Morgunblaðið - 09.07.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.07.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 Sr. Halldór Gunnarsson, Holti: Hvar stendur kirkjan í dag gagnvart fslenzkri þjóð á þjóó- hátíðarári? Gildir ekki svar Grundvigs alla daga og alla tíma? „Kirkja vors Guðs er gamalt hús, Guðs mun þó bygging ei hrynja. Guð er til hjálpar henni fús, hvernig sem stormarnir dynja; mannvirki rammgjörst féllu fljótt, finnur enn skjólið kristin drótt, Herrans f húsinu forna.“ Við lifum þá breyttu þjóðfélagshætti, að samtfðin skilur ekki þetta tungutak málum að sjálfsögðu þá á kostn- að þeirra heimila, þar sem hús- mæður vinna heima að uppeldi barna sinna og nýta því ekki þessa þjónustu. Þegar þannig er komið virðist áframhaldið brautin bein. Við getum horfzt í augu við vissar staðreyndir: Uppeldi barna í þéttbýli hverf- ur smátt og smátt frá heimilum til vöggustofa og dagheimila. Þar hlýtur félagsskapur uppeldisins að vera einhæfur. Börnin alast upp með jafn- öldrum sfnum nær eingöngu og orðaforði þeirra og þroski fer eftir því. Hér skapast geigvæn- leg vöntun f uppeldið, þegar faðir og móðir eru að heiman nema um kvöld og nætur, afi og amma á elliheimili og barnið með sömu vanvitum og það er sjálft að deginum til. Yfirburð- ir fyrra uppeldis á heimilum hjá kærleiksrfkum og trúuðum foreldrum voru fólgnir í sam- félaginu, t.d. til sveita þar sem börnin voru með fullorðnu eða skemmri dvalar f sveit frá Félagsmálastofnun Reykjavfk- ur. Þessi börn eru f sveitinni nefnd „félagsmálabörn" og erfiöleikarnir, sem upp koma, eru ótrúlegir. Börnin eru meira og minna vanþrozka með ýmsa afbrigðilega hegðan, sem oft- sinnis eru yfirfærð til sveita- heimilisins og barnanna f sveit- inni, sem þessi börn ganga f skóla með á vetrum. Ég eftirlæt kennurum og skólastjórum að lýsa þeim erfiðleikum, er upp koma þvf samfara og einnig læt ég ósagt um þau vandkvæði, sem verða með auknum líkams- þroska þessara barna, þegar andlegur þroski þeirra fylgir ekki með. Þau eru sannarlega mörg vandamálin f þjóðfélaginu, þeg- ar heimilið er ekki rækt sem uppeldisstofnun, þar sem trú, kærleikur, alúð og umhyggja eiga samleið. 1 rauninni tel ég, að flest vandamál samtfðarinn- ar eigi rætur að rekja til þeirra heimila, sem af einhverjum ástæðum brotna niður. Af persónulegum kynnum f sam- tölum við óhamingjusamt fólk virðist mér upphafið alltaf vera þetta sama: Heimilið var ekki virt og trúarlff ekki rækt. Áróður fyrir frjálsum fóstur- eyðingum meðal samtfðar okkar á einnig sfn upptök f. heimilislífinu. Húsmóðir án lif- andi heimilis, hvort sem hún er gift eða ekki, krefst þess að ráða yfir öðru lffi að eigin vild og fyrirfara því vegna þess að ekkert rúm sé fyrir það. Hún miðar þá við sjálfa sig og eigið Hf í eigingirni. Verði þetta að löggjöf, sem virðist vegna þunga áróðursins, hlýtur það að mega teljast beint framhald að hægt yrði að útrýma óæskileg- um þegnum í þjóðfélaginu, hversu óhugnanlegt sem það er hugsuninni einni saman f dag. Kirkjan verður að eignast þann Kirkjan verður að taka upp áróður í þeirri viðleitni að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan f hann, standa vörð um heimilið, trúar- heimilið, þar sem kærleikur og gagnkvæm virðing rfkja, sem er undirstaða lífshamingju ein- staklingsins og þá jafnframt heilbrigðis þjóðfélags. Hlut- verk kirkjunnar f samtfð sinni hlýtur því að vera það sama og ætfð fyrr að standa vörð um kristna kenningu, orð heilagrar ritningar og það lffsviðhorf, sem felst f þeirri viðleitni „að leitast við af fremsta megni að hafa frelsara vorn Jesúm Krist að leiðtoga lífsins". Kirkjan verður að standa sterkari vörð um virðingu hjónabandsins og helgi, sem heimilið er byggt um. Kirkjan verður að breyta um starfsaðferðir til að ná eyr- um þess fólks, sem kirkjunni tilheyrir. Að þessum niðurstöðum fengnum vil ég víkja nokkrum orðum að kirkjunni og samtfð hennar og sfðan þeim starfs- háttum, sem ég tel, að kirkjan verði að vinna að til að geta náð til þjóðarinnar með sterkri röddu og ákveðinni leiðsögn. Kirkjan og samtfðin. í 62. grein stjórnarskrárinnar segir: „Hin evangelíska- lúterska kirkja skal vera þjóð- kirkja á tslandi, og skal rfkis- valdið að þvf leyti styðja hana og vernda." Með þessari grein stjórnarskrárinnar er sagt, að kirkjan sé stofnun, er starfi i þjónustu rfkisins og hafi þvf hlutverki að gegna í þágu þjóðar og samtfðar hverju sinni. Að landslögum eru allir þegnar f þjóðkirkjunni nema þeir tilheyri öðrum trúarflokk- um eða hafi sagt sig úr þjóð- kirkjunni, með öðrum orðum að 92.6% þjóðarinnar eru f þjóð- kirkjunni. Hins vegar getur Prestastefna hefur nýlega fjallað um fermingarfræðsluna og nauðsyn þess, að við sóknarprestar samræmum kennslu okkar og leggjum meiri rækt við þann undir- búning. Þrátt fyrir það hefur þessum málum ekki verið komið f n6gu gott horf — og getum við þvf efni ekki kennt neinum um nema okkur sjálf- um. Að minu mati þarf að taka þetta mál traustu taki með hjálp námskeiða okkur sóknar- prestum til aðstoðar. Fermingarundirbúningstfminn verður æ meir að höfða til kristindómskennslu og þvf að vara lengur, a.m.k. eitt ár. Hver tfmi þarf að vera þannig upp- byggður, að hann minni á sam- félag þar sem samræður eiga sér stað og trúarlíf og bæna- stund sé liður slíkrar stundar. Forsendu slfks tel ég, að hámarksfjöldi fermingarbarna f hverjum tíma sé ekki meiri en 10 nemendur. 3. Fjölmiðlar. Þegar kristin- dómsfræðslu í skólum lýkur á fermingarári unglings, er bein- um afskiptum þjóðfélagsins af þegnum þjóðarinnar f leiðsögn og leiðbeiningu til kristinnar trúar hætt. Það, sem við tekur, eru áhrif fjölmiðla f þessum málum. Er þar fyrst til að taka, að á vegum kirkjunnar eða Prestafélags Islands er gefið út eina málgagn kirkjunnar, Kirkjuritið, sem kemur út fjór- um sinnum á ári. Þetta mál- gagn kirkjunnar nær skammt eða fyrst og fremst til þess fámenna, en trausta hóps, sem trúarlíf ræktar og kirkjuna sækir. Þar fyrir utan hefur kirkjan ekki beinan aðgang að fjölmiðli, er nær til þjóðar- innar. Persónulega verður mér það ætfð minnisstætt, þegar ég á sfðasta ári við sérstæðar að- stæður bað formann útvarps- ráðs, Njörð P. Njarðvík, um að koma á kirkjulegum bænar- KIRKJAN OG SAMTÍÐIN Grundvigs. Það er vandinn og meir en það. Samtfðin fjarlæg- ist kristna kirkju samfara gegndarlausu lífsgæðakapp- hlaupi. Trúarþörfin er þó hin sama og áður, jafnvel sterkari að mínu mati. I orðum mínum hér á eftir mun ég reyna að draga fram mynd af þjóðfélaginu, mein- semdum þess og vandamálum og sfðan benda á þær leiðir, sem ég tel kirkjan verði að fara svo kristin drótt finni enn skjól í „Herrans f húsinu forna“. Þjóðfélagið og samtfðin Undirstaða hvers þjóðfélags og hverrar samtfðar er heimil- ið, hvernig það er virt og rækt. Heimilið hlýtur einnig að vera undirstaða kristinnar uppeldis- mótunar. Hins vegar er það við- urkennd staðreynd, að heimilis- hald hafi verið að breytast allt frá seinni heimsstyrjöld, með þó stærstu breytingunum nú á sfðustu tfmum, jafnvel það að heimilið er ekki til, aðeins upp- búið og dautt gistirúm nætur. Hér veldur mörgu, en fyrst og fremst sá áróður, að hverri hús- móður sé nauðsynlegt að vinna úti, í burtu frá heimili sfnu. Þessi áróður segir, að kon- an eigi ekki að vera lokuð inn- an dyra heimilisins eins og í fangelsi. Engin rödd hefur heyrzt sterk gegn þessu. I þessu sem og f öðrum mikilsverðum málum hefur vantað sterka rödd frá kristinni kirkju til mótvægis á opinberurr vettvangi. Meira að segja lög- gjafarvaldið stuðlar að þessu niðurbroti heimilishaldsins með löggjöf f sambandi við skattamál. Bæjaryfirvöld styrkja víða gæslustöðvar og dagheimili barna og stefna að mun stærra átaki í þessum fólki við störf svo snemma sem barnshönd ráð verki, en þannig lærði einstaklingurinn að skila sfnum starfsdegi heilum með heilbrigðri hugsun og kristinni trú. Á þennan hátt skilaði hver kynslóð menningararfi sfnum og trúarmótun næstum óafvit- andi til næstu kynslóðar. I dag horfumst við hins vegar f augu við ýmis vandamál, sem eru afleiðingar þess, að heimil- ið sem uppeldisstofnun er að týnast á þéttbyggðum svæðum þessa lands. Jafnframt þessum breyting- um hafa nýjar þjóðfélagsstéttir komið fram til að bjargar þjóð- félagsvanda. Á ég þar við sál- fræðinga og félagsráðgjafa. Þau vinnubrögð, sem þessar starfstéttir eru menntaðar til og vinna eftir, minna mig oft á þá líkingu, að barn detti ofan f brunn og í stað þess að fara eftir gömlum og góðum máls- hætti að byrgja brunninn, þá fái þeir, sem ráða, froskmenn f þar til gerðum búningum til að kafa ofan i brunninn f hvert sinn, sem barn dettur ofan í. Væru síðan hafnar björgunar- aðgerðir, er tækju langan tfma og ekki væru einhlýtar til árangurs. Ég veit ég þarf ekki að skýra þessa líkingu nánar, nóg er að vitna til liðinnar hörmungarsögu: Á dögum Hitlers f Þýzkalandi var reynt að ala upp fyrirmyndarbörn að kyni til á stofnunum. Nær öll börnin urðu sjúk á sálinni og þrátt fyrir meðhöndlun fær- ustu sérfræðinga varð fangelsi gistiheimili mjög margra þessara einstaklinga um síðir. Með þessum orðum vil ég ekki spá neinu, heldur vil ég segja eigin reynslu. Fyrir mig sem þjónandi sóknarprest f dreifbýli er það sláandi lífs- reynsla að kynnast börnum, sem er komið fyrir til lengri styrk með samtíð sinni, að óhugsandi sé slík framvinda. Áróður fyrir elliheimilis- byggingum á einnig sfn upptök í því, að margt yngra fólk hugs- ar um heimilið sitt í dauðum húsmunum og þykkum teppum og hefur ekkert rúm fyrir eldri kynslóð þar. Heimili þessa fólks á fremur að sýna öðrum en þeim sjálfum, hversu „vel stæð“ þau séu og þar af leið- andi hamingjusöm. I kristinni trú skilst fánýti þessa og hins vegar nauðsyn þess, að kyn- slóðirnar lifi saman. Afi og amma, séu þau hraust, hafa alltaf tfma aflögu að taka litla hönd f sfna, leiða til leiðsagnar og innræta börnunum kristna trú og helgi kvöldstundar í bæn. Aróður fyrir skólalengingu á einnig sín upptök í breyttu heimilishaldi þéttbýlisfólks. Skólinn á að taka á sig skyldur heimilisins, ala upp, gæta og kenna. Samfara þessu breytta hlutverki koma upp vandamál, sem skólamenn ráða ekki við. Sú er reynsla annarra þjóða og þess verður einnig vart í samtíð okkar nú. Það er uppreisn æskunnar og öfuguggahættir, sem hún lærir frá æsandi kvik- myndum og sjónvarpi. Það er uppreisn vegna þess, að skólinn getur aldrei komið f stað heimilis, skólinn verður eðlis sfns vegna að skipa fyrir og krefjast og getur ekki nema að mjög takmörkuðu leyti veitt persónulega leiðsögn, hvað þá að hann geti veitt hjartahlýju, öryggi og kristna trú, en það er hverju barni og unglingi nauð- syn til heilbrigðis þroska og vaxtar. Gagnvart þessari samtfð og lffsbreytni verður kirkjan að eiga sterkt andsvar, greiðan að- gang að fjölmiðlum, eigið mál- gagn og fleiri starfskrafta. kirkjan aldrei orðið annað en samfélag trúaðra manna um fagnaðarboðskap Jesú Krists, líf hans, dauða og upprisu. Það er langt frá þvf, að þetta tvennt fari saman. Það má segja, að við sóknarprestarnir þjónum kirkjunni sem samfélagi trú- aðra manna, fólkinu, sem sækir kirkjuna heim, þegar guðs- þjónusta fer þar fram. Hvað þá um þann fjölda af fólki, sem kemur ekki til kirkju, en er samkvæmt stjórnarskránni f hinni evangelísku-Iútersku kirkju? Ég tel, að þessi spurning skipti samtíðina miklu máli og þvf sé eðlilegt og rétt að brjóta slíka spurningu til mergjar á þessu þjóðhátíðar- ári. Fleiri gætu spurningarnar orðið: Hvað gerir þjóðfélagið og samtfðin til að auka veg kristn- innar? Eru rúmlega 90% þjóðarinnar samþykk ferm- ingarheiti sfnu? Þeirri spurningu hlýtur að mega svara á þá leið, að þessi stóri meirihluti þjóðarinnar hljóti að geta samþykkt f það minnsta, að kristin trú sé til heilla og gæfu íslenzkri þjóð og ekki sé rétt að vinna gegn áhrifum hennar með þjóðinni. En hver er reynd þessara mála, eins og hún kemur mér fyrir sjónir? 1. Kristindómsfræðsla. 1 þeim málum hafa prestastefn- ur, kirkjuþing og almennir kirkjufundir samþykkt ítar- legar ályktanir, skipað nefndir, sem hafa starfað vel og reynt að vinna að endurbótum kristin- dómsfræðslunnar á öllum skólastigum án árangurs. Þessi mál eru slík að vart verða öðru vísi skilin en beint sé verið að vinna gegn kristinsdóms- fræðslu f skólum landsins af vissum öflum innan þjóðfélags- ins. 2. Fermingarundirbúningur. þætti um styttri tfma. Hann svaraði mér á þá leið, að Iitlar lfkur væri á, að það fengist, því að útvarpsráð liti svo á, að útvarpið væri enginn vettvang- ur fyrir kristna trú og ætti ekki að þjóna henni frekar en öðrum trúarbrögðum. Alveg í þessum anda eru viðbrögð útvarpsráðs við eindregnum tilmælum for- svarsmanna kirkjunnar um endurbætur á sjónvarpsefni og fjölgun dagskrárliða þar. T.d. hefur komið fram ákveðin ósk um, að dagskrá hljóðvarps og sjónvarps ljúki hverju sinni með stuttri kvöldbæn, en þvf verið hafnað. Þannig er á fleiri sviðum, sem raun er að, en samt sem áður nauðsyn að horfast í augu við til að geta metið stöðu kirkjunnar í sam- tfð sinni. 4. Alþingf. Samkvæmt hinni evangelfsku-lútersku kirkju fer kirkjumálaráðherra með æðstu völd f ytri málefnum kirkjunn- ar í umboði forseta tslands og setur henni lög og reglugerðir að starfa eftir, að fengnum ábendingum frá prestastefnu, kirkjuþingi og kirkjuráði. Eng- in stofnun f þjóðfélaginu getur fyrirfram krafizt þess, að lög- gjafinn samþykkti allar álykt- anir hennar, en að tillögur fyrr- greindra aðila séu ekki teknar fyrir af löggjafarvaldinu og oft- lega sé hafnað eðlilegum breyt- ingum er erfitt að þola án þess að reynst sé að komast fyrir ástæðuna og skilja, hvað veld- ur. Hér á ég sérstaklega við meðferð löggjafarvaldsins á margsamþykktum tillögum okkar um veitingu prestsemb- ætta, sem virðist eiga að vísa frá með þögn. Hver er ástæða þessarar framvindu? Það er eitthvað meira en lftið að. tslendingar lifa f dag þá breyttu þjóðfélags- Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.