Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULI 1974 27 Lilja Ólafsdóttir í Króki ’Minning F. 27.8. 1892. D. 30.6. 1974. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkarer jörðin. Einir fara og aðrir kom í dag, þvf alltaf bætast nýri hópar í skörðin. Þessar ljóðlínur Tómasar koma mér í hug þegar ég byrja að hripa niður nokkur fátækleg minn- ingarorð um mína ágætu ná- grannakonu, Lilju í Króki. Hvað er það, sem orkar sterkast á líf okkar á þessu rölti okkar um hótel jörð? Hvað er það, sem skiptir mest- um sköpum um auðnu eða auðnu- Ieysi? Hér kemur margt til greina. Lífsþráður hvers manns er spunn- inn úr svo mörgum þáttum, og vindar blása úr ýmsum áttum. En eitt af því, sem hér ræður mestu um, er hversu heppnir við erum með samferðafólk á lifsleiðinni. Hvað mér viðvfkur hef ég ekki undan neinu að kvarta, en að öll- um öðrum ólöstuðum hafa fáir orkað eins á mig til andlegrar vellíðunar og uppbyggingar sem Lilja í Króki. Lilja Ölafsdóttir var fædd í Garðbæ á Eyrarbakka 27. ágúst 1892. Foreldrar hennar voru hjónin Helga Marfa, dóttir Þorvarðs prests Jónssonar, síðast á Prestbakka á Síðu, og þriðju konu hans, Valgerðar Bjarnadótt- Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Grein- arnar verða að vera vélritað- ar ineð góðu linubili. ur prests Gíslasonar á Söndum í Dýrafirði, og Ólafur Bjarnason, sonur hjónanna Þuríðar Ólafs- dóttur og Bjarna bónda Gissurar- sonar á Efri-Steinsmýri í Meðal- landi. Lilja ólst upp hjá hjónunum Guðrúnu Sigurðardóttur og Bjarna Arnasyni, kom til þeirra á þriðja ári að Haugi í Gaulverja- bæjarhreppi, en fluttist með þeim að Króki í sömu sveit 1898 og átti heima þar sfðan. Hún giftist 8. júlí 1916 Halldóri Bjarnasyni frá Túni í Hraungerðishrepp. Halldór er bráðvel gefinn og fjölhæfur maður; hann lifir konu sína. Lilja og Halldór eignuðust tíu börn; þau eru: Stefán Helgi, gjaldkeri hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar, Bjarni (eldri), skólastjóri og bóndi á Skúmsstöðum í Vestur- Landeyjum, Ólafur, handrita- fræðingur við Arnastofnun, býr í Hafnarfirði, Ingibjörg, húsmóðir á Selfossi, Guðfinna, húsmóðir á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum, Bjarni (yngri), dó f blóma lífsins, mikill efnismaður, Páll Axel, bóndi f Syðri-Gróf í Villingaholts- hreppi, Gfsli, bóndi í Króki, Guðmundur, járnsmiður á Sel- fossi, og Helga María, húsmóðir í Hveragerði. Öll eru þessi systkini vel gefin og gerðarfólk. Hvert hús, hver bær á sína sál. Um leið og maður kom inn fyrir húsdyr í Króki fann maður and- blæ friðar og festu, og voru þau hjónin, Lilja og Halldór, mjög samhent f að skapa þann anda, sem þar ríkti. Krókur er næsti bær við æsku- heimili mitt. Þar af leiðandi hef ég þekkt Lilju frá því ég var barn að aldri. Móðir mín og hún voru jafnaldra, og var með þeim vin- átta, sem aldrei bar skugga á. Þar sem ég hef haft heldur lítið fyrir stafni um dagana kom ég oft að Króki, þegar ég átti heima fyr- ir austan Fjall, þótt ferðum mfn- um þangað hafi fækkað eftir að ég settist að vestan heiðar. Alltaf tók Lilja á móti mér með sama hlýja brosinu; hún hafði sérstaka hýru í augunum, sem ég man ekki eftir að hafa séð annars staðar. Mér fannst tíminn fljótur að lfða þegar ég sát á tali við Lilju, því að hún var kona vitur og margfróð Kristján Sturlaugs- son -Nokkur kveðjuorð Hinn 22. júnf síðastliðinn var Kristján Sturlaugsson jarðsettur frá Siglufjarðarkirkju, en hann lést 16. júní á sjúkrahúsi f London rúmlega viku eftir að hann hafði gengið undir uppskurð. Það hefur dregist úr hófi, að ég skrifaði nokkur kveðju- og þakkarorð, en nú læt ég loks verða af þvf. Við Kristján kynntumst ekki fyrr en við báðir vorum orðnir fullorðnir. Ég var þá að hefja kennslustörf við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, en hann hafði kennt allmörg ár við barnaskólann þar. Þetta var haustið 1952. Áður en ég vfk nánar að kynn- um okkar Kristjáns á Siglufirði, vil ég geta nokkurra æviatriða hans. Eins og fleiri fslenskir alþýðumenn varð hann að þola bæði súrt og sætt í uppvextinum, en það er einmitt það, sem hefur mótað persónuleika þeirra og skoðanir og gert þá að sönnum mönnum. Kristján Sturlaugsson var einn þeirra. Hann fæddist hinn 3. jan. árið 1912 á Saurum í Laxárdal í Dala- sýslu. Foreldrar hans voru Stur- laugur Jóhannesson og Ásta Lilja Kristmannsdóttir, bæði af bænda- fólki komin. Kristján var yngstur níu systkina, en tvö þeirra dóu ung, og tvístraðist systkinahóp- urinn nokkuð snemma vegna veikinda móður þeirra. Kristján ólst að mestu leyti upp í sveitinni til sextán ára aldurs, en var nokkur ár í Búðardal. Hann lagði gjörva hönd á fleira en sveita- störf, meðal annars stundaði hann sjó um skeið. En Kristján langaði til að afla sér menntunar, enda alinn upp við lestur góðra bóka, og ljóða- unnandi var hann einlægur. Hann fór í Reykholtsskóla og síðan f Kennaraskóla Islands og útskrifaðist þaðan 1938. Hann var einn vetur farkennari í Húna- vatnssýslu, en réðst síðan sem kennari til Súðavíkur og kenndi þar f fimm ár. Auk þess gegndi hann þar ýmsum opinberum störfum, var meðal annars oddviti Súðavfkurhrepps. Árið 1940 steig Kristján mikið gæfuspor, er hann kvæntist Elísa- betu Guðmundsdóttur frá Litlu- Borg í Húnavatnssýslu, en hún lifir mann sinn. Þau hjónin eignuðust sjö mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Árið 1944 fluttist Kristján ásamt fjölskyldu sinni til Siglufjarðar og kenndi þar við barnaskólann f þrjátíu ár. Kristján var með afbirgðum starfsamur maður, svo að hann unni sér lítillar hvíldar, hvort sem var á vetri eða sumri. Enda er það svo, að venjuleg kennara- laun hrökkva skammt, þegar börnin eru mörg. Þar fyrir utan hlóðust á hann ýmiss konar opin- ber störf, eftir að hann kom til Siglufjarðar, störf, sem oft eru lítið eða ekkert launuð. Meðal annars sat hann oft f bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn og var Aldrei heyrði ég hana dæma nokkurn mann hart; hún hafði svo djúpan lífsskilning. Það var eins og maður væri umvafinn ein- hverri hlýju og öryggiskennd í návist hennar. Ég held, að flest börn og ungl- ingar, sem hana umgengust, hafi litið á hana sem sína aðra móður, þótt vandalaus væru. Mér fannst hún vera hið eilífa tákn móður- innar, sem fleytir mannkyninu fram í gegnum aldirnar. Þetta skrif mitt hefur að mestu verið í fyrstu persónu, því að hér tala ég frá minni reynslu, en ég er þess fullviss, að þeir, sem Lilju þekktu, geta tekið undir orð mín. Sfðustu árin hafði Lilja verið veil til heilsu. Á þessu hlýja og yndislega voru gafst henni samt sú gleði að geta gengið um úti f guðsgrænni náttúrunni, og þar lágu hennar sfðustu spor. Á þvf fór vel; þar undi hún hag sfnum, því að hvergi komast menn betur í „kompaní" við allífið en innan um blóm og grös. A einum feg- ursta degi vorsins var henni dæmdur mildur dauði. Standist sú trú, sem oss var kennd við móðurkné, hlakka ég svo sannarlega til að hitta hana Lilju aftur. Blessuð sé hennar minning. Gestur Sturluson. SVAR M/TT EFTIR BILLY GRAHAM Vinsamlegast segið mér, hvernig þér getið sagt, að við getum verið viss um eilíft lff, þegar Job talar um, að enginn sé viss um lffið. Job er að sjálfsögðu að tala um lífiö á þessari jörð. Hann er alls ekki að ræða um eilíft líf. Samt getum við lært mikið af orðum hans. Enginn getur verið öruggur um líf sitt hér í tímanum. Þess vegna ættum við ekki að binda hug okkar og hjarta við þá hluti, sem eru í þessum heimi. Jesús sagði: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu.“ Páll postuli talaði um, aö jörðin væri ekki varanlegur dvalarstaður okkar. Lífið getur horfið okkur á andartaki. Annað getum við lært af þessum orðum: Að gera eins mikið úr lífiríu og okkur er unnt, meðan það varir. Biblían talar um, að við eigum að rísa á fætur og vinna. Nóttin getur skollið á skyndilega. Biblían hvetur okkur til þess að nota tímann. Samt segir Biblían um eilífa lífið í 1. Jóhannesar- bréfi 5,13: „Þetta hef ég skrifað yður, til þess að þér vitið, að þér hafið eilíft líf, yður, sem trúið á nafn Guðs sonar.“ Öll Biblían boðar, að þér getið öðlazt örugga vissu um eilíft heimili yðar. s- A rni Kristjánsson — In Memoriam Þá er þessi öðlingur dáinn. Hann fæddist 12. júlí 1915 á Finnsstöðum í Köldukinn, Suður- Þingeyjarsýslu. Hann lézt á Akur- eyri hinn 4. júlí 1974 eftir þung og erfið veikindi. Ljóðið, sem mér datt í hug, þegar ég las um andlát þessa eft- irlætiskennara míns, var: Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið. Hann kenndi okkur mennta- skólakrökkunum í þann tíma að hafa sem fæst orð um allt sem við ábyrgðarmaður blaðs hans, Neista. Kristján komst i kynni við og tók þátt í baráttu verkalýðsins fyrir rétti sínum og bættum kjör- um, þegar hann var í Búðardal. I þeirri baráttu tók hann þátt af eldmóði æskumannsins, en þessi eldmóður yfirgaf hann aldrei, hann missti aldrei sjónar á hugsjón jafnaðarstefnunnar, eins og marga vill henda, er árin færast yfir þá. Hann var einhver sannasti jafnaðarmaður, sem ég nokkru sinni hef kynnst. Það kom fram í öllum störfum hans og alls staðar, ekki síst í hinni frábæru og íslensku gestrisni hans og hinnar ágætu konu hans. I því efni voru þau sem einn maður. Eins og áður getur hófust kynni okkar skömmu eftir að ég fluttist með fjölskyldu minni til Siglu- f jarðar, og þau hafa aldrei rofnað, þótt leiðir skildu, er ég fluttist frá Siglufirði J963. Heimili þeirra vildum segja eða skrifa, með einu augnatilliti, svipbrigði eða hreyf- ingu var hann vanur að tjá sig — ævintýri líkast að þess háttar maður skyldi vera til á seinni hluta tuttugustu aldar — og þeg- ar hann sagði eitthvað til þess að krydda var aldrei einu orði of- aukið. Mikil nautn hlýtur það að vera að fá að starfa við það, sem hjart- anu er næst, hafi Árni ekki notið sín af hjartans lyst sem kennari, þá hefur hann verið mikill blekk- ingameistari. Það veit ég, að hann var ekki, vissulega galdramaður f kennslu og auk þess daglegri um- gengni; oft hafði ég það á tilfinn- ingunni, að honum þætti óskap- lega gaman að vera til, allavega hafði hann þannig áhrif á okkur nemendur sína, sem vorum að hjóna stóð mér og fjölskyldu minni alltaf opið, og ég hef á fá heimili komið, þar sem mér hefur fundist ég vera eins heima hjá mér. Við þökkum honum og fjöl- skyldu hans hjartanlega fyrir ógleymanlegar samverustundir á liðnum árum. Mér hefur jafnan fundist, að viðhorf manna til barna og hvernig þeir umgangast þau, segi allvel til um það, hvern mann þeir hafa að geyma. Þessu til áréttingar ætla ég að vitna í meistarann mikla, sem bað um að leyfa börnunum að koma til sín. Sé þessi skoðun mín rétt, þarf Kristján ekki að kvíða neinum dómi neins staðar. Slíkur var hann við börn. Enda ætti enginn að taka að sér að kenna börnum, nema hann hafi yndi af þeim, vilji skilja þau og vera félagi þeirra og leiðbeinandi í senn. Kristján mun hafa kennt hjartasjúkdóms í nokkur ár, þótt hann bæri hann karlmannlega og léti lítið á bera. Hann fór til rannsóknar seinni hluta liðins vetrar, og þá hittum við hjónin hann síðast. Þá hvarflaði ekki að okkur, að hverju dró. Hann fór síðan til London í byrjun júní- mánaðar, þar sem hann var lagð- ur inn á sjúkrahús og skorinn upp, eins og ég gat um áður. Sigurlaug, elsta dóttir hans, kom frá Bandaríkjunum og fylgdi hon- um út og var hjá honum, uns yfir lauk. Einhver sfðustu orð hans voru: „Nú er ég kominn til Siglu- fjarðar." Þessi orð hans sýna vel, hvar hugur hans dvaldi jafnan. Ég og fjölskylda mín vottum eiginkonu hans, börnum og öðr- um ástvinum dýpstu samúð. Flosi Sigurbjörnsson. sniglast í kring um hann fyrir og eftir stúdentspróf. Mikil gæfa er það ungu fólki að fá að kynnast slíkum öðling sem Arna og njóta hans sem kennara, að ég nú ekki tali um sem vinar, þar sem jákvæð lífsspeki er í fyr- irrúmi, þar sem augnablikið er gripið á lofti og þess notið, þannig fannst mér alltaf heimili Árna og Frfðu. Hinn 15. júní 1946 kvæntist Árni eftirlifandi konu sinni, Hólmfríði Jónsdóttur, þau eiga 5 börn, Kristján, Jón, Knút, Sigríði og Valgerði. Ég held, að aðeins eitt hafi stað- ið hjarta Árna nær en Mennta- skólinn á Akureyri, það var Fríða og börnin, enda hjónin býsna lík, glöð og kát, jákvæð og hlý hvort við annað. Um leið og ég kveð eftirlætis- kennara og vin minn Árna Kristjánsson í hinzta sinn, votta ég Fríðu og börnunum samúð mfna. Nokkur huggun hlýtur að vera, að með Arna gengur maður til feðra sinna, sem skilur eftir sig skíra og góða minningu, og sterk, jákvæð áhrif í hugum margra nemenda sinna, minningu, sem bundin er við fáein dýrmæt augnablik í lífi hvers þeirra fyrir sig. Eignastu frið góði vinur. Knútur Bruun. Vinur okkar, Arni Kristjánsson frá Finnsstöðum, er dáinn. Á hlýj- um dögum sumarsins er hann kaldur nár, en hugur hans og vin- átta býr áfram með okkur. Lífið er ekki langt. Heljartak dauðans er fast. Undanfarin misseri hefur þetta tak verið að herðast. Nú hefur friður dauðans linað alla þjáningu, en koma hans er samt ávallt hrottaleg, þvf ævin er svo óumræðilega stutt, og það er svo margt, sem ógert er og ósagt. Við eigum Árna þökk að gjalda, og gott var að eiga hann að vini. Fríðu og börnum þeirra Árna sendum við dýpstu samúðarkveðj- ur. Þrátt fyrir friðinn býr með okkur sorg eftir góðan vin. Hann er hættur að finna til — og lifa. Blessuð sé minning hans. Tryggvi og Gréta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.