sig aðeins hafa Framhald á bls. 20 Akranes vann AKURNESINGAR og Vfkingar léku á Laugardalsvellinum f gær- kvöldi f I. deild Islandsmótsins. Akurnesingar sigruðu 1:0, það var Eyieifur Hafsteinsson, sem gerði markið á 86. mfnútu leiks- ins. I GÆR voru 2250 búnir að greiða atkvæði utan kjörstaðar vegna alþingiskosninganna 30. júnf næstkomandi. Þetta er rff- lega helmingi hærri tala en fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir tæpum mánuði og gefur e.t.v. til kynna að nú sé töluverður hugur f kjósendum. Starfsmenn við utankjörstaðar- atkvæðagreiðsluna í Hafnarbúð- um báðu Morgunblaðið að brýna það fyrir utanbæjarfólki, sem kýs FORGÖNGUMENN Varins lands hafa nú höfðað mál gegn 12 aðil- um vegna ærumeiðandi ummæla, sem höfð voru um forgöngumenn Varins lands og málefnið. Af hin- um 12 stefndu er fjórir blaða- menn Þjóðviljans og nema kröfur um miskabætur á þeirra hendur rúmum fimm milljónum króna. Mennirnir, sem forgöngumenn Varins lands hafa stefnt eru þessir: Svavar Gestsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Þjóðviljans, Ulfar Þormóðsson, Dagur Þor- leifsson og Hjalti Kristgeirsson, allir blaðamenn við Þjóðviljann; utan kjörstaðar hér í Reykjavfk, að koma nógu tfmanlega til að greiða atkvæði, þar sem fólkið þarf sjálft að póstleggja atkvæða- seðil sinn til heimahéraðs. Við bæjarstjórnarkosningarnar sfð- ustu voru mikil brögð að þvf, að fólk væri að koma síðustu dagana fyrir kjördag til að greiða atkvæði — t.d. komu 160 manns á kjördag — og varð verulegur hluti þessara atkvæða ónýtur fyrir bragðið. Árni Björnsson, þjóðhátta- fræðingur, Einar Bragi, skáld, og Guðstejnn Þengilsson læknir, sem allir skrifuðu greinar í Þjóð- viljann, Gestur Guðmundsson og Rúnar Ármann Arthúrsson, rit- stjórar Stúdentablaðsins og loks Garðar Vilborg, ábyrgðarmaður Nýs Lands. Þessum mönnum er eins og áð- ur segir stefnt fyrir ærumeiðandi ummæli en kröfur stefnenda eru í sex liðum — f fyrsta lagi hefð- bundnar kröfur um, að ummælin verði dæmd dauð og ómerk, að höfundum hinna ærumeiðandi ummæla verði refsað, að hinum sömu verði gert að greiða miska- bætur, að þeim verði gert að greiða kostnað birtingu dóms í opinberu blaði, að þeim verði gert að birta dóminn í hlutaðeigandi Nafn Akurnes- ings misritaðist SAGT var frá því hér í blaðinu, að við hátíðahöld sjómannadagsins á Akranesi hefðu tveir aldraðir sjó- menn verið heiðraðir og sæmdir heiðursmerki sjómannadagsins, þeir Viðar Karlsson og Hjörtur Bjarnason, en föðurhafn hans misritaðist og stóð að hann væri Björnsson. — Þetta leiðréttist hér með. blaði og loks verði hinum stefndu gert að greiða allan málskostnað. Kröfurnar um miskabætur eru nokkuð mismunandi háar — eða allt frá 30 þúsund krónum upp í 150 þúsund krónur. Það eru 12 forgöngumenn Varins lands, sem stefna 12 menn- ingunum, en tveir af forgöngu- mönnum Varins lands eiga þó ekki aðild að þessari málshöfðun, lögmennirnir Hörður Einarsson og Óttar Yngvason. í þremur mál- um eiga þó forgöngumennirnir 12 þó ekki allir aðild að málshöfð- unni heldur fjórir — allir háskólakennarar, sem telja að Akranesi — 20. júnf FUNDUR var haldinn f nýkjör- inni bæjarstjórn hér f gær. Vinstri flokkarnir munu halda áfram meirihlutastjórn sinni f bæjarmálum, enda þótt þeir töp- uðu einum fulltrúa yfir til Sjálf- stæðisflokksins, sem hefur nú 4 menn af 9 í bæjarstjórninni. Fram kom á fundinum, að Gylfi Isaksson, bæjarstjóri, hefur sagt ærumeiðandi ummælum hafi verið beint gegn sér sérstaklega. Þá mun ein málshöfðun til við- bótar koma fram í dag og hugsan- legt er að enn fleiri mál eigi eftir að koma fram. Reykjanes- kjördæmi SAMEIGINLEGUR framboðs- fundur frambjóðenda f Reykja- neskjördæmi verður haldinn f kvöld f Stapa, og hefst fundurinn kl. 20.30. starfi sínu lausu og verður það nú auglýst laust til umsóknar. Á fundinum í gær var Danfel Ágúst- ínusson kjörinn forseti bæjar- stjórnar, — af B-lista, fyrsti vara- forseti var kjörinn Ríkharður Jónsson (A) og annar varaforseti Jóhann Ársælsson af I-lista. 1 bæjarráð voru kjörnir: Daníel Ágústínusson (B), Guðmundur Vésteinsson (A) og Jósef Þor- geirsson (D). 2250 manns hafa kosið utan kjörstaðar í Rvík Vinstri stjórn áfram á Akranesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.