Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1974 Kvöld í Tívolí s*" Fólk grípur andann á lofti. .. hvernig enda þessi ósköp... en þarna kemur hinn loftfimleikamaðurinn út úr myrkrinu hangandi á fótunum í slánni, hann grópur í hendur félaga síns á síðasta augnabliki þeir sveifla sér í hring og áður en varir sitja báðir öruggir á slánni hátt uppi í loftinu og veifa niður til áhorfendanna, sem varpa nú öndinni léttar, og reka upp fangaðaróp. Maríanna verður að taka þátt í öllu. Hún verður að fá að fara í draugalestina og speglasalinn, aka í rafmagnsbíl og freista gæfunnar f hlutaveltunni. Ofan úr „Króknum" heyrist glaðleg rödd: „Flær, flær... Flóa-sirkus... Fóla-sirkus... Næsta sýning er að hefjast. Allar flærnar mínar eru í bandi. Þér farið ekki út með fleiri flær, en þér komuð með inn. Sjáið þessa einstæðu sýningu, línudansmeyna, miss Babett, Felix, hina hjólandi fló, Óskar í hringekj- unni, flóa-ballet og margt fleira. Fimmtíu aurar fyrir börn og ein króna fyrir fullorðna. Komið inn og verið velkomin.“ Einn er frábrugðinn Einn þessara hatta er lftið eitt frábrugðinn hinum höttunum þrem, en hver þeirra er það: A — B — C eða D? — Gættu nú vel að. ANNA FRÁ STÓRUBORG - „Þetta verðum við að sjá“, segir Lísa og brátt standa þau í þéttum hóp í kring um minnsta fjöl- leikahús í heimi, þar sem örlitlar flær hjóla og ganga á línu og draga vagna, sem eru hundrað sinnum stærri en þær. Sýningin í flóa-sirkusinum stendur ekki nema stundarfjórðung . ... og þá er haldið áfram skemmti- göngunni . . . . í „sjóræningja-hringekjuna" og f „Skrítna eldhúsið“ og fleira og fleira. En kvöldið í Tívolí líður eins og önnur kvöld og þegar klukkan er kortér yfir ellefu er skotið upp flugeldum, sem merki þess, að skemmtunum dagsins sé lokið. Menn flykkjast að Tívolí-tjörninni, bæði fullorðnir og þau börn, sem enn eru á stjái. Meðal þeirra eru Maríanna og Lísa og Pétur. Marfanna og Lísa gleyma því, að þær eru þreyttar, en Pétur litli er hálfsofandi á handlegg föður síns. Og það er auðvitað ekkert gaman. Klukkan í Ráðhústurninum lýsir eins og tungl yfir dökka trjátoppana. Stóri vísirinn færist hægt... tólf mínútur yfir ellefu . . . þrettán mínútur yfir . . . fjórtán mínútur yfir. . . allt er hljótt f kring um tjörnina, nokkrir bátar renna yfir vatnið út í myrkrið. Allir bíða. Svo. . . um leið og ráðhúsklukkan slær kortér yfir ellefu, þjóta fyrstu flugeldarnir til lofts og úr þeim drífur gullregn yfir dimman himininn, og þúsundum stjarna í öllum regnbogans litum rignir yfir Tívolí. Um leið lýsir af fljótandi eldspúandi eyjum á tjörninni svo vatnsflöturinn verður eins og glitrandi eldhaf. Og áður en það slokknar, er kveikt á sólum á ströndinni hinum megin . . Það eru margar litlar sólir og ein stór í miðjunni og sólirnar snúast í hringi og frá þeim kastast stjörnuljós í allar áttir. Og allt í einu er skotið upp hundruðum logandi flugelda hvaðanæva úr garðinum... Það hvín og brakar og brestur og smellur og allt fólkið hrópar upp yfir sig af hrifningu. Svo.......skyndilega. . . . verður allt hljótt og himinninn ennþá dökkblárri en áður. Við þökkum fyrir skemmtunina. Deginum í Tívolí erlokið. ■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■ SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD Trausta. En hún mundi þó ekki drepa hann. Og væri þá ekki hitt allt saman á sig leggjandi fyrir þessa góðu gripi? En ef þetta yrði nú tekið sem tilræði við sæmd húsmóður- innar, tilraun til að flekka hana og spilla mannorði hennar? Hann hafði ekki ljósa hugmynd um, hvað það var. Þegar hann hafði heyrt um það talað, var jafnan talað á hálfgerðri huldu, svo að hann skildi það ekki til fulis, og ef hann spurði, var honum annaðhvort engu svarað eða út í hött. Það eilt vissi hann, að það var tekið óttalega illa upp, varðaði jafnvel lífláti. Og ef sýslumaðurinn á Hlíðarenda frétti þetta, hann, sem var bróðir húsmóðurinnar, mundi hann senda eftir honum og láta höggva af honum höfuðið. Við allar þessar hugsanir svitnaði hann af angist og skalf á beinunum. Hann jafnaði sig þó og herti upp hugann. Það hlaut að vera einhverjum örðugleikum bundið að reyna þetta, ann- ars hefðu þeir ekki heitið honum svona miklum launum. Eitt- hvað varð hann að leggja í sölurnar. Eða hvort þeir mundu ekki hlæja að honum, ef hann sneri nú aftur við dyrnar. Hann hleypti í sig kjarki og opnaði dymar undur hægt. Gægðist hann þá inn um gættina og leit um allt herbergið. Úti við vegginn öðrum megin stóð himinhvíla húsmóður- innar. Glitofinn ársalur úr fínum vefnaði hékk neðan í himn- inum fyrir allri hvílunni. Renndir hvalbeinshringir voru i brún hans að ofan og runnu á striðstrengdu rósabandi. Til höfða og fóta voru þykk tjöld úr dýrindis vefnaði dregin saman í fagrar fellingar. Glergluggi var á stafninum, rétt hjá rúminu, og nú rofaði til fyrir sólinni, svo að hún skein inn um gluggann á alla þessa dýrð. Hjalti hypjaði sig út úr gættinni og lét aftur dyrnar. Hjartað barðist svo ákaft í brjósti hans, að honum lá við að hníga niður. „Skræfa,“ hugsaði hann með sjálfum sér. „Þér er ekki matur gefandi, hvað þá heilt folald, — nei, heill reiðhestur, því að ráðsmaðurinn hafði lofað að ala hann upp fyrir hann. Eftir nokkur ár gætirðu smalað á hesti, þíninn eigin hesti, ef þú værir ekki skræfa. I einu stökki gætirðu tekið gólfið og komizt upp í himinhvíluna. Hún mundi bera þess merki á eftir, að þú hefðir verið þar. — Hvað ætlarðu að segja vinnumönnunum ?“ En ef hann flækti sig nú í öllum þessum tjöldum og kæmist aldrei upp í hvíluna? Ekki yrði hlegið minna að því. Hann leit inn fyrir aftur til að aðgæta tjöldin betur, og nú kom hann allur inn úr gættinni. „Iceland in a Nut- shell” komin út FJÖRÐA útgáfa af landkynning- arbókinni ICELAND IN ANUTS- HELL er nýkomin á markað. Ut- gefendur eru örn og örlygur hf. — Ferðahandbækur. Höfundur er Peter Kidson, ritstjóri er örlygur Hálfdánarson og aug- lýsingastjóri Páll Heiðar Jónsson. Bókin er prýdd fjölda mynda eftir Pál Jónsson. Allt efni bókarinnar hefur verið endurskoðað og breytt eftir því, sem þörf hefur krafið og reynslan leitt í ljós, að væri nauðsynlegt, auk þess sem ýmsu nýju hefir verið aukið við. Bókin er 240 blaðsíður að stærð. I nýju útgáfunni af ICELAND IN A NUTSHELL er Islandskort, prentað I fjórum litum. Allir helztu staðir, sem nefndir eru í bókinni hafa tilvísanir í Islands- kortið og er á svipstundu hægt að finna viðkomandi staði á kortinu. íslandskortið er í fremstu opnu bókarinnar, en í öftustu opnu hennar er yfirlitsmynd af Reykja- vík og nágrenni, þar sem sýndar eru allar helztu leiðir út úr og inn í höfuðborgina. Auk þess er í bók- inni nákvæmt kort af miðhluta Reykjavíkur og Akureyrar. Efni bókarinnar skiptist í tvo megin þætti, þ.e. fólkið í landinu og landið sjálft. Nær helmingi bókarinnar er varið til að lýsa öllum kaupstöðum og kauptúnum á landinu. Fyrst er þar getið Reykjavíkur og Akureyrar, en síðan koma allir aðrir kaupstaðir og kauptún í stafrófsröð og alls þess helzta getið, sem staðina varðar. Viðamikill þáttur er um nokkra sérstæða ferðamannastaði, sem auðvelt er að komast til, svo sem Geysi, Gullfoss, Hallormsstað, Hóla, Hreðavatn, Kerlingarfjöll, Laugar, Mývatn, Skaftafell, Skál- holt, Snæfellsnes, Þingvelli, Þjórsárdal, Þórsmörk og Fljóts- hlíð. Þá er einnig sérstakur kafli um athyglisverða staði í óbyggð- um, svo sem Landmannalaugar, Hveravelli, Hvítárvatn, Veiði- vötn, öskju og Herðubreið. Sigurjón Rist vatnamælingamað- ur, lýsir bifreiðaslóðum á Mið- hálendinu, þ.e.a.s. Sprengisands- vegi, Fjallabaksvegi nyrðra, Kjal- vegi, Kaldbaksvegi og Stórasandi og Arnarvatnsheiði. Lýsingum Sigurjóns fylgja sérstök kort, prentuð í tveim litum. Annað efni bókarinnar er I stór- um dráttum þannig, að gerð er grein fyrir sögu þjóðarinnar, helztu möguleikum til þess að komast til landsins, hvenær helzt eigi að koma, hvernig klæðnað eigi að taka með sér, hvaða ferða- skrifstofur séu starfandi, hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að komast inn í Iandið. Listi er yfir erlend sendiráð hérlendis og fslenzk sendiráð og konsúlöt er- lendis. Islenzkri tungu eru gerð skil, einnig fánanum, skjaldar- merkinu, þjóðsögnum og þjóð- görðunum. Islenzkur matur fær sinn kafla og einnig helztu atriði varðandi tóbak og áfengi. Sagt er frá helztu frfdögum á ári hverju, greint frá listgreinum, trúar- brögðum og reglum varðandi mannanöfn, þá koma allskonar hagkvæmar upplýsingar um raf- magn, ljósmyndun, þjónustu- gjöld, frímerkjasöfnun, útgáfu landkynningarrita og Islands- korta; listi er yfir hótel og veit- ingahús, sagt frá útvarpi, sjón- varpi og póstþjónustunni. Stór kafli er varðandi allt, er lýtur að innanlandsferðum, og listi yfir björgunarskýli. Iþróttum er gerð skil, einnig veiði f ám og vötnum, sagt er frá öllum fslenzkum fugl- um, hestum, hestamennsku og hreindýraveiðum, minjasöfnum, minnisvörðum og gömlum húsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.