Alþýðublaðið - 12.08.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 12.08.1920, Page 1
Alþýðublaðið Grefið tít af Aiþýðuflokkuum. 1920 Fimtudaginn 12. ágúst. 182. tölubl. Flotið sofandi að feigðarósi. Á Islandsbanki að draga landið með sér á höfuðið? Svo að segja með hverjum degi sem líður, ágerist peninga- kreppa sú er íslandsbanki hefir sett landið í, aðallega með því að lána Fiskhringnum innstæðufé almennings til þess að braska með. Og nú er loks svo langt komið, að það fæst svo að segja ekki einn eyrir fluttur út úr landinu, þar sem íslandsbanki hefir neitað hvorttveggja, að yfirfæra fé til útlanda fyrir landsbankann og fyrir póststjórn, þó hann sé til hvorugtveggja skyldugur. Ekki hefir heyrst að lands- stjórnin hafi ennþá gert neinar tryggilegar ráðstafanir til þess að kippa í lag þessu óþolandi ástandi sem nú rfkir á peningamálum landsins. Síðan erfiðleikarnir byrjuðu — erfiðleikarnir, sem allir vita að eru óviturlegum og óverjandi ráðstöfunum íslandsbanka að kenna, hefir bankastjórnin framið þau axarsköft, að fyllilega er Ijóst, að hún er með öllu ráð- þrota, og má þar til nefna það uppátæki hennar, að auglýsa erlendis, að íslandsbankaseðlar yrðu ekki innleystir, og mundi sú athöfn ein, sem var algerlega óþörf, næg til þess að baka land- inu hið mesta tjón. Því þó ekkert væri að, um peningamálin, mundi slíkt tiltæki nóg til þess að glata fjárhagsáliti landsins erlendis — slíkt er fljótt að koma, en lengi að fara aftur. En þó nú að bankastjórn ís- iandsbanka væri hin vitrasta, þá er vfst, að hún gæti ekki ráðið fram úr málunum eins og þau nú eru komin. Stjórn landsins — ef hún er til, nema að nafninu — þarf tafarlaust að taka í taumana, en hér dugar ekkert ráðleysisfálm tit f loftið. Hér þarf að snúa sér ’°eint að þvf, sem er meginörsök ólánsins, en það er það, að ís landsbanki hefir lánað Fiskhringn- um (Copland), til fiskbrasks, fé það er almenningur hefir trúað bankanum fyrir. Það sem þárf að gera er því það, að lands- stjórnin, með góðu eða illu, (hún hefir þau ráð í hendi sér) knýji fram: a. að fé það er fiskhringurinn fær fyrir fisk sem hann selur, gangi inn í íslandsbanka, en sé ekki notað til nýrra „spekúlasjóna". b. að óseldar íslenzkar afurðir séu seldar fyrir lægsta viðunandi boð, jafnótt og þau koma, en ekki beðið f óvissu eftir því að betri boð fáist. Viðvíkjandi lið a. er þess að geta, að það er almælt, að hr. Qopland hafi íslandsbanka svo al- gerlega í vasanum, að hann inn- borgi aðeins í bankann það sem honum gott þyki. Með öðrum orð- um, að hann borgi ekki inn í bankann alt það sem hann fær fyrir fisk sem hann selur, heldur noti það til nýrra „spekúlasjóna", og hafi jafnvel getað hjálpað kunn- ingja sínum sem er heildsali, um stóra upphæð, sem honum hafi legið á. Viðvíkjandi lið b.: Þegar seldar eru ísl. afurðir, verður það, hvort verðið sé viðunandi, að skoðast frá sjónarmiði núverandi peninga- kreppu, en alls ekkert tillit að takast til þess hvort fiskhringur- inn tapar á því (eða íslandsbanki). Hér dugar ekki að láta hagsmuni alls Iandsins sitja á hakanum fyrir hagsmunum einstakra fárra gróða- brallsmanna, þó mektugir séu. Hvað hefir landsstjórnin gert til þess að reyna að fá lán erlendis? Þvf er fleygt manna á milium að það sé ómögulegt, en hver getur vitað það fyrirfram? Hver veit nema hin norrænu ríkin vildu hiaupa undir bagga með okkur et þau vissu gerla, hve okkur riði á því. En hvað sem því nú líður þá er víst að það dugar ekki að landsstjórnin reyni að humma mál- ið fram af sér, því það er að láta íslandsbanka skella um koll og draga alt landið með sér í fallinu. fritar í vænínm. Khöfn, 12. ágúst. Símað er frá London að Pólland sé reiðubúið til þess að semja vopnahlé og frið í Minsk, Bandamenn ætla að bíða árang- ursins. Verklýðsstjórnin í Rússlandi er fús til að viðurkenna skuldir keis- araveldistímanna. Bolsivíkar hafa lagt vopnahlés- skilyrðin fyrir ensku stjórnina: Sjálfstæði Póllands tekið til greina; pólska hernum sé fækkað niður í 50 þúsund; allar hergagnaverk- smiðjur séu lagðar niður, sem slfkar. Símað frá Berlín að bolsivíkar séu aðeins 2 kfiometra frá Varsjá. Um daginn 09 vegii. Flugan er nú því nær alveg benzfnlaus, hefir ekki meira en sem svarar io fimm mfnútnaferðir. Reynt hefir verið, en árangurs- laust, að fá flugbenzín bæði í Englandi og Danmörku. En þar sem stríðshættan virðist nú um garð gerðin, er ekki ómögulegt, að úr þessu rætist. Beskytteren er nú farinn að rannsaka, hve mikil brögð eru að tundurduflahættunni fyrir Austur- landi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.