Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBI AÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1974 ÓTVÍRÆÐ TRA USTSYFIR- LÝSING OG HVATNING SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er óumdeilanlegur sigurvegari kosninganna f fyrradag, bætir virt sig fylgi í öllum kjördæmum og bætir við sig þingmönnum. í tilefni úrslitanna sneri Morgunblaðið sér til efstu manna Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmunum og spurði þá álits á útkomunni: Reykjanes: 50% atkvæða- aukning Mest er fylgisaukning Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi og var Matthlas A. Mathiesen, efsti maður fiokks- ins á iistanum þar, að vonum hýr I bragði, þegar Morgun- blaðið hafði samhand við hann f gær: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið stórsigur í þessum kosn- ingum, aukið fylgi sitt í öllum kjördæmum landsins og bætt við sig þingmönnum," sagði hann. „Hér i Reykjaneskjör- dæmi hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn 9751 atkvæði eða rúm 47,1% af gildum atkvæðum. I síðustu alþingiskosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 6492 eða 36,4% og hefur því aukið fylgi sitt nú um 3529 at- kvæði eða rúmlega 50%, og bætt við sig einum þingmanni. Urslit kosninganna eru ótví- ræð traustsyfirlýsing á stefnu Sjálfstæðisflokksins og þá mál- efnabaráttu, sem þingmenn flokksins hafa háð á liðnu kjör- tfmabili. Um leið og þjóðin hefur hafnað núverandi vinstri stjórn, sýna úrslit kosninganna, að stór hluti hennar treystir Sjálfstæðisflokknum til þess að fara með forustu og takast á við aðsteðjandi efnahagsvanda og móta stefnu þjóðarinnar í öryggis- og utanríkismálum. Við sjálfstæðismenn í Reykja- neskjördæmi erum þakklátir öllum þeim mikla fjölda fólks, sem veitti okkur stuðning I kosningunum. Við þökkum þeim mörgu, sem lögðu á sig mikla vinnu, þar á meðal sjálf- stæðisfólki I öðrum kjördæm- um, sem veitti góða aðstoð við utankjörstaða atkvæðagreiðslu. Hinn mikli sigur Sjálfstæðis- flokksins er forustumönnum hans I senn mikilsverð trausts- yfirlýsing og hvatning." Vesturland: Straumur ungs fólks „VIÐ Sjálfstæðismenn hér er- um að sjálfsögðu ánægðir með þann árangur, sem Sjálfstæðis- flokkurinn náði,“ sagði Jón Árnason, efsti maður flokksins í Vesturlandskjördæmi, „þótt við hefðum óskað þess, að sig- urinn yrði enn meiri. Við urð- um greinilega vör við það hér við kosningaundirbúninginn og í sjálfum kosningunum, að straumur unga fólksins til Sjálfstæðisflokksins er mjög sterkur. Ég er hins vegar ekki í neinum vafa um það, að ef vinstri stjórnin hefði setið, þó ekki væri nema nokkrum mán- uðum lengur, þannig að þjóðin hefði kynnzt því betur í hve miklar ógöngur stjórnin hefur leitt hana í, þá hefði verið um algjört hrun að ræða hjá stjórn- arfIokkunum.“ Jón kvaðst að endingu vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim mörgu, sem hjálpuðust að í Vesturlandskjördæmi við að ná þeim árangri í kosningun- um, sem raun ber vitni. Vestfirðir: 20% aukn- ing atkvæða MATTHlAS Bjarnason, efsti maður á iista Sjálfstæðisflokks- ins f Vestf jarðarkjördæmi, hafði eftirfarandi að segja, þeg- ar Mbl. leitaði álits hans á úr- slitum kosninganna: „Urslit alþingiskosninganna hér I Vestfjarðakjördæmi eru okkur sjálfstæðismönnum mik- ið fagnaðarefni. Við höfum aukið atkvæðamagn okkar frá síðustu kosningum um 20%, eða úr 1499 atkvæðum í 1798, og á sama tíma hefur Fram- sóknarflokkurinn tapað mjög verulega fylgi, að ógleymdum Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, sem hafa tapað 519 atkvæðum, — eins og við var búist. Mér er efst í huga að þakka þeim mörgu og góðu flokks- mönnum um allt kjördæmið og kjósendum okkar fyrir stuðn- ing, góða vinnu og ágætt sam- starf, og sömuleiðis er mér ofar- lega í huga sú ágæta samvinna, sem hefur verið á milli okkar sem skipuðu D-Iistann, að vinna sem bezt í þessum kosningum. I heild er ég mjög ánægður með úrslitin fyrir okkar flokk. Hann er óneitanlega ánægjulegur sá mikli sigur sem Sjálfstæðis- flokkurinn vann í höfuðborg- inni og sömuleiðis i Reykjanes- kjördæmi, og er það mikil ánægja að fá tvo kjördæma- kosna menn til viðbótar í þess- um kjördæmum. Þá vil ég einnig þakka því fólki sem vann hjá flokknum á kosningaskrifstofum, bæði á tsafirði og annars staðar. Sömu- leiðis var málgagn okkar, Vest- urland, okkur mikils virði, og síðast en ekki sízt var það okk- ur ómetanleg hjálp, hve vel Morgunblaðið fjallaði um mál- efni kjördæmisins, og ég get ekki látið ósagt, að mér og flokksmönnum mínum mínum hér vestra líkaði mjög vel mál- efnaleg barátta Morgunblaðs- ins og ber okkur að þakka blað- inu það ómetanlega framlag." Austurland: Fólk trúði, að Sjálfstæðis- flokkurinn kæmi til skjalanna SVERRIR Hermannsson þing- maður Sjálfstæðisflokksins I Austurlandskjördæmi sagði, að það lægi Ijóst fyrir, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri sigur- vegari kosninganna, en sigur- inn væri þó ekki eins stór og efni hefðu staðið til. „Hér kom tvennt til,“ sagði Sverrir, „með undirskrift sinni undir Varið land, trúði fólk því, að það væri búið að afgreiða varnarmálin, og hafði því ekki áhyggjur af þeim málum. I öðru lagi trúði það því, að Sjálf- stæðisflokkurinn kæmi til skjalanna eftir kosningar og bjargaði efnahagsmálunum. En það, sem skipti sköpum í kosn- ingunum, er, að nú verður breytt um stefnu." Þá sagði Sverrir, að Sjálf- stæðismenn hefðu fengið ágæt- is framgang á Austurlandi og bæri að þakka þá vinnu, sem menn hefðu lagt fram þar. Lúð- vík Jósepsson hefði sett niður f þessum kosningum og Fram- sóknarmenn hefðu bjargað sér á hræðslunni. Norðurland eystra: Hlutfallstala hærri en um árabil JÓN G. Sólnes, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins f Norðurlandskjördæmi eystra, hafði eftirfarandi að segja um kosningaúrslitin: „Persónulega er ég ekki alls kostar ánægður með þessi úr- slit. Ég taldi mig hafa ástæðu til að ætla eftir sveitarstjórna- kosningarnar hér í kjördæm- inu, að útkoma flokksins yrði mun betri. En það virðist vera eins og Framsóknarflokknum hafi tekizt að bræða saman þann klofning, sem um var að Framhald á bls. 39 Morgunblaðið e c leitaöi i gœr a/its forijstumanna s tjö rn ni á la flo k kan n a á úrslitum „HELDUR HEFÐI ÉG NÚ VILJAÐ HAFA ÞAÐ MEIRA” r — segir Olafur Jóhannesson um fylgi Framsóknarflokksins „O, við lifum þetta svona af,“ svaraði Ölafur Jóhannesson, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hann f gærdag og spurði hann, hvernig Fram- sóknarmenn yndu úrslitum al- þingiskosninganna. Hann var þá spurður að þvf, hvort flokk- ur hans hefði fengið svipað at- kvæðamagn og hann átti von á og hann svaraði að bragði: „Nei, heldur hefði ég nú viljað hafa það meira.“ — Hvað kom þér mest á óvart við þessar kosningar? „Mér kemur nú mest á óvart fylgisaukning Sjálfstæðis- flokksins — af þvf að ég tel hana ekki verðskuldaða." — En er útkoma Alþýðu- flokksins svipuð og þú áttir von á? „Já, ég bjóst alltaf við þessu hjá þeim.“ — Eru Samtökin kannski lfka svipuð þvf og þú bjóst við? „Já — og þó, ég átti kannski von á þvf, að þau myndu alveg falla út.“ — Og hver verður svo fram- vindan, hvern telur þú lfkleg- asta háttinn á stjórnarmynd- un? „Æ, ég vil nú ekki fara að gefa forseta neina formúlu f þeim efnum, hann hefur frjáls- ar hendur um það, hvernig hann ber sig að.“ — Getum við átt von á nýrri vinstri stjórn? „Ja, það getur allt gerzt, nátt- úrulega. — En þetta ræðst þá allt á næstu dögum eða vikum? „Já, en það er ekki ólfklegt, að það geti tekið einhvern tfma að setja þetta saman,“ sagði forsætisráðherra. „Endalok Samtakanna” — segir Gylfi Þ. Gíslason formaður Alþýðuflokksins um kosningaúrslit „VIÐ ERUM ánægðir yfir þvf að hafa haldið þingsætinu f Reykjavfk, en óánægðir yfir hinu að missa þingsætið f Reykjaneskjördæmi," sagði Gylfi Þ. Gfslason, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann f gær. „Meginniðurstaða kosning- anna er auðvitað sú, að rfkis- stjórnin fékk ekki þann meiri- hluta á þingi, sem hún barðist fyrir. Aðalsigurvegari kosning- anna er Sjálfstæðisflokkurinn. Sá flokkur, sem fyrst og fremst beið ósigur, eru Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna. Er ekki ólfklegt, að þessi úrslit tákni endalok Samtakanna f reynd. Þá er það ánægjulegt við úr- slit kosninganna, að meirihluti er ekki á hinu nýja Alþingi fyrir þeim tillögum f varnar- málum, sem rfkisstjórnin hef- ur lagt fram f Washington. Stefna nýrrar rfkisstjórnar, hver svo sem hún verður, hlýt- ur þvf að verða önnur. Þá tel ég það enn fremur fagnaðarefni, að þau upplausnaröfl, sem létu mikið að sér kveða fyrir byggðakosningarnar og aftur nú f þessum kosningum, hafa ekki skorið upp svo sem þau sáðu til. Sem betur fer virðast smáflokkar og flokksbrot ekki ætla að festa rætur á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.