Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1974 Kátt með þeim Nixon Bandaríkjaforseti og Breznev á fyrsta fundi þeirra í Kreml á fimmtudag. Fundur Nixons og Breznevs: Rússar bjartsýnir um að samningar takist um tak- mörkun kjarnorkuvopna Scheel tekínn við sem forseti Bonn, 1. júlí NTB. WALTER Scheel, fyrrum utanríkisráðherra Vestur- Þýzkalands, sór I dag eið sem forseti lands síns, en við því embætti tekur hann af Gustav Heinemann. Scheel, sem er 54 ára að aldri, var um árabil leið- togi flokks frjálsra demó- krata og varakanslari í samsteypustjórn Willys Brandts. Megi dæma af úrslitum skoðanakönnunar, sem birt voru í dag, hefur sennilega enginn v-þýzkur forseti átt meiri vinsældum að fagna við embættistöku, en sam- kvæmt þeim nýtur hann stuðnings 78% lands- manna. Aðeins 9% kváðust ekki hafa trú á honum sem forseta. Fráfarandi forseti, Gustav Heinemann, sem er 75 ára að aldri naut mikilla vinsælda og stuðnings 82% V-Þjóöverja sam- kvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar, sem birt var nýlega. Heinemann neitaði fyrir aldurs sakir að gefa kost á sér til endur- kjörs. Hann hélt í dag ásamt eig- inkonu sinni Hildu með járn- ' brautarlest frá Bonn til heima- borgar sinnar Essen, þar sem hann hyggst eiga búsetu. Morðingi frú King fyrir rétt Atlanta 1. júll — AP UNGUR ^ blökkumaður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa myrt móður Martins Luther King á meðan hún hlýddi á messu á sunnudag. Maðurinn verður dreginn fyrir dóm á mánudag. Maðurinn, sem heitir Marcus Wayne Chenault og er 23 ára gamall, sagði við yfirheyrslu, að hann hafi verið sendur til Atlanta til að vinna verk, sem nú sé að hluta lokið. Frú King var að hlýða á messu I baptista kirkju I Atlanta, þegar Chenault skaut á hana og tvo aðra með þeim af- leiðingum, að frú King og djákn- inn létu lífið. Chenault er ekki talinn heill á geðsmunum. Moskva 1. júlí — NTB, AP NIXON forseti og kona hans heimsóttu á mánudag höfuðborg Hvíta-Rússlands, Minsk, á meðan gestgjafi þeirra, Leonid Breznef, flokkksritari, snéri til Moskvu frá Krfm, þar sem leíðtogarnir áttu á sunnudag sinn lengsta fund fram til þessa. Utanrfkisráðherrarnir Henry Kissinger og Andrei Gromyko héldu áfram samningaviðræðum um takmörkun kjarnorkuvopna. Nixon mun um stund taka sér frf frá stjórnmálum með heim- sókninni til Minsk, sem að mestu var eyðilögð af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Borgin hefur nú verið byggð upp og var nýlega útnefnd tfundi hefiubær Sovétríkjanna. Örlög Minsk í stríðinu gaf Nixon tilefni til að undirstrika Hungurverkfall Moskvu 1. júlf — NTB. ÞRETTÁN sovézkar fjölskyld- ur af þýzkum ættum, búsettar í Eistlandi, hafa ákveðið að fara að dæmi kjarneðlisfræðingsins Andrej Sakarov og hafið hung- urverkfall. A verkfallið að standa þá þrjá daga, sem Nixon og Breznev þinga sam- an. Eldur í diskoteki New York 1. júlf NTB MIKIL hræðsla greip um sig f diskoteki f Port Chester á laugardagskvöldið, þegar eld- ur brauzt út og varð 23 að bana. Margir þeirra tróðust undir þegar fólk flúði í ofboði hita og reyk. Tæplega 30 slösuðust, þar á meðal margir slökkviliðsmenn. Kröfu Fischers hafnað Nizza, AP. Alþjóðaskáksambandið neitaði á laugardag að verða við kröfum Bobbys Fischers um breytingar á fyrirkomulagi heimsmeistara- keppninnar f skák, en lét jafn- framt f ljós von um, að Fischer tæki um það ákvörðun hið fyrsta hvort hann hygðist verja heims- mikilvægi samvinnu á milli stór- veldanna og hann fullvissaði ráða menn borgarinnar um, að viðræð- ur hans og Breznevs snérust um hvernig koma mætti í veg fyrir að Palestínskir skæruliðar: Lofa að hætta árásum frá Líbanon Beirut 1. júlf — NTB. PALISTlNSKIR skæruliðafor- ingjar hafa tilkynnt stjórninni I Beirut, að þeir muni binda endi á allar árásir á Israel frá liban- önsku landssvæði, að þvf er tvö Ifbönsk blöð skýrðu frá f morgun. Samkvæmt fréttum blaðanna til- kynntu þrfr skæruliðaleiðtogar, Takieddin Solh, forsætisráðherra það á sunnudag. Hefur palistfnska andspyrnu- hreyfingin A1 Fatah lofaði að hætta öllum aðgerðum gegn Israel og stöðva ferðir skæruliða yfir landamærin. Heimildir innan stjórnarinnar f Beirut hafa lýst undrun sinni yfir þessari ákvörð- un, en hún kemur þrem dögum áður en fundur utanríkis- og varnarmálaráðherra Arabaland- anna hefst á miðvikud., en á hon- um átti að ræða aðgerðir gegn frekari árásum Israel á Líbanon, sem gerðar hafa verið f hefndar- skyni við hryðjuverk skæruliða I Israel. meistaratitilinn eða afsala sér honum. eins og hann hefur hótað. Bandarfskir skákmenn mæltust til þess á fundi sambandsins að orðið yrði við kröfum Fischers, en því var hafnað með yfirgnæfandi meirihluta og þær reglur, sem þegar hafa verið settar fyrir eín- vígið 1975, staðfestar. I fyrstu stóð til að gefa Fischer 90 daga frest til þess að ákveða hvort hann ætlaði að standa við yfirlýsingu sína frá því á föstudag um að hann afsalaði sér heims- meistaratitlinum en síðan var fallið frá þessum tiltekna frestí f von um að takast mætti að leysa þennan ágreining á skemmri tfma. íslendingar 7. í B-riðli önnur styrjöld brytist út og öryggi og friður yrði tryggður komandi kynslóðum. Kissinger og Gromyko héldu áfram, ásamt ráðgjöfum sínum, tilraunum til að yfirvinna þær mörgu hindranir á leiðinni til varanlegs samkomulags á milli Sovétríkjanna og Bandarfkjanna um takmörkun á árásarvopnum. Meðal fylgdarliðs Nixons er ekki mikil bjartsýni um, að sam- komulag náist um takmörkun vopna á þessum fundi leiðtog- anna. Eftir hinn 7 klst. langa fund þeirra Nixons og Breznevs á sunnudag virtist lftið hafa miðað í málum varðandi SALT og varan- legt samkomulag virðist langt undan, að mati Bandarfkjamanna. Rússar hafa hins vegar látið það leka út, að leiðtogarnir hafi náð einhvers konar samstöðu um, hvaða mál eigi að leggja fyrir SALT ráðstefnuna í Genf og hvernig beri að haga málum, svo að samningar náist fyrir áramót. Nizza, 1. júlf AP. BANDARlKIN unnu Tekkóslóvakíu í síðustu umferð Olympíumótsins í skák og urðu því númer þrjú í röðinni eftir Sovét- ríkjunum og Júgóslavíu. ísland og Frakkland gerðu jafntefli f 15. og síðustu umferð mótsins og lenti Is- land í 7. sæti í B-riðli með 32 vinninga. Helztu úrslit í A-riðli urðu þessi: 1. Sovétríkin 46 v. 2. Júgóslavía 37'Á v. 3. Bandaríkin 36H v. 4. Búlgarfa 36!4 v. 5. Hol- land 35Á v. 6. Ungverjaland 35 v. 7. V-Þýzkaland 32 v. 8. Rúmenía 29W v. 9. Tekkóslóvakia 29'á v. 10. England 26 v. Helztu úrslit f B-riðli urðu þessi: 1. Israel 40Ví v. 2. Austur- ríki 38Ví v. 3. ítalía 38 v. 4. Colombía 32H v. 5. Pólland 32 v. 6. Noregur 32 v. 7. Island 32 v. 8. Danmörk 31 v. 9. Kanada 31 v. lft Kúba 31 v. Peron forseti Argentínu látinn Isabel kona hans tekur við Buenos Aires 1. júli AP, NTB. JUAN Peron forseti Argentfnu lézt f dag 78 ára að aldri. Það var ekkja Perons og eftirmaður sem forseti, Maria Estelle Peron, sem tilkynnti það 1 stuttu úrvarps- ávarpi. Allar sjónvarps og útvarps- stöðvar rufu þegar f stað dagskrár sfnar til að útvarpa sorgarlögum. Forsetinn lézt 1 forsetabústaðn- um f útborginni Olivos, þar sem hann hefur verið rúmfastur sfð- ustu 2 vikur. Fyrir helgi hrakaði heilsu hans svo, að hin 43 ára gamla eiginkona hans tók við for- setastörfum til bráðabirgða. Þar með varð hún fyrsti kvenforseti sögunnar. I útvarpsávarpi sínu hvatti frú Peron argentfnsku þjóðina til að gleyma innbyrðis deilum og vær- ingum og sameinast f sorg vegna andláts forsetans. Peron var einn sterkasti leið- togi í Suður-Amerfku. Hann var fyrst kjörinn forseti 1946, þrem árum eftir að hann hafði átt þátt í valdaráni hersins. 1955 var hon- um steypt af stóli af hernum, en slapp naumlega úr Iandi. I júnf 1973 snéri hann loks heim eftir 18 ár við mikinn fögnuð þjóðar sinn- ar. I kosningum f marz vann hann glæsilegan sigur og var kjörinn forseti, en kona hans Estelle, venjulega kölluð Isabel, var kosin varaforseti. Þau hittust f Panama, þar sem hún starfaði sem dans- mær, gerðist einkaritari Perons og síðar eiginkona. Margir hafa efast um hæfileika hennar á sviði stjórnmála, en henni hefur samt sem áður tekizt að afla sér virð- ingar sem stjórnmálamaður. Juan Peron, hinn látni forseti Argentfnu ásamt Isabel, eigin- konu sinni og eftirmanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.