Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 1974 3 Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræður sigurvegari — segir Ragnar Arnalds for- maður Alþýðubandalagsins „ÞAÐ lokar enginn augunu>>> fyrir þvf, að Sjálfstæðismenn eru sigurvegarar f kosningun- um,“ sagði Ragnar Arnalds for- maður Alþýðubandalagsins f viðtali við Morgunhlaðið f gær- kvöldi, „og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur fengið allt það atkvæðamagn, sem Samtökin töpuðu f þessum kosningum. Það er ástæðan til þess, að nú er komin upp jafnteflisstaða á Alþingi.** „Ég er út af fyrir sig ánægður með árangur Alþýðubandalags- ins f þessum kosningum, þvf að það hefur bætt við sig 8% kjör- fylgi, ef miðað er víð sfðustu alþingiskosningar og bætt við sig nýju þingsæti. Þá er ég sér- staklega ánægður með það, að Alþýðubandalagið kom að manni f Norðurlandskjördæmi eystra og einnig nefni ég út- komuna á Vestfjörðum, þótt við kæmum ekki að manni þar.“ sagði Ragnar. „Þegar kosningatölur eru skoðaðar,** sagði hann, „þá er óhjákvæmilegt að virða fyrir sér kosningatölur f tvennum sfðustu kosningum til að átta sig á þróun stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað miklu fylgi f þeim kosn- ingum, og hann hlaut seinast minna fylgi en flokkurinn hafði hlotið um langt skeið. Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn unnið upp það, sem hann hefur tapað á s.l. áratug, og fylgi hans nú er svípað og það var f kosningunum 1956 og 1959. A sama hátt verður útkoman hjá Alþbl. að skoðast f ljósi þess, að flokkurinn vann mikinn sigur f seinustu kosningum og bætti við sig tveimur þingmönnum, þannig að flokkurinn er f sókn.“ Um stjórnarmyndun vildi Ragnar ekkert segja á þessu stigi málsins, sér væri skylt að hafa sem fæst orð um það mál, en kosningaúrslitin segðu sfna sögu. Samtökin hafa fariö illa út úr þessum kosningum — segir Magnús Torfi Olafsson „Það er Ijóst, að Samtökin hafa farið illa út úr þessum kosningum,“ sagði Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð- herra, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, er Mbl. innti eftir áliti hans á kosningaúrslitunum. Og hann bætti við: „En þó hafa Samtökin náð að halda þingmönnum, þvf að inn- viðir þeirra hafa reynzt sterk- ari á Vestfjörðum en annars staðar. Samtökin eru þvf enn þá eitt af stjórnmálaöflunum f landinu." — Hverjar telur þú ástæð- urnar fyrir fylgistapi Samtak- anna? _ Framhald á bls. 29. Það sýna örlög Samtakanna. Hins vegar hefur Alþýðuflokk- urinn, þrátt fyrir erfiða að- stöðu, haldið velli. Annars er skammt milli skins og skúra f stjórnmálum. Ekki eru nema sjö ár sfðan Alþýðuflokkurinn vann mikinn kosningasigur, einkum hér f Reykjavfk, fékk hér yfir 7000 atkvæði, og jók þingmannatölu sfna upp f nfu. Þetta var f kosn- ingunum 1967. Svo komu Sam tök frjálslyndra og vinstri manna til sögunnar og Alþýðu- flokkurinn missti þriðjung þingsæta sinna f sfðustu kosn- ingum. Sameiningarviðleitnin, sem sfðan hefur verið lögð áherzla á, hefur ekki reynzt flokknum til eflingar, heldur hefur þvert á móti orðið honum til tjóns. Nú virðast Samtökin vera að hverfa af stjórnmála- sviðinu, en Alþýðuflokkurinn mun nú, með tilstyrk þeirra, sem hafa gengið til liðs við hann, leggja sérstaka áherzlu á að efla starf sitt og skipulag. Þá mun styrkur hans aukast aft- ur,“ sagði Gylfi Þ. Gfslason. I viðtali f útvarpinu f gærkvöldi sagði sfðan Gylfi Þ. Gfslason, að hann teldi útkomu Alþýðu- flokksins f kosningunum ekki þess eðlis að hægt væri að túlka hana sem viljayfirlýsingu af hálfu kjósenda um, að Alþýðu- flokkurinn tæki sæti f næstu rfkisstjórn og gaf þannig til kynna, að flokkurinn myndi verða f stjórnarandstöðu næsta kjörtfmabil. Jafnframt lýsti Gylfi þvf yfir, að hann teldi eðlilegast, að sigurvegara kosn- inganna, — Sjálfstæðisflokkn- um yrði falið að gera tilraun til myndunar nýrrar stjórnar. Verður embættismanna- stjóm að leysa sjálfhelduna? Rabbað við Hannibal Valdimarsson ÞOTT Hannibal Valdimarsson drægi sig f hlé frá stjórnmála- vafstri fyrir þessar kosningar, þótti Morgunblaðinu forvitnilegt að heyra álit hans á kosningaúr- slitunum og hringdi til hans f Selárdalinn. Tekið skal fram, að endanlegar tölur fyrir landið allt lágu þá ekki fyrir, þegar þetta rabb fór fram. „Nú, mér sýnist mestar líkur á, að hér fáist ekki afgerandi hlut- föll milli stjórnar og stjórnarand- stöðu, hvað starfhæfar. þingmeiri- hluta snertir," sagði Hannibal. „Það eru þó ýmsir möguleikar opnir varðandi myndun nýrrar stjórnar — manni dettur auðvitað fyrst í hug stjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, ný vinstri stjórn með aðild Fram- sóknar, Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks kemur einnig til greina, svo er einnig þingræðis- legur möguleiki á stjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags. Þetta eru þó aðeins möguleikar og ekki nokkur leið að segja fyrir um, hvað muni taka við. Á þess- um úrslitum sýnast mér þó litlar líkur á, að út úr þeim komi nokk- ur sú heild, .sem geti ráðið við vandann sem vofir yfir. Hugsan- leg stjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna skortir til- finnanlega tengsl við verkalýðs- hreyfinguna í því skyni, ný vinstri stjórn með aðild Alþýðu- flokks hefur að vísu slík tengsl, en mér finnst sú stjórnarmyndun fremur ólíkleg." Hannibal var þá spurður að því, hvað hefði komið honum mest á óvart í sambandi við kosningaúr- slitin. „Ég get ekki sagt, að þau hafi yfirhöfuð komið mér á óvart,“ svaraði hann, „þau voru mjög á þá lund, sem ég hafði búizt við. Ég hafði einmitt fáein- um dögum fyrir kosningar hitt prófessor Ólaf Björnsson á götu og við vorum báðir á þvi, að dæm- ið yrði óafgert í þessum kosning- Framhald á bls. 29. Tap Framsóknar á Vest- fjörðum athyglisvert — segir Karvel Pálmason, eini kjör- dæmakjömi þingmaður Samtakanna KARVEL Pálmason er eini kjör- dæmakjörni þingmaður Samtak- anna, og hann er þess valdandi, að Magnús Torfi ólafsson, menntamálaráðherra, kemst nú að sem uppbótarþingmaður. Morgunblaðið átti sfmtal við Karvel vestur á Bolungarvfk og spurði hann álits á kosningaúr- slitunum. „(JRSLIT kosninganna komu mér ekki mikið á óvart,“ sagði Björn Jónsson forseti A.S.l. og þriðji maður á lista Alþýðuflokksins f Reykjavfk, og hann bætti við: „Í upphafi gerði ég mér það Ijóst, að fyrir Alþýðuflokkinn voru kosn- ingarnar barátta fyrir Iffi hans. Það var ein af ástæðunum fyrir þvf, að ég gekk í raðir Alþýðu- flokksmanna.“ Alþýðuflokkurinn vann varnar- sigur í þessum kosningum," sagði Björn enn fremur, „og ég hef trú á, að hann eigi eftir að vinna upp sitt gamla fylgi. Sjálfstæðisflokk- urinn er óumdeilanlega sigurveg- ari kosninganna, og rökrétt afleið- ing úrslitanna tel ég vera, að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn myndi stjórn sarnan." „Sjálfur tel ég, að Alþýðuflokkurinn eigi ekki að gerast aðili að ríkisstjórn, allra sízt þessari, sem ég ræddi um. Við f Alþýðuflokknum skuldum eng- um neitt og þurfum ekki að þakka neinum nema okkur sjálfum til- Karvel sagði, að fylgið, sem Samtökin hlutu I Vestfjarðakjör- dæmi hafi komið heim og saman við það, sem hann átti von á. „Við töldum okkur vita það svona nokkurn veginn, hver staða okkar væri og reiknuðum með, að það yrði einhvers staðar á þessu bili. En auðvitað kemur það mér frem- Tilraunin bar ekki árangur ÓLAFUR Ragnar Grímsson, frambjóðandi F-listans á Austur- landi og talsmaður Möðruvellinga hafði þetta að segja um kosninga- úrslitin: veru okkar. Því tel ég, að höfuð- hlutverk Alþýðuflokksins sé að standa vörð um lifskjör vinnu- stéttanna á þessum erfiðu tfmum og það er bezt gert í stjórnarand- stöðu." ur á óvart það, sem gerist hjá Samtökunum annars staðar." Karvel kvaðst engu vilja spá um framvinduna og taldi menn naumast vera farna að átta sig á því. Karvel var þá spurður að því, hvort reyndin yrði sú, að hann og Magnús Torfi mynduðu tveir þingflokk Samtakanna á Alþingi, en sem kunnugt fylgdi Karvel þeim Hannibal og Birni Jónssyni, er þeir sögðu skilið við stjórnina Framhald á bls. 29. — segir Ólafur Ragnar Grímsson „Mér finnst þessi kosningaúr- slit fyrst og fremst sýna það, að þær grundvallarlinur, sem hafa verið f íslenzku flokkakerfi lengi, hafi festst f sessi, og þær tilraun- ir, sem gerðar hafa verið til að skapa nýtt afl jafnaðar- og sam- vinnumanna, sem breytti þessum grundvelli, hafi ekki borið árang- ur.“ — Var árangur F-listans ekki lakari en þið bjuggust við? „Jú, hann var heldur lakari en ég átti von á, en þess verður að geta, að framboð F-listans var háð við mjög erfiðar kringumstæður." — Hver verður framvinda mála hjá Möðruvallahreyfingunni? „Það get ég ekkert sagt um á þessu stigi, við eigum eftir að koma saman og ræða þessi mál.“ — Hvað hyggur þú, að taki nú við í íslenzkum stjórnmálum? „Það er mjög erfitt að segja um það. I þessum kosningum hefur verið nokkur hægri sveifla, en þó ekki mjög stórvægileg, þvf þótt Sjálfstæðisflokkurinn fái þarna mikið fylgi, er það á því bili, sem flokkurinn hefur verið áður. Mér sýnist annaðhvort koma til greina nú rfkisstjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins eða að Alþýðu- flokkur gangi til núverandi stjórnarsamstarfs." Eðlileg afleiðing er stjórn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar — segir Björn Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.