Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 23
Guðni ÍBV-ÍBK 1:3 ÞAÐ var fjölmenni við grasvöll- inn við Hástein á iaugardaginn, þegar Vestmannaeyingar og Kefl- vfkingar leiddu saman hesta sfna, enda veður eins og bezt verður á kosið. Heimamenn hvöttu sfna menn dyggilega, en allt kom fyrir ekki, Islandsmeistararnir úr Keflavfk sýndu sinn bezta leik á sumrinu og unnu verðskuldað 3:1. Baráttugleðin, sem færði lið- inu svo marga sigra f fyrra, var nú aftur fyrir hendi, það var hvergi gefið eftir, barizt um hvern bolta og andstæðingurinn aldrei látinn f friði. Þá var þetta ekki sfður persónulegur sigur fyr- ir Guðna Kjartansson, fyrirliða IBK, sem iék sinn fyrsta leik f mótinu. Þarna sannaðist hve mik- ilvægur hann er iiðinu. I heild var leikurinn fjörugur og skemmtilegur, og hann bauð upp á ótalmörg spennandi augnablik. En hann var ekki að sama skapi vel lcikinn, tii þess var baráttan og harkan of mikil Óskastart Eyjamanna Eyjamenn léku undan strekkingsgolu í fyrri hálfleik, og fengu sannkallað óskastart. Það Texti: Sigtryggur Sigtryggsson. Myndir: Sigurgeir Jónasson. var strax á 2. mínútu, að Lúðvík Gunnarsson varnarmaður IBK var í vandræðum með boltann vinstra megin. Hann hugðist skjóta fram, en örn Ösk- arsson þrengdi að honum með þeim afleiðingum, að boltinn þaut fyrir markið til Sveins Sveinssonar útherja ÍBV. Hann var ekki lengi að afgreiða knöttinn með lausu skoti framhjá Þorsteini og í netið. Sannkallað óskastart. En Keflvíkingar gáfust ekki upp við svo búið, heldur höfðu þeir jafnað metin þegar 12 minút- ur voru búnar af leiknum. Karli Hermannssyni var brugðið rétt utan vítateigs IBV hægra megin. (Jr aukaspyrnunni barst boltinn til Guðna, sem renndi út á Steinar Jóhannsson, til vinstri og hann gaf síðan hábolta yfir í hægra MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 1974 23 kom með baráttugleðina hornið þar sem Gunnar Jónsson bakvörður stóð á marklínu og negldi boltann í netið. Bæði liðin áttu marktækifæri f hálfleiknum, IBK fleiri tækifæri, en ekki sér- lega hættuleg, en IBV tvö mjög hættuleg færi. Það fyrra kom á 19. mínútu þegar örn Óskarsson tók aukaspyrnu af 25 metra færi og Þorsteinn gat með naumindum slegið boltann í slá, og það síðara á 45. mínútu, er örn átti hörku- skot að marki, en Þorsteinn hafði enn heppnina með sér og sló bolt- ann f stöng og þaðan fór hann í horn. IBK gerir út um leikinn Keflvíkingar voru mun ákveðn- ari en Eyjamenn í fyrri hálfleik, og enn jukust yfirburðirnir í þeim seinni. Á 55. mínútu skoraði Grétar Magnússon, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 58. mínútu varði Ólafur Sigurvinsson á línu hörkuskot Jóns Ólafs og á 61. mínútu skaut Steinar í stöng. Markið lá í loftinu, og það kom á 72. mínútu. Steinari Jóhannssyni tókst að þvælast f gegnum götótta vörn ÍBV og skora framhjá út- hiaupandi markverði þeirra Eyja- manna. Þetta var ágætt einstakl- ingsframtak Steinars, en mótstað- an var heldur ekki mikil. Rétt á eftir komst Steinar aftur í gott færi, en þá hafði Arsæll mark- vörður betur. Sigur IBK var svo innsiglaður á 83. mínútu, þegar Guðni Kjartansson tók auka- spyrnu frá hægri kanti, nálægt miðlfnunni. Langspyrna hans fór fyrir markið til Steinars, sem skallaði glæsilega inn í markteig- inn til Grétars Magnússonar, og hann skoraði auðveldlega. Sigur Keflvíkinga var í höfn. Liðin Sem fyrr segir var baráttuand- inn með eindæmum mikill hjá Keflvfkingum í þessum leik. Liðið var jafnt og sterkt. Það var ótví- ræður fengur fyrir liðið að fá Guðna aftur inn. Hann batt vörn- ina mjög vel saman, og hvatti sfna menn tif dáða. I skallaeinvígum var hann sem fyrr einvaldur. Á miðjunni var Grétar Magnússon geysisterkur, í fyllstu merkingu þess orðs. Þau voru ekki mörg návígin, sem Grétar tapaði. Auk þess er hann ódrepandi baráttu- maður, eins og flestum er kunn- ugt. I framlínunni var Steinar Jó- hannsson beztur, og hann átti þátt í öllum mörkunum. Steinar hefur ekki verið svona frískur í langan tíma. En í þessum leik var það styrkur ÍBK hve liðið var jafn- gott, allir leikmenn börðust til hins ýtrasta, en þannig var það einmitt í fyrra þegar liðið átti að fagna óslitinni sigurgöngu. Haldi svo áfram hjá Keflvíkingum, verða þeir með f toppbaráttunni f ár. Vestmannaeyingar hafa valdið vonbrigðum á heimavelli, en á útivelli er árangur þeirra góður. I þessum leik áttu þeir einfaldlega ekki svar við baráttugleði Kefl- víkinga. Bezti maður liðsins var tvimælalaust örn Óskarsson, sem skapaði þau fáu marktækifæri, sem liðið fékk í leiknum. En ein- hverra hluta vegna var hann sveltur langtfmum saman á hægri kantinum. svo hann varð að leita inn á miðjuna þar sem hann nýtt- ist ekki eins. Vörnin var mjög óörugg hjá Eyjamönnum, að und- anskildum Ársæli markverði, sem ekki er hægt að saka um mörkin. Þá gáfu tengifiðirnir IBK eftir miðjuna, þar reyndi Óskar Valtýs- son einn að berjast. I framlínunni er hægt að nefna Svein Sveins- son, auk Arnar. Hann barðist vel, þótt hann ætti við meiðsli að strfða. Margar bókanir Alls voru fjórir leikmenn bók- aðir í leiknum, og var það kannski heldur mikið miðað við gang mála f leiknum. Við síðustu bókunina sá dómarinn ástæðu til að kalla til sfn fyrirliða beggja liða, og biðja þá um að beita áhrifum sínum til að draga úr hörkunni. 1 stuttu máli: Vestmannaeyjavöllur 29. júní. Islandsmótið, 1. deild. IBV—ÍBK 1:3 (1:1). Mark IBV: Sveinn Sveinsson á 2. mfnútu. Mörk tBK: Gunnar Jónsson á 12. mínútu, Steinar Jóhannsson á 72. mínútu og Grétar Magnússon á 83. mínútu. Aminningar: Valur Andersen, IBV, bókaður á 40. mínútu, Stein- ar Jóhannsson, ÍBK, bókaður á 65 mínútu, Grétar Magnússon, IBK, bókaður á 70. mínútu og Lúðvík Gunnarsson, IBK, bókaður á 74. minútu. Dómari: Guðmundur Haralds- son og hafði hann að vanda góð tök á leiknum, en var helzt til pennaglaður miðað við gang hans. Ólafur Júlfusson sækir að Arsæli. Haukarnir sigruðu Armann 2:0 HAUKARNIR bættu tveimur stigum f safn sitt á föstudags- kvöldið, er þeir sigruðu Ármenn- inga 2—0 á vellinum f Kapla- krika. Strekkingsgola var meðan leikurinn fór fram, og töluvert moldrok á vellinum. Hefði ekki veitt af þvf að fara með vatnsbfl yfir völlinn fyrir leikinn. Haukarnir léku undan vindi í fyrri hálfleik og sóttu þá mun meira. Ármenningarnir vörðust hins vegar nokkuð vel og gáfu Haukunum ekki mörg tækifæri uppi við markið. Var það ekki nema þrfvegis, sem segja mátti, að Armannsmarkið væri í hættu, en hins vegar enn sjaldnar hætta við Haukamarkið. Þegar ekkert mark hafði verið skorað í hálfleik, áttu flestir von á því, að róðurinn yrði þyngri fyrir Haukana í seinni hálfleik, þegar þeir höfðu vindinn í fang. En liðið lék þá mjög skynsamlega. Hélt knettinum niðri og náði góðum samleiksköflum. Uppskar það árangur þessarar knattspyrnu með tveimur mörkum, sem komu á 20. mínútu og 26. mínútu. Fyrra markið skoraði Guðjón Sveinsson með skalla eftir laglega fyrirgjöf frá Steingrimi Hálfdánarsyni, en seinna markið var einstaklings- framtak Lofts Eyjólfssonar, sem lék á varnarmenn Armanns og s’xoraði með skoti af stuttu færi. Haukaliðið var mjög jafnt í þessum leik og sýndi á köflum góða knattspyrnu. Armannsliðið er hins vegar skipað ójafnari leik- mönnum. Þar bera þeir af Sigurð- ur Leifsson, Bragi Jónsson og Viggó Sigurðsson. — stjl. -------- / / - FH vann IBI 2:0 Framara að fara að taka á honum stóra sinum. 1 stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugardals- völlur 28. júnf. Fram — Akureyri 2:3 (0:1) Mörk Fram: Sigurbergur Sig- steinsson á 52. mfn. og Kristinn Jörundsson á 82. mín. Mörk IBA: Gunnar Blöndal á 20. mfn og 62. mín., Sigurbjörn Gunnarsson á 60. mín. Dómari: Guðjón Finnbogason dæmdi leikinn ágætlega. Ahorfendur: 431. FH-ingar hafa nú tekið forystu f 2. deildar keppni Islandsmótsins f knattspyrnu. A laugardaginn fóru þeir til tsafjarðar og sóttu þangað tvö stig, svo sem fyrir- fram hafði verið við búizt.FH-lng- arnir þurftu þó töluvert fyrir þessum stigum að hafa. tsfirðing- ar börðust vel f leiknum, og er ekkert efamál, að liðið endur- heimtir nú sjáifstraust sitt með nýjum þjálfara, hinum kunna knattspyrnumanni úr Val, Þóri Jónssyni. FH-ingarnir voru greinilega betri aðilinn í leiknum á laugar- daginn, og náðu oft að sýna skemmtilega knattspyrnu. Hins vegar brást þeim bogalistin uppi við markið nema í tvö skipti er þeir Ólafur Danivalsson og Janus Guðlaugsson skoruðu. Greinilegt er, að baráttan f 2. deild verður afar hörð í ár. Þar eiga þrjú lið, FH, Þróttur og Breiðablik, nokkurn veginn jafna möguleika, og ennfremur er of snemmt að afskrifa Hauka, sem sýnt hafa efstu liðunum í deild- inni bærilega í tvo heimana. -stjl. Norska knattspyrnan EFTIR 11 umferðir f norsku 1. deildar keppninni f knattspyrnu hefur Molde forystu með 14 stig. Sama stigafjölda hafa einnig Start og Brann, en sfðan koma Strömgoset með 13 stig, Viking með 13 stig, Skeid með 13 stig, Válerengen með 9 stig, Mjödalen með 9 stig, Rosenborg með 9 stig, Hamarkam. með 8 stig, Sarpsborg með 8 stig og Raufoss með 2 stig. — Árni Njálss. Framhald af bls. 19 minnsta algjörlega nauðsyn- legt að tvö lið falli f þriðju deild og tvö lið komizt þaðan upp. Nú er á fimmta tug liða f 3. deildinni og aðeins eitt kemst upp. Slfkt getur ekki talizt sanngjarnt, og er ekki Ifklegt til þess að auka áhugann. Arni Njálsson þjálfar nú 3. deildar lið Stjörnunnar f Garðahreppi. Hann sagði, að reginmunur væri á aðstöðu leikmanna f 3. deild og f 1. deild. Margir leikmannanna f 3. deild væru allt f öilu hjá félögum sfnum: leikmenn, þjálfarar yngri flokka og þyrftu auk þess að sjá um fjár- mál félagsins. Þetta leiddi það af sér, að þeir gætu ekki ein- beitt kröftum sfnum eins til þess að ná árangri. — Mér finnst það einnig áberandi f 3. deildinni hve leikmenn liðanna eru misjafnir, sagði Arni. — Þar eru margir ágætir einstaklingar, en svo aðrir sem eru langtum getuminni. Um möguleika Stjörnunnar að vinna sig upp f 2. deild sagði Árni aðeins þetta : Sennilega erum við f erfiðasta riðlinum f deildinni. En við ætlum að vinna, og okkur tekst það. — Brasilíumenn Framhaid af bls. 20 harkalega að Jairzinho þrívegis, en Jairzinho var greinilega sá leikmaður, sem Argentínu- mennirnir óttuðust mest. Eftir leikinn sagði þjálfari Brasilíumannanna, Mario Zagalo: — Auðvitað ætlum við okkur að leika úrslitaleikinn í Miinchen 7. júli n.k., en við erum vissir um, að við verðum að leika betur, og það miklu betur, á miðvikudaginn, ef við eigum að eiga möguleika gegn hinu frábæra liði Hollands. Þjálfari Argentínumahnanna, sem heyrði þetta svar Zagalos, blandaði sér í umræðurnar og sagði: — Brasilfa á ekki mögu- leika gegn Hollandi. Það þarf fyrsta flokks knattspyrnu til þess að vinna þann leik, en yfir henni hafa Brasiliumennirnir ekki að ráða. Argentínski þjálfarinn, Vladislao bætti því við, að Brasilíumenn hefðu notað vel tækifæri sfn í leiknum. — En við ættum ekki að kvarta yfir því að við töpuðum, sagði hann, — við misnotuðum röð tækifæra í leikn- um, sem við hefðum átt að eiga auðvelt með að skora úr, ef örlítil heppni hefði verið með okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.