Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULl 1974 ^dýrtíðar lúrræði og kjördæma skipun réðu úrslitum 0 UM þessar mundir er verið að kanna möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar, eftir að vinstri stjórnin.féll í alþingiskosningun um 30. júní sl. Stórnarmyndanir hafa oft og tíðum tekið langan tíma. Ein lengsta sámfellda stjórnarkreppan stóð í hart nær fjóra mánuði og bráðabirgðastjórn hefur setið í rúma átta mánuði. 0 Nokkuð hefur það verið mismunandi, hvernig að stjórnarmynd- unum hefur verið staðið. Oftast nær hefur forystumanni stjórnmála- flokks verið falið að kanna möguleika á stjórnarmyndun. Algengt hefur verið, að gerðar hafi verið fleiri en ein tilraun, áður en endanlegt samkomulag hefur náðst. Þá hefur það borið við, að sami forystumaður stjórnmálaflokks hafi haft á hendi forystu um fleiri en eina tilraun við sömu stjórnarmyndun. Áður fyrr var algengt, að sérstakar viðræðunefndir, sem skipaðar voru fulltrúum allra flokka, hefðu kannanir af þessu tagi með hendi. 0 Ætlunin er að gera hér nokkra grein fyrir stjórnarmyndunum og stjórnarsamvinnu einstakra stjórnmálaflokka á íslandi. Byrjað er á ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar 1927, en um það leyti var núverandi flokkakerfi komið í all fastar skorður. Fyrri hluti greinar- innar endar á utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar. í síðari hlutan- um verður hins vegar rætt um stjórnarmyndanir og stjórnarsam- starf á lýðveldistímabilinu. Framsókn í " melrihluta með 35,9% atkvæða Urslit alþingiskosninganna í júlfmánuði 1927 voru þau, að Framsóknarflokkurinn fékk 19 þingmenn, íhaidsflokkurinn 16, Alþýðuflokkurinn 5, Frjálslyndi flokkurinn 1 og einn maður var kjörinn utan flokka. Á grundvelli þessara úrslita myndaði Tryggvi Þórhallsson einlita rfkisstjórn framsóknarmanna með stuðningi Alþýðuflokksins. Ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar tók við völdum 28. ágúst 1927. En auk forsætisráðherra áttu sæti f ríkis- stjórninni Jónas Jónsson frá Hriflu, sem varð dóms- og kirkju- málaráðherra og Magnús Kristjánsson forstjóri, sem varð fjármálaráðherra. Eftir andlát Magnúsar Kristjánssonar í desember 1928 tók Einar Árnason bóndi f Eyrariandi við embætti fjármálaráðherra. I byrjun aprílmánaðar 1931 til- kynntu þingmenn Alþýðuflokks- ins, að þeir væru hættir stuðningi sfnum við ríkisstjórnina. Og tveimur dögum sfðar báru nokkr- ir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem stofnaður hafði verið árið 1929 upp úr Ihaldsflokknum og Frjálslyndaflokknum, fram van- traust á rfkisstjórnina. Tillagan átti að koma til umræðu f samein- uðu alþingi 14. aprfl, en áður en af þvf yrði rauf Tryggvi Þórhalls- son alþingi og boðaði til nýrra kosninga. Urslit alþingiskosninganna 1931 urðu þau, að Framsóknar- flokkurinn vann á, fékk 21 mann kjörinn og hafði fyrir tvo lands- kjörna þingmenn, Sjálfstæðis- flokkurinn fékk 12 menn kjörna og hafði fyrir þrjá landskjörna og Alþýðuflokkurinn fékk þrjá menn kjörna og hafði einn lands- kjörinn fyrir. Framsóknarflokk- urinn fékk þvf hreinan meiri- hluta á alþingi, þó að atkvæða- fylgi hans væri aðeins 35,9%. Alþingiskosnir.garnar fóru fram þetta ár 12. júnf, en Fram- sóknarflokknum tókst hins vegar ekki að mynda rfkisstjórn fyrr en 18. ágúst. Stafaði það fyrst og fremst af persónulegri togstreitu milli Ásgeirs Asgeirssonar og Jónasar Jónssonar. En þessir menn tóku þó að lokum sæti f ríkisstjórn Tryggva Þórhallsson- ar. Rfkisstjórnin hafði hreinan meirihluta f sameinuðu alþingi og í neðri deild, en í efri deild stóðu atkvæði jöfn milli stjórnarflokks- ins og stjórnarandstöðuflokk- anna. Þessa aðstöðu notuðu Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn til þess að knýja fram breytingar á kjördæmaskipuninni vorið 1932. Neituðu þeir að sam- þykkja fjárlög og tollalagafrum- Stjórnar- myndanir og stjórnar samvinna á íslandi varp nema þvf aðeins, að Fram sóknarflokkurinn féllist á endur- skoðun kjördæmaskipunarinnar. Eftir allmiklar deildur innan Framsóknarflokksins valdi Tryggvi Þórhallsson þá leið að biðjast lausnar 28. maf það ár. Jónas frá Hriflu hafði hins vegar verið talsmaður þess að rjúfa þing á nýjan leik. Ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar Sama dag og ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar var veitt lausn til- Fyrri hluti Meirihlutastjórn Framsóknarflokksins á Þingvöllum 1930. Talið frá vinstri: Jónas Jónsson frá Hriflu, Tryggvi Þórhallsson, forsætisráðherra, og Einar Árna- son. nefndi Framsóknarflokkurinn Asgeir Asgeirsson til þess að hafa forystu um stjórnarmyndun f þeim tilgangi að ná samkomulagi um kjördæmamáiið. Að þvf búnu fól konungur honum stjórnar- myndun. I fyrstu reyndi Ásgeir Ásgeirs- son að mynda einlita stjórn með framsóknarmönnum en sú tilraun mistókst. Þvf næst gerði hann til- raun til þess að fá Alþýðuflokk- inn og Sjálfstæðisflokkinn til samstarfs um stjórnarmyndun. Alþýðuflokkurinn var ekki reiðu- búinn til þess að ganga inn f slfka rfkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti hins vegar að ganga til samstarfs við Framsóknarflokk- inn. Algjör eining var um það meðal þingmanna Sjálfstæðis- flokksins að ganga til samstarfs við Framsóknarflokkinn. Tals- verð andstaða varð hins vegar I þingflokki Framsóknar og greiddu 5 þingmenn atkvæði á móti en 15 með stjórnarsam- vinnunni. Ráðuneyti Ásgeirs Asgeirsson- ar var skipað 3. júnf 1932. Stjórnarmyndunin hafði þvf tekið vikutfma. Auk Ásgeirs Asgeirs- sonar, sem gegndi embætti for- sætisráðherra og fjármálaráð- herra, tók Þorsteinn Briem sæti í stjórninni sem atvinnu- og sam- gönguráðherra af hálfu Fram- sóknarflokksins og Magnús Guðmundsson af hálfu Sjálf- stæðisflokksins, en hann gegndi embætti dóms- og kirkjumálaráð- herra. Ólafur Thors gegndi skamma hrfð ráðherrastörfum Magnúsar Guðmundssonar meðan hann beið sýknudóms f Hæsta- rétti eftir að Hermann Jónasson þáverandi lögreglustjóri hafði kveðið upp yfir honum tveggja vikna fangeisisdóm vegna mál- flutningsstarfa. En ákæruna hafði Jónas Jónsson gefið út rétt áður en hann lét af dómsmálaráð- herraembættinu. Vorið 1933 náðist samkomulag um breytingar á kjördæmaskip- uninni og voru tillögur þar að lútandi samþykktar á Alþingi, sem sfðan var rofið. Nýjar kosn- ingar fóru síðan fram sumarið 1933. Urslitin urðu þau, að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 20 þing- menn kjörna f stað 15 1931. Fram sóknarflokkurinn fékk nú 17 f stað 23 og Alþýðuflokkurinn fékk 5 þingsæti f stað 4 í kosningunum næst á undan. Vinstri framsóknarmenn voru mjög óánægðir með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og fór svo haustið 1933, að þeir leituðu til Alþýðuflokksins og náðu sam- komulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkur- inn vildi á hinn bóginn halda stjórnarsamstarfinu áfram. Djúp- stæður ágreiningur f Fram- sóknarflokknum varð hins vegar til þess, að af þessari stjórnar- myndun varð ekki að svo stöddu. Tveir þingmenn neituðu að styðja slfka rfkisstjórn og voru þeir nokkru sfðar reknir úr flokknum og gekk Tryggvi Þórhallsson f lið með þeim og stofnuðu þeir upp úr því Bændaflokkinn, sem svo var nefndur. Fór svo, að Framsóknar- flokkurinn lagði fyrir Asgeir As- geirsson og biðjast lausnar og gerði hann það 15. nóv. 1933. Framsóknarflokkurinn greindi konungi frá því, að hann hefði rofið allt pólitískt samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn og ekki hefði reynzt unnt að ná samstarfi við Alþýðuflokkinn. Konungur fól Asgeir Ásgeirssyni að gera til- raun til þess að mynda þingræðis- stjórn en honum tókst það ekki. Ráðuneyti hans sat þvf sem bráða- birgðastjórn fram yfir kosning- arnar, sem fram fóru 24. júnf 1934. Samstarf Framsóknar og Alþýðuflokks Við alþingiskosningarnar f júní 1934 var fyrst kosið á grundvelli nýrrar kjördæmaskipunar og þingmönnum hafði nú verið fjölg- að úr 42 f 49. Kosningarnar fóru þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna, Fram- sóknarflokkurinn 15, Alþýðu- flokkurinn 10 og Bændaflokkur inn nýi 3 menn, en Ásgeir As- geirsson var við þessar kosningar kjörinn á þing utan flokka. Eftir þessi úrslit urðu þing- menn Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins ásáttir um að hefja stjórnarsamstarf. Erfiðleik- ar urðu hins vegar enn, þegar kom að því, að Framsóknarflokk- urinn skyldi velja mann til þess að veita nýrri rfkisstjórn forystu. Jónas frá Hriflu var loks tilnefnd- ur til starfsins og fékk fylgi 10 þingmanna Framsóknarflokksins af 15. Alþýðuflokkurinn hafnaði á hinn bóginn Jónasi. I endurminningum sfnum segir Stefán Jóhann Stefánsson, að Al- þýðuflokksmenn hafi talið Jónas of einráðan og ekki Ifklegan til vænlegrar samvinnu um áhuga- mál flokksins. Hafi þeir kveðið upp úr um þetta með fullum skilningi flestra framsóknarþing- manna eins og hann kemst að orði. Fór svo að samkomulag náð- ist um Hermann Jónasson lög-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.