Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JUNl 1974 Jóhann Hafstein: Ekki hœkkar hagur Strympu 19 tækjum og verðhækkunartil- felli hrannast upp I rekstri þcirra, sem vafalaust er ekki að fullu tekið tillit til f vfsi- töluspám hér að framan. Mik- il fjárvöntun er hjá fjárfest- ingarlánasjóðunum að óbreyttum útlánaformum. Eftir þennan lestur úr skýrsl- unni frá 23. marz s.l. er víst rétt að láta lokið. Ekki horfir byrlega, og þarf ekki fleiri orðum um það að fara. Hvað gerði svo stjórn Ölafs Jóhannessonar? Því er fljót- svarað. Endirinn var sá að rjúfa þingið, eftir að ríkisstjórnin hafði klofnað og Samtök frjálslyndra og vinstri manna höfðu sagt sig úr ríkisstjórninni, og efna til kosn- inga 30. júní n.k. Þann 23. marz s.l. sendi ríkis- stjórnin frá sér skjal Hagrann- sóknarstofnunarinnar, sem hafði að geyma sorglegar staðreyndir um efnahagsafkomu þjóðarinnar. Það er knýjandi nauðsyn sam- ræmdra ráðstafana til þess að tryggja jafnvægi í efnahagsmál- um. Nú eru nærri liðnir þrír mán- uðir, síðan þetta skjal var skrifað, og hvað hefur þá gerzt síðan? Fyrst skulum við lita nokkuð á skjalið frá 23. marz s.l. Þar segir m.a., og verð ég nú að fara fljótt yfir sögu: 1. Jafnvel án grunnkaupshækk- unar var vfst, ad verðhækk- anir á fyrri hluta ársins 1974 yrðu verulegar. 2. Við þessaraðstæðurvirtistsér staklega mikilvægt, að þess yrðu freistað að draga úr inn- lendri eftirspurn með öllum tiltækum ráðum og farið yrði með fyllstu gát við kaup- ákvarðanir þær, sem stóðu fyrir dyrum. 3. I lok fyrsta ársfjórðungs 1974 er nú séð, að þau umskipti í hagsveiflunni, sem framund- an virtust f árslok 1973, verða miklu sneggri og hastarlegri en þá var búizt við. 4. 1 fyrsta lagi er komin fram hækkun á verðlagi frystra fiskafurða i Bandarfkjunum og á fiskimjöli. 5. 1 öðru lagi virðist nú Ifkleg- ast, að hið geysiháa olfuverð- lag haldist áfram fram eftir árinu. 6. t þriðja lagi fer almennt inn- flutningsverð hækkandi. 7. Og sfðast en ekki sfzt fela hin- ir nýju kjarasamningar f sér launahækkanir langt umfram það, sem atvinnuvegirnir geta staðið undir að óbreyttu verð- lagi á afurðum þeirra. 8. Með þessum samningum er stefnt f alvarlegan halla f við- skiptum okkar við útlönd. 9. Að gerðum þessum samning- um, og að óbreyttum útlána- áformum til framkvæmda, fara þjóðarútgjöldin að öllu óbreyttu langt fram úr þvf, sem þjóðartekjur og eðlilegur innflutningur fjármagns leyf- ir. 10. Við blasir háskaleg verð- bólguþróun, sem stefnir at- vinnuöryggi, lánstrausti þjóð- arinnar erlendis og hagvexti f framtfðinni f hættu. 11. Hér er um svo mikla hækkun að ræða, að ný og kröpp verð- bólgualda hlýtur að rfsa f kjölfarið. 12. Hagstofan hefurgert lauslega áætlun um hækkun verðlags fram til 1. maí n.k. og þar með um væntanlega hækkun K- vfsitölunnar 1. júnf n.k. Niðurstaðan er rúmlega 17% hækkun framfærsluvfsitölu en rúmlega 13% hækkun K- vísitölu. 13. Sú hækkun heildarkaupmátt- ar, sem að er stefnt með grunnlaunahækkunum þeim, sem ákveðnar hafa verið á hinum almenna vinnumark- aði á undanförnum vikum, ásamt gildandi vfsitöluákvæð- um, hlýtur að teljast óraun- hæf með öllu, og fær ekki staðizt til frambúðar. 14. Þessi hækkun ásamt Ifklegri hækkun farmgjalda veldur um 620 milljón króna tekju- missi hjá frystihúsunum á heilu ári. 15. Þannig blasir við stórfelldur hallarekstur frystiiðnaðarins. 16. Sé reiknað með kaupgreiðslu- vísitöluhækkun fram til 1. september og kostnaðaráhrif- um hennar til viðbótar, stefn- ir tapið að óbreyttu gengi að tvöfalt hærri tölu eða 20%—22% af heildartekjum. Gæti það nálgazt 3 þús. milljónir eða meira. 17. Má ætla, að þrjú til fjögur hundruð milljón króna skorti á hallalausan rekstur þorsk- veiði bátaflotans að óbreyttu fiskverði. 18. Rekstrarhalli togaraflotans gæti numið allt að þúsund milljónum króna á ársgrund- velli miðað við rekstrarskil- yrði f september n.k. 19. Utflutningsframleiðsla fyrir- tækja f prjóna- og fataiðnaði og skinnaiðnaði átti örðugt uppdráttar á árinu 1973 og stóð mjög höllum fæti f árs- lok. 20. Varla cr of fast að orði kveðið, þótt ástandið framundan sé nefnt: Hættuástand. 21. Niðurstöður voru svo þessar: Allt ber að sama brunni. Þjóð- arútgjöldin stefna langt fram úr framleiðslugetu á þessu ári. Þetta misræmi kemur vfða fram f hagkerfinu og f ýmsum myndum. Fjárhagsað- staða rfkissjóðs er engan veginn nógu traust, og hætt er við verulegum halla á rfkis- rekstrinum. Rekstrarhalli og fjárvöntun kemur fram hjá mörgum opinberum fyrir- En hvað hefur verið gjört til þess að rétta við? Það hafa verið gefin út ein bráðabirgðalög sem almenningur brosir að og lítur á sem hégóma en ekki alvöru. Verð á kartöflum er greitt niður í 9 krónur á sama tíma og einn eld- spýtustokkur kostar á veitinga- stað 10 krónur! Og hvernig horfir í dag? Litum á dæmið: Síðustu fréttir, 15. júni, eru um fjögur þúsund milljóna króna yfirdráttarskuldir viðskipta- banka, nær sex þúsund milljóna fjárskort sjóðanna, þrjú þúsund og þrjú hundruð milljóna greiðsluhaila rikissjóðs. Við skuldum Rússum 1500—2000 milljónir króna! Samtimis þessu heyrum við óbótaskammir á milli stjórnar- flokkanna, framsóknarmanna og kommúnista. Framsóknarmenn eru farnir að kalla kommúnistana kommúnista en ekki Alþýðu- bandalag lengur, og hver vantrúir öðrum algerlega. Við þetta er látið sitja og annað verra, sem ei skal talið nú, en dagarnir líða og nær dregur 30. júni. Þá tekur þessi hörmungarsaga loksins enda. Gísli Ág. Gunnlaugsson skrifar frá Bretlandi: Stéttaskipting í Bretlandi Norwich 6.6 '74 ÞAÐ sem að llkindum kemur fs- lendingum hvað undarlegast fyrir sjónir, við nánari kynni af brezku þjóðfélagi, er hin geigvænlega og fastmótaða stéttaskipting þess Ekki er svo að skilja, að stétta- skipting sé nýr þáttur I brezkri þjóðfélagsgerð, þvert á móti hefur hún þar um aldir bundið I viðjar sínar öll mannleg samskipti, mótað og þrengt rlkjandi hegð- unar- og samskiptasnið. Þrátt fyrir að flestir hafi heyrt brezkrar stéttaskiptingar getið, eða hafi haft af henni óbein kynni, fer ekki hjá þvf, að hún valdi manni við nánari kynni hvoru- tveggja ugg og undrun. Það má segja, að brezk stéttaskipting I núverandi mynd sinni eigi rætur I þeirri ummótun þjóðfélagshátta, er hvorutveggja grundvölluðu og urðu afleiðing Iðnbyltingarinnar miklu. Tilurð nýrra þjóðfélags hópa, svo sem verkalýðsstéttar og sterkrar borgarastéttar, varð afl- vaki reginbreytinga á brezkri þjóð- félagsgerð. Á þessum tíma taka að mótast þeir þrír félagshópar, sem síðan hafa grundvallað brezka stéttaskiptingu, þ.e. hástétt, mið- stétt og lágstétt, þrátt fyrir að þá hafi þeir verið rúmari, óljósari og skort mörg þeirra sérkenna, sem I dag einkenna og ákvarða viðkom- andi hópa. Jafnhliða því að iðn- væðing og þróun nýrra atvinnu- hátta varð örari og fastari f sessi, þróaðist hin nýja þjóðfélagsgerð og stéttaskipting tók á sig þá mynd, sem einkennir hana ! dag. EINKENNI STÉTTASKIPTINGAR En hver eru þá einkenni brezkr- ar stéttaskiptingar? Þetta er yfir- gripsmeiri spurning en f fljótu bragði kann að virðast. Og vfst er, að henni verður ekki fundið við- hlýtandi svar f stuttu bréfkorni sem þessu. Þó má í stuttu máli draga fram þá meginþætti, er valda slfkri skiptingu manna f félagshópa. og gaumgæfa nokkuð afleiðingu og verkun þessarar skiptingar. Svo sterkmótuð stéttskipting hlýtur að markast af ákaflega vlð- tækum þáttum. En þó varða þeir er þyngstir eru á metunum eink- um atriði, svo sem pólitfskt og efnahagslegt áhrifavald, menntun, uppruna o.s.frv. Þetta hefur f för með sér, að þjóðféiagið er ekki ýkja næmt fyrir miklum breytingum, og fluttningur á milli stétta hefur því allt fram til þessa verið næsta óverulegur. Þessu valda ýmsir þættir, sem löngum hafa einkennt brezkt samfélag. Börn fara iðulega til starfa f svipuðum eða sömu greinum atvinnulífsins og foreldrar þeirra. Búseta ber og ósjaldan merki at- vinnu heimilisföður. Þannig vaxa upp íbúðarhverfi, sem að mestu eru byggð fólki af sömu stétt og úr svipuðum atvinnugreinum. Börnin ganga i skóla hverfisins og alast upp f þv! andrúmslofti, sem rfkir f hverfinu, tileinka sér þau viðhorf og það gildismat, sem þar er rfkj- andi. Þá kemur hér vafalaust við sögu hinn mikli munur á talmáli manna ! Bretlandi. Ekki er það einungis. að mikill framburðar- og mállýzkumunur er á ensku eftir landfræðilegri legu. Jafnframt er mikill munur á málfari manna eftir stéttum. Þessi staðreynd vill gjarnan verða til þess, að gera börnum lágstéttarfólks skóla námið örðugra en ella, þar eð kennslan fer fram á máli, sem oft er næsta ólfkt þv! talmáli er þeim er tamt. Afleiðing þessa er sú, að börnin dragast aftur úr og yfirgefa skóla að jafnaði fyrr, en jafnaldrar þeirra af öðrum stéttauppruna, og standa þvf ekki jafnfætis þeim hvað atvinhumöguleika varðar. ÞRÍR MEGINFLOKKAR Að vfsu hefur brezk stéttaskípt- ing mun flóknari gerð en lyst hefur verið hér að framan. Hún er á engan hátt bundin við þá þrjá meginflokka, sem áður var minnst á, þ.e. hástétt, miðstétt og lág- stétt. Hver þessara hópa um sig er klofinn niður f smærri undirflokka og einingar, sem of langt yrði að rekja nánar. í heild setur þessi skipting manna f stéttir mark sitt á alla skoðanamyndum Breta og viðhorf. Hún kemur fram með mis- munandi móti á flestum sviðum þjóðfélagsins og mótar gjarnan þá félagslegu- og pólitfsku strauma. sem innan þess rfkja á hverjum tfma. En það sem ef til vifl kemur öðru fremur á óvart, er hversu vel Bretar virðast una þessari skipan mála. Tiltölulega Iftil viðleitni virðist rfkja innan þjóðfélagsins, til að breyta eða segja skilið við þá þjóðfélagsskipan, er dregur fólk f dilka eins og fé ! rétt. Og þegar slík viðhorf koma fram, eru þau einatt af vörum annarra, en þeirra þegna samfélagsins, er mestan hag ættu að hafa af slfkri breyt- ingu. Bretar virðast f reynd álfta stéttaskiptingu af þessu tagi sjálf- sagða og eðlilega. Svo sterklega er hún ofin ! brezka þjóðfélags- gerð, að Bretar sætta sig við. að samskipti við annað fólk og fram- tfðarmöguleikar barna þeirra innan þjóðfélagsins séu nátengdir og takmarkist af félagslegri stöðu hvers og eins. Fólk er dæmt og dæmir aðra eftir stétt og uppruna. Jafnvel fþróttir blandast inn f þennan vef stéttaskiptingar. Þannig er Polo eindreginn hástéttarleikur, þar sem knatt- spyrna dregur til sfn fylgjendur, er einkum teljast til lágstéttar og miðstéttar. Stúdent einn sagði mér, að hann hefði gengið i einka- skóla, þar sem skólastjórinn lét drengina iðka rugby, en meinaði þeim á hinn bóginn að leika knatt- spyrnu, sem hann taldi ekki vera neinn leik fyrir „prúðmannlega" millistéttardrengi. Eins og sjá má af þv! sem þegar hefur verið sagt um eðli og gerð brezkrar stéttaskiptingar er Ijóst, að ekki eru líkur á að neinar meiri- háttar breytingar verði f þessum efnum. Slfkar breytingar mundu í raun krefjast gagngerðrar þjóð- félagsbyltingar og Bretland er ekki Ifklegur vettvangur þeirra at- burða. Stéttaskipting virðist of samofin uppruna og daglegu Iffi Breta til þess að þeir segi henni strfð á hendur. Að vfsu heyrast af og til raddir ungs fólks, einkum stúdenta, er.krefjast úrbóta f þess- um málum. En þessar raddir hljóðna fyrr en varir, er þetta sama fólk, að námi loknu, tekur til að rækja dagleg störf sín og skyld ur f þjóðfélaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.