Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1974 Við viljum koma ólánsmönnum út úr hringnum ” Heimili Samhjálparmanna að Hlaðgerðarkoti vígt Það var mikill hátfðis- dagur í Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit s.l. laugar- dag. Þar var vígt hús Samhjálpar, en Sam- hjálp er sjálfstæð stofnun innan Hvfta- sunnusafnaðarins. Sam- hjálp keypti Hlaðgerðar- kot af Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir 12 millj. kr., en brunabóta- mat á húsinu var 15,6 millj. kr. Mæðrastyrks- nefnd gaf Samhjálp því eftir 3,6 millj. kr. Mikið fjölmenni var saman- komið í Hlaðgerðarkoti á vfgsludeginum. Mosfells- dalurinn skartaði sfnu fegursta, sól lék við gras og klett og það var bjart yfir því starfi, sem var að hefjast þarna í hlfðinni. Vígsluhátíðin fór þannig fram, að Georg Viðar, forstöðumaður heimilisins, talaði og Einar Gíslason forstöðu- maður Hvitasunnu- Hlaðgerðarkot safnaðarins flutti ræðu og vígsluorð. Mikið var sungið af kristilegum söngvum og að vanda þegar Hvítasunnumenn eru samankomnir, ríkti mikil sönggleði. Við röbbuðum við Georg Viðar um Sam- hjálp og væntanlegt starf í Hlaðgerðarkoti. „Samhjálp“, sagði hann, hóf í desember fyrir 2 árum að safna peningum til þess að hrinda þessum málum í framkvæmd. Þegar við vorum búin að safna and- virði eins bíls keyptum við Citroenbifreið og efndum til happdrættis um hana. Þetta happ- drætti gaf okkur 4 millj. kr. og þá peninga gátum við notað til þess að greiða fyrstu afborgun í þessu góða húsi. Jónína Guðmundsdóttir hjá barnaverndarnefnd og borgaryfirvöld í Reykja- vík hafa sýnt okkur ein- staka lipurð í öllum fram- gangi þessa máls. í Hlað- gerðarkoti er pláss fyrir 16 menn í einbýli, en hér hafa verið 5 menn auk fjölskyldu minnar síðan 9. júní. Við tókum við þessu húsi í fínu lagi frá starfsmönnum borgar- innar, en þó hafa heil- brigðisyfirvöld farið fram á ýmsar lag- færingar og þær koma til með að kosta okkur 2-3 hundruð þúsund kr. Við erum því að reyna af mætti að gera hér allt þannig úr garði, að við getum hafið starfsemina af fullum krafti“. „Hvernig verður starfinu háttað“? „Hér er aðstaða fyrir menn, sem eru að koma út af Gunnarsholti, Víði- nesi, Litla-Hrauni eða aðra, sem hvergi eiga höfði sínu að halla, eiga hvergi athvarf, en vilja leita hjálpar á grundvelli trúarinnar. Starf okkar hér verður að byggjast á þessu. Við getum fyllt Hluti vígslugesta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.