Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI 1974 3 Sól og hiti í Ásbyrgi ÞJOÐHÁTlÐ Norður-Þingey- inga var haldin f Asbyrgi á sunnudaginn. Tókst hún f alla staði mjög vel, og höfðu gestir af henni hina mestu ánægju að sögn Ölafs Ágústssonar frétta- ritara Mbl. á Raufarhöfn. Mjög mikill mannfjöldi sótti hátfð- ina og veður var hið bezta, sól- skin og hiti. Ungmennasam- band Norður-Þingeyinga sá um hátfðina. Hátíðin var sett klukkan 13,30. Hófst hún með guðsþjón- ustu og predikaði sr. Marínó Kristinsson. Því næst flutti Stefán Þorláksson frá Sval- barði hátíðarræðu og Fjall- konan flutti kvæði eftir Þor- finn Jónsson í Kelduhverfi. Einnig flutti Snæbjörn Einars- son frumort kvæði. Lúðrasveit Húsavíkur lék nokkur Ungmennasamband Noróúf- Þingeyinga sá um skrúðgQgiíi og fánahyllingu. Fjórir kirkju- kórar komu fram, og flokkur frá Raufarhöfn sýndi vikivaka- dans, sem kallast Vefurinn. Há- tíðinni lauk með dansi fram eftir nóttu, en kvöldið áður var einnig stiginn dans. Menningar- leg og virðu- leg þjóðhátíð aðReykholti 3000 manns á Svartsengi ÞJÖÐHÁTlÐ Suðurnesja- manna var haldin á Svartsengi við Grindavfk á sunnudaginn. Samkvæmt upplýsingum Guð- finns Bergssonar fréttaritara Mbl. f Grindavfk, tókst hátfðin einstaklega vel. Talið er, að um 3000 manns hafi verið á hátfðarsvæðinu allan tfmann, en einnig var það algengt, að fólk væri að koma og fara. Hátíðin hófst með helgistund klukkan 14. Sóknarprestarnir sr. Jón Árni Sigurðsson, úr Grindavík, sr. Björn Jónsson, Keflavík, og sr. Guðmundur Guðmundsson á Utskálum þjónuðu. Kirkjukórar á Suður- nesjum sungu sfðan, bæði einir sér og sameiginlega. Þvínæst flutti Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor hátíðarræðu, en hann er frá Grindavík. Karla- kór Keflavíkur söng undir stjórn Geirharðs Valtýssonar, og Kristinn Reyr Pétursson flutti hátiðarljóð, sem hann hafði sérstaklega samið í tilefni hátíðarinnar. Haukur Þórðar- son úr Keflavík söng nokkur einsöngslög og Helgi Skúlason leikari las upp, en hann er úr Keflavík. Þá komu Hljómar fram, og unglingar dönsuðu eftir tónlist þeirra. Sfðan var glímusýning, Víkverjar úr Reykjavfk sýndu bændaglímu, og var því atriði vel tekið. Að lokum léku Hljómar nokkur lög, og síðan var hátíðinni slitið um klukkan 18. Dimmt var í lofti á meðan hátfð stóð yfir, og um klukkan 16 fór að rigna. Fóru þá margir í kaffi í Festi, og var þar þröng á þingi. Síðan stytti upp, og hélzt þurrt fram yfir þann tíma, sem hátíðin stóð. Kútter Sigurfari kom síðast til íslands 1964 Þessi mynd var tekin þegar kútter Sigurfari lagði upp f ferð sfna frá Færeyjum til ts- lands. Það voru Lionsmenn á Eskifirði, sem sáu um að koma kútternum hingað. Ms. Sæberg SU 9 frá Eskifirði dró Sigur- fara til Neskaupstaðar, en eig- endur Sæbergs eru Aðalsteinn Valdemarsson og Garðar Edvaldsson. Þess má tii gamans geta, að f skipsbók kúttersins er þess get- ið, að hann kom sfðast til Is- lands 1964. Sótti hann þá beitu- sfld tif Eskif jarðar. Samkór Borgfirðinga og Akraness syngur. Ljósm. tók Vilhjálmur Einarsson. Kútter SIGURFARI kominn til Akraness Borgarnesi 8. júlf. Á FJÖRÐA þúsund manns sóttu þjóðhátfð Borgfirðinga f Reykholti laugardaginn 6. júlf s.l. Var hátfðin haldin á vegum þjóðhátfðarnefnda Borgar- fjarðar og Akraness. Veður var gott meðan hátfðin stóð, sólskin og hlýtt í veðri. Undir lok há- tfðarinnar gerði skúr. Hátfðar- svæðið var allt fánum prýtt, og blakti þar efstur við hún fáni Borgarf jarðarhéraðs með merkjum beggja sýslnanna og var hann gerður f tilefni hátfðarinnar. Samkomuhaldið fór hið bezta fram, og sást ekki vfn á nokkrum manni, og þurfti lögreglan ekki að hafa nokkur afskipti af gestum. Var dagskrá vel tekið, og er það mál manna, að hátfðin hafi farið mjög vel fram, verið menningarleg og virðuleg sem hæfir þessum degi. Hátíðarhöldin hófust laust eftir klukkan 14 með því, að lúðrasveit skólanna á Akranesi lék nokkur lög. Þá setti Asgeir Pétursson sýslumaður, for- maður þjóðhátfðarnefndar, hátfðina með stuttu ávarpi. Þá var kvæðið „1974“ eftir Guð- mund heitinn Böðvarsson skáld frá Kirkjubóli flutt af syni hans Böðvari. Var flutningi kvæðis- ins mjög vel tekið. Að loknum flutningi þess tilkynnti frú Þór- unn Eiríksdóttir, Kaðals- stöðum, formaður Sambands borgfirzkra kvenna, að stofn- aður hefði verið sjóður til minningar um Guðmund og konu hans, Ingibjörgu Siguröardóttur. Eru aðilar að sjóðnum börn þeirra hjóna, Samband borgfirzkra kvenna, Ungmennasamband Borgar- fjarðar, Búnaðarsamband Borgarfjarðar og Rithöfunda- samband Islands. Tilgangur sjóðsins er að eignast ibúðar- hús og innbú skáldsins að Kirkjubóli og varðveita það. Er ætlunin sú, að skáldum verði þar boðin dvöl um einhvern tíma og ennfremur er ætlazt til, að það verði opið til sýnis al- menningi ákveðinn tíma á ári hverju. Fjár verður m.a. aflað með almennum samskotum. Jón Helgason rithöfundur frá Stóra-Botni hélt þessu næst hátíðarræðuna, og var henni vel tekið. Sfðan flutti Ingibjörg Ásgeirsdóttir kennari frá Borgarnesi ávarp Fjallkon- unnar. Var það kvæðið „Minni Ingólfs" eftir sr. Matthías Jochumsson. Þá afhjúpaði hún málverk eftir Jóhannes S. Kjar- val, forkunnarfagra mynd frá Þingvöllum, og er ramminn annað listaverkið til, skorið út af norskum völundi. Mynd þessi er gjöf sýslunefnda Frá mótsstaðnum f Reykholti Borgarfjarðarsýslu og Mýra- sýslu, Borgarneshrepps, Kaup- félags Borgfirðinga og Spari- sjóðs Mýrasýslu til Listasafns Borgarfjarðar. Myndin naut sín óvenjuvel þegar hún var af- hjúpuð, sólin skein á hana og fannst gestum mikið til um hana. Samkór Borgfirðinga og Akurnesinga söng því næst nokkur lög undir stjórn söng- stjóranna Ólafs Guðmunds- sonar, Guðjóns Pálssonar, Kjartans Sigurjónssonar og Hauks Guðlaugssonar. Þá sýndi flokkur frá Þjóðdansafélagi Reykjavfkur þjóðdansa og Kjartan Bergmann stjórnaði glímusýningum pilta frá Ung- mennafélaginu Víkverja. Að lokum flutti Ómar Ragnarsson gamanþátt. Þorvaldur Þorvaldsson, for- maður þjóðhátíðarnefndar Framhald á bls. 35 Akranesi, 8. júlf 1974. ÞJÓÐHÁTlÐIN á Akranesi er nú f fullum gangi og margir gleðilegir atburðir reka nú hver annan. Hátíðinni lýkur á fimmtudaginn. Á sunnudags- kvöldið kom kútter Sigurfari aftur yfir tslandsála eftir ára- tuga veru f Færeyjum. Kútter- inn var um langt árabil f eigu Islendinga. Hann var smfðaður f Englandi árið 1885 og keyptur til landsins árið 1897. Fyrstu árin var hann gerður út af Pétri Sigurðssyni útvegsbónda á Hrólfsskála, Seltjarnarnesi, og Gunnsteini Einarssyni skip- stjóra, Skildinganesi, en sfð- ustu árin hér heima var Sigur- fari í eigu fyrirtækisins H.P. Duus f Reykjavfk, og var hann seldur til Færeyja f jan. 1920. Sigurfari var happaskip alla tfð og skipstjórar á honum afla- menn f fremstu röð. Þó að Sigurfari hafi verið gerður út frá Rvfk hafa margir Akurnes- ingar verið á honum, og meðal margra gamalla skútukarla, sem fögnuðu komu skipsins, voru Enok Helgason, Kjartan Þorkelsson og þeir bræður Kjartan og Jón Helgasynir frá Kringlu á Akranesi, sem báðir áttu sín fyrstu sjómannsspor um borð f Sigurfara, þá mjög ungir að árum. Sigurfari er 86 tonn og munu þessi skip al- mennt hafa verið frá 75—90 tonna, og afburða sjóskip að sögn þeirra manna, sem til þekkja. — Félagar Kiwanis- klúbbsins Þyrils, Akranesi, gáfu skipið til Byggðasafns Akraness og nærsveita að Görð- um, en sr. Jón M. Guðjónsson hafði lengi átt þá ósk að safnið -eignaðist skip sem þetta, en tfmabil skútualdar markar djúp spor f útgerðar- og sjó- mannasögu Islending. — Sem fyrr segir lagðist Sigur- fari upp að um kl. 8, en varð- skipið Ægir hafði dregið hann frá Neskaupstað þar sem hann kom fyrst að landi frá Færeyj- um. Mikill fjöldi Akurnesinga tók á móti skipinu ásamt Lúðra- sveit skólanna undir stjórn Þór- is Þórissonar og karlakórnum Svönum, og sungu kórfélagar nokkur ættjarðar- og sjómanna- lög fklæddir stökkum og stfg- vélum, en stjórnandinn Haukur Guðlaugsson var klæddur bún- ingi skipstjóra. Undirleik ann- aðist frú Frfða Lárusdóttir. — Örnólfur Þorleifsson, form. Kiwanisklúbbsins, afhenti skip- ið og Sveinn Guðmundsson bankaútib. stjóri veitti þvf við- töku f.h. Byggðasafnsins. Einn- ig tóku til máls þeir Gylfi Isaks- son, bæjarstjóri og sr. Jón M. Guðjónsson. Viðstaddir móttök- una voru ýmsir velunnarar skipsins, m.a. Pétur Sigurðsson forst. Landhelgisgæzlunnar sem er sonarsonur fyrsta eig- anda skipsins. Þá bárust ýmsar gjafir til skipsins og Byggðasafnsins: Fáni var gefinn til minningar um Jóhannes Guðmundsson skipstjóra og konu hans Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.