Morgunblaðið - 02.07.1974, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JULl 1974
31
huggaði mig við álit Kristjáns,
þótt áliti sófræðinga og jafnvel
almennings yrði aldrei breytt.
Tíminn leið og stöðugt fékk ég
hlýjar kveðjur frá óþekktum eldri
manni í Jötunheima mína. Á
ýmsan hátt hélt ég mér frá
örvæntingu. Eftir 2 ár var ég
fluttur í Ódáðahraun og mátti fá
sunnudagsheimsóknir. Eftir
skamma dvöl þar birtist Kristján,
sem sendiboði hins alsjáandi
auga. Augu hans höfðu séð það
sanna um samskipti mín við börn
mín og vissi sumt, sem fjöldinn
vissi ekki. Síðan heimsótti Krist-
ján mig reglulega til sfðasta
hausts. enginn vandalaus hefur
reynzt mér betur. Hann var minn
sálusorgari og allt, sem prestar og
prelátar hafa við mig mælt, er
hreint barnavípur hjá orðum og
gjörðum þessa göfuga öldungs,
drenglundaða og trúaða mannsins
hljóðláta. Eg kynnti mér trúar-
brögð og heilaga ritningu. Fjarri
var, að um allt værum við sam-
mála, nema siðaboðskap Biblí-
unnar og að enginn þyrfti að
örvænta og margt fleira. í upp-
örvun sinni var Kristján óþrjót-
andi og kærleiksboðandi. Stöðugt
óx virðing mín og þakklætisskuld
við Kristján. Hann hvatti mig til
ritverks, sem að nokkru er trúar
legs eðlis og ég er vel byrjaður á.
öll ritverk séra Friðriks færði
hann mér og um líf og kenningar
séra Friðriks ræddum við og
dásömuðum. Heimsóknir Krist-
jáns breyttu Ödáðahrauni i Sólar-
velli. Iðulega komu vinir Krist-
jáns með honum og hefi ég þar
eignazt hauka f horni. Við brott-
för mfna frá Ódáahrauni ætluðum
við Kristján að heimsækja stað,
sem okkur var sameiginlega
helgaður. Þangað fer ég nú án
Kristjáns en meó hann í huga.
Ekkert beint samband gat ég haft
við Kristján eftir að sjúkralega
hans hófst. Fyrir mig heimsótti
hann nokkrum sinnum vinkona
min og síðast viku áður en hann
andaðist. A meðan hún dvaldi hjá
honum var hann hress og glaður.
Sérstaklega yfir, að hún gat sýnt
honum nokkur drög að ritverki
því, sem ég er að semja, að vissu
leyti að hans tilstuðlan og til-
einkað honum. Kær var hans
sfðasta kveðja sem allar fyrri.
Reglulegar bænir hans, hlýhugur,
vinátta og heimsóknir hafa og
verða mér ómetanlegur styrkur.
Það munu hafa verið fleiri en ég,
sem fengu að njóta hans hlýju
strauma og finna fyrir hjarta-
gæzku hans: Kristján var maður
mannkærleikans og alls hins
góða.
Kristján var ekki aðeins maður
mannkærleikans heldur alls, sem
lifir, náttúrudýrkandi, vinur
blóma, fugla og dýra. Af málleys-
ingjum var krfan fuglinn hans.
Krían kemur og fer. Nú kom
krían snemma, ef til vill til að
geta kvatt vin sinn Kristján Sig-
hvatsson: Þann 15. maí 1974
kveðja fjölmargir vinir og aðdá-
endur velgjörðarmann sinn. Þó
krfan komi reglulega, þá er ekki
vfst að aðdáendur velgjörðar-
mann sinn. Þó krían komi reglu-
lega, þá er ekki vfst að annar eins
maður og Kristján Sighvatsson
komi aftur.
Þessi fátæklegu þakkarorð
sendi ég og í huga mun ég jafnan
bera minningu þessa einstaka
vinar og velgjörðarmanns, sem
kom til mín, þegar aðrir fóru
14. maf
Þorvaldur Ari Arason.
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf
að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast
blaðinu fyrr en áður var.
Þannig verður grein, sem
birtast á f miðvikudagsblaði,
að berast f sfðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag, og hlið-
stætt með greinar aðra daga.
— Greinarnar verða að vera
vélritaðar með góðu Ifnu-
bili.
Minnina:
Jónína Guðrún
ísleifsdóttir
Jónfna Guðrún Isleifsdóttir
andaðist 18. þ.m. á Long Island í
Bandarfkjunum, þar sem hún var
í boði dóttur sinnar og tengdason-
ar, sem reyndust henni ætíð frá-
bærlega vel.
Jónfna var fædd í Steinum f
Vestmannaeyjum 9. febrúar 1902.
Foreldrar hennar voru hjónin Is-
leifur Jónsson frá Leirum undir
Eyjafjöllum og Þórunn Magnús-
dóttir.
Jónfna ólst upp hjá foreldrum
sfnum þar til hún giftist manni
sínum Grími Grímssyni árið
1922, hinum ágætasta manni.
Bjuggu þau í Vestmannaeyjum
þar til 1936, að þau fluttust til
Reykjavfkur og bjuggu lengst af á
Laugavegi 137, eða til æviloka.
Þar vann Grímur maður hennar
hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Arið 1964 missti hún mann sinn
og bjó eftir það áfram á Lauga-
vegi 137.
Jóna eins og við kölluðum hana
var í boði á Islendingahátfð á
Long Island þann 17. júní og var
hress og kát eins og hún alltaf
var. Þegar heim kom veiktist hún
skyndilega og var flutt á sjúkra-
hús, þar sem hún andaðist að
kvöldi 18. júnf.
Það fór á annan veg ferðalagið,
sem ákveðið var þennan morgun,
en það var ferð til Flórída. Þar
tók við sá, sem alltaf ræður ferð-
um okkar.
Jónu og Grími varð tveggja
barna auðið, sem bæði eru gift.
Þórarinn, sem býr í Vestmanna-
eyjum, kvæntur seinni konu
sinni, Ásu, hinni ágætustu konu.
Þórarinn var áður kvæntur Erlu
Guðjónsdóttur, en slitu þau sam-
vistir. Þau eignuðust tvö börn,
Jónu Theodóru, 21 árs, og Guðjón,
13 ára, sem var með Jónu á Long
Island f þetta sinn ásamt systur
Jónu, Rósu. Þórey Doyle, sem er
gift Jerry Doyle, og eru búsett á
Long Island og eiga eina dóttur,
Theodóru, sem er 23 ára.
Fráfall Jónu kom öllum mjög á
óvart, þar sem hún fór hress og
kát að heimsækja dóttur sína og
tengdason. Jóna var góð og hjálp-
söm kona, hún starfaði f kven-
félagi Laugarneskirkju, þar sem
hún var hress og kát að vanda.
Það var alltaf bjart og glatt, þar
sem hún var. Jóna var mjög list-
feng í höndunum, enda átti hún
ekki langt að sækja það. Júlfana
Sveinsdóttir listmálari og Jóna
voru bræðradætur.
Jóna starfaði mikið f góð-
templarareglunni og var þar virk
í starfi.
Hún var vinamörg, því að skap-
lyndið var uppörvandi hvar sem
hún kom.
Jóna var góð kona, sem vildi
hjálpa og styrkja sfna nánustu.
Systkinum sínum reyndist hún
mjög vel og öðrum, sem hún
þekkti. Má þar minnast á fjöl-
skyldu sonar hennar sérstaklega.
Þessi fátæklegu kveðjuorð
verða ekki fleiri, þvi að hún vildi
ekki láta bera á sér.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Guðmundur Helgason.
Jónína Guðrún Isleifsdóttir
fæddist í Vestmannaeyjum 9.
febrúar 1902.
Hún andaðist á sjúkrahúsi á
Long Island í New York að kvöldi
18. júnf sl. Hún var nýkomin í
heimsókn til dóttur sinnar,
Þóreyjar Doyle, og tengdasonar,
Jerry Doyle, sem búsett eru á
Long Island. I þetta sinn ásamt
systur sinni Rósu og sonarsyni,
Guðjóni, 13 ára gömlum. Kvöldið
áður, þann 17. júnf, var hún í hópi
vina og skyldmenna á Islendinga-
hátíð, glöð og kát að venju. Um
nóttina veiktist hún skyndilega og
var flutt á sjúkrahús á skyndi, en
kallið var því miður komið og var
öllu lokið að kvöldi 18. júní. Þórey
var einkadóttir hennar og betri
dóttur er ekki hægt að hugsa sér,
en til hennar hafði hún farið
nokkrum sinnum sér til hress-
ingar og upplyftingar og átti frá
þessum ferðum ógleymanlegar
ánægjustundir. Þórey og maður
hennar Jerry reyndust henni ætfð
frábærlega vel og komu þau oft til
lslands í heimsókn til hennar,
m.a. til að halda með henni jól og
þá oft ásamt einkadóttur þeirra,
Jónu Theodóru, sem nú er upp-
komin.
Jónu þótti mjög vænt um hana,
þar sem hún var hennar fyrsta
barnabarn og dvaldist hún hjá
henni á Laugavegi 137, fyrstu
árin.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast lítið eitt á eiginmann
Jónínu, Grfm Grímsson, svo ágæt-
ur maður sem hann var. Þau gift-
ust 1922 og bjuggu fyrst í Vest-
mannaeyjum, eða til ársins 1936,
er þau fluttust til Reykjavfkur.
Það má segja, að við Jóna eins
og hún var alltaf kölluð höfum
alizt upp svo að segja á sama
hlaðinu í Vestmannaeyjum. Urð-
um við svo aftur nágrannar, þeg-
ar ég flyzt ásamt f jölskyldu minni
til Reykjavíkur 10 árum seinna og
varð þá áframhaldandi kunning-
skapur á milli heimilanna og
minnist ég margra ánægjustunda
með þeim, vil ég nefna sem dæmi,
þegar Grímur labbaði yfir til okk-
ar og hafði hann frá mörgu að
segja.
Þá áttum við Jóna margar rabb-
stundir saman og vildi tíminn þá
oft gleymast, þar sem hún var
einstaklega glaðvær, skemmtileg
og mikill persónuleiki.
Eitt var áberandi í fari hennar,
hjálpsemi og greiðasemi í hví-
vetna.
Er komið var inn á heimili
hennar sá maður glöggt myndar-
skap hennar, en hún hafði mikið
yndi af alls konar hannyrðum.
Þar var hver tómstund nýtt til
hins itrasta.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast á einkason hennar Þórar-
in, en Jóna og Grímur eignuðust
aðeins tvö börn.
Þórarinn elskaði og dáði móður
sfna mikið og var henni ætíð góð-
ur sonur. Þórarinn er tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Erla
Guðjónsdóttir og eignuðust þau
tvö börn, Jónu Theodóru, 21 árs,
og Guðjón, 13 ára, sem sakna nú
ömmu sinnar sárt, þar sem þau
umgengust hana mikið og dvöldu
oft hjá henni um langan eða
skamman tíma. Seinni kona
Þórarins er Ása G. Jónsdóttir, en
þau eru nýgift.
Ætið var gott og náið samband
á milli fjölskyldna þeirra Þórar-
ins og Þóreyjar.
Var það vel, fyrst kallið var
komið, að hún skyldi vera hjá
dóttur sinni og tengdasyni á þeim
stað, sem henni var ætíð svo ljúft
að heimsækja.
Jónu mun lengi verða minnzt.
Börnum, tengdabörnum, barna-
börnum, systkinum svo og mág-
konu bið ég Guðs blessunar i
framtíðinni.
Frænka.
Guðrún Guðmunds-
dóttir - Minningarorð
Fædd 8. október 1884.
Dáin 9. júnf 1974.
Hún var fædd i Æðey, en ólst
upp á Leiru í Grunnavíkurhreppi,
dóttir hjónanna þar, Guðmundar
Tómassonar og Ragnhildar Ólafs-
dóttur, og var elzt fjögurra barna
þeirra. Guðrún giftist ung Majasi
Jónssyni og áttu þau saman
fjögur börn, öll bráðmyndarleg og
vel gefin til líkama og sálar.
En sorgin barði snemma að
dyrum hjá þessari konu eins og
víðar, þvf að hún missti mann
sinn frá börnunum fjórum korn-
ungum. Reyndi þá á hugrekki og
dugnað þessarar þróttmiklu konu
að sjá fyrir barnahópnum án
utanaðkomandi aðstoðar, þvf að
enginn var barnalífeyririnn eða
fjölskyldubætur.
Aftur sótti sorgin hana heim, er
hún missti fullorðinn son af slys-
förum, en hann var þá fyrirvinna
heimilisins, sem þau héldu í sam-
einingu. Sfðustu æviárin naut
hún aðhlynningar elskulegrar
dóttur sinnar, sem bar hana á
örmum sér til sfðustu stundar.
Þessi kona, sem hér verður
minnzt með örfáum lfnum, stóð
ekki á strætum og gatnamótum til
að kunngera ágæti sitt. Hún var
fremur hlédræg að eðlisfari, en
engum duldist, sem henni
kynntist, að þar fór stórgáfuð
mannkostakona, eins og hún átti
kyn til.
Heimilið á Leiru var um þær
mundir, sem hún var að alast þar
upp, sérstakt gæðaheimili á
marga lund á þeirra tíma vfsu.
Húsbóndinn, Guðmundur
Tómasson var einn gáfaðasti og
sjálfmenntaðasti maður þeirra
tíma og húsmóðirin, Ragnhildur
Ólafsdóttir, var rómuð fyrir ljúf-
mennsku og gæði við menn og
málleysingja.
Guðrún heitin átti því ekki
langt að sækja þá erfðaeiginleika,
sem voru svo ríkir í fari hennar,
framúrskarandi gáfur og ljúf-
mennsku jafnt við háa sem lága.
Ég, sem þessar línur rita, átti
þess kost að dvelja hjá þessari
heiðurskonu um þriggja ára
skeið, frá ellefu ára aldri og fram
yfir fermingaraldur. Ég naut því
hennar og fræðimannsins föður
hennar, sem var afbragðskennari,
við undirbúning fermingarinnar
og fullorðinsáranna.
Þetta elskulega heimili tók mér
opnum örmum, og þessi elskulega
húsmóðir gerði við mig eins og sin
eigin börn.
Nú er hún horfin af þessu jarð-
neska sviði í hárri elli, komin til
feðra sinna handan hinna miklu
landamæra. Ég hefi þá bjargföstu
trú, að sál hennar lifi þótt líkam-
inn hafi hrörnað og að hún muni
njóta ávaxtanna af lífi sinu í rík-
um mæli hjá þeim lífsins herra,
sem hún setti allt sitt traust á
meðan hún lifði.
Ég þakka Guðrúnu það, sem
hún gerði umkomulitlum dreng,
þakka fyrirmyndina, sem hún gaf
bæði mér og öðrum með lífi sínu,
og bið Guð að blessa sál hennar
um alla eilffð.
Blessuð sé minning hennar.
Hallgrfmur Jónsson.
Erum fluttir
að Smiðjuveg 9, Kópavogi.
Húsgagnaverzlun Axels Eyjólfssonar h.f.
43577.
Sími
Skrifstofuhúsnæði
á góðum stað í miðborginni til leigu. —
Vélritun og símaþjónusta á sömu hæð getu
komið til greina. — Sími 2 29 1 1.
Stýrimaður
stýrimaður eða vanur sjómaður óskast á togbát
strax. Upplýsingar í síma 99-3274.
Lokað vegna sumarleyfa
Bifreiðaverkstæði okkar verður
sumarleyfa á tímabilinu 29. júlí
n.k.
Ford umbodið.
Kr. Kristjánsson h.f.,
Suðurlandsbraut 2.
lokað
til 13.
vegna
ágúst
Dróttarvél
MF 35 óskast keypt I varahluti.
Eldri gerð. Simi 92-6501.
Volkswagen '71 eða '72
vil kaupa góðan og litið ekinn
Volkswagen ’ eða '72. Upplýs-
ingar i sima 82599.
MAZDA 818 COUPE
Tæplega tveggja ára gamall til sölu.
Bifreiðin er aðeins ekin tæplega 30.000 km og
lítur mjög vel út að utan og innan.
Uppl. ísíma 42772.