Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULÍ 1974 19 Nýja íslenzka stafeetningin I SlÐASTA hefti Stjórnartíðinda er birt aug- lýsing um fslenzka stafsetningu og auglýsing um greinamerkjasetningu. Þegar hefur mikið verið rætt um niðurfellingu z-unnar, en margir munu hafa áhuga á að fylgjast með öðrum breytingum, sem þar er að finna, á fslenzku ritmáli. — Auglýsingarnar verða birtar hér í blaðinu í heild. Fyrsti hluti fer hér á eftir, en alls verða greinarnar þrjár. AUGLÝSING um fslenska stafsetningu. 1. KAFLI Almennt ákvæði. 1. gr. Eftirfarandi reglur skulu gilda um stafsetningarkennslu I skól- um, um kennslubækur útgefnar eða styrktar af ríkisfé, svo og um embættisgögn, sem út eru gefin. 2. KAFLI Um z og afnám hennar. 2. gr. Ekki skal rita z fyrir uppruna- legt tannhljóð (d, ð, t) + s, þar sem tannhljóðið er fallið brott í eðlilegum, skýrum framburði. 3. gr. Til leiðbeiningar skal bent á eftirfarandi atriði: a) í stofnum fallorða skal tann- hljóð haldast á undan s, ef það kemur fram f einhverju falli orðs- ins. Skiptir þá eigi máli, hvort tannhljóðið er borið fram eður ei, t.d. lofts (af loft), lats(af iatur), lands(af land), skorts (af skort- ur) o.s.frv. b/ 1 orðstofnum skal tannhljóð haldast á undan s, ef svo er borið fram, t.d. reistu (af reiðast), gleðstu (af gleðjast); (hefur mæðst) (af mæða(st)), græðst (af græða(st)), dáðst (af dá(st)); greiðsla, breiðsla o.s.frv. c) Ef stofn lýsingarhátta þátíð- ar sagnar eða lýsingarorðs endar á -tt samkvæmt uppruna, skal þeim stöfum sleppt, ef endingin -st fer á eftir, t.d. (hefur) sest (af setja(st)), (hefur) flust (af flytja(st)), (hefur) breyst af breyta(st)), (hefur) hist (af hitta(st)); stystur (af stuttur) o.s.frv. d) Ef lýsingarháttur þátíðar í germynd endar á -st eða sst, skal miðmyndarendingu sleppt, t.d. (hefur) leyst (af l^ysast), (hefur) lýst (af lýsast), (hafa) kysst (af kyssast) o.s.frv. e) I sérnöfnum, erlendum að uppruna, má rita z, t.d. Zóphanfas, Zakarfas, Zimsen o.s.frv. f) 1 ættarnöfnum, sem gerð eru af mannanöfnum, sem hafa tann- hljóð f enda stofns, má rita z, t.d. Haralz, Sigurz, Eggerz i.s.frv. 3. KAFLI Um stóran staf. 4. gr. Málsgrein og málsgreinarfgildi skulu hefjast á stórum staf, nema semíkomma sé notuð milli máls- greina. Dæmi: Við Jón erum skólabræður. „Arni ætlarðu f bfó f kvöld?" „Já.“ 5. gr. Bein sérnöfn skal rita með stór- um staf. Til þeirra teljast m.a.: a) Mannanöfn, gælunöfn, guða- og goðanöfn, eiginheiti dýra og dauðra hluta, t.d. skipa (báta) o.s.frv., t.d. Guðmundur; Gummi; Jesús; Oðinn; Rauður, Akraborg. b) örnefni, t.d. landaheiti, staðaheiti, bæjanöfn, nöfn gatna, nöfn landshluta og heimsálfa, goðfræðileg staðaheiti, t.d. ís- land; Esja; Reykjavfk; Hóll; Eini- melur; Jökuldalur; Vestfirðir; Evrópa; Nóatún. c) Samnöfn, notuð sem ör- nefni, skal rita með stórum staf, t.d. Tjörnin (f Reykjavík), Pollur- inn (á Isafirði), Bótin (á Akur- eyri) Tangi (= Isafjörður). Sama regla gildir um stytt staða- nöfn, t.d. Bakkinn (Eyrarbakki) Fjörður (Hafnarf jörður) Vfk (Bolungarvík). d) Nöfn stofnana, félaga og flokka, ef nöfnin eru óstytt og óafbökuð, t.d. Eimskipafélag ts- lands; Háskóli Íslands; Al- þing(i); Framsóknarflokkurinn. e) Bóka- og blaðaheiti, t.d. Sögur herlæknisins; Morgunblaðið. f) Nöfn ritgerða, kvæða, annarra ritsmfða og tónverka, t.d. Sam- hengið f fslenzkum bókmenntum; Örlög guðanna; Tunglskinssónat- an. (Athuga ber, að í Iiðum e) og f) skal aðeins rita fyrsta orðið með stórum staf, t.d. Sögur herlæknis- ins, en ekki Sögur Herlæknisins og Samhengið f fslenzkum bók- menntum, en ekki Samhengið f Islenzkum Bókmenntum. 6. gr. a) Valfrjálst er, hvort rita skal stóran eða lftinn staf í styttu eða breyttu nafni stofnunar eða nafni stofnunarhluta (deildar innan stofnunar), ef einungis er um eina stofnun að ræða hérlendis og misskilningur eða ruglingur ólík- legur, enda séu nöfnin þá að jafn- aði notuð með viðskeyttum greini, t.d. Háskólinn eða háskólinn, Menntamálaráðuneyti (ð) eða menntamálaráðuneyti (ð), Rfkis- útgáfan eða rfkisútgáfan, Sam- bandið eða sambandið, Eimskipa félagið eða eimskipafélagið, thaldsflokkurinn eða fhaldsflokk- urinn o.s.frv. b) Nöfn persónugerðra hluta og hugmynda má rita með stórum staf, t.d. Norðanvindur, ef vindur- inn er hugsaður sem persóna. — Helstu persónur sögunnar voru Þekkingin og Ástin. 7. gr. a) I samsettum örnefnum skal þeirri reglu fylgt að rita nafnið með stórum staf f upphafi og án bandstriks milli liða, ef sfðari hluti þess er samnafn, t.d. Syðri- bakki, Fornihvammur. b) 1 samsettum örnefnum, sem hafa sérnafn að sfðari hluta, svo og mannanöfnum, sem hafa eins konar viðurnefni að forlið, skal rita stóran staf í báðum samsetn- ingarliðum, og band skal vera milli liðanna, Syðri-Guðrúnarstað ir; Vestur-lsafjarðarsýsla; Vfga- Glúmur. 8. gr. Fara skal eftir málvitund um, hvort ritaður er stór stafur i upprunalegum sérnöfnum f orð- tökum og málsháttum, t.d. Þránd- ur f Götu, eða þrándur f götu, Nú er setinn Svarfaðardalur, Sá er galli á gjöf Njarðar. - 9. gr. a) Hátfðanöfn skal þvf aðeins rita með stórum staf, að fyrri hluti þeirra sé sérnafn, t.d. Margrétarmessa, Þorláksmessa o.s.frv. b) Um viðurnefni og nokkur önnur orð, samsett á sama hátt, gildir sama regla og um hátíða '- nöfn t.d. (Helgi) Hundingsbani, Hólsfjallahangikjöt, Vernerslög- mál o.s.frv. Um viðurnefni al- mennt, sjá 10. gr., og hátíðanöfn, 15. gr. 4. KAFLI Um Iftinn staf. 10. gr. Viðurnefni skal rita með litlum staf (sbr. þó Um stóran staf 9. gr. b-ið), t.d. (Ari) fróði, (Jón) lærði o.s.frv. 11. gr. a) Þjóðaheiti, þjóðflokkaheiti, nöfn á fbúðum landshluta (héraða, hreppa) og fbúum heimsálfa skal rita með litlum staf, t.d. fslendingur, mongóli, austfirðingur, keldhverfingur, evrópumaður. b) Tungumáiaheiti og nöfn á mállýskum skal rita með litlum staf, t.d. fslenska, vestfirska, jóska. 12. gr. Nöfn á fylgismönnum stefna jafnt stjórnmálastefna sem Fyrsti annarra, skal rita með litlum staf, t.d. framsóknarmaður, sjálf- stæðismaður, alþýðuflokksmaður, sósfalisti; guðspekingur, nýguð- fræðingur, o.s.frv. 13. gr. Um breytt og stytt stofnana- heiti, sjá Um stóran starf, 6. gr. a-lið. 14. gr. a) Dýra- og jurtanöfn, sem samsett eru þannig, að fyrri hlut- inn er sérnafn, skal rita með litl- um staf, t.d. óðinshani, baldurs- brá, jakobsfffill, marfustakkur. b) Sömuleiðis skulu önnur orð, samsett á sama hátt, með merk- ingu samnafns, rituð með litlum staf, t.d. hrunadans, gróusaga, grettistak. c) Afleidd orð af mannanöfn- um skal rita með litlum staf, t.d. marxismi, lenfnismi o.s.frv. d) Sérnöfn notuð f merkingu samnafns skal rita með litlum staf, t.d. kvislingur o.s.frv. e) Ef samnafn er fyrri hluti orðs, en sérnafn sfðari hluti, skal rita orðið með litlum staf, t.d. lygamörður, skriffinnur, aula- bárður. 15. gr. Nöfn einstakra daga, mánaða, tfmabila, hátfða og tyllidaga skal rita með litlum staf, sbr. þó Um stóran staf 9. gr., a-lið, t.d. Iaugar- dagur; júlf; þorri; fornöldin; jól; páskar; skfrdagur; sjómannadag- urinn. 5. KAFLI Um tvöfaldan samhljóða 16. gr. Rita skal tvöfaldan samhljóða á undan samhljóða, þar sem stofn eða rót segir til um. Á eftir sam- hljóða skal hins vegar aldrei rita tvöfaldan samhljóða. Dæmi ivn beygingarmyndir orða: Hryggs (af hryggur), flokks (af flokkur), falls (af fall), kepps (af keppur) klukkna (af klukka); hryggnum (af hryggur), leppnum (af leppur); gaffli, gafflar (af gaffall), drottni, drottnar (af drottinn); roggnir, roggnar (af rogginn), grannrar, granns (af grannur); glöggt (af glöggur), grimmt (af grimmurl gleggri, gleggstur (af glöggur), þynnri, þynnstur (af þunnur); hryggði, hryggt (af hryggja), brenndi, brennt (af brenna), hvessti, hvesst (af hvessa). At- huga ber, að þt. og lh. þt. af leggja og hyggja hafa einfalt g, (lagði, lagt o.s.frv). Dæmi um afleidd orð: grimmd (af grimmur), snilld (sbr. snjall- ur); þurrka (af þurr); kettlingur (af köttur), vettlingur (af vött- ur); glettni (af glettinn), heppni (af heppinn); drottning (af drottinn); finnska (af finni), illska (af illur); kennsla (af kenna), vinnsla (af vinna); grynnka (af grunnur), minnka (af minni), drukkna (sbr. drukk- inn, drekkja), slokkna (sbr. slökkva). 6. KAFLI Um nn og n 1 greini og endingum orða. 17. gr. I nafnorðum með viðskeyttum hluti greini skulu vera jafnmörg n í hverju falli og í lausa greininum. Dæmi tan karlkynsorð: nf. et. hesturinn, þf. hestinn, þgf. hest- inum, ef. hestsins; nf. flt. hestarn- ir, þf. hestana, þgf. hestunum, ef. hestanna. Dæmi um kvenkynsorð: nf. et. stúlkan, þf. stúlkuna, þgf. stúlk- unni, ef. stúlkunnar; nf. flt. stúlkurnar, þf. stúlkurnar, þgt. stúlkunum, ef. stúlknanna. Dæmi um hvorugkynsorð: nf. et. lambið, þf. lambið, þgf. lamb- inu, ef. Iambsins; nf. flt. lömbin, þf. lömbin, þgf. lömbunum, ef. lambanna. 18. gr. 1. Greinislaus karlkynsnafn- orð, mynduð með viðskeytunum -an, -in, -un, skal rita með nn í nf. et., en n I öðrum föllum et. og flt. Dæmi: nf. et. aftann, þf. aftan, þgf. aftni, ef. aftans; nf. flt. aftn- ar, þf. aftna, þgf. öftnum, ef. aftna; nf. Þórarinn, þf. Þórarin, þgf. Þórarni, ef. Þórarins; nf. et. morgunn, þf. morgun, þgf. morgni, ef. morguns; nf. flt. morgnar, þf. morgna, þgf. morgn- um, ef. morgna. 2. Erlend orð að uppruna, t.d. Kjartan, Natan, Kvaran, Satan o.s.frv., skal rita með n i öllum föllum. 3. Rita má að vild Auðunn eða Auðun. 19. gr. 1. Kvenkynsnafnorð, mynduð af sögnum með viðskeytinu -un eða -an, skal rita með -n, t.d. hugs- un, blessun, bölvun, skemmtun, skipun (skipan); Sama gildir um Gef jun. 2. Orð, sem enda á -kunn skal rita með nn: einkunn, forkunn, miskunn, vorkunn. 3. Kvenmannsnöfn mynduð af unnur skal rita með nn, t.d. Ið- unn, Jórunn, Steinunn, Sæunn. 20. gr. Greinislaus hvorugkynsnafn- orð, sem enda á -an, og -in. skal rita með n bæði i nf. og þf. I et. og flt., svo og í öðrum föllum, t.d. gaman, lfkan, megin. 21. gr. 1. Lýsingarorð, mynduð með viðskeytinu -in, svo og lýsingar- hætti þátíðar, myndaða með sama viðskeyti, skal rita með nn i nf. og þf. kk. et., þgf. og ef. kvk. et.; ef. flt. f öllum kynjum; í öðrum föll- um er ritað n. Dæmi: nf. et. kk. fyndinn, þf. fyndinn, þgf. fyndn- um, ef. fyndins; nf. flt. fyndnir, þf. fyndna, þgf. fyndnum, ef. fyndinna; nf. et. kvk. fyndin, þf. fyndna, þgf. fyndna, þgf. fynd- inni, ef. fyndinnar; nf. flt. fyndn- ar, þf. fyndnar, þgf. fyndnum, ef. fyndinna; nf. et. hvk. fyndið, þf. fyndið, þgf. fyndnu, ef. fyndins; nf. flt. fyndin, þf. fyndin, þgf. fyndnum, ef. fyndinna. Nf. et. kk. bundinn, þf. bundinn, þgf. bundnum, ef. bundins; nf. flt. bundnir, þf. bundna, þgf. bundn- um, ef. bundinna; nf. et. kvk. bundin, þf. bundna, þgf. bund- inni, ef. bundinnar; nf. flt. bundnar, þf. bundnar, þgf. bundnum, ef. bundinna; nf. et. hvk. bundið, þf. bundið, þgf. bundnu, ef. bundins; nf. flt. bundin, þf. bundin, þgf. bundn- um, ef. bundinna. 2. Þf. et. kk. af orðunum Iftill og mikill skal rita með nn: lítinn, mikinn. 3. Af öðrum lýsingarorðum en um getur í lið 1 og 2 skal rita þf. et. kk. með n, t.d. góðan, rfkan stóran. 22. gr. Staðaratviksorð, sem tákna stefnu frá stað, skal rita með n, t.d. sunnan, vestan, héðan, þaðan, hvaðan. 7. KAFLI Um j. 23. gr. 1. Á eftir frammæltu g eða k skal rita j, ef næst á eftir fer e, i, f, æ, ei, y, ý, eða ey, sbr. þó reglú i 3. lið t.d.: a) á eftir framstæðu g eða k: gefa, kerra; gin, kind; gfna, Kfna; gæta, kæti; Geiri, keila; gylta, kyn; gýgur („tröllkona"), kýr; Geysir, keyri. b) á eftir innstæðu g eða k (á undan i): flutningi, fengi; tæki, æki. 2. Á eftir frammæltu g eða k skal rita j á undan u og a, sömu- leiðis á eftir „hljóðlausu" g (ef g kemur fram í stofni í öðrum orð- myndum, t.d. þátfð sagna): for- ingja, foringjum; vfkja, vfkjum; fleygja, fleygjum (sbr. þátíð fleygði). (Hins vegar skal ekki rita j á milli uppmælts g og framangreindra sérhljóða: hörmungar, hörmung- um, dunkar, dunkum). 3. 1 fleirtölu lýsingarháttar nútíð- ar af sögnum, sem hafa j í nafn- hætti, skal rita j á undan e, hvort sem á undan fer frammælt g eða k eða annað hljóð (sérhljóð eða samhljóð). Í þessu tilviki er lýs- ingarhátturinn notaður sem nafn- orð: syrgjendur; sækjendur; byrjendur; flýjendur. Athuga ber, að ekki skal rita j, ef upp- mælt k er f stofni sagnar (t.d. leikendur af leika). 4. Á eftir ý, æ og ey skal rita j, ef a eða u fara næst á eftir: hlýja, hlýjum; bæja, bæjum; heyja, heyjum. Þessi regla gildir þó ekki, ef um samsett orð er að ræða og síðari samsetningarliðurinn hefst á sér- hljóði: nýár, Sæunn, heyannir. Þó skal rita orðið Eyjólfur með j: Eyjólfur. 5. Á eftir ý, æ, og ey skal ekki rita j, ef i fer á eftir: hlýir, bæir, heyið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.