Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 38

Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 A Borgfirðingar Mýramenn Baráttuhátið verður í Borgar- nesbiói föstudagskvöldið 28. júní. Ávörp: Jón Sigurðsson, Ófeigur Gestsson, og Árni Emilsson. Ómar Ragnarsson skemmtir. Hljómsveitin Nafnið leikur fyrir dansi. F.U.S. Mýrasýsla. Vestfjarðarkjördæmi Flateyri D-listinn efnir til almenns stjórnmálafundar í samkomuhúsinu á Flateyri fimmtudaginn 27. júní n.k. kl. 20.30. Ræður og stutt ávörp flytja Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrrv. alþingism., Sævar Guðjónsson form. Neista FUS, I V-Barð., Sigurður Grimsson, ísafirði, Jens Kristmannsson bæjarfulltrúi ísafirði, Pétur Sigurðsson fyrrv. alþingismaður Reykjavík, Guðmundur Agnarsson skrifst.m. Bolungarvik, Sigurður Guðmundsson, símstjóri Bildudal, Kristján Kristjánsson tæknifr. ísafirði. Fundarstjóri verður Einar Oddur Kristjánsson framkv.stj. Flateyri. Fjölmennið á fundinn og eflið sókn sjálfstæðismanna til sigurs ísafjörður D-listinn efnir til almenns stjórnmálafundar í Sjálfstæðishúsinu 27. júni kl. 20.30. Ræður og stutt ávörp flytja Geir Hallgrimsson form. Sjálfstæðisflokks- ins, Matthias Bjarnason fyrrv. alþingismaður, Guðmundur B. Jónsson vélsmiðameistari Bolungarvík, Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur, Jó- hannes Árnason sýslumaður Patreksfirði, Högni Þórðarson útibússtjóri ísafirði, Ólafur Kristjánsson skólastjóri Bolungarvik. Fundarstjóri verður Jón Páll Halldórsson framkv.stjóri (safirði. Fjölmennið á fundinn og eflið sókn sjálfstæðismanna til sigurs. Vestfjarðakjördæmi Hólmavík D-listinn efnir til almenns stjórnmálafundar i félagsheimilinu Hólmavik laugardaginn 29. júní n.k. kl. 4 e.h. Ræður og stutt ávörp flytja Matthias Bjarnason fyrrv. alþingismaður, Þorvaldur Garðar Kristjánsson fyrrv. alþingismaður, Ingi Garðar Sigurðsson tilraunastjóri Reykhólum, Jóhanna Helgadóttir húsfrú Prestbakka, Sveinn Guðmundsson bóndi Miðhúsum, Reykhólasveit, Sjöfn Ásbjörnsdóttir kennari Hólmavik, Guðmundur H. Ingólfsson, bæjarfulltrúi ísafirði. Fundarstjóri verður Kristján Jónsson simstjóri Hólmavik. Fjölmennið á fundínn og eflið sókn sjálfstæðismanna til sigurs. Blönduós — Húnvetningar Almennur stjórnmálafundur verður i félagsheimilinu Blönduósi, föstu- daginn 28. júni kl. 21. Ræðumenn verða Gunnar Thoroddsen, Pálmi Jónsson og Friðrik Sophusson. s.u.s. Kópavogur Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi er boðað til fundar fimmtu- daginn 27. jún! kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu við Borgarholtsbraut. Fundarefni: Alþingiskosningar Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi koma á fundinn. STJÓRNIN. Keflavík skrifstofa sjálfstæðisflokksins, í Sjálfstæðishúsinu er opin daglega frá kl. 14 — 1 8 og 20 — 22, siminn er 2021. Stuðningsfólk hafi samband við skrifstofuna simleiðis, eða komið i sjálfstæðishúsið. Kosningahátíð D-listans Sjálfstæðisflokkurinn i Hveragerði gengst fyrir kosningahátið i Hótel Hveragerði föstudaginn 28. júni kl. 20.30. Dagskrá: Tizkusýning. Módelsamtökin i Reykjavik sýna nýjustu sumar- tizku. Ómar Ragnarsson skemmtir. Frambjóðendur D-listans á Suðurlandi flytja ávörp. Jón Tryggvason leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. D-listinn Reykjaneskjördæmi Upplýsingasimar á kjördag: Garða og Bessastaðahreppur: 42739. Gerðahreppur: 92-71 24. Grindavíkurhreppur: 92-8148. Hafnarfjörður: bilasimar 50228 og 53727, kosningastjórn 53725, kjörskrá og starfsfólk 53726. Hafnarhreppur: Jósep Borgarson 92-6907 Keflavík: bilasimi 92-3050, upplýsingasimi 92-3051. Kjalarneshreppur: Jón Ólafsson Brautarholti. Kjósahreppur: Oddur Andrésson Neðra Hálsi. Kópavogur: bilasimar 40708 og 43725. Miðneshreppur: Óskar Guðjónsson 92-7557. Mosfellshreppur: 91-66401. Njarðvíkurhreppur: 92-3025. Seltjarnarnes: 28187. Vatnsleysustrandarhreppur: 92-6560. Kosningastjórn kjördæmisins 52576. kosninga sjóður Kosningar eru ný afstaðnar. Nýjar kosningar eru framundan. Sjálf- stæðisflokkurinn þarf á miklu fé að halda til að standa straum af kostn- aði við kosningarnar. Því leitar flokk- urinn til stuðningsfólks síns um fjár- framlög til baráttunnar. Þeirsem vilja leggja eitthvað af mörkum, eru vin- samlega beðnir að snúa sér til skrif- stofu flokksins, Laufásvegi 46, sími 17100, en þar er framlögum veitt móttaka. Bændur Er nauðsynlegt að kaupa hey-yfirbreiðslur ár- lega? Við höfum hey-yfirbreiðslur, sem hafa flesta eiginleika striga, nema þær fúna ekki. Pokagerdin Batdur. Sími 99-32 13, Stokkseyri. D Utankjörstaða kosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Laufásvegi 47. Símar: 26627, 22489, 17807, 26404. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstof- una vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Hafnarbúð- um alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Páll V. Daníels- son skrifar frá Hafnarfirði Mannréttindi viljum við öll hafa. 1 þvf efni er kosningarétt- urinn dýrmætur. Hann skapar okkur möguleika til þess að hafa áhrif á uppbyggingu og skipulag þjóðfélags okkar, hvernig hin ýmsu veigamiklu mál þróast og á hvaða sviði við hvert og eitt get- um haslað okkur völl. En kosningarétturinn skapar okkur einnig skyldur. Við komumst ekki hjá því að hugsa, reyna að gera okkur grein fyrir því hvað er rétt og hvað er rangt. Við verðum að velja og hafna. E.t.v. er þetta hvað erfiðast fyrir þá, sem eru nýbúnir að fá kosningarétt. Þeir hafa ekki eigin reynslu til að byggja á, þeir ganga hiklausara og ógætilegar en þeir, sem á langri lífsleið hafa rekið sig á sitt af hverju og lært hvað varast ber. Ekki er þó nein sanngirni í því að ætlast til þess, að ungt fólk feti í fótspor feðra sinna og mæðra, enda þótt það læri margt af reynslu annarra. Það yrði allt of mikil kyrrstaða. Áhættu verður að taka af því að fara nýjar leiðir, reyna nýjar aðferðir f stjórnunar- málum sem öðrum. Einum hornsteini megum við þó ekki raska, en það er frelsi og sjálfstæði einstaklings og þjóðar. Glatist frelsið þá lokast allar leið- ir til þeirrar hamingju, sem við leitum að hvert og eitt. í þessu efni erum við öll á sama báti, þar skilur hvorki aldur né reynsla því um blákaldar staðreyndir er að ræða. En varðandi frelsi og sjálfstæði lands og þjóðar reynir hvað mest á, þegar við erum að velja og hafna í kosningum. Stjórnarmála- flokkar, sem flátt hugsa í þessu efni, setja ýmis góð og þjóðholl mál á oddinn til að afla sér kjör- fylgis. Þegar þeir svo hafa náð áhrifum þá beita þeir valdinu til þess að hefta þjóð sína í fjötra ófrelsis. Og alla jafna reyna þess- ir aðilar að fá ungt fólk í lið með sér í þeirri von, að það hafi ekki næga yfirsýn til að sjá í gegnum blekkingarvefinn. Ein leið þessara flokka er að vinna markvist að því að skapa kynslóðabil, ekki aðeins að etja stétt gegn stétt heldur og kynslóð gegn kynslóð. Aukið miðstjórnar- vald getur verið árangursríkt til að ná þessu marki. Það er því fagnaðarefni, að sú alda er að rísa, og þá ekki sízt meðal ungs fólks, að nauðsynlegt sé að flytja valdið frá ríkinu aftur og til landsbyggðarinnar og einstak- linganna. I því efni fer þrumu- rödd æskunnar saman við sjálf- stæðisstefnuna og sú þrumurödd boðar sannarlega bjartari framtíð og aukna hamingju til handa hverju landsins barni. Páll V. Danfelsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.