Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI 1974 19 lLANDI Dansað á götunum og bjór- inn rann í stríðum straumum Hollendingarnir leika með hann á milli sín, fara sér að engu óðsléga. Loks berst knötturinn á vallarhelm- ing Þjóðverjanna og til Johans Cry- uff, áður en Þjóðverjarnir hafa fyllilega áttað sig tekur Cryuff mik- inn sprett, leikur á varnarleik- manna og allt í einu virðist hann I auðum sjó. Markið blasir við, en þá bregður Vogts honum harkalega og knattspyrnugoðið fræga endasend- ist. En Cryuff hefur verið kominn nógu langt, Taylor bendir á vfta- punktinn. Fyrsta vítaspyrnan í sögu úrslitaleikja heimsmeistarakeppn- innar er staðreynd og það aðeins eftir 55 sek. leik. Máske að piltarnir, sem spurðu á spjaldi sínu hver væri Cryuff, viti það núna. Það er Neeskens sem tekur vftaspyrnuna og Maier á enga möguleika, kastar sér að auki í vitlaust horn. 1-0 fyrir Holland, sannkölluð draumabyrjun þeirra, en á sama hátt reiðarslag fyrir Þjóðverja. Þeir höfðu reyndar einu sinni áður f þessari keppni staðið frammi fyrir því að vera marki undir, en sigra samt. En þá voru mótherjarnir Sví- ar. Nú eru það Hollendingar, sem færgir eru fyrir hina góðu vörn sína. Mátti það takast að finna þær veilur í henni, að nægi til sigurs? Það bætir heldur ekki slappar taug- ar Þjóðverjanna, þegar Vogts fær gula spjaldið á fimmtu mínútu eftir að hafa brotið á Cryuff. Vogts átti að gæta hans í þessum leik, og hann virðist staðráðinn í að sleppa ekki þessum hættulega leikmanni meira úr augsýn sinni. ingarópinn og sóknarþunginn ber árangur á þeirri mínútu, sem kölluð er markamínútan uppi á Islandi. Þetta mark er skorað af Gerd Mull- er og þykir dæmigert fyrir hann. Hann er hárréttum stað innan víta- teigs Hollendinga, þegar hann fær sendingu þangað og þótt hann missi knöttinn frá sér, nær hann honum aftur og sendir framhjá Jongbloed, sem er illa lokaður af f markinu af landa sínum, sem átt hafði í höggi við Muller. Sagan frá Svfaleiknum hefur endurtekið sig og vongóðir ganga Þjóðverjarnir til búnings- klefa sfns, eftir að flautað hefur verið til hálfleiks. Þvf má bæta við, að þetta er í 21 skipti, sem Muller skorar sigurmark Þjóðverja í landsleik. Hollendingarnir eru hins vegar ekki eins hressir. Johan Cryuff telur sig eiga eitthvað vantalað við dómarann, sem svarar kvörtunum hans án orða með gula spjaldinu. Slátrarinn lætur engan komast upp með moðreyk, janvel þó viðkomandi teljist bezti knattspyrnumaður heims. Opinn og skemmtilegur leik- ur í seinni hálfleik kemur það strax f ljós, að hlutverkaskipti hafa orðið. Nú eru það Þjóðverjarnir, sem leggja höfuðáherzlu á vörnina, en sannarlega mega þeir hafa sig alla við. HoIIenzku sóknarleikmennirnir eru hver öðrum betri og eftir miðj- Framhald á bls. 21. Sepp Maier markvörðurinn, sem á sinn stóra þátt f sigri V-Þjóðverja I Heimsmeistarakeppninni, með sigurlaunin á höfðinu. Olympíumeistararnir fengu brons — en heimsmeistararnir heim án verðlauna Önnur vítaspyrna Þjóðverjar sækja öllu meira og halda uppi gífurlegum hraða í leikn- um. Vörn Hollands stóð þétt fyrir og gerir meira en að verjast. Hún bygg- ir og upp skemmtilega fyrir sóknar- mennina. Áhorfendur hrífast af þeirri skemmtilegu knattspyrnu, sem liðin sýna. Mörk liðanna komast f mikla hættu, það er hart barizt, en þó af drengskap. A 25. mínútu sækja Þjóðverjarnir og Holzenbeim brýzt í gegnum vörn Hollending- anna og er kominn inn í teiginn, þegar Jansen bregður honum. öðru sinni í þessum leik hljómar flauta Taylors til vítaspyrnu. I leik Vestur- Þjóðverja við Pólland á dögunum lét Hoeness verja frá sér vítaspyrnu og Þjóðverjarnir hafa ekki leynt þvf að hann fái ekki annað tækifæri. Fáum við dæmda vftaspyrnu, verð- ur það Gerd Muller, sem hana fram- kvæmir, hafa þeir sagt. Með tilliti til þessa hefur hollenski markvörður- inn Jongbloed verið gerður að sérð- fræðingi í vítaspyrnum Mullers. íksson skrifar rslilaleikina í HM unni í V-Þýzkalandi Hollendingarnir hafa komist að því, að Muller skýtur oftast í sama horn- ið þegar hann tekur vftaspyrnu og Jongbloed er tilbúinn. En það er bara alls ekki Muller sem spyrnuna tekur, Paul Breitner, bakvörðurinn skotvissi, sá sem sagt er, að hafi engar taugar, er sendur fram. Skot hans er fast, en nokkurn veginn á mitt markið. Það kemur þó ekki að sök, Jongbloed kastaði sér f Mullers- hornið um leið og skotið reið af. 1:1. Markamuller skorar Nú er eins og þýzku áhorfendurn- ir losni úr álögum. Leikmennirnir inni á vellinum eflast lfka við hvatn- PÓLSKI markakóngurinn Lato sendi heimsmeistara Brasilfu út f yztu myrkur heimsmeistarakeppn- innar að þessu sinni, er hann skor- aði á 75. mfnútu f leik liðanna um þriðja sætið á Ólympfuleikvang- inum I Miinchen á laugardaginn. Litlu munaði, að hann bætti um betur á sfðustu mfnútu leiksins, en þá hafði Leao markvörður Brasilfu- manna heppnina með sér og tókst að slæma fæti fyrir skot Latos. Varla getur að lfka eins gjörólfk knattspyrnulið á leikvelli eins og Brasilfu og Pólland. Aðal pólska liðsins er greinilega fyrst og fremst dugnaður og harka, en Brasilfu- mennirnir eru hins vegar hreinustu listamenn með knöttinn og stund- um, þegar þeir voru að leika sér með hann, vaknaði sú spurning, hvernig á þvf stæði, að þetta lið væri ekki f úrslitunum. Svarið fékkst er Brasilfumennirnir nálguðust mark andstæðinganna. Þeir virtust ein- faldlega ekki hafa kraft til að brjót- ast f gegn og hvað eftir annað lauk sóknarlotum liðsins með þvf að Pól- verjum tókst að hreinsa frá. Greinilega voru Brasilíumenn- irnir niðurbrotnir, er þeir gengu af velli á laugardaginn, enginn þó eins og þjálfarinn Zagallo, sem var ná- bleikur í frarnan. Hann á lfka von á allt öðru en góðu, þegar hann kemur til heimalands síns, eftir þeim frétt- um að dæma, sem bárust þaðan á laugardagskvöldið. Þar fóru menn í flokkum um götur borganna og brenndu dúkkur, sem táknuðu Zag- allo og þess var krafizt, að höfuð hans yrði notað sem knöttur í næsta leik. Sennilega eru í hópi þeirra, sem nú dæma Zagallo svo hart, fólk, sem hyllti hann eftir heimsmeist- arakeppnina 1958, 1962 og 1970, en í tvö fyrrnefndu skiptin var hann leikmaður f HM-liði Brasilfu og f sfðastnefnda skiptið þjálfari heims- meistaraliðsins. Róður Zagallos f þessari keppni var engan veginn léttur. Það var ekki honum að kenna, að Pele, Gerson og Torstao eru ekki með né heldur, að það voru ekki til leikmenn í Brasilíu til þess að fylla f þau skörð, sem þeir skildu eftir sig í landsliðinu. Síðasta og e.t.v. versta áfallið, sem Zagallo varð fyrir í keppninni nú var, er Pereira var vísað af velli í leiknum við Holland, en Pereira var sá leik- maður, sem Zagallo treysti mest á í þessari keppni. Fyrir Pólverjana voru bronsverð- laun í keppninni sem gull. Fyrir- fram hafði enginn reiknað með þeim og tvímælalaust voru þeir það lið, sem kom mest á óvart, fyrst með því að slá Englendingana út, sfðan með því að hreppa bronsverðlaunin. Að sögn þeirra, sem vel þekkja til pólska liðsins og hafa fylgzt með þeim í keppninni, var úthald þeirra búið, er til leiksins við Brasilfu kom, og víst er, að hver einasti, sem fylgd- ist með þessum leik, átti auðvelt með að sjá, að þreytan sat í leik- mönnunum. Allar hreyfingar þeirra og viðbrögð voru þung, en það sem á skorti bættu þeir sér upp með hörk- unni. Hvað eftir annað spörkuðu þeir hreinlega í leikmenn Brasilfu niður, þegar þeir voru að missa þá framhjá sér. Aukaspyrnurnar, sem dæmdar voru á Pólland voru mý- margar í leiknum og verða þeir að teljast heppnir með það, hversu ítalski dómarinn sá endalaust í gegnum fingur við þá. Engum datt t.d. annað í hug, en að Kasperzack fengi rauða spjaldið og dæmd yrði vftaspyrna á Pólland, er pólski leik- maðurinn hékk í peysu Miriranda, sem sloppið hafði í gegn allt frá miðju og inn í vítateig. En þar tókst honum loks að keyra Brasilíumann- inn niður. En dómarinn sýndi honum aðeins gula spjaldið. Þjálfari Pólverjanna tók Kasperzack hins vegar umsvifalaust út af og var auð- séð, að leikmaðurinn fékk ekkert hrós hjá honum fyrir þetta tiltæki sitt, jafnvel þótt það forðaði senni- lega marki. Gffurleg læti voru á áhorfenda- pöllunum, meðan á leik þessum stóð, og var auðheyrt, að flestum áhorfendum fannst lítið að fá fyrir aurana. Þegar leikurinn var flaut- aður af, bauluðu áhorfendur án af- láts á leikmennina og kölluðu til þeirra, að í framtfðinni skyldu þeir leggja eitthvað annað fyrir sig en knattspyrnu. Og blóðheitir brasi- lískir áhorfendur lögðu mikið á sig til þess að reyna að komast það nærri leikmönnunum, að þeir gætu hrækt á þá. Hafði þýzka lögreglan nóg að gera fyrstu þrjá stundar- fjórðungana eftir leikinn. Sem fyrr greinir var leikurinn allan tímann næsta daufur. Það var t.d. ekki fyrr en á 25. mínútu, sem fyrsta hornspyrnan var dæmd og allt fram til þess tíma hafði naumast verið um marktækifæri að ræða. Skömmu seinna áttu Pólverjarnir svo fyrsta gullna tækifærið í leiknum, er Lato lék alveg upp að endamörkum og sendi þaðan fyrir markið, þar sem Deyna kastaði sér fram og skallaði knöttinn yfir opið mark Brasilíumannanna. Var þetta eina umtalsverða tækifæri hálf- leiksins, ef undan er skilið skot, sem Marino átti eftir mikinn þunga í sókn Brasilíumannanna á 38. mín- útu. En Thomaszewski varði það skot glæsilega. Á sautjándu mínútu seinni hálfleiks brugðu margir pennanum á loft til þess að bóka mark, er Rivilino fékk knöttinn í dauðafæri innan markteigs, senni- lega þá rangstæður. En Brasilfu- maðurinn hafði ekki heppnina með sér, skot hans lenti í stöng og hrökk þaðan út. Á þrítugustu mínútu hálf- leiksins kom svo markið, sem færði Póllandi þriðja sæti keppninnar. Brasillumenn voru í sókn, en henni lauk með því, að Marino sendi knött- inn beint til Pólverja. Flestir Brasilíumennirnir voru komnir i sóknina og brasilíska markið blasti skyndilega við markakóngnum, Lato, sem nálgaðist það stórum skrefum. Leao freistaði þess að hlaupa út, en á réttu augnabliki spyrnti Lato knettinum framhjá honum og í mannlaust markið. Mark þetta gerði meira en að færa Pólverjum forystu 1 leiknum. Með því rættist einnig óskadraumur markakóngsins. Pólska knatt- spyrnusambandið hafði heitið honum sportbfl í verðlaun, ef hann skoraði í leiknum, og væntanlega fær Lato bílinn, jafnvel þótt blöð í heimalandi hans hafi lýst því yfir, að slíkar gjafir séu í hæsta máta borgaralegar og samræmist ekki sósíalísku þjóðskipulagi. Mínút- urnar liðu, Brasilfumennirnir döns- uðu með knöttinn úti á vellinum, sendu á milli sín með hæl og tá og voru stundum sem hreinustu sirkus- menn. En þetta nægði þeim bara ekki, milli þeirra og pólska marks- ins var veggur, sem þeir náðu tæp- ast að gægjast yfir, hvað þá að yfir- stíga. Þegar Ieikurinn hafði verið flaut- aður af, brutu tveir ieikmannanna strangt boð, sem Fifa hafði sett fyrir úrslitaleikina, þeir höfðu skyrtu- skipti. Sást, að einn af aðstoðar- mönnum pólska liðsins hljóp þegar til síns manns og veitti honum tiltal. Sennilega er slfkt sem þetta einnig of borgaralegt, svo og gleðin, en varla sást votta fyrir brosi á and- litum Pólverjanna að unnum þessum ágæta sigri. Hvort Fifa setur leikmennina tvo í keppnis- bann, hefur enn ekkert heyrzt um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.