Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI 1974 11 Raunverulegt samband 99 59 Athugasemd frá Þorsteini Guðjónssyni Það hefur verið haft orð á því við mig, að ekki hafi nógu vel til tekizt hjá Mbl., þegar það setti hina fyrirfram ákveðnu fyrirsögn „Dulræn efni og trúarreynsla" yfir viðtal það, sem Björn V. Sigurpálsson átti við mig um kenningar dr. Helga Pjeturss. Því að kenningar dr. Helga eru hvorki dulrænar né trúarbragða- legar, heldur einmitt hrein- vísindalegar. En þessi fyrirsögn mun þó ekki hafa verið viljandi sett þarna yfir til þess að lýsa yfir ákveðinni skoðun blaðsins á kenningu dr. Helga, heldur mun hún vera sprottin af þvf, að efnið var flokkað fyrirfram, áður en blaðamennirnir höfðu kynnt sér það. En flokkurinn, sem við áhugamenn um kenningu dr. Helga kentum þarna í, var „Dul- ræn efni og trúarreynsla" og verð ég reyndar að játa, að ég tók lítt eða ekki eftir þessari aukafyrir- sögn, þegar fyrri greinin birtist. Og hef ég auðvitað því minni ástæðu til að vera með aðfinnslur út af þessu, sem ég veitti því minni athygli. En ástæðan til þess, að ég veitti þessu svo ólöggt athygli, mun hafa verið sú, að aukafyrirsögnin lenti í miðri stjörnugeimsmynd, og hafði þessi baksýn einhver þau áhrif á hana, að það varð ekkert úr henni. Og hittist þar skemmtilega á, því að þar sem sýn gefur til hinna raun- verulegu stjarna vfðgeimsins, hverfur dulrænan og fjötrar hinn- ar vanabundnu hugsunar. Enginn trúir á andaheim, meðan hann horfir út í frjálsan stjörnugeim- inn, og ekki heldur á eilffar refsingar. Og enginn, sem er frjáls í huga, getur látið sér detta í hug aðra eins fjarstæðu og þá, að lífið sé bundið við þennan eina hnött, sem hann stendur á, af billjónum billjóna hnatta. Þó að viðtalið f fyrra blaðinu mætti heita allgott af blaða- mannsins hálfu — þessi hálf vandræðalegi inngangur um Sigurð Nordal og William James var ekki annað en afleiðing af þvf, að ekki mátti fara beint að þvf að kynna kenningu dr. Helga, heldur varð að binda hana undir fyrir- sögn — þá verður varla hið sama sagt um síðari grein hans. Hann sýndi mér fyrri greinina, áður en hann birti hana, og bauð mér að taka af henni hnökra, sem ég tók mjög fáa. En í sfðari greininni gat hann ekki á sér setið að fara að koma með ýmislegar glósur og hálfyrði um sambandstilraun þá, sem hann sóttist svo mjög eftir að fá að taka þátt f. En þennan sam- setning sinn sýndi hann okkur ekki, og bendir það til þess, að samvizkan hafi ekki verið sem bezt. Engum er það betur Ijóst en Nýalssinnum, hverjum vand- kvæðum það er bundið þetta sam- band, og það er á misskilningi byggt, þegar B.V.S. heldur, að við ætlumst til þess, að þeir, sem ganga í salinn, verði að „trúa“ öllu, sem talast fyrir miðils munn. Það er á öðrum stað í þessu sama Lesbókarblaði sagt frá fslenzkum miðli, sem talinn er vera allt að því einstakur í víðri veröld að þvf leyti að geta undantekningarlítið komið með nöfn og atvik til sönn- unar. En B.V.S. ætlast til þess að um alla miðla, að þeir hafi þennan hæfileika f fullum mæli, — og svo líklega einnig að geta flutt viðstöðulaust af munni fram óþekkt fornkvæði. Vanti eitthvað á þetta lýsir hann yfir þvf, að „raunverulegt samband sé þetta varla.“ Af því má reyndar ráða, að hann heldur, að raunverulegt samband sé þó til, en aðeins ekki hjá Nýalssinnum. En þarna hefur hann misskilið heldur betur, þvf að Nýalssinnar hafa aldrei reynt að koma sér upp eignarrétti á sönnunum. Kenning Nýals er jafnsönn fyrir því, hver „á“ sannanirnar fyrir henni. Það er nóg, að þær eru til. Fyrirbæri, sem fylgja Gyðingi utan úr Israel eða svertingja í Abbessiníu, eru jafngóð til sönnunar og hver önn- ur, þar sem skilningur er fyrir hendi. Það er skilningurinn, sem Nýalssinnar „eiga“, og þeir geta veitt hlutdeild f honum hverjum, sem vit hefur og vilja til að til- einka sér hann. Og ég vona, og býst reyndar fastlega við þvf, að Björn Sigurpálsson eigi heldur fyrr en síðar eftir að tileinka sér þannskilning— og að hann sjái þá um leið, hversu ósmekkleg hún var þessi samlfking hans um „Jesúmýnd í safnaðarheimili", í sambandi við myndina af dr. Helga — sem hann hélt, að væri þarna til þess að tilbiðja hana. Þorsteinn Guðjónsson _ o — 0 — I tilefni þessara tilskrifa Þor- steins vill greinarhöfundur aðeins taka eftirfarandi fram: Blaðamönnum hefur jafnan þótt það sjálfsögð kurteisi, er þeir sækja vitneskju sína í fróðleiks- sarp annarra, að gefa viðkomandi fræðara sínum kost á að fara yfir handritið i þvi skyni að tryggja, að allt sé þar rétt með farið. Þess vegna bauð ég Þorsteini að lesa yfir það, sem ég hafði eftir honum um dr. Helga Pjeturss og kenningar hans. Hins vegar lagði ég sjálfur út af þessari vitneskju, Framhald á bls. 33 VINSÆLAR ORLOFSFERÐIR / sumar og haust til Möltu — sólskinseyjar Miöjaröarhafsins Brottför: 3. 17 og 31. águst og 14. september. -- _• i 1 9 MALTA ER PARADIS FERÐAMANNSINS Malta hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamanninn: Milt og þægilegt loftslag — góð hótel, þjónustu og viðkunna gestrisni — gæði i mat og drykk — baðstrendur lausarvið alia mengun — glaðværð og skemmtanir við allra hæfi — hagstætt verðlag. Til Agadir í suður-Marokkó á vesturströnd Afriku. Önnur hópferð okkar á þessar vinsælu ferðamannaslóðir Afríku, þar sem sumar rikir allt árið, verður farin 6. október. Skipuleggjum ferðir um allan heim fyrir hópa jafnt sem einstaklinga. Ferðamiöstööin hf. Aðalstræti 9 — Símar 1 1 255 og 1 2940 Þaö sem þér sjáiö þessari mynd margar aörar geröir af sófasettum og borðstofusettum komu aftur í búðina í gær. Síðast seldist allt upp á nokkrum dögum. Komið og skoðið hjá okkur Það borgar sig Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.