Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 121. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 12. JULl 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skýrsla Watergatenefndarinnar birt: Nixon notaði 50 þús. dali af kosningafé til eigin þarfa Washington, 11. júlíNTB—AP I SKYRSLU, sem Watergate- nefnd öldungadeildar Banda- rfkjaþings birti f gærkveldi, er frá þvf skýrt, að Richard Nixon, forseti Bandarfkjanna, hafi notað meira en 50.000 dollara úr kosn- ingasjóðum sfnum til þess að standa undir endurbótum á hús- eign sinni f Key Biscayne í Florfda og til kaupa á demants- Úr réttarsal John D. Ehrlichman og kona hans, Jean, koma glöð f bragði út úr réttarsalnum á dögunum, en þar bar Ehrlichman vitni f þvf máli, sem höfðað hefur verið gegn honum um, að hann beri ábyrgð á innbrotinu f skrifstofu læknis, Daniels Ells- berg. eyrnalokkum handa konu sinni. I skýrslunni kemur einnig fram sú skoðun nefndarinnar, að full ástæða sé til að rannsaka betur samband Nixonstjórnarinnar við auðjöfurinn Howard Hughes. Loks er f skýrslunni birt bréf frá Hvfta húsinu, þar sem neitað er að svara spurningum Watergate- nefndarinnar varðandi ýmis mál. Skýrsla þessi er 350 blaðsíður. Þar kemur m.a. fram, að pening- arnir, sem Nixon hafi notað til eigin þarfa, hafi farið gegnum leynilegan sjóð, sem vinur hans, Charles Bebe Rebozo, kom á lagg- irnar. Bréf er birt í skýrslunni, þar sem haft er eftir forsetanum að Robert Haldemann, fyrrverandi yfirmaður starfsliðs Hvíta húss- ins hafi beðið Rebozo um að leita eftir framlögum í kosningasjóði Nixons frá Paul Getty, einum auðugasta manni í heimi. SÖNNUNARGÖGN 1BÓKARFORMI Þá hefur dómsmálanefnd full- trúadeildar bandaríska þingsins gefið út í bókarformi mikinn hluta þeirra sönnunargagna, sem hún hefur safnað saman í rann- sókn sinni á Watergatemálinu. Þar er að finna yfirlýsingar vitna, afrit af samtölum forsetans og nánustu samstarfsmanna hans, svo og lögfræðileg skjöl og gögn. Fyllir allt þetta efni 8 bindi, samtals 4.136 blaðsiður. Efni þessarar bókar er að mestu áður Framhald á bls. 20 Ný átök í uppsiglingu í Kashmír? Portúgalsstjórn levst upp Talið að herforingjastjórn taki við Lissabon 11. júlí NTB. AP. ANTONIO Spinola forseti Portú- gals leysti f kvöld upp bráða- birgðastjórn landsins og áreiðan- legar heimildir herma, að herfor- ingjastjórn muni taka við innan fárra daga. Var það upplýsinga- málaráðherrann Raul Rego, sem sagði frá þessu, eftir að ráð- herrarnir höfðu setið á fundi með Spinola forseta f fjórar klukku- stundir. Baryshnikov dansar í Kanada Toronto, Kanada, 11. júlí, AP. MIKHAIL Baryshnikov, sem baðst hælis f Kanada á dögunum, er Kirovballettinn frá Sovétrfkj- unum var þar á ferð, mun koma fram sem gestur á tveimur sýn- ingum hjá „The National Ballet“ f næsta mánuði. Baryshnikov, sem var einn aðal- dansari Kirovhópsins, mun dansa eitt aðalhlutverkið í ,,La sylphide“. Verður þetta í fyrsta skipti sem Baryshnikov kemur fram opinberlega eftir að hann bað um hæli í Kanada og kvaðst ekki vilja snúa til Sovétríkjanna aftur. Seint f kvöld sagði Spinola for- seti f sjónvarpsviðtali að senni- lega yrði Mario Firmino Miguel, varnarmálaráðherra f fráfarandi stjórn skipaður forsætisráðherra. Miguel er 44 ára og einn þeirra sem stóð að baki byltingunni f landinu, ásamt Spinola f aprfl s.l. Mjög kom á óvart að Spinola skyldi koma fram f ofangreindu sjónvarpsviðtali, þar sem ekki hafði verið búizt við tilkynningu frá honum fyrr en á morgun. Hann sagði það tilhæfulausar get- sakir að væntanleg stjórn yrði hægrisinnaðri en sú sem nú fer frá völdum. í þeirri stjórn áttu kommúnistar tvo fulltrúa, sósial- istar þrjá og Frjálslyndir tvo. Spinola sagði að nýja stjórnin yrði samsteypustjórn og áreiðan- legar heimildir Ntb höfðu fyrir satt að flokkarnir þrfr, sem nefnd- ir voru myndu eiga þar fulltrúa. Sú kreppa, sem nú hefur orðið og veldur þvf, að Spinola víkur stjórninni frá, hófst sl. þriðjudag, þegar Carlos forsætisráðherra og fjórir aðrir frjálslyndir ráðherrar í rfkisstjórninni afhentu lausnar- beiðnir sínar, og var ástæðan vax- andi ágreiningur um efnahags- máf, svo og deilur um stefnu f nýlendumálum. Carlos gaf þó f skyn, að hann mundi kannski fall- ast á að vera áfram, ef Spinola gengi snarlega að ýmsum kröfum hans, þar á meðal þeirri, að for- setakosningar yrðu látnar fara fram f landinu. Carlos sagði, að Spinola mætti ekki gegna áfram forsetaembætti, þar sem hann „er alger byltingarmaður", sagði Carlos. Til þess er tekið, að Carlos kom ekki á fundinn með forsetan- um og hinum ráðherrunum í dag. Einn ráðherranna, Pereira de Moura, ráðherra án ráðuneytis, Washington 11. júlí NTB. TVEIR fangar tóku f kvöld fjóra lögreglumenn og tvo lögfræðinga f gfslingu f kjallara dómshúss þess í Washington, þar sem yfir- heyrslur fara þessa dagana yfir John Ehrlichman. Afbrotamenn- irnir tveir voru vopnaðir og kröf ð- ust þeir að þeir fengju bifreið og sfðan flugvél til umráða. Fréttamaður einn náði síma- sagði í kvöld, að forsetinn hefði ekki átt annarra kosta völ en leysa alla rfkisstjórnina frá störf- um, eftir að hann hafði tekið á móti lausnarbeiðnum fimm ráð- herra. 1 fréttum frá Lissabon segir svo í kvöld, að þar sé allt með ró og spekt, og hvorki hafi afsögn ríkis- stjórnarinnar komið á óvart né beri þar á ólgu vegna þess, sem gerzt hefur. sambandi við annan ræningjann og sagðist hann heita Robert Jones. Sagði hann að þeir krefð- ust ekki lausnargjalds, en vildu fá farartæki til að komast á brott úr borginni. Seint í kvöld var ekki ljóst, hvernig þessu máli lyktaði, en yfirmaður lögregluliðs Washing- ton Jerry Wilson er á staðnum og stjórnar liði því sem hefur slegið hring um bygginguna. Islamabad, 11. júlí, AP. UPPLVST er af hálfu stjórnar Pakistans, að við landamæri Ind- lands og Afghanistan hafi verið óeðlilegir flutningar hersveita að undanförnu og indverskar sveitir fært sig nær landamærum Pakist- ans. Hefur forsætisráðherra Pakistans, Zulfikar Ali Bhuttc látið að þvf liggja, að til nýrra átaka muni koma á Kashmfrsvæð- inu, áður en langt um Ifður. Talsmaður utanrfkisráðuneytis Pakistans sagði í dag, að flutn- ingar indverskra hermanna hefðu verið áberandi í námunda við Jammu og hefðu sveitir verið fluttar frá þeim stöðvum, sem þær dveldu í, þegar allt væri með kyrrum kjörum. Þar við bætist, að indverskar hersveitir hafa fyrir skömmu haldið umfangsmiklar heræfingar í námunda við landa- mærin. Frá Afghanistan herma fréttir, að landamærasveitir hafi undan- farið unnið að því að grafa nýjar skotgrafir og bæta gamlar og flug- herinn hafi yfirtekið flugvöll f námunda við landamærin, sem yfirleitt sé notaður fyrir vélar í farþegaflugi. Sömu heimildir herma, að varaliðssveitir í Afghanistan hafi fengið boð um að vera viðbúnir til starfa og tals maður pakistanska utanríkisráðu- neytisins staðhæfir, að um þessar mundir séu um 1500 sovézkir hernaðarráðunautar f Afghan- istan. Belfast: Hollendingar vilja sam- ræma vopnabúnað NATO Umsátur við dómshús Lögreglumenn og lögfræðingar teknir gíslar 59 slösuðust Hætta ella hernaðarsamvinnu 1979 Belfast 11. júlí,AP. FIMMTlU og níu manns slös- uðust, fæstir þó alvarlega, f Bel- fast f dag, en þar sprungu sprengjur vfða f miðborginni. Viðvaranir voru sendar út, áður en tvær sprengjanna sprungu, og höfðu menn þvf tækifærí til að forða sér. I Crossmaglen særðist brezkur hermaður, er sprengjubrot þeytt- ist f hann. Fyrr um daginn hafði Elizabeth McKee, fyrsta konan, sem hefur setið f fangelsi vegna skæruliðastarfsemi, verið látin laus úr fangelsi og verður ekki höfðað mál á hendur henni. Hamborg, 11. júlí.NTB. RAÐUNEYTISSTJÓRI hollenzka landvarnarráðuneytisins, Abra- ham Stemerdink, segir f sam- tali við vestur-þýzka blaðið „BILD“ f dag, að verði ekki búið að koma á samræmingu vopna- búnaðar innan aðildarrfkja Atlantshafsbandalagsins fyrir 1979, muni Hollendingar hætta þátttöku f hernaðarsamvinnu bandalagsins. Stemerdink segir, að Bandarfk- in, Bretland, Frakkland og Vest- ur-Þýzkaland hugsi einungis um eigin vopnaiðnað og þvf vilji minni aðildarrfki bandalagsins ekki lengur una. Aðspurður, hvort þetta þýddi, að Hollendingar mundu segja sig úr Atlantshafsbandalaginu, svaraði Stemerdink: „Eklý bein- línis. Við munum halda áfram samstarfi við NATO í pólitískum skilningi, en á hernaðarsamvinn- una verður bundin endi árið 1979, verði ekki að gert. Sem dæmi um eigingjarna afstöðu Vestur-Þjóð- verja tók Stemerdink merkjarat- sjá þeirra, sem væri bæði verri og dýrari en merkjaratsjá, sem Hol- lendingar hefðu framleitt. Engu að síður hefðu þeir eingöngu not- að sína eigin gerð. „Slík stefna v-þýzka landvarnaráðherrans kann að vera ágæt fyrir hans eigin þjóð, en fyrir Evrópu er hún óskynsamleg", sagði Stemerdink.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.