Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 15
V-Þjóðverjar heimsmeistarar 1 knattspyrnu Sjá frásögn í opnu íþróttablaðsins 8 SlÐUR ÞRIÐJUDAGUR 9. JtLl Enn fær IA stig á silfurfati Skagamenn fá gott tækifsrl. Eyleifur skallar að marki, en Sigurður stöðvaði knöttinn á marklfnunni. Grfmur og Dýrl fá ekki komið vörnum við. Valur — IA 0:1 ÞAÐ var ekki aðeins að vafasöm vftaspyrna á lokamfnútum leiks Vals og 1A á Laugardalsvellinum á laugardaginn færði Akurnes- ingunum sigur f leiknum. Heldur kann mark það, sem Björn Lárus- son gerði úr vftaspyrnunni, að verða Akurnesingunum góð hjálp f hinni hörðu baráttu um tslands- bikarinn. Sitjandi aftast upp undir rjáfri f stúkunni á Laugardalsvellinum var sá, sem þessar Ifnur skrifar, ekki f góðri aðstöðu tii að sjá, hvort um vftaspyrnu var að ræða eða ekki, en eins og áður segir, var vftaspyrnan vafasamur dómur frá bæjardyrum undirrit- aðs. Þeir, sem nær voru staðnum, þar sem atvikið átti sér stað, voru ekki á eitt sáttir, einn sagði að um augljósa vftaspyrnu hefði verið að ræða, meðan annar sagði, að vftaspyrnudómurinn hefði verið gjöf til Akurnesinga. JtJLlUS Boros hefur um árabil verið talinn einn sterkasti atvinnugolfari í veröldinni. Hann er að vfsu nú kominn fast að sex- tugu, en er enn talinn með þeim sterkari. Boros hefur undanfarna daga verið hér á landi og stundað laxveið- ar í fslenzkum ám. Ekki fðr hann þó að heiman án þess að grfpa golfkylfurnar með sér. Á föstudaginn skrapp Málsatvik voru þau, að Karl Þórðarson hafði einleikið upp vallarhelming Valsmanna og var kominn að vítapunkti, framhjá Valsvörninni. Jóhannes Eðvalds- son kom brunandi að frá hlið og náði að spyrna knettinum. Karl lenti á Jóhannesi og fór nokkra kollhnísa, meðan Öli Olsen dóm- ari leiksins flautaði og benti á vítapunktinn. Eftir leikinn sagði Karl, að hann hefði verið kominn í skotfæri, er Jóhannes hefði komið aftan að sér og rennt honum á knöttinn. — Ég hef ekki hugmynd um, hvort rétt var að dæma vítaspyrnu, ég flaug í burtu og veit í rauninni ekkert hvað gerðist, sagði Karl. Jóhannes Eð- valdsson sagði, að Karl hefði verið búinn að missa knöttinn um metra frá sér, þegar hann hefði náð að renna sér á boltann. — Að ég hafi farið fyrst í leikmanninn er tóm vitleysa. Eftir að ég hafði hann f golf upp f Grafar- holt og með honum f för- inni var heil sveit sjðn- varpsmanna, sem komu hingað f fylgd með Boros frá Bandarfkjunum. Tóku þeir margar myndir af Boros í Grafarholtinu og verða þær væntanlega not- aðar í sjónvarpsþátt, sem að uppistöðu verður um laxveiðar á íslandi. Fjöl- margir áhugasamir kylf- spyrnt í burtu, hljóp Karl á mig. Dómarinn var ekki í neinni að- stöðu til að sjá, hvað gerðist, hann dæmdi eftir lfkum, en hefði betur ingar fylgdust með Boros í Grafarholtinu á föstudag- inn og höfðu allir hið mesta gaman af tilburðum snillingsins. Sfðar f sumar verður þó væntanlega enn meiri ástæða fyrir kylf- inga að fylgjast með golf- snillingi, því sá heims- frægi Jack Niklaus er væntanlegur hingað til lands sfðar f sumar. látið það ógert, sagði Jóhannes fyrirliði Valsmanna. Já hún var vafasöm þessi vfta- spyrna og sjálfsagt verður deilt um réttmæti hennar út sumarið. Öli Olsen virtist þó ekki vera í vafa um, hvað ætti að dæma. Ef til viil hefur hann haft rétt fyrir sér eftir allt saman? Því verður tæpast neitað, að Skagamenn voru heppnir að fá bæði stigin í þessum leik, sem, eins og svo margir aðrir L 1. deildinni, var „steindautt jafntefli“. Fyrri hálfleikurinn var mjög harður og þurftu fimm leikmenn að fá aðhlynningu frá þjálfurum sínum og tveir þeirra síðan að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, Hörður Hilmarsson og Jóhannes Guðjónsson. Á tíðum var leik- urinn ágætlega spilaður í fyrri hálfleiknum, tækifæri sköpuðust, en góðir markverðir komu f veg fyrir að mörk væru skoruð. Síðari hálfleikurinn var svo öllu lakari og ekki var ástæða til að lyfta minnisbókinni og punkta hjá sér, fyrr en um 10 mfnútur voru eftir af leiktímanum. Hörður Hilmarsson átti t.d. gott skot strax á 11. mfnútu leiksins, en Davíð sló knöttinn aftur fyrir markið. Þá átti Alexander skot á 30. mínútu, sem Davíð varði, og á 39. mfnútu skoraði Helgi Bene- diktsson mark, sem dæmt var af vegna rangstöðu. Reyndar var nokkuð hæpið að dæma mark þetta af. Valsmaður var áð vísu rangstæður f upphafi sóknarlot- unnar, en fékk aldrei knöttinn og var ekki nálægt Helga, þegar hann skoraði mark sitt. En lfnu- vörðurinn lyfti flaggi sínu strax og lét það ekki síga, fyrr en dóm- arinn hafði dæmt markið af. Skagamenn áttu sín færi f fyrri hálfleiknum, Sigurður mátti taka á honum stóra sínum til að verja skot Jóns Alfreðssonar og Eyleifs og einnig skalla frá þeim síðar- nefnda. Er 10 mínútur voru eftir af leik- tímanum, fór aftur að færast fjör í leikinn eftir mjög svo dapran síðari hálfleik. Bæði lið áttu þá góð tækifæri og það bezta kom á 42. mfnútu, er Ingi Björn og Alex- ander komust einir inn fyrir vörn IA, en Ingi Björn flýtti sér of mikið og tækifæri leiksins rann út í sandinn. Mfnútu síðar var svo Karl Þórðarson á ferðinni, „prjónaði" sig í gegnum vörn Vals og þegar hann var kominn vel inn í vítateig Vals þá ..., ja, þá fékk hann vítaspyrnu þá, sem áður er um getið. Úr henni skoraði Björn Lárusson af öryggi. Jóhannes Eðvaldsson var í sér- flokki Valsmanna að þessu sinni og reyndar beztur á vellinum. Hefur Jóhannes aldrei verið betri en nú í sumar. Alexander hefur sýnt miklar framfarir og vann vel í þessum leik, meðan hann hafði úthald. Framlína Valsliðsins var mjög dauf í leiknum, en vörnin að sama skapi mjög sterk. Jón Gunn- laugsson var sterkastur Skaga- manna að þessu sinni, en einnig átti Björn Lárusson góðan dag. Karl Þórðarson var lítið notaður, en gerði mjög vel það, sem hann gerði. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugar- dalsvöllur 6. júlí. Valur — lA 0—1. Mark ÍA: Björn Lárusson á 88. mínútu. Aminning: Jóhannes Eðvaldsson Val og Hörður Jó- hannesson ÍA máttu báðir líta gula spjaldið í leiknum. Ahorfendur: 1532. Dðmari: Öli Olsen dæmdi leik- inn og gerði það margar skyssur, að hann ætti ekki að fá leik í 1. deild að sinni, að minnsta kosti. Texti: Ágúst I. Jónsson Myndir: Sveinn Þormóðsson Júlfus Boros sýnir áhorfendum hvernig hann fer að þvf að slá kúluna upp úr sandgryf junni og lætur hana lenda beint ofan f holunni. Golfsnillingur 1 heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.