Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULl 1974 11 þetta hús á stundinni af mönnum, en hér byggjum við algjörlega á því, að mennleytiHjálpar og uppbyggingar á grundvelli trúarinnar. Við viljum koma óláns- og utangarðsmönnunum út úr hringnum, en það verður að vera vilji þeirra einnig. Þegar allt verður komið í eðlilegt horf hér getum við vænzt þess, að opinberir aðilar komi inn í spilið með dagvistunar- gjöld og að því munum við vinna. Fjárframlög til þessarar stofnunar hafa borizt frá ótrúlegustu aðilum, en fastan opin- beran styrk höfum við ekki fengið. Þetta er því þungur róður, en við munum berjast og það er margt og traust fólk, sem fylgir okkur“. Georg Viðar sagði, að rekstur heimilisins að Hlaðgerðarkoti væri að mörgu leyti eftir fyrir- mynd frá sænskri stofnun, Lewi Pethrus stofnuninni, sem hefur þá reynslu, að 75% alkoholista og eiturlyfja- neytenda fá varanlega bót meina sinna á hælum þeirra. „Það er nú mjög knýjandi I þessu starfi okkar,“ sagði Georg Viðar, „að endur- hæfingarráð fari að líta til okkar, því menn verða að hafa iðju um leið og þeir eru byggðir upp and- lega. I þessu sambandi vonum við bæði eftir aðstoð frá ríki og borg.“ —á.j. Einar Gfslason forstöðumaður Hvftasunnusafnaðarins vígir heimilið. Georg Viðar forstöðumaður Hlaðgerðarkots f Mosfellsdal ásamt Öddu konu sinni. Auglýsing Notkun og meðferð hverskonar skotvopna er algföi- lega bönnuð í lögsagnarumdæmi Gullbringusýslu, Keflavlkur- og Grindavíkurkaupstöðum nema að fengnu sérstöku leyfi landeigenda. Nær bann þetta til allra sveitafélaga á Reykjanesskaga sunnan Hafnar- fjarðar. Þeim, sem sem brjóta gegn banni þessu verður þunglega refsað lögum samkvæmt. Sýslumaður Gullbringusýslu Bæjarfógetinn I Keflavlk og Grindavlk Alfreð Glslason. VOLKSWAGEN kemur yður ætíð á leiðarenda. Hvert, sem bér farið, þá er VOLKSWAGEN traustasti og eftirsóttasti billinn. Feröist í Volkswagen HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.