Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 25 Halldór Pétursson eru komin út MMtlW . ; 6AKT/ Of tH4TWtTw<Ht Or K41.AHÞ tekur fyrir fimm hlið úti á ber- angrí, sem opnast er blæs að sunnan (svarthvítar ljós- myndir). Þá eru þarna tvær myndir hlið við hlið, á annarri er tekin litmynd af himninum I gegnum spegil, og á hinni af jörðinni f gegnum sama spegil. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON niður I gegnum hafið. Þá vaknaði ég.“ Persónulega er ég viss um að þetta litla hljóðláta myndverk hræri við næmum strengjum I brjóstum þeirra, er staldra við um stund andspænis þvl, hug- leiða innihald þess, kenndirnar að baki og hve fjarri þessi smá- gerði hlutur er skarkala og hraða umheimsins. Þá ber að nefna, að á sýningunni er einnig röð mynda, er sýna hús I smfðum, tileinkaðar minningu snillingsins Sólons Guðmunds- sonar, sem fjallað er um I fslenzkum aðli eftir Þórberg Þórðarson. Sagan getur um skrýtinn mann frá Isafirði, sem vildi byggja sér hús, en það átti að vera öðruvfsi en öll önnur hús, nefnilega „úthvert hús.“ Hann segir (Sólon): „vegg- fóður er til skrauts, elska, og ^SIAHO mm ■s « ummss/ % ** I m ■ ; Stórkostleg póstkort og einnig vi/jum við minna á okkar g/æsilega úrva/ aföðrum póstkortum (156 teg.) frá flestum stöðum landsins. Litbrá hf. Höfðatúni 12, símar: 34092 — 22930 — 22865. SÝNING HREINS FRIÐFINNSSONAR HAity V UMNIK/ TURN* you m!M Hreinn Friðfinnsson er list- skoðurum höfuðborgarinnar að nokkru kunnur, því að hann hefur tekið átt f nokkrum sam- sýningum hér f borg, og Lista- safn Islands hefur keypt af honum mynd, sem athygli hefur vakið fyrir sérkenni og óvenjulega litameðferð. Hið sérstæða hefur hann varðveitt og aukið við, en varla er hægt að tala um Iitameðferð f núver- andi myndverkum hans, þvf að hér er sfður en svo um málverk að ræða né málaðar myndir, heldur öðru fremur hugmyndir um lífið og jörðina, verundina sjálfa og margvfsleg fyrirbæri þar f tengslum. Löng röð mynda fjallar einungis um lfflfnur listamannsins, önnur röð mynda tekur til meðferðar breytingar á himni í sólarhring, þ.e. að litljósmyndir eru teknar af himni á klukkustundar fresti f einn sólarhring, ásamt þvf sem tákn lfðandi stundar ber fyrir í kassa á gólfi, þriðja röðin Allt er þetta mjög heimspeki- legt og af svipuðum meiði og við höfum áður séð á þessum stað, en þetta er tæknilega betur gert en flest annað svipað, sem ég hefi áður séð eftir fslenzkan, t.d. tvær sfðast- töldu myndirnar. Þá er þarna lítil mynd „Draumur f hvítum ramma"; inni f rammanum er letraður þessi draumur: „Mig dreymdi að ég var úti á túni með föður minum framliðnum. Við vorum að taka saman hey og hlaða því á vagn, er sfðan ætti að vera dreginn af hesti, sem við höfum hjá okkur, heim að hlöðu. Það var mjög hlýtt f veðri og rökkur. Þegar við höfðum hlaðið vagninn, hvarf faðir minn en skuggi hans varð eftir. Ég vissi, að ég átti að nota skuggann til að bera á vagn- hjólin svo vagninn rynni betur. Sfðan átti ég að tengja vagninn hestinum með strengjum ofn- um úr ljósi, sem skinið hafði þessvegna er sjálfsagt að hafa það þar, sem flestir hafa gaman af þvf, þ.e. utan á húsinu". Slíkt hús er f smíð- um um þessar mundir, hálfri öld eftir andlát hugmynda- smiðsins og til heiðurs honum, sem vinir og velunnarar komu fyrir á elliheimili í stað þess að aðstoða hann við að fram- kvæma hina sérstæðu hug- mynd. Hin núverandi smíð er mynduð eftir því sem verkinu miðar áfram og er einmitt um að ræða fyrrnefnda myndaröð. — Listskoðarar borgarinnar ættu að staldra við á þessari sýningu og athuga sinn gang, því að hér ber ýmislegt óvenju- legt að, sem veldur heilabrotum og það, sem fyrir augu ber, er hluti af gangverki lffsins, heyrir lffinu til, en er um- deilanlegt Ifkt og flest önnur fyrirbæri. Athygli skal vakin á þvf, að sýningunni lýkur miðviku- daginn 10. júlf. K<U*> . WILL <IV4 you Ufw/ wuy twNKMfek!r«NNI(lt in H4UNÞT Hreinn Friðfinnsson við eitt af verkum sfnum. WtUtf Komið er fram yfir mið- sumar, listahátfð formlega lokið og samt er ekki lát á lista- sýningum. Ungur myndlistar- maður Hreinn Friðfinnsson frá Bæ í Dölum, sem hefur verið búsettur f Amsterdam sl. 3 ár, er nú í heimsókn með sfna fyrstu einkasýningu f farangrinum. Sýningin er til húsa í Galerie S.U.M., en maðurinn er einmitt einn af nokkrum meðlimum þess félagsskapar, sem ílenzt hafa f Amsterdam og eru þar starf- andi innan hreyfingarinnar og f nánu sambandi við félaga sfna hér heima. ANNlWRÍAky- Frá Sjóstanga- veiðifélagi Akureyrar Þátttökutilkynningar í Evrópumótið í sjóstanga- veiði, sem hefst þann 21. ágúst n.k., þurfa að hafa borist Karli Jörundssyni, Akureyri, eigi síðar en 1 0. júlí. Mótsstjórnm. % morgun veróur dregió 4.200 vinninigar aó fjórhæó 40.000.000 króna. I dag er sioasti endumýjunardagurinn. so.ooo kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.