Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.07.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLl 1974 $ K*m<Ksr, '£ % mMa Rekstrarferð Smásaga eftir Líneyju Jóhannesdóttur Sagan af Sigurði rann upp fyrir mér. Hann var lokaður mörg ár inni í fjárhúsi og tekinn af honum kutinn, svo hann færi sér ekki að voða. Konan með hvíta hárið var systir hans, sú sem gætti hans í krónni. Ég hafði aldrei skilið, að sá sem gat skorið út annan eins kistil og mamma átti væri kallaður ólánsmaður. En þegar ég sá hann standa þarna ljóslifandi og stara út í bláinn, skildi ég allt í einu, hvað ólán var. Sigurður tók ekki eftir okkur, hann fór að ganga um gólf og raula, en hækkaði svo smám saman röddina. Konan með hvíta hárið kom aftur inn og rak vingjarnlega á eftir okkur eins og ekkert hefði í skorizt. „Ég er með kaffi og steikt brauð, ef þið getið gert ykkur það að góðu.“ Systir mín hætti strax við skyrið, svo hún gæti drukkið meira af kaffinu. Ég sá, að hún tók marga mola út í það og konan samþykkti með brosi. Dimm og gleðilaus rödd Sigurðar truflaði mig. „Nýta sjóa, nýta, eyrum fróar gnýrinn þinn,“ söng hann, og gólffjalirnar dúuðu undan þunga hans. Skyldi Sigurður hafa gengið svona fram og aftur í fjárhúskrónni og sungið? Ég hrökk upp úr hugleið- ingum mínum og roðnaði enn einu sinni. Báðar konurnar voru komnar inn og töluðu við systur mína. „Við látum fylgja ykkur yfir hálsana, þið eruð svo ung og nú fer að dimma,“ sagði hvíthærða konan. í þetta sinn samþykktum við fúslega æsku okkar. Eftir sólríkan dag verða haustkvöldin bitur. Konan með hvíta hárið vafði hyrnuna vandlega um höfuð systur minnar og lyfti henni á bak fyrir aftan piltinn, sem tók fyrst á móti okkur. Hann átti að fylgja okkur yfir hálsana og spretti strax úr spori. Ég kveið fyrir langri leið heim og kvaddi konurnar með söknuði. Þegar ég reið upp troðningana, sá ég þær standa og horfa á eftir okkur. Bak við þær stóð Sigurður með kutann og fyllti út í lágreistar dyr bæjarins. Pilturinn var kominn langt á undan mér, en við vorum í öruggri fylgd með fullorðnum og ég undr- aðist, að við skyldum nokkurn tíma hafa hræðzt hálsana. Líklega voru engir draugar til eftir allt saman. Þessa teikn- ingu af strák- unum á að lita, en áður en það er gert skaltu reyna að finna á myndinni fjóra hlaupaskó. £JVonni ogcTVfanni Og nú getur það ekki gert neitt til, þó að ég segi ykkur, hver ég er og hvar ég hef hafzt við. í dag flyt ég burt úr hellinum. Skilið þið nú kveðju minni til foreldra ykkar, og segið þeim frá mér, að mér hafi þótt mjög vænt um að geta hjálpað ykkur, þegar svona illa stóð á fyrir ykkur. Það var ekki of mikið fyrir greiðann, sem þau gerðu mér“. eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Halldór svaraði brosandi: „Já, væni minn. Það eru til útilegumenn, sem ekki aðeins sýnast góðir menn, heldur eru það“. „Og þú ert einn þeirra, Halldór“, sagði ég hrærður í huga og rétti lionum höndina um leið. Ég vorkenndi honum sárlega. Hér þagnaði Halldór og horfði niður á grasið fyrir fótum sér. Við störðum á hann enn og vissum ekki, hvað við áttum að segja. En loks herti Manni upp hugann og sagði hikandi: „Þú ert þá útilegumaður?“ Halldór leit raunalega til Manna og sagði: „Já, góði minn. Ég er útilegumaður“. Síðan leit hann aftur fram fyrir sig og var hugsi. , „En samt varstu svona þægilegur og góður við okk- ur“, sagði Manni. „En hvernig stóð á því, að þú varðst útilegumaður, Halldór?“ spurði Manni nú, og var honum mikið niðri fyrir. „Æ, það er raunaleg saga. Ég hef orðið valdur að dauða manns. En ég vissi ekki, hvað ég gerði. Aldrei datt mér í hug, að það mundi kosta mannslíf, nei. En ég var svo dauðadrukkinn, að ég vissi ekkert, hvað ég gerði. En það var mér að kenna samt, og þess mun ég iðrast alla mína ævi. Og aldrei skal einn einasti dropi af þessum bölvaða drykk koma inn fyrir mínar varir framar. Hann einn var orsök ógæfu minnar“. „En þá ert þú ekki vondur maður“, tók Manni fram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.