Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI 1974 23 LANGLÍFI 2. HLUTI ÖLDUNGASKÓLINN Söngurinn fjallaði um fegurð Azerbaijan, fjallatinda, sem minntust við léttar skýjaslæður, friðsæla skóga og skoppandi læki. Kona söng þennan seiðandi söng og aðrir tóku af áfergju undir í viðlaginu. Hún hafði hlýja og sterka altrödd. Prófessor Shukyur Gasanov hallaði sér að mér og hvislaði: „Myndirðu trúa því að hún er 82 ára görnul?" „Heldurðu að hún verði hundr- að ára?“ hvíslaði ég á móti. „Efastu um það?“ Það gerði ég á þessari stundu, en síðar um daginn var ég ekki svo viss. Ég fylgdist með honum um hinn svonefnda heilsugarð Bakuborgar, og á milli þess, sem hann skoðaði dvalargesti eða bar saman bækurnar við aðra starfs- menn, töluðum við saman. „Við endurhæfum fólk,“ sagði hann, „á sama hátt og bifreiðir eru gerðar upp. Við fyllum það nýrri orku, en hins vegar ábyrgjumst við ekki ævilengd þess, það er hið eina, sem við gerum ekki. Skurðlæknar ykkar geta bætt útlit manna, en sú bót er varla raunhæf. Við sjáum til þess að litur færist aftur í' kinnarnar og glampi f augun, þannig að fólk lítur út fyrir að vera, og finnst það vera, mörgum árum yngra en það raunverulega er. Við álftum, að þær aðferðir, sem við notum í dag, bæti að minnsta kosti átta til tíu árum við ævi hvers einstaklings, árum, sem nýtast þeim til fulls. Þegar stofn- unin stækkar og við tökum nýjar aðferðir f notkun, aðferðir, sem við höfum fullreynt nú þegar, ættum við að geta lengt lff fólks enn meira. Aðferðir okkar eru alls ekki byltingarkenndar. Við göngum út frá því, að fólk geti lifað miklu lengur en það gerir sér grein fyrir, jafnvel sjúklingar, og hver er algerlega laus við sjúkdóma? Við þjónum hinum sjúku til þess að þeir geti líka notið þeirra lífdaga, sem þeim voru ætlaðir. Baku stendur á strönd Kaspía- hafs og eru fbúar borgarinnar alls ein milljón, tvö hundruð og sextíu þúsund. Erindi okkar þangað var að hitta að máli ættingja Shirali Mislimovs, elzta manns f heimi, sem þá var nýlega látinn. Við hittum þá og sömuleiðis Shukyur Mamedovich Gasanov. Hann er sjötugur að aldri en í fullu fjöri og minnti helzt á herforingja, þar sem hann stýrði hersveit gamal- menna yfir þröngan húsagarðinn og inn í skólastofu, sem hann stoltur kallaði „öldungaskólann sinn“. Skólahúsin voru svo sem ekkert sérstök: tvær langar raðir lágreistra kofa, sem málaðir voru í þægilegum grænum lit. I skóla- stofunni sátum við á eldhús- kollum og í einu horninu stóð píanógarmur, sem auðsjánlega mátti muna sinn fífil fegri. Ahugi gamalmennanna orkaði sterkt á mann. Söngtíminn stóð f um það bil eina klukkustund, og söngur þeirra fyllti herbergið. Hefðirðu lokað augunum hefð- irðu svariö, að þetta væru raddir ungs og hrausts fólks. I bekknum voru liðlega fjörutíu menn og konur, enginn var yngri en sjö- tugur og flestir voru um áttrætt. „Þið hefðuð átt að sjá þau er þau komu fyrst,“ sagði Gasanov og brosti drýgindalega. Hann sagði, að þessi hópur færi eftir viku og hefði þá lokið sex vikna námskeiði. Lengur dvelur fólk ekki á heilsugarðinum. Söng- tfmarnir eru aðeins hluti af „rythma — lækningakerfi" Gasanovs. Aðrir hlutar kerfisins eru rythma öndun, rythma ganga, líkamsæfingar niðri á strönd og sund. Gasanov tjáði okkur, að söngurinn væri afar heppileg lækningaraðferð. Þegar nám- skeiðunum lyki væru brjósthol sjúklinganna hrein, og því hefðu þeir mikið mótstöðuafl gegn lungnakvefi og lungnabólgu, en þeir tveir sjúkdómar reynast oft hættulegir öldruðu fólki. „En við læknum einnig hugar- far þeirra með því að beita hóp- lækningum, sem byggjast helzt á því, að fólk, sem býr við sömu vandamál: hrakandi heilsu, elli og áhyggjur af börnum sínum, hittist. Skilyrði þess, að þessi lækningaraðferð hafi einhver áhrif, er, að sjúklingarhir opni hug sinn. Til þess höfum við ein- falt ráð. Þau fá aldrei að syngja leiðinlega eða þunglyndislega söngva. Ef stungið er upp á ein- hverjum slíkum segist undir- leikarinn ekki kunna hann. Söngvarnir, sem við syngjum eru fullir af lffi og fjöri, líkt og sá, sem þið heyrðuð áðan um Azer- baijan. Söngvarnir hafa komið að tilætluðum notum, sjúklingarnir hressast í bragði og þegar tím- anum lýkur eru þeir glaðir og reifir, fullir lífsorku og sjálfs- trausts." Eg heyrði Gasanovs fyrst getið er ég var enn í Moskvu í upphafi ferðarinnar. Sovézk blaðakona lét svo um mælt, að ég myndi ef til vill hafa gaman af því að hitta „lækninn f Baku, sem yngir fólk upp með því að láta það lykta af blómum og hlýða á söng hafsins". Hún þekkti ekki nafn hans og virtist raunar ekki hafa mikla trú á lækn- ingaraðferðum hans. En hún var ung að árum og þurfti ekki að hafa áhyggjur af þeim vandamálum, sem elli kerling hefur f för með sér. Ég nefndi þetta við Rasim Agayev, aðstoðar- mann Kyucharants í Baku, og hann var strax með á nótunum. „Prófessor Gasanov," sagði hann, „sumir telja hann vera skottu- lækni, en þeir, sem hafa notið hjálpar hans eru á annarri skoðun, og sama er að segja um forráðamenn læknadeildar háskólans. Lýðveldi okkar hyggst byggja nýja og glæsilega rann- sóknarstofnun handa honum í stað þess húsnæðis, sem hann hefur nú. I nýju stofnuninni verður allt, sem hann þarfnast, rannsóknarstofur, skemmtigarðar til lækninga og nýtízku heilsu- hæli. En hvað sem þvf líður, þið eigið að fara f heimsókn til hans á morgun." Fundur minn með prófessor Shukyur Gasanov hafði sem sagt verið undirbúinn fyrirfram. Hins vegar hafði ekki verið gert ráð fyrir komu minni til hins gamla tyrkneska virkis, þar sem hann hafði sjálfur aðsetur sitt. Ur virkinu var gott útsýni yfir Kaspfahafið og í einu homi þess var hinn skuggsæli garður, þar sem söngtfmi stóð yfir, er mig bar að garði. Gasanov hló hjartanlega þegar ég sagði honum, hvaða með- mæli hann hefði fengið í Moskvu. „Segðu stúlkunni, að ég láti fólk ekki hlusta á söng hafsins, en hins vegar lækna ég það með því að láta það lykta af blómum. Það er hin svokallaða lyktarlækn- ing, sem er stórkostlega gagnleg fyrir fólk, sem þjáist af svefn- leysi. Blómið, sem ég nota í þessu einstaka tilfelli, heitir geranium". Hvar og hvernig fer lækningin fram? „I gróðurhúsi heilsugarðsins, en þar er ákveðið hita- og raka- stig. Sjúklingarnir koma í fjögurra til sex manna hópum og sitja umhverfis borð, sem geranium planta stendur á. Við biðjum þá um að tala ekki, heldur einungis að anda eðlilega í tíu mínútur. Plantan gefur frá sér sterkasta lykt á meðan blómið er grænt. Síðar um daginn, þegar hlé var gert á lyktarlækningunum fór Gasanov með mig til gróður- hússins. I gróðurhúsinu var ekkert að sjá, nema stóla, borð og blómahaf. Hann hafði auðsjáan- lega talið, að við mundum valda sjúklingunum óþægindum, ef við kæmum á meðan á læknismeð- ferðinni stæði. „Geranium kemur að gagni á margan hátt. Það er mjög gott gegn taugaþreytu og migrene, og það hefur góð áhrif á minni eldra fólks,“ sagði Gasanov, og nam staðar við eina plöntuna. Ég spurði, hvort hann væri sjálfur höfundur þessara læknis- aðferða. „Ég byrjaði að rannsaka læknis- aðferðir alþýðu á árunum kring um 1925, og þá vaknaði fljótlega áhugi minn á jurtum. Ég varð svo hrifinn af grasalækningunum, sem þjóð okkar hefur stundað um aldaraðir, að ég ákvað að sérhæfa mig á þessu sviði. Síðar hóf ég að sinna heilsugæzlu almennt og var þá gerður forstjóri heilsulinda lýðveldisins." Heilsugarður Gasanovs, sem á engan sinn lfka I veröldinni, var stofnaður árið 1952. Fyrst voru gerðar tilraunir með ýmsar að- ferðir, sem koma mættu að gagni við endurhæfingu eldra fólks. Á árunum 1952 til 1961 reyndi Gasanov allar aðferðirnar á sjálfum sér. „Ég var sjálfur til- raunadýrið,“ sagði hann. Stofn- unin tók formlega til starfa 17. júní 1961. Bakuborg fékk honum til afnota röð gamalla kofa, sem höfðu verið notaðir til þess að rækta kanínur sem gæludýr handa börnum í barnaskólum borgarinnar. Með aðstoð stúdenta I læknisfræði tókst Gasanov að ‘losna við kanínurnar, rífa kofana Sg reisa þær tvær raðir bygginga, sé'm heilsugarðurinn hefur nú til afnota. Gasaþov sagði: Við erum fremur stoltir af stofnun okkar, þótt húsnæðið sé fremur lélegt. Við teljum, að starfsemi okkar muni marka tímamót f sögu læknisfræðinnar. Ekki aðeins í Sovétríkjunum, heldur í heiminum öllurn." Hann dró fram heljarmikla gestabók, þar sem skrifað var í á öllum hugsan- legum tungumálum, allt frá ensku og frönsku til swahili og japönsku. „Ég er mjög þakklátur landa yðar, prófessor Walter McKain við háskólann í Connecticut," sagði Gasanov, „hann og kona hans hafa verið hér hvað eftir annað, og hafa reynt aðferðir okkar á sjálfum sér. Prófessor McKain elskar að vera hér.“ Við höfum nú flutt okkur til skrifstofu hans, sem var í stóru herbergi. I einu horninu var skrifborð, en veggirnir voru þakktir kortum og uppdráttum arkitekta, sem undirbjuggu bygg- ingu nýja heilsugarðsins, en framkvæmdir við hann áttu að hefjast á sumri komanda. Ég spurði Gasanov, hvort hann gæti nefnt mér þá sjúkdóma, sem hefðu verið teknir til meðferðar í heilsugarðinum? Hann yppti öxlum og svaraði: „Við höfum fengist við allt frá taugaveiklun til móðurlífssjúk- dóma, hjartasjúkdóma, æða- kölkun, asthma, liðagigt, liða- Framhald á bls. 24. Hinn 124 ára gamli Mikha Dzhopua, er ógleymanlegur f „cherkesska", kósakka búningnum, sem allir Kákasusbúar klæðast Kamachic Kvichenya, 130 ára eða meira, horfir f spegilinn rétt eins og hún vilji ráða I dulrúnir framtíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.