Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 15
J MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 i Í5~ Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks sjálfstœðismanna: Leiðin til að lækka skatta Það er stefna Sjálfstæðis- flokksins að afnema tekjuskatt af almennum launatekjum manna. Það er stefna Sjálfstæðis- flokksins að lækka heildar- skattbyrðina, sem nú hvílir á einstaklingum og atvinnuveg- um. En hvernig er þetta hægt, spyrja menn. Fjárlögin verða að lækka Til þess að hægt sé að lækka skatta, þarf að lækka fjárlögin. Það þarf að draga úr útþenslu rfkisbáknsins og hinum risa- vöxnu útgjöldum rfkisins. En hvað ætlið þið Sjálfstæðis- menn að lækka, segja stjórnar- sinnar. Það er auðvelt að benda á fjölmarga einstaka útgjaldaliði, sem má lækka. En fyrst þarf að móta meginstefnuna og ákveða vinnubrögðin til þess að ná markinu. Fjárlögin taka nú langtum stærri hlut af þjóðarframleiðsl- unni en áður hefur þekkzt. Á tímum viðreisnar voru útgjöld fjárlaga yfirleitt innan við 20% af heildarframleiðslu þjóðar- innar, en nú um 30%. Þannig er allt of hár skammtur tekinn til ríkissjóðs. Þessi er aðalorsök hinnar óhóflegu skattheimtu. Akveða hámark fjárlaga Fyrst þarf að ákveða há- mark,- þak,- fyrir útgjöldin. Al- þingi og stjórn ákveði fyrir- fram, að fjárlögin f heild megi ekki fara fram úr tilteknum hundraðshluta af þjóðartekjun- um eða tiltekinni upphæð. Þetta er sú upphæð, sem rfkið vill taka f skatta, þetta er sú upphæð, sem er til ráðstöfunar en meira ekki. Innan þess ramma verða fjármálaráðu- neyti og fjárveitinganefnd að ráða útgjöldum I fjárlagafrum- varpið, sem Alþingi afgreiðir síðan endanlega. Það verður erfitt verk og við- kvæmt að framkvæma slfkan uppskurð og lækna meinið. En hjá þvf verður ekki komizt. Verðbólgustefna stjórnarinnar er þegar farin að reka sig óþyrmilega á. Arið 1972 var samþykkt vegaáætlun fyrir næstu ár. Nú verður ríkis- stjórnin sjálf að skera niður áður ákveðnar vegafram- kvæmdir í ár um 900 milljónir, vegna fjárskortsogtilkostnaðar, en kostnaður við vegagerð hef- ur tvöfaldazt á tveimur árum. Fella niður fjölskyldubætur hátekjumanna Vfða má grípa niður í ríkis- rekstrinum og draga úr útgjöld- um. Fáein dæmi skulu nefnd. Fjölskyldubætur eru nauð- synlegar til handa barnafólki með lágar eða miðlungstekjur. En það er ástæðulaust að greiða fjölskyldubætur til hátekju- manna. Þær mætti spara rfkis- sjóði stórar fúlgur. Leggja niður eða sameina stofnanir Sumar rfkisstofnanir má að skaðlausu leggja niður, sam- eina aðrar og draga úr starf- semi þeirra. Allt slíkt á að gera að undangenginni könnun. Áður fyrr störfuðu Tóbaks- einkasala rfkisins og Áfengis- verzlunin hvor í sfnu lagi. Við- reisnarstjórnin lét fara fram nákvæma könnun á því, hvort ekki væri rétt að sameina þess- ar tvær stofnanir. Rannsóknin leiddi í ljós, að verulegt fé mundi sparast við það. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir, var sameining þeirra lögfest, og hefur sú ráðstöfun sparað ríkis- stjóði tugi milljóna. Til samanburðar má nefna frumvarp vinstri stjórnarinnar um að sameina (Jtvegsbankann og Búnaðarbankann. Engar at- huganir höfðu farið fram á þvf, hvaða sparnað mundi af því leiða, og ráðherra gat engar upplýsingar um það gefið. Kunnugir menn töldu jafnvel, að reksturskostnaður kynni að aukast við sameininguna. Þann- ig á ekki að vinna að undirbún- ingi mála. En mestur sparnaður yrði af þvf að draga úr þenslunni, sem spennir upp alla tilkostnað og gerir allar framkvæmdir dýrari en þyrfti að vera. Með því að hamla gegn verðbólgunni og koma á jafnvægi í efnahagslíf- inu verða framkvæmdir ódýrari og taka skemmri tíma. Það þarf að lækka útgjöld fjárlaganna. Það þarf að minnka skatt- byrðina f hcild. Það þarf að afnema skatta af almennum launatekjum. Volkswagen - Passat - K70 - og Audi-eigendur Eigendum Volkswagen, Passat, K70 og Audi er bent á að bifreiðaverkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 13. ágúst. Þó mun deild sú, er framkvæmir skoðanir og eftirlit á nýafgreiddum bifreiðum vera opin með venjulega þjónustu. Reynt verður að sinna bráðnauðsynlegum minniháttar viðgerðum. Ennfremur er viðskiptavinum okkar bent á að umboðsverkstæði okkar, Vagninn, Borgarholtsbraut 69, Kópavogi, Sími 42285, rekur alhliða Volkswagen-þjónustu. Smurstöð okkar mun starfa á venjulegan hátt. Laugavegi 170—172 — Simi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.