Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JULI 1974 13 Bandaríkin hlynnt 200 mílna efnahagslögsögu Ákveður bandaríska þingið einhliða út- færslu ef ekki fæst niðurstaða í Caracas? Caracas, 12. júlí, NTB. AP. if EINS og frá var sagt 1 ör- stuttri frétt f Mbl. á föstudag flutti John Stevenson aðalfulltrúi Bandarfkjanna á hafréttarráð- stefnunni f Caracas ræðu á fimmtudagskvöldið þess efnis, að Bandarfkin væru hlynnt 200 mflna efnahagslögsögu og tólf sjómflna landhelgi f stað þriggja. Er þetta f fyrsta skipti sem Bandarfkin gefa svo afdráttar- lausa yfirlýsingu þessa efnis, en vitað hefur verið, að 200 mflna tillögunni hefur mjög aukizt fylgi f Bandarfkjunum á allra sfðustu árum. ★ I ræðu Stevensons kom fram, að Bandarfkin eru fús að veita strandrfkjum lagalegan rétt til að 27 dæmdir í Grikklandi Aþenu, 12. júlí, NTB. 27 MANNS, flestir stúdentar, sem sakaðir voru um að hafa stofnað kommúnfsk samtök með það fyrir augum að bylta grfsku herfor- ingjastjórninni, voru f dag dæmd- ir f allt að tfu ára fangelsi. Sér- stakur herdómstóll fjallaði um mál þeirra og kvað upp úrskurð- inn. Stúdentunum var gefið að sök að hafa unnið samkvæmt fyrir- skipunum grfska kommúnista- flokksins, sem er bannaður, að því að undirbúa og skipuleggja nýta fiskstofna, svo og málma þá og olfu, sem kann að finnast innan efnahagslögsögu þeirra. ★ Þessi afstaða Bandarfkja- manna er túlkuð sem tilraun til að sameina og sætta ólfk sjónar- mið á bandarfska þinginu og einnig til að reyna að hraða þvf, að endanleg niðurstaða fáist á ráðstefnunni. Fulltrúar Frakka og Ira lýstu yfir stuðningi við 200 mflurnar í ræðum sínum og hvöttu einnig til, að sérstök samþykkt yrði gerð, sem miðaði að því að draga úr mengun sjávar. Töldu fulltrúarn- ir nauðsynlegt, að alger samstaða næðist á ráðstefnunni um alþjóð- legar aðgerðir í þessu skyni. Benti franski fulltrúinn á, að strandrfki neðanjarðarstarfsemi í Aþenu, Saloniki og Preveza. Forsprakki þeirra, Thomas Manopoulos, 25 ára að aldri, var dæmdur til tíu ára fangavistar, en dómarnir yfir hinum voru frá fjögurra mánaða og upp í sex ára fangelsi. I ákær- um gegn þessum mönnum var sér- staklega tilgreint, að þeir hefðu frá því í fyrrasumar og fram á sl. vor tekið þátt í ólöglegum fundum, þar sem skipulögð var undirróðursstarfsemi í grískum háskólum. Sömuleiðis hafi þar verið dreift ólöglegum flugritum. Hinir ákærðu neituðu sakargift- um og sögðu, að á umræddum fundum hefðu einungis verið rædd vandamál stúdenta og stjórnmálakerfi annarra landa. ættu að hafa leyfi til að lögsækja þá, sem menguðu hafsvæði þeirra, og tók frski fulltrúinn í þann streng. 1 AP-fréttum frá Caracas í dag segir, að svo virðist sem Japanir muni ekki setja sig á móti 200 mílna tillögunni, enda hafi jap- anska stjórnin lýst yfir fyrr, að hún myndi sætta sig við þá stefnu, sem yrði mörkuð á ráð- stefnunni, og leggja sig fram um að „vera í takt við tírnann". Suð- ur-Kóreumenn og Thailendingar tjáðu sig um bandarísku tillöguna f dag og sagði talsmaður Thailendinga, að þeir myndu hik- Eiturlyfja- salar dæmdir Marseille, 12. júlf NTB. ÞRJATlU félagar 1 frönskum eiturlyfjahring voru f dag dæmdir 1 fangelsi, frá 18 mánuóum og allt upp f átján ár, fyrir að hafa skipulagt smygl á heróini frá Marseille til Bandarfkjanna. Mun þessi hópur og fleiri, sem ekki hafa náðst, hafa smyglað heróini til Bandarfkjanna fyrir um 30 milljónir dollara. Stjórnandi hópsins er 53 ára Korsfku- maður, Jean Babtiste Croce, og var hann dæmdur f átján ára fangelsi. Hann var rekinn frá Bandarfkjunum fyrir tuttugu árum og fluttist þá til Korsfku og hefur verið talinn með auðugri mönnum á eynni. Hann var handtekinn f fyrra. laust fallast á 12 mílurnar sem landhelgi, en yrðu að fhuga tillög- una um 200 mílna efnahagslög- sögu áður en þeir tækju endan- lega afstöðu til málsins. Kóreu- fulltrúinn sagði tillögu Banda- rfkjanna ekki hafa komið á óvart, þar sem þróunin hefði hnigið í þessa átt. Ákveður bandarfska þingið einhliða útfærslu? Skömmu eftir að Stevenson hélt ræðu sína kom frétt frá Washington þess efnis, að Banda- ríkjaþing byggi sig undir að færa út fiskveiðilögsöguna einhliða ef Framhald á bls. 16 Rauða stjarnan ásakar Kínverja Moskva,12. júlí.NTB. MÁLGAGN Rauða hersins, Rauða stjarnan, ásakar í dag Kína fyrir að nota „Rússagrýluna" sem átyllu fyrir stórkostlega liðsflutn- inga og hervæðingu. Segir blaðið, að útgjöld til hermála í Kína séu um 40% af öllum fjárlögum og til að réttlæta þessi gífurlegu fjárút- lát hafi kínverskir leiðtogar byrj- að enn eina áróðursherferð gegn Sovétríkjunum. Þá staðhæfir blaðið, að um það bil 65% allra vísindalegra rann- sókna, séu kostuð af hernum og 73,5% innflutnings sé að meira eða minna leyti ætlað til hernað- ar. Deihir innan stjórnar Japans Tokío, 12. júlí, AP. Varaforsætisráðherra Japans og forstöðumaður um- hverfisstofnunar landsins, Takeo Miki, sagði af sér f dag sökum ágreinings við forsætis- ráðherrann, Kakuei Tanaka, um afstöðu hans til úrslita kosninganna sl. sunnudag og tilhögun kosningabaráttunnar. Tanaka kom f veg fyrir upp- lausn stjórnarinnar með þvf að tilnefna ekki strax annan mann f embætti varaforsætis- ráðherra, en f hitt embætti Mikis skipaði hann stuðnings- mann hans, Matsushei Morp, sextugan mann, sem sæti á f neðri deild japanska þingsins. Jafnframt tókst Tanaka að fá Fukuda fjármálaráðherra til að sitja áfram I stjórninni með þeim varnagla þó af Fukuda hálfu, að hann mundi e.t.v. endurmeta stöðu sína f stjórninni með tilliti til af- sagnar Mikis. Kvaðst Fukuda hafa fullan skilning og samúð með sjónarmiðum Mikis, en báðir eru andvígir þeirri eyðslusemi, sem þeir telja að hafi einkennt kosningabaráttu Tanakas, og sömuleiðis eru þeir á móti opinskáum stuðn- ingi stórfyrirtækja við hann f kosningabaráttunni. I þing- flokki lýðræðislegra demó- krata hefur Tanaka stuðning 94 þingmanna, en Miki stuðn- ing 55. Frá hátfð Þjóðræknisfélagsins Fjöl- f Háskólabfói. menni á Vestur- Íslendingahátíð ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ hélt f gær hátfð f Háskólabfói fyrir Vesturtslending- ana sem hér eru. Fór hátfðin mjög vel fram og meðal ræðumanna var forsætisráð- herra. Að lokinni hátfðinni hélt borgarstjórinn f Reykjavfk móttöku fyrir Vestur-tslendingana á Kjarvalsstöðum. ólafur Jóhannesson forsætisráðherra ávarpar Vestur-lslendinga. Ur móttöku borgarstjórans f Reykjavfk fyrfr Vestur-lslendingana á Kjarvalsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.