Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 Rekstrarferð Smásaga eftir Líneyju Jóhannesdóttur „Ég er viss um að hún hefir drepizt úr pest og pabbi á hana ekki. Hún er áreiðanlega dauð fyrir löngu, fyrir löngu, löngu.“ Hrafnarnir hoppuðu og krunkuðu lágt, eins og þeir væru að segja hvor öðrum leyndarmál, en ég missti alla löngun til að blása frekar í glæður hræðslunnar, því upp úr öðru leirflagi sá ég standa langar víðirætur. „Gangtu eftir fénu,“ sagði ég og hljóp til. Ég náði tveim rótum, dró af þeim börkinn og veifaði hvítum keyrunum, svo söng í loftinu. Alltaf var gott að hafa eitthvað í hendinni. Systir mín hafði ekki gert eins og hún lofaði mér. Ég sá, hvar hún stóð grafkyrr og horfði á eitthvað. Ekkert alvarlegt gat verið á seyði, því hún brosti út undir eyru. Þegar ég nálgaðist gaf hún mér merki um að þegja. Reksturinn var farinn að bíta út í móum, mér leizt ekki á blikuna, en forvitnin náði yfirhöndinni, svo ég lét hann eiga sig. Rétt hjá systur minni var hópur af næstum alhvít- um rjúpum. Þær hlupu fram og aftur í þúfna- Þessi svín sem merkt eru bókstöfunum A B C D virðast í fljótu bragði öll vera eins, en þessu er þó ekki þannig varið, — eitt €r pínulítið öðruvísi en hinþrjú. (q J9 PI-ibas ) skorningunum og virtust öryggar um, að jörðin feldi þær enn þá. Aldrei á ævi okkar höfðum við séð svona gæfar rjúpur. „Údd, údd,“ sögðu þær mjúkraddað og augnagot þeirra gagntóku okkur alveg. „Ég er alveg viss um að við gætum rekið þær líka, heldurðu að það væri ekki gaman?“ sagði systir mín og beið brosmild eftir svari. Þetta var snjöll hugmynd, en einhvern veginn gat ég ekki verið á sama máli, heldur espaði mig upp á móti henni. „Ertu sjóðandi band- hringlandi, þetta sem er jólamaturinn okkar,“ sagði ég. Um leið og ég sleppti orðinu, sá ég eftir því. Systir mín varð mjóróma og skjálfrödduð. „Hver heldurðu, að gæti fengið af sér að drepa þær? — þetta er mamma með unga.“ Ég gat ekki snúið við blaðinu undireins.svo ég spýtti um tönn. “Ég gæti drepið þær og svo étur þú þær og við öll.“ Klökk og sannfærandi svaraði hún: „Ég ét þær aldrei, aldrei.“ Ég leit undan og sótti í mig veðrið. „Hefði ég byssu skyldi ég skjóta þær allar eins og ekkert væri.“ Þarna var ég í ljótum leik, því systir mín gat varla tára bundizt. Samt vildi ég ganga af hólmi með sigurinn, svo ég sagði eins háðslega og ég gat: „Veiztu ekki, að það étur enginn rjúpur á jólunum, hver heldurðu, að vilji skipta á þeim og hangikjöti?" Andlit systur minnar varð aftur brosmilt, úr þvf rjúpurnar voru óhultar, var stríðnin fyrirgefin. Þegar fuglarnir gripu til vængjanna, vöknuðum við upp við vondan draum, — reksturinn var ger- samlega horfinn. Fyrst féllust okkur hendur. Sjálfir hálsarnir framundan, og féð gat hafa rásað og Guð vissi hvert. Girðingin okkar hlaut að vera stutt frá. Aðalhálsarnir byrjuðú fyrst hinum megin við hana, hafði pabbi sagt. Systir mín starði á mig og trúnaðar- traustið skein út úr henni, það var heldur ekki snefill eftir af þeim strák, sem stríddi henni fyrir augnabliki síðan. Ég skipaði strax fyrir verkum, því nú voru góð ráð dýr. Hún átti að leita milli lægri ásanna, meðan ég ætlaði að komast upp á hæsta ásinn í hinni áttinni. Við biðum ekki boðanna. „Veifaðu til mín, ef þú sérð þær,“ kallaði ég og hljóp af stað. cJVonni ogcTYfanni Við hóuðum aftur. Fyrst lieyrðum við bergmálið í fjarska og síðan ein- liver hljóð frá hæðunum í kring. .,Hvað getur þetta verið?“ hvíslaði Manni. „Það veit ég ekki“, svaraði ég. „Ætli það hafi ekki verið refir eða kindur eða fnglar, sem við höfum vak- ið?“ Þegar við hóuðum í þriðja sinn, heyrðum við dimmt og langt öskur, fyrst eitt og svo annað. Það fyrra var langt í burtu, en hitt skammt frá. Nú var okkur nóg boðið. Við hóuðum ekki oftar. Við kærðum okkur ekki um meira af slíku. Það fór hrollur um okkur. Það var eins og leynd- ardómar næturinnar væru á sveimi allt í kringum okkur. Við fórum inn í hellinn aftur og byrgðum hann vel og vandlega. Síðan lögðumst við fyrir aftur. Og nú sváfum við í einum dúr til morguns. Ég vaknaði á undan við eitthvert þrusk skammt frá eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi En ég hafði sofið fast og var lengi að vakna. Loksins opnaði ég augun. Þá var orðið albjart í hellinum. Sólskinið streymdi niður um opið á þakhvelfingunni. Á gólfinu brann eldur, og við eldinn sat Haraldur og sneri baki að okkur. Á steinborðinu lá heill hlaði af smurðu brauði, og þar hjá stóðu tveir tinbollar. Á járnteininn í veggn- um var aftur komið stórt kjötstykki. Ég var steinhissa á þessu öllu saman. — Nú settist ég upp og ýtti við Manna litla til þess að vekja hann. Hann teygði úr sér, opnaði augun og leit í kringum sig. Hann var viðutan til að byrja með. Nú leit Haraldur til okkar og sagði brosandi: mer. „Góðan daginn, útilegumenn. Hafið þið sofið vel í nótt?“ „Já“, svöruðinn við. „Hefurðu komið heim til okkar? Og liittirðu hana mömmu?“ spurði Manni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.