Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 Árangursrík fom- aldarknattspyma ÍBV — Víkingur 1:1 / VlKINGAR fóru með því hugar- fari til Vestmannaeyja að ná öðru stiginu af IBV og það tókst. Eftir tvo tapleiki f röð hljóðaði skipun Vfkingsþjálfarans á þá leið, að vörnin væri númer eitt tvö og þrjú og sfðan kæmi sóknin, lang- spyrnur á þá tvo menn sem voru f framlfnu Vfkings. Samleikur var aldrei reyndur. Svona fornaldar- knattspyrnu sá maður sfðast á héraðsmótum f gamla daga, þegar kúnstin var sú að sparka bolt- anum sem lengst og hæst. En f harðri baráttu 1. deildar er aðeins hugsað um stigin og þvf ekki að leika svona fyrst sá leikmáti gefur stig? Tvo sfðustu leiki hafði Vfkingur reynt að leika knatt- spyrnu, en út úr þvf fékkst ekkert stig. 1 þeim leikjum voru Vfkingarnir óheppnir, en nú voru þeir heppnir, 3:1 fyrir IBV hefðu verið sanngjarnari úrslit. BREYTT LIÐ IBV Menn ráku upp stór augu, þegar lið IBV hljóp inn á völlinn. I það vantaði fimm af lykil- mönnum þess, þá Ölaf Sigurvins- son, Svein Sveinsson, Harald Júlíusson, Val Andersen og Tómas Pálsson. Þeir Ólafur og Sveinn voru meiddir, Haraldur mun vera hættur og þeir Témas og Valur voru settir út úr liðinu. Tómas kom þó inn á sem vara- maður. Þrátt fyrir þessar stór- felldu breytingar átti IBV mjög góðan leik í fyrri hálfleik, en dalaði í þeim síðari. IBV lék undan strekkingsgolu í fyrri hálf- leik og hafði öll völd á vellinum. Baráttuviljinn var með fádæmum hjá leikmönnum IBV, og stóð nýi fyrirliðinn, Óskar Valtýsson, þar fremstur í flokki. Vfkingar hafa þótt miklir baráttumenn, en þarna mættu þeir loks ofjörlum sfnum í þeim efnum. Vörn Víkings var heldur óörugg á miðjunni og skapaðist oft hætta af þeim sökum við mark Víkings. Fyrsta hættulega tækifærið kom á 9. mínútu, þegar Óskar Valtýs- son hljóp inn í eyðu á vítateig Víkings og fékk boltann úr auka- spyrnu beint á höfuðið. ögmund- ur markvörður var vel staðsettur og varði skalla Óskars. Á 21. mínútu kom eina tækifæri Víkings í hálfleiknum, Kári Kaaber átti þrumuskot að marki, en boltinn fór í afturendann á varnarmanni IBV og f horn. Á 31. mínútu kom markið, sem heimamenn höfðu beðið eftir og var því fagnað með hrópum og bflflauti. örn Óskarsson tók horn- spyrnu frá hægri og gaf út í víta- .teiginn, þar sem Óskar Valtýsson kom á fullri ferð og skaut þrumu- skoti að marki. ögmundur sá ekki boltann fyrr en of seint og missti hann því undir sig. Hann virtist þó hafa hendur á honum. Fleiri tækifæri fengu Eyjamenn, t.d. á 35. mínútu, þegar bæði örn og Sigurlás komust inn fyrir vörn Vfkings. ögmundur hljóp út og varði skot Arnars, boltinn skoppaði fyrir markið, en Eiríki tókst að bægja hættunni frá á síðustu stundu. VlKINGUR JAFNAR I seinni hálfleik dofnaði mjög yfir Eyjamönnum, og lang- spyrnur Vikings fóru að skapa hættu við mark IBV. Víkingur hafði vindinn f bakið. Á 54. mín- útu kom fyrir umdeilt atvik. Ekki færri en þrír leikmenn IBV voru þá skyndilega fríir fyrir innan vörn Víkings. Tómas Pálsson brunaði upp með boltann, lenti í návígi við ögmund markvörð og datt við. Víti öskruðu heima- menn, en dómarinn dæmdi horn. Vildu menn meina, að ögmundur hefði gripið í fót Tómasar og fellt hann, en eftir á kvaðst ögmundur saklaus af þvf, Tómas hefði hlaupið á sig og dottið við. Ekki fengu Eyjamenn vítið, en hins vegar fengu þeir á sig mark á 65. mínútu. Eftir útspark frá marki IBV fékk Jóhannes Bárðarson boltann inn í vítateig, en féll við. I fallinu tókst honum að stýra boltanum inn í eyðu til Óskars Tómassonar, sem kom á fullri ferð og skoraði með föstu og hnit- miðuðu skoti nokkru fyrir utan markteig. Vfkingur átti eftir þetta 2-3 þokkaleg færi, en Eyja- menn fengu eitt dauðafæri til við- bótar. Það var á 86. mínútu, þegar ögmundur missti frá sér boltann, örn Óskarsson skaut að marki, en Magnús Þorvaldsson bjargaði á línu. LIÐIN Sem fyrr segir léku Eyjamenn skfnandi knattspyrnu í fyrri hálf- leik, en lakari í þeim seinni. Bar- áttuandinn var til fyrirmyndar. I heild átti liðið góðan dag, en þó sköruðu framúr þeir Ársæll Sveinsson, sem er að verða ein- hver öruggasti markvörður land- sins, og Óskar Valtýsson, ódrepandi baráttumaður og upp- byggjari. I framlínunni voru þeir örn Óskarsson og efnilegur ný- liði, Sigurlás Þorleifsson, atkvæðamestir. Annars er það furðulegt, hve örn er „sveltur" langtímum saman í leikjum IBV. I liði Víkings á aðeins einn maður hrós skilið, Eiríkur Þor- steinsson. Hann er Ifklega orðinn okkar bezti hægri bakvörður í dag. í markinu stóð ögmundur sig þokkalega, en hann lék f stað Diðriks. Óskar Tómasson var sprækastur framlínumann- anna og Gunnar örn átti jafn- beztu langspyrnurnar. LIÐ VIKUNNAR * Davfð Kristjánsson, IA Jóhannes Eðvaldsson, Val Jón Gunnlaugsson, IA Eirfkur Þorsteinsson, Vfkingi Björn Lárusson, IA Óskar Valtýsson, IBV Alexander Jóhannesson, Val Logi Ólafsson, FH Árni Gunnarsson, IBA Gunnar Blöndal, tBA Karl Þórðarson, IA EINKUNNAG J ÖFIN IA IBV: IBA Davfð Kristjánsson 3 Arsæll Sveinsson 3 Benedikt Guðmundsson 1 Björn Lárusson 3 Snorri Rútsson 2 Viðar Þorsteinsson 1 Benedikt Valtýsson 1 Einar Friðþjófsson 2 Gunnar Austf jörð 2 Jón Gunnlaugsson 3 Þórður Hallgrfmsson 2 Aðalsteinn Sígurgerisson 1 Jóhannes Guðjónsson 2 Friðfinnur Finnbogason 2 Sigurður Lárusson 2 Þröstur Syefánsson 2 Viðar Elfasson 1 Steinþór Þórarinsson 1 Jón Alfreðsson 2 örn Óskarsson 2 Sævar Jónatansson 2 Hörður Jóhannesson 2 Óskar Valtýsson 3 Jóhann Jakobsson 2 Eyleifur Hafsteinsson 1 Sigurlás Þorleifsson 2 Sigbjörn Gunnarsson 2 Karl Þórðarson 3 Kristján Sigurgcirsson 2 Gunnar Blöndal 3 Matthfas Hallgrfmsson 2 Sigmar Pálmason 1 Arni Gunnarsson 3 Haraldur Sturlaugsson Tómas Pálsson (varam.) 2 Þórmóður Helgason (v) 1 (varam.) 2 Valþór Sigþórsson (varam.) 1 Eyjólfur Agústsson (v) 1 Valur Sigurður Haraldsson 3 Vfkingur: KR Grfmur Sæmundsson 2 ögmundur Kristinsson 2 Magnús Guðmundsson 2 Jón Gfslason 2 Eirfkur Þorsteinsson 3 Sigurður Indriðason 1 Jóhannes Eðvaldsson 4 Margnús Þorvaldsson 2 Stefán Sigurðsson 2 Dýri Guðmundsson 2 Jón Ólafsson 1 Ottó Guðmundsson 1 Hörður Hilmarsson 2 Páll Björgvinsson 1 Ólafur Ólafsson 2 Atli Eðvaldsson 2 Bjarni Gunnarsson 1 Haukur Ottesen 2 Ingi Björn Albertsson 1 Þórhallur Jónasson 2 Björn Pétursson 1 Kristinn Björnsson 2 Jóhannes Bárðarson 1 Baldvin Elfasson 2 Guðmundur Þorbjörnsson 1 Ólafur Þorsteinsson 1 Guðmundur Jóhannesson 1 Alexander Jóhannesson 3 Gunnar örn Kristjánsson 2 Alti Þór Héðinsson 2 Helgi Benediktsson (varam.) Kári Kaaber 1 Hálfdán örlygsson 2 2 Óskar Tómasson (varam.) 2 Halldór Sigurðsson (v) 2 Þór Hreiðarsson (varam.) 1 Ilafliði Pétursson (varam.) 1 Björn Árnason (v) 1 Frá leiknum f Vestmannaeyjum. Bjarni Gunnarsson hefur betur f skallaeinvfgi við Viðar Elfasson, Kristján Sigurgeirsson og Eirfkur Þorsteinsson fylgjast með. I stuttu máli: Vestmannaeyjavöllur 6. júlí. Islandsmótið 1. deild. ÍBV-Víkingur 1:1 (1:0). Mark IBV: Óskar Valtýsson á 31. mín. Mark Vfkings: Óskar Tómasson á 65. mín. Áhorfendur: 506. Áminning: Engin. Dómari: Einar Hjartarson, og var dómgæzla hans til fyrirmyndar. Texti: Sigtryggur Sigtryggsson. Myndir: Guðlaugur Sigurgeirsson. MARKHÆSTIR 1. DEILD Gunnar Blöndal, IBA 4 Jóhann Torfason, KR 4 Matthfas Hallgrfmsson, lA 4 Steinar Jóhannsson, tBK 4 Ingi Björn Albertsson, Val 3 Kári Kaaber, Víkingi 3 Sveinn Sveinsson, IBV 3 Teitur Þórðarson, IA 3 2. DEILD Guðmundur Þórðarson, UBK 6 Ólafur Danivalsson, FH 6 Ólafur Friðriksson, UBK 5 Sumarliði Guðbjartsson, Self.5 Guðjón Sveinsson, Haukum 4 Hermann Jónasson, Völsungum 4 Leifur Helgason, FH 4 Þórður Hilmarsson, Þrótti 4 STIGAHÆSTIR Jóhannes Eðvaldsson, Val 25 Jón Gunnlaugsson, IA 23 Óskar Valtýsson, lBV 21 Atli Þór Héðinsson, KR 20 Björn Lárusson, IA 20 örn Óskarsson, IBV 20 Arsæll Sveinsson, IBV 19 Gunnar Austf jörð, IBA 19 Magnús Guðmundsson, KR 19 1" —1 1. DEILD L HEIMA Cti stig Akranes 8 220 8:2 3 10 5:2 13 Keflavfk 7 220 5:1 1 0 2 4:5 8 KR 8 121 3:3 1 2 1 5:5 8 IBV 8 122 4:6 1 2 0 5:2 8 Valur 8 12 1 7:7 0 3 1 2:3 7 Vfkingur 8 013 3:6 2 2 0 5:2 7 Akureyri 8 102 3:7 212 7:12 7 Fram 7 0 2 2 5:7 0 2 1 3:4 4 2. DEILD L HEIMA Cti stig FH 8 120 7:1 4 1 0 11:2 13 Þróttur 7 310 7:4 1 2 0 4:2 11 Breiðablik 8 3 0 2 16:6 120 3:2 10 Haukar 7 12 1 4:3 2 0 1 5:4 8 Völsungur 8 300 9:2 0 1 4 5:13 7 Selfoss 8 201 6:4 1 0 4 3:11 6 Ármann 8 1 0 4 5:12 1 0 2 4:8 4 tsafjörður 8 113 4:6 0 0 3 1:13 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.