Morgunblaðið - 02.07.1974, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.07.1974, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 1974 21 S dögunum. Á sunnudaginn gætti félögum sfnum við Svía. ðu sínu vanginum stigu leikmennirnir trylltan dans. Töldu nú flestir, að sigur Þjóðverja væri í höfn. En Svíarnir voru á öðru máli. Á 53. mínútu, einni mínútu eftir að mark Bonhofs var skorað, höfðu þeir jafnað 2—2. Sandberg, sem verið hafði í strangri gæzlu Bertie Vogts það sem af var að leiknum, tókst að losna úr gæzlunni eitt andartak og það nægði. Hanrt fékk knöttinn, lék fram með hann og skaut þrumuskoti undir þverslá og inn, án þess að Maier einu sinni eygði knöttinn. En með þessu marki var lfka allur móður af Svfunum runninn. Leikur- inn var eign Þjóðverjanna það sem eftir var og nú loksins náði liðið að sýna það bezta sem í því býr — mikinn hraða og frábæra tækni. Mark, sem Grabowski skoraði á 77. mínútu, kom því ekki á óvart. Það var aðeins staðfesting á yfirburðum Þjóðverjanna. Fjórða mark sitt skoruðu Þjóðverjarnir svo mínútu fyrir leikslok, er dæmd var vfta- spyrna á Svíþjóð. Var það Tapper, sem brá Míiller, sem kominn var í skotfæri inni f teignum. Höness tók vftaspyrnuna og var ekki í vandræð- um með að skora úr henni. aier gómar knöttinn við fætur Rolands LIÐ HOLLANDS: Jongbloed, Suurbfer, Haan, Rijsbergem, Jansen, Neeskens, van Hanegem, Rep, Cruyff, Resenbrink, Vara- menn: Schijvers, Israel, de Jong, van de Kerkhof, Keizer. LIÐ A-ÞÝZKALANDS: Croy, Kurbjuweit, Bransch, Weise, Schnuphase, Kische, Pommerenke, Lauck, Sparwasser, Löwen, Hoffmann. Varamenn: Blochwitz, Fritsche, Kreische, Ducke, Streich. DÓMARI: Rudolf Scheurer frá Sviss Hollendingar, sem flestir eru nú sammála um, að muni leika til úrslita f heimsmeistarakeppninni að þessu sinni, áttu ekki í erfið- leikum með A-Þjóðverja í leikn- um í Gelsenkirchen. Urslit leiks- ins urðu 2:0 fyrir Hollendinga, eftir að staðan hafði verið 1:0 í hálfleik. Sigurinn hefði getað ver- ið enn þá stærri, en Þjóðverjarnir lögðu sýnilega megin kapp á að fara ekki illa út úr leiknum og lengst af spiluðu þeir með 11 manna vörn, og höfðu auk þess hinn fræga og leikna Johan Cruyff í sérstakri gæzlu. Var það Konrad Weise, sem fékk það hlut- verk að gæta hans og skilaði þvf svo vel að Cruyff fékk nánast eng- in tækifæri til bess að hreyfa sig. Hinir 70 þúsund áhrofendur, þar af um 10 þúsund Hollending- ar, þurftu ekki að bfða nema í átta mínútur eftir marki. Þá var dæmd hornspyrna á Þjóðverjana, sem Jansen tók og sendi hann knöttinn beint á höfuð Johny Rep, sem skallaði að markinu. A- Þjóðverjarnir voru þó vel á verði og tókst að bægja þessu skoti frá, en þó ekki betur en svo, að knött- urinn fór fyrir fætur Neeskens, sem var fljótur að átta sig og sendi hann rétta boðleið í markið. Seinna mark Hollendinganna kom svo á 59. mfnútu og var þar Rob Rensenbrink að verki eftir mikinn sóknarþunga f leik Hol- lendinganna, sem hægðu ferðina verulega eftir þetta mark, en höfðu samt sem áður öll tök á leiknum. Mátti segja, að Þjóðverj- arnir ættu ekki nema eitt einasta marktækifæri í leiknum, en það var er hinn 19 ára Martin Hoff- mann lék skemmtilega á vörn Hollendinganna, en lét síðan Jongbloed verja skot sitt. Þjóðverjarnir beittu mjög mik- illi hörku í þessum leik, og reyndu mikið til þess að sparka Hollendinganna niður. Það gerði þá gæfumuninn, að hollenzku leikmennirnir reyndust mjög fim- ir, og fljótir að víkja sér undan árásum Þjóðverjanna. Eftir leik- inn sagði Johan Cruyff, að hann vonaðist eftir því, að Brasilíu- mennirnir lékju drengilegar í leiknum á miðvikudaginn. Þjóð- verjarnir hefðu verið alltof gróf- ir. Cruyff lék þó lofsorði á Weise, og sagði, að hann væri mjög sterk- ur leikmaður, sem hefði bókstaf- lega klístrað sig fastan við sig. Ron Resenbrink sagði, að það hefði verið stórkostleg tilfinning, sem greip sig, er hann hafði skor- að markið — fyrsta markið, sem hann skorar í heimsmeistara- keppninni. Þjálfari A-Þjóðverjanna, Georg Buscher, sagði eftir leikinn: Þessi leikur var aðeins staðfesting á þeim mikla mun, sem er á okkar liði og Hollendingunum, sem vafalaust eiga eftir að verða það lið, sem stendur uppi með heims- bikarinn að lokum. Þjálfari Hol- Oft hafa Hollendingar haft ástæðu til þess að gleðjast f þessari heimsmeistarakeppni. Þarna fagna þeir marki Neskeens f leiknum við A-Þjóðverja. lands, Rinus Michels, sagði hins vegar, að þetta hefði verið slakur leikur. Það væri ekki mikið varið f það að leika gegn liði, sem stillti sér upp í vörn, og véki ekki úr henni allan leikinn. Hollendingarnir fljúgandi fóru létt með A-Þjóðverja Pólverjar enn ósigraðir LIÐ PÓLLANDS: Tomasiewski, Szyman- owski, Gergon, Zmuda, Kasperczak, Maszcyk, Deyna, Lato, Szarmach, Gadocha. Varamenn: Kalinowski, Bulzackl, Gut, Cmiewicz, Domarskl. LIÐ JtJGÓSLAVtU: Maric, Buljan, Hadziabdic, Bogícevic, Oblak, Petkovic, Karasi, Bajevic, Acimovic, Surjak. Vara- menn: Petrovic, Pavlovic, Muziníc, Jerkovic, Petrovic. DÓMARI: Rudi Glöeckner, A-Þýzkalandi. Pólverjar unnu sinn fimmta sigur f röð í lokakeppni Heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu á sunnudaginn, er þeir báru sigurorð af Júgóslavíu í leik liðanna, sem fram fór í Frank- furt, 2:1. Mikil stemmning var á áhorfendapöllunum er leikurinn hófst, en þar voru um 55 þúsund manns, þar af um 20 þúsund júgóslavneskir verkamenn, sem eru við störf í V-Þýzkalandi. Heyrðist ekki mannsins mál allan leikinn út, og var áberandi hversu júgóslavneska liðið fékk miklu meiri stuðning frá áhorfendum. Leikurinn var mjög jafn framan af, en þar kom þó, að meiri þungi varð í sókn Pólverja, og á 26. mfnútu var kominn mikil mannmergð inn í vítateig Júgóslavanna og hart barizt. Lauk þeirri baráttu með því að Stanislav Karasi varð það á að reka olnboga sinn harkalega í Andrzej Szarmach, sem var með knöttinn. Dæmdi dómarinn um- svifalaust vítaspyrnu og úr henni skoraði fyrirliði Pólverjanna, Vladimir Deyna, af miklu öryggi. Karasi bætti þó fyrir brot sitt áður en hálfleiknum lauk. Á 35. mínútu tókst honum að brjótast gegnum vörn Pólverjanna og teygja hinn frábæra markvörð þeirra, Jan Tomaszewski, út úr markinu og skora sfðan framhjá honum. Var staðan því jöfn, 1:1, í hálfleik. Sigurmark Póllands kom svo á 63. mfnútu og var það hinn mark- sækni Lato, sem það gerði og var það jafnframt hans sjötta mark í lokakeppninni, var mjög vel að þessu marki staðið og hin hreyfanlega vörn Júgóslavanna teygð rækilega í sundur. Þrátt fyrir sigur í leiknum þótti pólska liðið ekkí sannfærandi að þessu sinni, og ber mönnum saman um, að það hafi ekki sýnt nándar nærri því eins góðan leik og t.d. á móti Italíu á dögunum. Bezti maður liðsins og jafnframt bezti maður vallarins var Robert Gadocha, sem barðist frábærlega vel — var bókstaflega allsstaðar á vellinum og smitaði félaga sfna með ákafa sfnum og dugnaði. — Ég er viss um, að við komust í úrslitin, sagði Kaximierz Gorski, þjálfari Pólverjanna eftir leikinn, og bætti því við, að hann væri ekki sérstaklega ánægður með frammistöðu sinna manna í leikn um. Sagði hann, að lið sitt hefði leikið miklu betur gegn Svíþjóð á dögunum, enda tæpast vafamál, að Svíarnir væru með sterkara lið en Júgóslavarnir, sem þó hefði sínar góðu hliðar og væru í sér- staklega góðu andlegu jafnvægi. — En við höfðum heppnina með okkur í þessum leik, og það var það, sem þurfti. Pólverjinn Lato (nr. 16) hefur verið ógnvaldur markvarðanna f þessari keppni og skorar þarna f leiknum við Júgóslavfu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.