Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLI 1974 19 Jan Jong- bloed Hollenzka knattspyrnuliðið Ajax hefur ákveðið að setja markvörð sinn, Heinz Stuy, á „eftirlaun“. Félagið hefur keypt Jan Jongbloed, sem er nú 33 ára að aldri — eldri en Stuy, en hefur átt stórkostlegt „come back“ með hollenzka landsliðinu I heimsmeistara- keppninni. Jongbioed var fyrst valinn I hollenzka landsliðið fyrir 12 árum, I leik gegn Danmörku, og þá kom hann inn á I 15 mfnútur. Þetta sama ár fékk hann annan landsleik, en sfð- an ekki söguna meir þar til nú. Hann var ekki einu sinni f 24 leikmanna hópnum, sem þjálfari Hollands valdi upp- haflega fyrir heimsmeistara- keppnina, og það var ekki fyrr en hinn ágæti markvörður PSV Eindhoven, Jan van Beveren, var úr sögunni vegna meiðsla sem Jan Jongbloed var kallaður til. — Ég valdi Jongbloed ekki fyrst og fremst vegna hæfi- leika hans sem markvarðar, sagði þjálfari hollenzka liðs- ins, Rinus Michels. — Miklu þyngra á metunum var það, að Jongbloed hefur einstaka hæfileika til þess að hvetja félaga sfna og halda þeim f góðu skapi. Ég setti hann inn á f leik Hollands og Argentfnu — fyrir heimsmeistaraheppn- ina, upp á von og óvon og frammistaða hans f þeim leik færði honum stöðu sem aðal- markvörður hollenzka lands- liðsins. Jan Jongbloed leikur með FC. Amsterdam og þrátt fyrir að hann sé kominn á fertugs- aldur er hann yngsti maðurinn f vörn liðsins. Framherjarnir eru hins vegar allir 19 og 20 ára. Hann er mjög ánægður með tilboðið frá Ajax og segist alla tfða hafa vonazt til að fá tækifæri með „hinum stóru". — Þvf gerði ég samninginn við FC Amsterdam þannig, að ég get fyrirvaralftið fengið mig lausan, sagði hann. Jan Jongbloed segist hafa lagt sig mjög fram við að kynn- ast markvörzlu þess markvarð- ar, sem hann ber mesta virð- ingu fyrir: Sovétmannsins Lev Jashin. — Staðsetningar hans voru frábærar og ég hef mikið af þeim lært, segir Jongbloed. Hann bætti þvf svo við, að aðeins væri einn leikmaður f heimsmeistarakcppninni núna, sem hann væri hræddur við. Sá er landi hans Johan Cruyff. — Cruyff er oft þann- ig, að hann getur algjörlega rænt mann sjálfstraustinu, sagði Jongbloed. Landsmótið ekki ein- Viðtal við Sigurð Geirdal framkvæmdastjóra UMFI FIMMTÁNDA landsmót Ung- mennafélags Islands verður hald- ið á Akranesi dagana 11.—13. júlf 1975. Þótt heilt ár sé enn til stefnu, er undirbúningur mótsins kominn f fullan gang, enda f mörg horn að lfta. Landsmót UMFl eru nú orðin einna mestu fþróttahátfðir, sem haldnar eru hérlendis, og sótt af gffurlegum f jölda þátttakenda og áhorfenda. Undirbúningur mótsins er í höndum sérstakrar nefndar og eiga í henni sæti þeir Bjarni G. Sigurðsson, Sigurður Guðmunds- son, Pálmi Gfslason, Ólafur Þórðarson, Sigmundur Hermundsson, Sigurður Geirdal og Garðar Óskarsson. Forráðamenn landsmótsins héldu fund með fréttamönnum í síðustu viku, þar sem þeir kynntu undirbúning landsmótsins og þá íþróttaaðstöðu, sem nú er verið að vinna að á Akranesi f tilefni móts- ins. Var í júnfmánuði gengið frá samkomulagi milli yfirvalda bæjarins á Akranesi og lands- mótsnefndar um aðstöðu og fyrir- komulag mótsins og ákeðið að hraða ýmsum þeim framkvæmd- um, sem Ijúka þarf fyrir lands- mót. Sigurður Geirdal, sem á sæti f landsmótsnefndinni og er fram- kvæmdastjóri UMFÍ, sagði, að öll samvinna við bæjaryfirvöld á Akranesi hefði verið til mikillar fyrirmyndar svo og hvernig staðið væri að málunum þar. — Óhætt er að segja, að þarna sé óvenju- lega skipulega unnið að málun- um, sagði Sigurður — og áhugi bæjaryfirvaldanna á mótinu greinilega mikill. Vil ég sérstak- lega nefna Gylfa ísaksson bæjar- stjóra, en allir aðilar, sem hlut eiga að máli, hafa staðið mjög vel fyrir sínu. — Iþróttasvæðið á Akranesi er mjög skemmtilegt til mótahalds eins og landsmóts, sagði Sigurður. Aðalleikvangurinn verður gras- völlur, en umhverfis hann er nú verið að byggja hlaupabraut með sex brautum. Verða þetta malar- brautir, en sem kunnugt er hafa oft verið grasbráutir á þeim völl- um, sem landsmótin hafa verið háð á, og það tvfmælalaust dregið úr árangri keppenda. Á Akranesi er svo verið að byggja mjög stórt og veglegt íþróttahús, sem verður notað á landsmótinu. Þar verður öll búningsaðstaða svo og rými fyrir skemmtanahald og sýningar. Eina aðstaðan, sem UMFÍ þarf að koma upp á Akranesi f sambandi við landsmótið, er sundlaug, en sundlaugin á Akranesi er of lítil til þess að þar geti farið fram keppni. Verður komið upp bráða- birgðasundlaug á meðan á mót- inu stendur og hefur það reyndar stundum verið gert áður. Sigurður Geirdal sagði, að veigamesta breytingin nú frá fyrri landsmótum væri sú, að nú stæði mótið yfir í þrjá daga í stað tveggja áður. Það hefst á föstudag og lýkur á sunnudagskvöld. Nokkrum nýjum keppnisgreinum verður bætt við í sundi og frjáls- um íþróttum, en hins vegar verð- ur ekki bætt við nýjum íþróttum. — Þó liggur í loftinu, að á næstu landsmótum muni bætast við íþróttir eins og t.d. blak og borð- tennis, sagði Sigurður — venjan hefur verið sú, að þær íþrótta- greinar, sem taka á upp á lands- mótum, eru kynntar á næsta móti á undan. Nú verður blakfþróttin kynnt svo og borðtennis og líklega júdó. Iðkendafjöldi þessara íþróttagreina fer stöðugt vaxandi og hafa margir mikinn áhuga á að gera þær að landsmótsgreinum. Landsmótin verða stöðugt viða- meiri og þátttakendafjöldinn eykst frá móti til móts. Sigurður var að þvf spurður, hvað áætlað væri, að margt fólk kæmi til móts- ins á Akranesi. — Þátttakendur í landsmóti UMFI eru um tvö þúsund, þegar allir eru meðtaldir, en geta ber þess, að ekki koma allir til móts- ins sjálfs. Samkvæmt reynslu fyrri landsmóta má búast við því, að lágmark áhorfendafjölda verði um 10 þúsund. Sú tala hefur verið á undanförnum mótum, en þó mun fleiri á mótinu á Laugar- Landsmótin eru meðal mestu fþróttaviðburða hérlendis. Þessa mynd tók H.Dan. við setningu sfðasta landsmóts, sem haldið var i Sauðárkróki og er það lið UMSE, sem er að ganga inn á völlinn undir félagsfána sfnum. Sigurður Geirdal, framkvæmda- stjóri UMFI. vatni. Þarna kemur ýmislegt til, t.d. nálægð við þéttbýli, veður og fl. — Það gefur auga leið að halda þarf uppi mikilli þjónustu við þennan fjölda, sagði Sigurður — en við höfum ekki áhyggjur af því, að Akurnesingar komist ekki vel frá þeirri hlið mála. Það eina sem á þjónustuna kynni að skorta er gistirými, en það er mjög tak- markað á Akranesi. Hins vegar búa Akurnesingar mjög vel og því mögulegt, að unnt sé að fá leigð herbergi í heimahúsum á meðan á mótinu stendur, er ætlunin að kanna, hversu mikið gistirými getur fengizt þannig. Þá ber og að geta þess, að skammt er til staða, sem hugsanlega gætu tekið við gestum, t.d. Leirárskólinn. Meðal keppnisgreina á lands- mótum eru ýmsar greinar starfs- íþrótta, t.d. pönnukökubakstur, kúadómar, dráttarvélaakstur og fl. Starfsíþróttir virðast fremur lítið stundaðar hérlendis mijli landsmóta, og var Sigurður að því spurður, hvort UMFl teldi ekki óeðlilegt, að þær væru jafn ríkur þáttur á landsmótum og verið hef- ur. — Um þetta eru töluvert skipt- ar skoðanir, sagði Sigurður — ég held þó, að allir séu sammála um, að landsmótið skuli ekki ein- göngu bundið við hinar hefð- bundnu keppnisíþróttir. Það er Iögð á það áherzla að ná til fjöld- ans, fá þá með, sem ekki eru endilega íþróttagarpar, en eiga möguleika á að reyna sig í starfs- íþróttum. Starfsíþróttunum er fyrst og fremst ætlað að vera við- leitni til að hvetja menn til þess að afla sér þeVkingar í daglegu'm störfum sínum. Vel má hins vegar vera, að ekki sé rétt að hafa starfsíþróttirnar með í stiga- keppni landsmótsins, en greini- legt er, að héraðssamböndin leggja mjög mikið upp úr því að komast vel frá þeirri keppni. Að lokum var talinu vikið að samskiptum UMFI við útlönd og sagði Sigurður, að áformað væri að gefa þeim, sem skipuðu tvö efstu sætin í hverri grein frjálsra íþrótta á landsmótinu, kost á utanlandsferð svo sem gert var eftir síðasta landsmót. Verður far- ið til Danmerkur, en UMFl hefur haft mjög gott samstarf við bræðrasamtök sín þar, sem byggð eru upp á mjög svipaðan hátt og hér. A frjálsíþróttafólkið að taka þar þátt í íþróttamótum, bæði i liðakeppni og einstökum mótum. -stjl. Arni Njálsson Óþarfi er að kynna Arna Njálsson með mörgum orðum. Hann var um árabil einn af beztu knattspyrnumönnum landsíns og lék samtals 24 landsleiki, jafnan f stöðu bak- varðar, þar sem hann fékk mikið hrós fyrir baráttugleði sfna og dugnað. Arni starfar sem fþróttakennari og fjölda- margir þeirra, sem nú eru f fremstu röð f hópi fslenzks fþróttafólks, hafa stigið sfn fyrstu spor á fþróttabrautinni hjá honum. — Knattspyrnan hefur mikið breytzt frá þvf, sem var, er ég hætti að leika, sagði Árni nýlega í viðtali við Mbl. — Breytingin er aðallega fólgin 1 þvf að knattspyrnan er betur skipulögð en áður og knatt- spyrnumennirnir æfa nú langt um meira. Þetta segir þó ekki að knattspyrnan sé skemmti- legri en áður. Ef til vill þvert á móti — mikið er lagt upp úr, varnarleiknum og að sleppa við að fá á sig mörk — jafnvel meira en að skora mörk. Árni sagði það skoðun sfna, að það hefði tvær hliðar að fá svo marga útlendinga til knatt- spyrnuþjálfunar hérlendis. Áhrif og árangur þjálfaranna á fslenzka knattspyrnu kæmu ef til vill ekki að fullu fram á þessu ári, en mjög æskilegt hefði verið að fá þá til starfa. Hitt væri svo annað mál, að þau áhrif, sem fjárhagshlið þessara mála hefðu, væru kapituli út af fyrir sig. Með þvf að greiða svo há laun beindust félögin inn á þá braut að vera rekin sem hrein viðskipta- fyrirtæki, og það þokaði til hliðar þeim mönnum, sem ef til vill vildu leggja fram starf. Þá væri ekki ólíklegt, að þau háu laun, sem erlendu þjálfararnir fá, yrðu til þess að fslenzkir þjálfarar seldu sig dýrara verði f framtfðinni en hingað til. Þá sagði Árni, að hann teldi, að þær kröfur, sem nú væru gerðar til knattspyrnumann- anna fengju ekki staðizt nema f skamman tfma. Menn gætu ekki æft 5—6 sinnum f viku, jafnframt fullum og oft löngum vinnudegi. — Skýrasta dæmið þessu til sönnunar er það, sem virðist vera að gerast hjá Keflvfkingum. Þeir hafa hreinlega sprengt sig á þvf gffurlega æfingaprógrammi, sem var hjá þeim f fyrra og leiði er kominn upp, sagði Árni. Arni spáði þvf, að Valsmenn sigruðu f Islandsmótinu f ár. Hins vegar vildi hann ekki spá um það hvaða lið félli f 2. deild. — Ég vil ekki spá neinu liði falli, það er svo viðkvæmt mál, sagði hann. — Eg tel hins vegar, sagði Árni, að mjög beri að athuga það hvort ekki eigi að fjölga liðunum f 1. deild upp f 10 og láta sfðan 2 færast milli deilda. Það er f það Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.