Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULl 1974 13 Þing norrænna barnabókahöf- unda í Færeyjum Dagana 1. — 6. þ.m. var 6. þing norrænna barna- og unglinga- bókahðfunda haldið í Þórshöfn í Færeyjum. Um 110 erlendir þátt- takendur sóttu þingið og 20 — 30 Færeyingar. Auk rithöfunda sátu þingið starfsfólk útvarps og sjón- varps, sem sér um barnaefni í þessum fjölmiðlum, ritstjórar barnablaða, bókaverðir o.fl. Frá Svíþjóð voru flestir þátttakend- anna. Héðan að heiman voru 13 þátttakendur. — Þessi þing eru haldin annað hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum, og eru þau styrkt af norræna menningar- málasjóðnum. Þingið 1972 var haldið í Reykjavík. Þessi þing eru einn þátturinn í norrænni samvinnu, — og sannar- lega ekki sá ómerkasti. Tekið er til meðferðar lestrarefni ungu kynslóðarinnar, útgáfa barna- bóka, já, og raunar allt efni sem ætlað er börnum og unglingum í útvarpi, sjónvarpi, kvikmynda- húsum, leikhúsum og öðrum opin- berum stöðum. Höfuðviðfangsefni þingsins í Færeyjum var: Barnabók- menntirnar og skólarnir. Einn fyrirlesari var frá hverju Iandi: Steinbjörn Jacobsen skáld frá Færeyjum, Róbert Fisker rit- höfundur frá Danmörku, Lars Furuland dósent frá Svíþjóð. Elsa Breen rithöfundur frá Noregi, Marita Lundquist rithöfundur frá Finnlandi, og Armann Kr. Einars- son frá Islandi. Umræður fóru fram að loknum framsöguerindunum, og vinnu- hópar störfuðu um einstök málefni. Loks voru ályktanir bornar fram. Nefna má, að sam- þykkt var tillaga, samhljóða, um að fyrir efni ætlað börnum og unglingum í fjölmiðlum væri greitt jafnt og fyrir annað efni. Þá var gerð ályktun á þinginu um hið sjálfsagða réttlætismál, að nemendur fái að taka próf á móðurmáli sínu. En eins og kunnugt er af fréttum, var tveim færeyskum nemendum vísað frá prófi, vegna þess að þeir neituðu að tala á öðru máli en sínu eigin. Þetta 6. þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda f Þórs- höfn var mjög vel undirbúið og skipulagt, en formaður undir- búningsnefndar var Öskar Hermannsson, en með honum í nefndinni var Hanna Lisberg, Jóhannes Enni og ritari þingsins, Hanna Absalonsen. Þingið var haldið í Mennta- skólanum í Þórshöfn, — í stórum og vistlegum húsakynnum. Menntamálaráðherra færeysku Iandstjórnarinnar, Ásbjörn Joen- sen, setti þingið með ræðu, og við opnunina lásu upp og sungu færeyskir listamenn. Meðan þingið stóð yfir var móttaka fyrir alla þinggesti, bæði hjá borgar- stjóranum f Þórshöfn og lög- manninum í Tinganesi. Geta má þess einni& að þátttakendum var boðið í lengri og skemmri skemmtiferðir þingdagana, m.a. voru skoðaðir hinir sérkennilegu hellar í Vestmannabjörgunum, og farið var til Kirkjubæjar. 1 sambandi við þingið voru haldnar sýningar á færeyskum og þýddum barnabókum. Þinginu lauk sfðan á föstudags- kvöld með mjög veglegri veizlu í Hótel Færeyjum, þar sem nær 200 gestir sátu til borðs. Mörg þakkar- ávörp voru flutt og mikið sungið, m.a. ljóð, sem ort höfðu verið f tilefni þingsins. Að síðustu sleit formaður færeyska rithöfunda félagsins, Jákup í Jákupsstovu, þinginu með ræðu. Eftir að borð höfðu verið fjarlægð, sýndi 30 manna hópur Færeyinga, klæddir þjóðbúningum, færeyska dansa. Loks var stiginn almennur dans. Erlendu fulltrúarnir rómuðu mjög framúrskarandi gestrisni Færeyinga. Til gamans má geta þess, að einstök veðurblíða og sól- skin var alla þingdagana, og sagðist undirbúningsnefndin hafa pantað þetta veður. Talsvert var skrifað í færeysk blöð fyrir þingið og meðan það stóð yfir. Kom þar m.a. fram, að þetta þing yrði vonandi færeysk- um barnabókmenntum til örvun- ar og stuðnings. En eins og kunnugt er, hafa færeyskar bók- menntir átt mjög erfitt upp- dráttar sökum fámennis þjóðar- innar. Að lokum var ákveðið að næsta þing norrænna barna- og unglingabókahöfunda, hið 7. í röðinni, yrði haldið f Osló 1976. - óskar eftir starfsfólki i eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK ÚTHVERFI Skipholt 35 — 55, Vesturbœr Framnesvegur Upplýsingar í síma 35408. Hvammstangi Umboðsmaður óskast strax. Uppl. hjá Karli Sigurgeirssyni í síma 1350 og hjá afgreiðslunni í síma 10100. Mosfellssveit Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu í Markholtshverfi. Uppl. í síma 10100. GEFJUN AKUREYRI - fisléttur og hlýr, fóöraóur með dralon eða ull. Ytra byrði úr vatnsvörðu nyloni, innra byrði úr bómull. Hann má nota sem sæng og það fylgir honum koddi. Hægt er að renna tveimur pokum saman og gera úr þeim einn tvíbreiðan. Gefjunar svefnpokinn fyrir sumariö. fcu faáÉfaíÉÉlákátBÉa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.