Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1974 15 $» LISTA- HÁTÍÐ 1974 Veiðileyfi Landssamband veiðifélaga tilkynnir * Veiðileyfi í eftirtöldum ám og vötnum eru seld á skrifstofu Landssambandsins í Bankastræti 6. Sírrtar 15528 — 28622. Laxá í Aðaldal, tímabil 16/6 til 30/6. Árnes- svæðið. Fnjóská bleikjuveiði, Arnarvatn, Arnarvatns- heiði, Hóp í Húnavatnssýslu, Skálfandsfljót. Silungsvötn á Sléttu Sigurstaðavatn, Nesvatn, Harðbaksvatn, Hraunhafnarvatn, Kötluvatn, vatnasvæði Deildarár. Tilkynning um breyttan afgreiðslutima póstþjónustunnar í Reykjavík. Afgreiðslutimar póstútibúa borgarinnar breytast á þann veg um næstu helgi, að þeim verður lokað á laugardögum, nema afgreiðslu útibúsins i Umferðarmiðstöðinni. Hún verður opin á laugardögum sem fyrr frá kl. 14—19.30. Ennfremur verður Tollpóststofunni i Hafnarhúsinu lokað sömu daga. Engin breyting verður á afgreiðslutima aðalpósthúss ins, Pósthússtræti 5 né Bögglapóststofunnar i Hafnarhvoli. Hann verður á laugardögum sem áður frá kl. 9 —12. Póstmeistarinn i Reykjavik. Norskt þjóð- lagakvöld A ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ var norskt þjóðlagakvöld í Norræna húsinu. Hjónin Knut og Hanne Kjersti Buen léku og sungu — hún söng með skærri og bjartri röddu, en hann lék á Harðangurs- fiðlu. í Noregi, líkt og með öðrum þjóðum, hefur sú viðleitni borið góðan ávöxt að vernda og við- halda þjóðlegum arfi í tónlist, söngvar og kvæði hafa borizt frá barka til barka, og sömuleiðis hljóðfæraslátturinn frá spila- manni til spilamanns, allt fram á okkar dag — á sama tíma sem okkur hefur tekizt að glopra þessu öllu niður, í mesta lagi að koma einhverju slíku á blað eða segulband. Það er líka táknrænt á þessu þjóðhátíðarári, að ekki gat einn einasti söngvari eða hljóð- færaleikari boðið upp á fslenzka, þjóðlega söngva eða hljóðfæra- Tonllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON leik. Almennt er líka vitundin fyrir því, sem þjóðlegt er í þess- um efnum hér svo sljó, að „fjár- lögin“ — dönsk lög eða frumsam- in hér í dönskum eða þýzkum stíl — kallast þjóðlög, og hljómplötur eru gefnar út með þjóðlagasöng, kallast íslenzkur, en er bara sam- sull í engilsaxneskum og jafn- framt alþjóðlegum stíl. Nú á þessu þjóðhátíðarári eru meir að segja uppi raddir og áróður fyrir að senda leifarnar af hérlendum þjóðbúning sömu leið. Þess vegna er það blandin ánægja að sitja undir þjóðlegu norsku prógrami eins og þarna var boðið upp á. Við gátum glaðzt yfir því, samglaðzt þessum frænd- um okkar yfir þvi, sem þeir hafa vel geymt, en jafnframt fylgdi því eftirsjá, að allar sambærilegar kúnstir skuli hér vera niður týnd- ar. Þau hjónin kunnu vel sína list — enda sigurvegarar og verð- launahafar í þessari iðkun í heimalandi sínu — þau kynntu lögin og fluttu síðan á látlausan hátt, þar sem saman fóru þekking og tilgerðarlausir hæfileikar. I óvönum eyrum og þar sem kunnátta I málinu er af skornum skammti var alltaf hætta á tilfinn- ingunni fyrir tilbreytingarleysi og langlokum, þau stilltu öllu í hóf, fluttu aðeins útdrætti úr löngum kvæðum og skiptu ört um tjáningarsvið. Þarna voru gleði- söngvar, saknaðarljóð, vögguvfs- ur og danskvæði, sálmalög og hermitónlist í hæfilegum skömmtum. Ekki var annað fundið en að þéttsetinn salur áheyrenda fylgd- ist vel með og tæki vel undir. I' 3Hor0iin(>!abib * ^ltlRRCf OlDflR f mflRRRO VDRR Véladeild HJÓLBARÐAR Sambandsins ^ Sfós&’oaaaMo í Höföatúni 8 er hjólbaröamiö- stöö okkar. Þar er aö finna, undir einu þaki, hiö fjöl- breyttasta úrval stæröa og geröa Yokohama hjólbaröa. Á 200 m2 gólffleti er þar einnig rúm fyrir bílinn þinn, á meðan viö vinnum viö hann. Meö hraðvirkum og fullkomnum tækjum. Gjöriö svo vel, akiö inn og kynnist alhliöa hjólbaröaþjónustu Véladeildar Sambandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.