Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI 1974 35 Vinstri og sósíaldemó- kratar vinna á SAMKVÆMT NTB frétt frá Kaupmannahöfn á laugardag bendir Gallupskoðun þar til vax- andi fylgis Vinstri og sósiai- demökrata en minnkandi fylgis hjá Framfaraflokknum, Réttar- sambandinu og Miðdemókrötum. Ef fram hefðu farið kosningar um þær mundir f júnfmánuði, er Gallupskoðunin var gerð, hefði Réttarsambandið sennilega ekki komið manni á þing. Fylgi flokkanna var í júní sem hér segir, samkvæmt skoðana- könnuninni: (Tölurnar í svigun- um eru annars vegar samkvæmt Gallupkönnun í maí, hins vegar úrslitin í síðustu kosningum f des. 1973) Sósíaldemókratar: 29,4% (26,3%, 25,6%), Framfara- flokkurinn (Mogens Glistrup): 13,8% (14,6%, 15,9%), Róttækir Vinstri: 9% (9,1%, 11,2%), íhaldsmenn 7% (6,5%, 9,2%) SF 5,7% (4,9%, 6%) kommúnistar: 5,6% (9,4%, 3,6%) miðdemókrat- ar: 2,8% (4%, 7,8%) Kristilegi þjóðarflokkurinn: 4,8% (4,9%, 4%) Vinstri: 17,7% (15,3%, 12,3%). Aðrir flokkar í júní 3,6% en þeir eru skv. svigatölunum: Réttarsambandið með 2,5% í maí og 2,9% í desember og vinstri sósialistar með 2,5% í maí og 1,5% f des. 1 dag fer fram frá Akureyrar- kirkju útför Arna Kristjánssonar amtsbókavarðar og menntaskóla- kennara. — Minningargreinar um Árna birtast f Mbl. á morgun, miðvikudag. Dregið hjá Samhjálp Dregið hefur verið f Happ- drætti Samhjálpar. Aðalvinning- urinn var Citroén Super og kom hann upp á miða nr. 11477. Nánari upplýsingar eru veittar að Hátúni 2, þar sem bækistöðvar Ffladelffusafnaðarins eru. Setberg laust til umsóknar Biskup landsins hefur auglýst Iaust til umsóknar Setbergs prestakall — Grundafjörð, me<1 umsóknarfresti til 1. ágúst næst- komandi. Magnús Guðmundsson prestur þar hefur af heilsufarsástæðum óskað eftir lausn frá preststarfi sfnu — Rányrkja Framhald af bls. 36 anförnu. Það er staðreynd, að hér er um talsverða rányrkju að ræða, sérstaklega þegar tekið er tillit til, hve mörg skip eru þarna á veiðum. Það vita allir hvernig þorskstofninn er, og því er lokun svæðisins það eina, sem hægt er að gera, sagði Sigfús. Hann sagði ennfremur, að þessi fiskur myndi ganga út af þessu svæði, þegar hann eltist, og því þyrftu sjómenn ekki vera hrædd- ir um, að hann yrði ellidauður. Staðreynd málsins væri sú, að með hirini miklu sókn og miklu tækni, sem viðhöfð væri, væri hver fiskur drepinn. Æskilegast væri, að minnka sóknina á ís- landsmið, en þvf miður yrði þvf ekki komið við enn. Þvf væri eina ráðið að beita friðunaraðgerðum. — Það þarf enginn að halda, að fleiri skip gefi aukinn afla. Nú er svo komið, að það er ekki hægt að auka aflamagnið á miðunum við ísland. Og fleiri skip þýða ekkert annað en óhagstæðari útgerð, sagði Sigfús að lokum. — Þorskblokkin Framhald af bls. 36 sfðasta ári, næmi lækkunin nú á ársgrundvelli nálægt 15 milljón- um dollara, eða á núverandi gengi rúmum 1400 milljónum króna. Þrátt fyrir þetta mikla verðfall væru blokkir óseljanlegar um þessar mundir, svo sennilega yrði útflutningstap S.H. ennþá meira. Þegar Eyjólfur var spurður um hina slæmu afkomu frystihús- anna svaraði hann: Það er óhætt að segja, að frysti- húsin eru rekin með stórtapi f dag og virðist einsýnt að nokkur þeirra muni loka á næstunni vegna greiðsluþrota. Um s.l. ára- mót var gert ráð fyrir, að um smávægilegan hagnað gæti orðið að ræða eða 1% til 2% af heildar- veltu. Þessi afgangur var þó ein- ungis til á pappírnum, þar sem reiknað var með nokkurri hækk- un á markaðsverði, en eins og hefur komið á daginn, þá Var það algerlega óraunhæft. Síðan komu kauphækkanir við síðustu kjara- samninga, ásamt margháttuðum hækkunum ýmissa kostnaðarliða, sem af leiðir, auk erlendra kostnaðarhækkana eins og t.d. á efni til umbúða, að ótöldum þeim hækkunum, sem olfuhækkunin hefur haft í för með sér, eins og t.d. á farmgjöldum. Við þetta allt saman bættist svo stórfelld lækk- un á fiskmjöli á heimsmarkaði, sem aftur hefur bein áhrif til verðlækkunar á fiskúrgangi frá frystihúsunum. Þegar svo hér við bætist mikil verðlækkun á fram- leiðslu frystihúsanna á mörkuð- Addis Abeba 8. júlf — AP. ÞRETTAN eftirlýstir stjórnmála- menn gáfu sig fram við herinn á mánudag, að þvf er segir f til- kynningu uppreisnarmanna. Segir f tilkynningunni, að þeir 15, sem enn hafa ekki gefið sig fram verði álitnir útlægir og leitaðir uppi ef þeir gefa sig ekki fram án tafar. Ríkisútvarpið, sem er meðal stofnana, sem herinn lagði undir sig fyrir 11 dögum, útvarpaði beiðni til þjóðarinnar um aðstoð unum, þá þarf varla að koma á óvart, þótt rekstrargrundvöllur þeirra sé algjörlega brostinn. Því er óhjákvæmilegt að gera ráð- stafanir sem allra fyrst til að þau geti haldið áfram eðlilegri fram- leiðslu, þrátt fyrir þá erfiðleika, sem nú er við að etja, þvf væntan- lega eru þeir tfmabundnir. — Hvaða ráðstafanir koma helzt til greina til að rétta við hag frystihúsanna? — I þvf efni kemur margt til greina. Ég vil nefna, að við núver- andi erfiðleika, sem eins og ég sagði áður eru væntanlega tíma- bundnir, þá mætti létta af þeim ýmsum opinberum álögum eins og t.d. launaskatti. Við núverandi kostnaðarverðlag hér og markaðs- verð hins vegar, þá liggur áfram- haldandi gengissig beint við sem eðlileg ráðstöfun. Loks mætti nefna, að greiddar yrðu fram- leiðslubætur úr Verðjöfnunar- sjóði, en slfkt hefur áður verið gert. — Þú talar um að þetta ástand sé tfmabundið, áttu þá við verð- lækkanirnar á mörkuðunum? — Ég á við, eins og ég tók fram í upphafi, að eftir hækkanirnar f vor þá var orðið ósamræmi f til- kostnaði hér og hæsta markaðs- verði, sem við höfum þekkt og slfkt hlýtur að verða að leiðrétta, en hvað markaðsverð snertir, þá er hér um alveg óeðlilega lækkun að ræða, en hvenær eðlilegt ástand skapast á mörkuðunum á ný eru sjálfsagt skiptar skoðanir um, en mér sýnist að óvarlegt sé að gera ráð fyrir neinum veru- legum bata fyrr en í byrjun næsta árs. við að finna hina eftirlýstu. Nokkrir þeirra hafa sézt á gisti- og veitingahúsum f Addis Abeba síðustuNviku en herinn hefur auð- sjáanlega ekki haft aðstöðu til að nálgast þá. I þeirri herferð, sem herinn hefur hafið gegn spillingu f land- inu, fyrir afnámi átthagafjötra og auknu lýðræði, hafa 56 stjórn- málamenn verið handteknir. Haile Selassie keisari hefur að mestu verið sviptur völdum og er nú vart annað en toppfígúra. — Heildarlausn Framhald af bls. 1 Stokkhólms-ráðstefnunni í 1972, og þau samtvinnuð samþykkt al- þjóðlegra viðmiðunarákvæða, þar sem fundið verði jafnvægi milli ákvæða fyrir einstök ríki og al- þjóðlegra ákvæða. 0 7. 1 grundvallaratriðum verði aðgangur til vfsindalegra rann- sókna frjáls, en strandrfkjum tryggð þátttaka í hinum ýmsu rannsóknar verkefnum og að þau hafi aðgang að niðurstöðum. • 8. Lögmætir hagsmunir landluktra ríkja verði tryggðir. Að lokum sagði Hans G. Ander- sen, að ef fulltrúar á ráðstefnunni gætu nú beint athyglinni óskiptri að því að vinna að heildarlausn á ofangreindum grundvelli, væri góð von um að hægt væri að ná góðum árangri þegar í þessum áfanga hafréttarráðstefnunnar, sem fram færi í Caracas. I AP-frétt frá Caracas var haft eftir norska landkönnuðinum og rithöfundinum Thor Heyerdahl, að hann teldi mengun hafsins mestu hættu, sem að mannkyninu steðjaði nú, — og meir en hætt- una af kjarnorkusprengjum og loftmengun. Heyerdahl kvaðst þeirrar skoðunar, að ráðstefnan í Caracas væri mikilvægasta ráð- stefna sem nokkru sinni hefði verið haldin, en hann hefði áhyggjur af því, að árangur næðist ekki nógu fljótt. „Ég hef það á tilfinningunni," sagði Heyerdahl, „að fulltrúarnir hérna, sem virðast ýmist vera lögfræðingar eða stjórnmála- menn, séu að bræða það með sér, hvemig heppilegast sé að nota epli, sem nú þegar er farið að rotna — og þeir leyfa þvf að halda áfram að rotna, meðan þeir rök- ræða hvernig þeir geti bezt skipt því á milli sín.“ — Þjóðhátíð Framhald af bls. 1 úrslitaleiknum og má þar nefna Kissinger utanríkisráónerra Bandarfkjanna, Bernharð prins af Hollandi, Rainer fursta af Mon- aco og Grace konu hans. Að sjálf- sögðu fylgdust svo þýzkir stjórn- málamenn með viðureigninni af lífi og sál, me Helmut Schmidt kanslara og Va.ter Scheel forseta í fararbroddi. Umhverfis þetta fólk gengu þrekvaxnir lögreglu- þjónar og gættu þess, að allt færi fram samkvæmt hinni nákvæmu skipulagningu. Lok þessarar mestu knatt- spyrnusýningar voru á margvfs- legan hátt hjá fólki. A elliheimili Eþíópía: Stjórnmálamenn gefa sig fram unnvörpum á Mainz lézt gamall knattspyrnu- áhugamaður úr hjartaslagi og Hollendinga varð að flytja á sjúkrahús vegna sömu orsaka er úrslit leiksins lágu fyrir. Tveir óánægðir Hollendingar hentu sjónvarpstækjum sfnum út á götu er þeir heyrðu um tap sinna manna og áfram er hægt að rekja viðbrögð fólks. í Amsterdam var óvenju fátt fólk á götum úti, mest megnis erlendir ferðamenn. Hollendingar sátu hnfpnir fyrir framan sjónvarpstækin sfn, meðan Þjóðverjar dönsuðu af gleði. Það geta ekki allir orðið sigur- vegarar f íþróttum, það fengu Hollendingar að reyna á sunnu- daginn. Eigi að sfður var knatt- sþyrnumönnunum vel fagnað er þeir komu til sfns heimalands f gær. Flugvöllurinn f Amsterdam var að mestu lokaður, því þar lentu silfurmennirnir frá heims- meistarakeppninni. Meira að segja Kurt Waldheim aðalritari Sameinuðu þjóðanna og Bernharð prins urðu að nota annan flugvöll. Knattspyrnumönnunum var ekið um Amsterdam og sfðan til Haag þar sem ríkisstjórnin hélt þeim veizlu. Nokkuð sem ekki hefur gerzt áður þar f landi, en Holland hefur heldur aldrei áður komist í úrslit heimsmeistarakeppninnar. Svartamarkaðsbraskarar höfðu litið hýru auga til úrslitaleiksins í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu. Fyrir viku sfðan var verðið á svörtum markaði komið upp í 60 þúsund krónur. Sfðustu dagana féllu miðarnir aftur í verði og margir hverjir máttu þakka fyrir að fara þó með gróða út úr viðskiptunum. Brasilíumenn voru fyrrverandi heimsmeistarar, en máttu nú gera sér fjórða sætið í keppninni pð góðu. Brasilfumenn eru blóðheitir að eðlisfari og eftir þessa slæmu útreið, að þeirra dómi, hótuðu þeir fjölskyldu landsliðsþjálfar- ans lífláti. Þyrptist æstur múgur- inn að húsi þjálfarans og stendur lögreglan enn vörð um húsið. — Bellonte Framhald af bls. 2 New York var gerð 13. júlf 1929 og var þá farið frá Le Bourget- flugvelli eins og f sfðara skiptið. Þeir félagar biðu lengi eftir heppilegu veðurútliti og dag hvern hittu þeir Pólverja á veðurstofunni, sem voru f sömu hugleiðingum. Báðar flugvél- arnar héldu svo af stað sama daginn, þegar veðurútlit var álitlegt og lögðu Pólverjarnir af stað 20 mfnútum á undan Bellonte. Flugvél Bellonte var hraðfleygari og þegar flogið hafði verið f 12 klukkustundir og f ljós hafði komið, að vindar höfðu ekki verið sem hagstæð- astir, var ákveðið að snúa við, skammt vestan við Azoreyjar. Pólverjarnir lentu á Azoreyjum og þarkviknaði f flugvél þeirra og fórst einn af áhöfninni. Bellonte var spurður að þvf, hvernig hann og félagi hans hefðu farið að þvf að talast við á leiðinni, en stjórnklefar voru opnir og aðgreindir. Bellonte sagði, að bæði vegna hávaðans frá hreyflinum og eins vegna þytsins f vindinum hefðu þeir ekki heyrt hvor til annars. Þvf skrifuðust þeir á. Þessa miða, sem þannig fóru á milli þeirra félaga, segist Bellonte hafa fundið nýlega og hafi þeir verið mikil fróðleiksnáma um ferð- ina og margt komið fram, sem hann hafi verið búinn að gleyma. Ennfremur hafi hann fundið á meðal þessara miða hæðarrita úr ferðinni. Með þessar upplýsingar f höndum sagðist Bellonte nú ætla að gefa út bók um ferðina. Nafn vélarinnar, sem þeir félagar notuðu, var „Spurn- íngarmerkið". Hann sagði, að upphaflega hafi flugvélin ekki borið neitt nafn. En menn hefðu alltaf verið að spyrjast fyrir um það, hvenær ætlunin væri að fara af stað, hvað þeir hygðust vera lengi á leiðinni o.s.frv. En þeir félagar voru svarafáir og loks kallaði blaða- maður einn flugvélina f blaði sfnu þessu nafni, „Spurningar- rnerkið". Einn tæknimannanna greip nafnið á lofti og morgun einn, er þeir félagar komu að flugvélinni, var búið að mála spurningarmerki á flugvélina. Þannig varð nafnið til. Bellonte mun á fimmtudags- kvöld klukkan 20.30 halda fyr- irlestur í ráðstefnusal Loft- leiðahótelsins og sýna þar kvik- myndir um sögu flugsins, sem hann segir að skipta megi f fjögur aðaltfmabil. Fyrsta tfma- bilið hefst 1919 og stendur til 1930. 1 fyrirlestri sfnum sagðist hann m.a. mundu skýra frá flugi brautryðjandans John Alcock, sem flaug frá Ný- fundanlandi til Irlands o.fl. Annað tfmabilið er tfmbabil flugbátanna, sem stóð fremur stutt eða frá 1937 til ’39, er Pan American og Imperial Airways notuðu til áætlunarflugs. Þvf tfmabili lauk með heimsstyrj- öldinni sfðari og tekur þá við þriðja tfmabilið — herflug yfir Atlantshafi. Þvf lýkur 1945 og við tekur aimennt áætlunarflug — tfmabil, sem enn stendur yf- ir og lfklegast á eftir að þróast mikið — eins og það hefur gert til þessa og er nú komin svo- . kölluð þotuöld. Á blaðamannafundinum f gær með Bellonte-hjónunum voru Björn Jónsson, formaður Flugmálafélagsins, Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri, Leifur Magnússon, varaflug- málastjóri og Helga Ingólfsdótt- ir, blaðafulltrúi Loftleiða h.f. — Reykholt Framhald af bls. 3. Akraness, sleit síðan hátfðinni laust fyrir klukkan 18, og var þá jafnframt opnuð sýning í anddyri skólans á útgáfum rita Snorra Sturlusonar. Var sýn- ingin sett upp af þeim Bjarna Bachman bókaverði í Borgar- nesi og frú Stefaníu Eiríks- dóttur bókaverði á Akranesi. Bækurnar og handritin voru öll fengin að láni f Landsbókasafni Islands, og veitti Ólafur Pálma- son bókavörður góða aðstoð við uppsetninguna. Þjóðhátfðar- nefnd Borgfirðinga hefur gefið út kvæðið „1974“, og er það lýst af Einari Hákonarsyni list- málara. Ritið er prentað í Lit- brá hf. Kvæðið var selt á hátíð- inni og var það mikið keypt. Upplag er takmarkað, en þjóð- hátfðarnefndin mun síðar koma því á almennan markað. — Fréttaritari. — Kútter Sigurfari Framhald af bls. 3. Arndfsi Magnúsdóttur Blöndal, en Jóhannes Guðmundsson var sfðasti skipstjórinn á Sigurfara, áður en hann fór úr landi, og gaf útgerð skipsins honum fán- ann. Gefendur eru börn sonar- dóttur þeirra hjóna, þau Magn- hildur Sigurbjörnsdóttir og Magnús Bl. Sigurbjörnsson. Þá gáfu dætur Gunnsteins Einars- sonar skipstjóra, Ólöf og Ásta, bárufleyg, sexkant og sjókort, sem fylgt hafði Sigurfara fyrstu árin. — Gamli Sigurfari liggur nú hér f höfninni innan um sér yngri og óreyndari skip svo sem nýju Akraborg, tvo nýja skuttogara og fleiri glæsileg fiskiskip. Hann hefur nú skilað sfnu hlut- verki við að afla björg f bú, en tekur nú við nýju, það er að sýna komandi kynslóðum þá að- stöðu, sem fslenzkir sjómenn upp úr aldamótum unnu við, og samanburð við þær miklu tækniframfarir, sem orðið hafa sfðustu áratugina. Fyrirhugað er, að Sigurfari fari I slipp, og verður hann færður f það horf, sem hann upphaflega hafði. Kostnaður við þessar breytingar mun verða nokkur, en stofnaður hef- ur verið „Sigurfarasjóður”, og er þess vænst, að velunnarar skipsins láti eitthvað af hendi rakna svo fyrirhuguð fram- kvæmd við skipið komist heil f höfn. Asm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.